Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Síða 60
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 LlV « Ifrikmyndir I H X DIGITAL Sýnd kl.5, 7, 9og11. Sýnd kl. 7, 9 og 11 B.i. 16 ára. Sýnd kl.3,5,7,9og11. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sýnd kl. 9 og 11. Sýnd kl. Bönnuö innan 16 ára. JINGLE lAUTHBWUr ALLTHEVUAV mA Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. 3 og 5. Sími 551 9000 Gene Hackman Hugh Grant DON'I MOVt A MUSOLE Sýnd kl. 2.30, 4.45, 6.50 9 og 11.15. Sýnd kl. 2.30, 4.45, Sýnd kl. 4.45, 6.50, Sýnd kl. 3, 5 og 7. 6.50, 9 og 11.15. g 0g 11.15. EINSTIRNI (Lonestar). Sýnd kl. 9. B.i. 14 ára. 1 J iJ J Einstirni ickici Mikið og gott drama um þrjá lögreglustjóra í smábæ í Texas sem starfa hver á sinu tímaskeiði. í sérlega vel skrifuðu handriti verður það sem byrjaði sem morðsaga að sögu um leyndarmál og tilfinningar þar sem fjöldi persóna kemur við sögu. Besta mynd Johns Sayles til þessa. -HK Djöflaeyjan kicki, Nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar er mikið og skemmtilegt sjónarspil sem sveiflast á milli gamans og alvöru. Gísli Halldórsson og Baltasar Kormákur eru bestir í sterkum hópi leikara þar sem margar persónur verða eftirminnilegar. -HK Brimbrot ickki. Ákaflega mögnuð kvikmynd hins danska Lars von Tri- ers um ástir og örlög tveggja ungmenna í samfélagi strangtrúaðra kalvínista í Skotlandi í byrjun áttunda áratugarins. Óvenjuleg ástarsaga og óvenjusterk, með al- deilis frábærum leik. -GB Reykur ★★★ Framúrskarandi vel skrifuð og leikin mynd um fólk í Brooklyn sem segir sögur í gríð og erg, sumar sannar en aðrar ekki. Skemmtilegar mannlýsingar. -GB Matthildur-AnAr^ Danny DeVito, sem bæði leikstýrir og leikur, hefur gert heilsteypta ævintýramynd sem gerist í nútímanum og er óhætt að mæla með Matthildi fyrir alla íjölskylduna. Mara Wilson í titilhlutverkinu er hvers manns hugljúfi og geislar af leikgleði. Lausnargjaldiö ickk Sérlega vel gerð og spennandi sakamálamynd um barns- rán. Mel Gibson er öryggið uppmálað í aðalhlutverkinu og Gary Sinese ekki síðri í hlutverki ræningjans. Góð skemmtun. -HK Hringjarinn frá Nortre Dame ★★★ Nýjasta Disney-myndin hefur klassíkina sem fyrirmynd. Nokkuð skortir á léttleika sem er að finna í meistara- verkum Disneys á sviði teiknimynda, en er samt góð, al- hliða skemmtun fyrir alia fjölskylduna. Oft hefur þó tón- listin verði betri og skemmtilegri. -HK Hamsun kkri Max Von Sydow fer á kostum sem norski rithöfundurinn Knut Hamsun í mynd um eftirmál þess að skáldið lýsti yfir aðdáun sinni á Hitler og stefnu hans. Áhrifamikil kvikmynd en óhófleg lengd skemmir fyrir. -GB Pörupiltar ★★★ Brokkgeng og mynd frá Barry Levinson með miklum stjörnufans í aðalhlutverkum. Aðalpersónur eru fjórar á tveimur aldurskeiðum. Fyrri hlutinn þegar fiórmenning- arnir lenda á betrunarhæli er mun beittari en sá síðari þegar þeir eru að gera upp sín mál. -HK Hetjudáð ★★★ Tveimur athyglisverðum og dramatiskum sögum úr Persaflóastríðinu eru gerð góð skil í vel skrifuðu hand- riti. Denzel Washington er góður í hlutverki herforingja sem þarf að eiga við samvisku sina en Meg Ryan er ekki beint leikkona sem er sannfærandi í fremstu víglínu í stórhernaði. -HK Bandaríkjunu - aösókn dagana 10-12. janúa Tekjur I milljónum dollara og heilda Tvær hryllingsmyndir koma á óvart Miklar vinsældir hryllingsmyndarinnar Scream hafa komið mörgum á óvart en myndin er þegar komin meö tekjur upp á 50 milljónir dollara. Scream er nýjasta kvikmynd hryll- ingsmeistarans Wes Cravens, sem á sínum tíma skapaöi eina frægustu sögupersónu hryllingsmyndanna, Freddy Krueger í Nightmare on the Elm Street. Scream hefur und- anfarnar vikur verið í stööugri sókn og er sú kvikmynd í dag sem hefur jafnasta aösókn. Hafi vinsældir Scream komiö á övart þá kom þaö ekki síður á óvart aö önnur hryllings- mynd, The Relic, skyldi vera meö mestu aðsóknina þessa vikuna og skildi meira aö segja Evitu eftir í öðru sæti, aðstandendum myndarinnar til mikilla vonbrigða, þeir höföu búist viö aö hún tæki markaðinn meö trompi þegar hún færi í fjöldadreiingu. Aösókn- in á The People vs. Larry Flynt olli einnig nokkrum vonbrigðum. The Relic gerist aö hluta til á dýra- og sögusafni, sem aö sjálfsögöu er kjörið svæöi fyrir hrottaleg morö sem engin eölileg skýring finnst á. í slíku umhverfi er auövelt aö ýta vel viö ímyndunaraflinu. Það er hinn gamalreyndi leikstjóri, kvikmyndatökumaöur og handritshöfundur Peter Hyams sem gerir The Relic. Á myndinni eru Tom Sizemore og Penelope Ann Miller í aðalhlutverkum í The Relic. -HK Tekjur Heildartekjur 1. (-) The Relic 9.064 9.064 2. (20) Evita 8.381 11.234 3. (1) Michael 8.284 63.687 4. (3) Scream 7.439 50.020 5. (2) Jerry Maguire T.Oll 93.318 6. (-) Jackie Chan’s First Strike 5.778 5.778 7. (-) The People vs. Larry Flynt ' 5.315 7.385 8. (-) Turbulence 4.464 4.464 9. (5) One Fine Day 3.499 37.308 10. (4) 101 Dalmatians 3.127 125.984 11. (6) Beavis & Butt-head 2.906 58.721 12. (7) The Ghost of Mississippi 2.302 9.383 13. (6) The Preacher’s Wife 2.178 41.985 14. (11) The English Patient 2.023 31.002 15. (-) Mother 1.432 2.009 16. (10) My Fellow American 1.180 20.059 17. (16) Shine 1.119 8.382 18. (9) Mars Attacks 1.005 35.358 19. (13) Ransom 1.003 130.725 20. (12) The Evening Star 0.818 11.731 HVERNIG VAR MYNDIN? High School High Björn Ingi Ragnarsson: Mjög góð. Kristrún Snorradóttir: Hún var fln. Mjög góð og fyndin, ekta gamanmynd. Hörður Ottó Friðriksson: Hún rúllaði flnt og er góð. Dagbjört Hákonardóttir: Voða skemmtileg og fyndin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.