Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Page 58
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 66 Mtikmyndir K V I K M Bíóborgin - Kvennaklúbburinn: Köld eru kvennaráð ★★ Sumar bandarískar kvikmyndir frá draumaverk- smiðjunni í Hollywood eru svo mengaðar af þeirri yf- irborðsveröld sem þar þrífst að í raun ætti að banna sýningar á þeim utan Bandaríkjanna og Kvenna- klúbburinn (The First Wives Club) fellur undir þessa skilgreiningu. Hvar annars staðar en í Hollywood væri hægt að enda mynd á því að þrjár miðaldra kon- ur, sem hefur tekist að hefna sína á fyrrum eigin- mönnum, endi myndina á því að syngja saman með miklum tilþrifum um það að enginn þekki þær og vist er að ef ekki kæmi til að Goldie Hawn, Diane Keaton og Bette Midler eiga góða spretti í hlutverkum eiginkvennanna þá væri nánast ekkert púður í mynd- inni. Þær stöllur leika fyrrum vinkonur sem aliar hafa orðið fyrir því að eigin menn þeirra hafa yfirgefið þær og skilja þær eftir í sárum. Þær hittast við útföi fjórðu vinkonunnar sem einnig var yfirgefin af eiginmanni sínum en hafði farif þá leið að stytta sér aldur. Þegar þær komast að því hvað þær eiga sameiginleg taka þær til sinna ráða. Undir öllum glansinum og gríninu er í raun beitt háðsádeila á millistéttarlíf Bandaríkjunum og þá tilfmningakreppu sem fólk, sem hefur allt til alls, lendir í En það er passað upp á að slíkt komist ekki upp á yfirborðið, allt er í gamni Oj þá ekki síður allt í lukkunnar standi í lokin, nema að sjálfsögðu hjá eiginmönn unum sem hafa fengið að kynnast hversu köld kvennaráð geta verið. Leikstjóri: Hugh Wilson. Handrit: Robert Harling eftir skáldsögu Oliviu Goldsmith. Kvikmyndataka: Donald Thorin. Tónlist: Marc Shaiman. Aðalleikarar: Goldie Hawn, Bette Midler, Diane Keaton, Sarah Jessica Park- er, Maggie Smith og Dan Hedaya. Hilmar Karlssor Saga-bíó - Ógleymanlegt: Líkskoðari í morðingjaleit ★★ John Dahl er ungur leikstjóri sem hefur hægt en ákveðið verið að vinna sér sess meðal þeirra fremstu sem fást við gerð sakamálamynda. Þrjá kvikmyndir á hann að baki, Kill Me again, Red Rock West og The Last Seduction, og er hægt að merkja framfarir með hverri mynd og þótt vissu- lega sé erfitt að gera betri mynd en The Last Se- duction, sem er meðal betri sakamálamynda sem gerðar hafa verið á undanfomum árum var nú al- veg óþarfi fyrir Dahl að falla í þá gryfju að ofmetn- ast en það er í raun eina skýringin á þvf hversu illa hann heldur á spöðunum í myndinni Ógleym- anlegt (Unforgetable). Deihl er mikill kunnáttumaður í kvikmyndagerð og hefur í myndum sín- um notað sterkt myndmál. Hér má ætla að hann hafi treyst um of á slíkt því hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því að sagan um líkskoðar- ann, sem reynir töfraformúlu á sjálfum sér í leit sinni að morðingja eigin- konu sinnar, hefúr enga burði tÚ að geta haldið áhorfandanum við efnið. En svo bregðast krosstré sem önnur tré og Dahl fmnur sig aldrei í stjóm- andahlutverkinu og bregst bogalistin að mestu. En þrátt fyrir að Ógleym- anlegt sé gölluð kvikmynd er sums staðar vel gert og Dahl nær upp spennu um tíma en dettur síðan í lokin aftur niður í meðalmennskuna. Staðreyndin er að kvikmyndaunnendur gera miklar kröfur til manna eins og Johns Dahls og því verða vonbrigðin kannski meiri en ella þegar slík- um mönnum mistekst. En batnandi mönnum er best að lifa og Dahl á framtíðina fyrir sér og lærir vonandi af mistökunum. Þá er ekki síður slæmt að horfa upp á Lindu Fiorentino eins og illa gerðan hlut í illa skrif- uðu hlutverki en hún sló eftirminnilega í gegn í The Last Seduction. Leikstjóri: John Dahl. Handrit: Bill Geddie. Kvikmyndataka: Jeffrey Jur. Tónlist: Christopher Young. Aðalleikarar: Ray Liotta, Linda Fiorentino, Peter Coyote, Christipher McDonald og Kim Cattrall. Hilmar Karlsson Stjörnubíó - Ruglukollar: Kennarinn leysir vandann ★ Kvikmyndin Ruglukollar ber svo sannarlega nafn með rentu. Annað eins rugl er vandfundið. Hér á að vera á ferðinni skopstæling á þessum væmnu hetjumyndum um kennarann sem kemur til starfa í vandræðagemlingaskólanum sem kerfið og starfs- fólkið er löngu búið að gefast upp á, myndum á borð við Hættulega hugi og þar fram eftir göt- unum. En nýi kennarinn er staðráðinn í að koma þeim nemendum til manns sem það vilja, þótt brautin sú sé þymum stráð. Skopstæling sagði ég, en skopið hefur að mestu orðið út undan og þess vegna stendur myndin ekki undir nafhi. Hins veg- ar er í henni nóg af alls konar aulafyndni og neð- anbeltis fimmaurabröndurum. Jon Lovitz leikur nýja kennarann, óttalegan aula sem vill losna undan ægivaldi rektorsins fóður síns og sýna að hann geti nú staðið á eigin fót- um. í nýja skólanum, sem kenndur er við Marion Barry, hinn umdeilda dópétandi borgarsfjóra Washington D.C., hittir hann stórskutluna Tiu Car- rere sem leikur hér aðstoðarkonu skólastýrunnar, bráðhuggulega stúlku sem fellur fyrir aulabárðinum, hversu trúlegt sem það nú er. Nóg um það Hér rekur hver vitleysisgangurinn annan og það er ekki nema einstaka sinnum að hægt er að kreista fram bros. Þegar Jon Lovitz var einn aðstandenda hins vinsæla gamanþáttar Saturday Night Life í sjóvarpinu í Ameriku, var hann slappastur félaga sinna og ekki hefur hann skánað mikið eftir að hann fór að leika í kvikmyndum. Aðrir leik- arar eru heldur skárri, ef hægt er að nota svo fint orð yfir vitleysuna. Leikstjóri: Hart Bochner. Handrit: David Zucker, Robert LoCash og Pat Proft. Kvikmyndataka: Vernon Layton. Leikendur: Jon Lovitz, Tia Carrere, Mekhi Pfifer, Guillermo Diaz, John Neville, Louise Fletcher, Malinda Williams. Guðlaugur Bergmundsson Banvæn bráðavakt í Regnboganum: Fand yfir morkin í læknisfræðinni Hugh Grant hefur nánast eingöngu leikið í gam- ansömum kvik- myndum að und- anfóm- um sem hafa ekki farið varhluta af rómantík- inni. í Banvæn bráðavakt (Extreme Measure), sem er spennutryllir, leikur hann allt öðmvísi persónu en hann hefur leikið áður og þykir honum hafa tekist ágætlega upp. Grant leikur lækninn Guy Luthan sem vinnur í bráða- móttöku. Þegar myndin hefst er hann á annasamri vakt Komið er með úti- gangsmann sem og það er kallað. Hann hlaut menntim sína í Oxford. Þegar kom að því að velja eitthvað visst nám valdi hann að nema við Oxford University Drama Society og hlaut eldskirn sína árið 1982 í skólaverk- efiii. Nokkur mög- ur ár tóku við þar sem þrætt var það einstigi sem leik- arar þurfa að fara sem hafa litla vinnu. Hugh Grant datt svo í lukkupottinn árið 1987 þegar þeir félagar Ishmail Merchant og James Ivory fengu hann til að leika titilhlutverk- ið í Maurice en sú mynd fjallar um ungan pilt, sem Hugh Grant leikur lækni sem grunar að ekki sé allt með felldu við dauða umrennings. deyr á spítalanum. Enginn skiptir sér af honum nema Luthan sem fær fræðilegan áhuga á sjúkdómseinkenn- um hans sem honum þykja óvenjuleg. Smám saman kemst hann á snoðir um einkarekna rannsóknarstofu sem tengist einum virtasta lækni landsins, Dr. Lawrence Myrick, sem leikinn er af Gene Hackmann. Mannorði, starfsferli og lífl Luthans er því meira ógn- að eftir því sem hann kemst nær sannleikanum. Hversu langt er læknavísindunum heimilt að fara í rannsókn- um á lækningu útbreiddra sjúkdóma? Auk þeirra Grants og Hackmans leika í myndinni Sarah Jessica Parker, David Morse og Bill Nunn. Fjölskrúðugt líf Þaö hefur mikið gengið á í lífi Hugh Grants frá því hann sló eftirminnilega í gegn í Four Weddings and a Funeral. Er skemmst að minnast uppákomunnar þegar Gene Hackman leikur virtan lækni sem fer ekki hefðbundnar leiöir í rannsóknum sínum. hann var hirtur glóðvolgur í Hollywood ásamt vændis- konu. Þá hefúr samband hans við fyrirsætuna og leikkonuna Elizabeth Hurley verið á mllli tannanna á fólki en Hurley er einmitt einn framleiðenda Extreme Measure. f öllum hamaganginum hefur það næstum gleymst að Grant er prýðisgóður leikari og á að baki fjölbreyttan feril þótt sumir vilja meina að hann hafi mikið staðnað eftir að hann varð heimsfrægur. Hugh Grant fæddist í London og er af fmu fólki, eins hommi, í byrjun aldar. Grant fékk mikið hrós fyrir leik sinn og var valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Frammistaða hans í Maurice leiddi til þess að Ken Russell valdi hann til að leika aðalhlutverkið í The Lair of the White Worm og sama ár lék hann Chop- in i Impromptu. Hugh Grant hefur verið duglegur að leika í kvikmyndum frá þvi hann varð þekktur og meöal hans helstu kvikmynda eru Bitter Moon, Sirens, Sense and Sensibility og Nine Months. Breti í Hollywood Leikstjópri Extremes Measures er Michael Apted sem er breskur að uppruna en hefur nær eingöngu unnið í Hollywood á undanfomum árum og hefúr verið að gera góða hluti þar. Meðal kvikmynda, sem hann hefur gert vestanhafs, em Coal Miner’s Daughter, Gorillas in the Mist, Nell, Gorky Park og Thunderheart. Michael Apted stund- aði nám í sögu við Cambridge háskólann þegar hann fékk áhuga á kvikmyndagerð. Apted fékk vinnu við rannsóknir hjá Granada sjónvarpsstöð- inni en tók fljótlega að gera heimildarmyndir sjálfur auk þess sem hann leikstýrði um tima sápuóperunni Coronation Street. Þeg- ar Apted yfirgaf breska sjónvarpið og hóf gerð kvikmynda hafði hann unnið til margra verð- launa. Fyrstu kvikmyndina, Triple Echo, gerði Apted 1973. Áður en hann yfirgaf fósturjörð sína gerði hann Agatha með Dustin Hofiman og Vanessu Redgrave í að- alhlutverkum. Auk þess að leikstýra leiknum kvikmyndum hefur Apted fengist þó nokkuð við gerð heimildar- mynda og er skemmst að minnast Incident at Oglala þar sem hann beindi augum sinum að indíánanum Leonard Peltier. í Bring on the Night fyldi hann Sting eftir á tón- leikaferðalagi. The Long Way Home er um rússneska rokksöngvara. Síðasta heimildarmynd Apted er Moving the Mountains sem fiallar um fiöldamorð í Tianammen Squera. Sú mynd hefur unnið til tvennra viðurkenndra verðlauna. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.