Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 T^V íslenski hesturinn og Ameríkumarkaöurinn: Gæti orðið sprenging ef rétt er að staðið - og þá væri verið að tala um þúsundir hrossa á ári, segir Sigurbjörn Bárðarson hestamaður „Ef það færi af stað mikil skriða í Ameríku að eignast islenska reið- hesta erum við ekki í stakk búnir að mæta henni í hvelli. Það þyrfti tíma. Vegna lögmálsins um fram- boð og eftirspum myndi verðið geta farið upp úr öllu valdi. Og það er hægt að vinna upp þennan markað. En eins og staðan er í dag er verðið ekki nógu gott fyrir þægi- legan reiðhest, eitthvað mn 150 þúsund krónur. Það stendur ekki á því að við getrnn framleitt mörg hross en eins og verðið er borgar framleiðslan sig ekki. Að ala upp reiðhest og temja hann kostar það mikið að verðið sem enn fæst fyrir íslenska hestinn í Vestm-heimi stendur ekki undir þeim kostnaði. En um leið og verðið fer upp getum við sett í gang framleiðslu hér og tamið mikið af þægilegum reið- hrossum,“ segir Sigurbjörn Bárðar- son hestamaður sem hefur manna mesta reynslu af því að selja ís- lenska hesta vestur um haf. Þekkja ekki gæðinga - Þama ertu að tala um þægilegt reiðhross, en hvað er hægt að fá fyrir gæðing? „Því miður vita Ameríkanar enn ekki hvað íslenskur gæðingur er og þess vegna eru þeir ekki tilbúnir til að greiða fyrir þá. Þeir eiga eftir að átta sig á því hvað er gæðingur en um leið og þeir gera það þá fer markaðurinn að blómstra," segir Sigurbjöm. Skipulagning nauösynleg Oft er talað um ofbeitt land hér og að landið þoli ekki fleiri hross en em í dag. Sigurbjörn var spurð- ur hvað yrði í þeim efnum ef mark- aðurinn spryngi út: „Við erum alveg í stakk búnir til að taka við þessu öllu saman með því að taka upp skipulagningu á beit og öðm sem við kemur hrossa- rækt. Það sem háir okkur mest nú er hár flutningskostnaður og skiln- ingsleysi yfirvalda á þessu máli sem og endalaust skriffinnska," segir Sigurbjöm. Hann segir að taka þurfi blóð- sýni úr öllum hestum sem fluttir eru vestur mánuði áður en þeir fara út og senda það út til Kanada til rannsóknar. Hann segist til að mynda senda út 80 til 90 hross bráðlega og að það sé mikið verk að taka blóð úr þeim öllum og senda út. Hann segir þetta mjög erfitt og snúið. Ægileg skriffinnska „Við höfum óskað eftir þvi að blóðrannsóknin fari fram hér á landi, á Keldum. Yfirvöld úti hafa samþykkt það en yfirvöld hér heima eru svo sofandi fyrir þessu að hvorki gengur né rekur og skrif- finnskan ægileg. Þeir á Keldum eru til en það þarf leyfi ráðherra og þessa og hins. Áhuginn hér er eng- inn fyrir þessu,“ segir Sigurbjöm. - Með þessu ertu að segja að ef allir leggjast á eitt sé hægt að opna þama risamarkað fyrir íslenska hestinn: „Ég hef í því sambandi nefnt 8 ár og eftir þann tima væmm við fam- ir að tala um útflutning á þúsund- um hrossa. Og það er hægt. Það þarf hins vegar að laga margt sem er að ef þetta á að takast,“ sagði Sigurbjöm Bárðarson. S.dór Fyrrum skrifstofustjóri Max: Ár I fangelsi fyrir 8 milljóna fjárdrátt - konan dæmd til að greiða 9 milljónir Gréta Sigurðardóttir, 49 ára, fyrr- um skrifstofustjóri Max hf., var í gær dæmd í eins árs fangelsi fyrir fjárdrátt frá fyrirtækinu upp á á ní- undu milljón króna á árunum 1990-1995. Héraðsdómur Reykjavík- ur dæmdi hana jafhframt til að greiða fyrirtækinu, sem var selt að miklu leyti vegna rekstrarörðug- leika í kjölfar fjárdráttarins, rúmar 9 milljónir króna í skaðabætur. Ejárdrátturinn komst upp í októ- ber 1995. Þá hafði Gréta að eigin sögn lagt gildru fyrir sjálfa sig enda hefði henni verið orðið ljóst að fjár- dráttrn- hennar hlyti að fara að kom- ast upp. Hún mætti sjálfviljug hjá RLR til að upplýsa málið og heimil- aði húsleit heima hjá sér til að lög- regla kæmist yfir viðeigandi papp- íra og gögn. Gréta sagði ástæðu fjárdráttarins þá að hún hefði átt í fjárhagskrögg- um eftir hjónaskilnað. Það hefði verið óráðsía í fjármálum hennar en hún hefði hins vegar lifað of „flott“ fyrir utan aö hafa greitt skuldir með því fé sem hún dró sér. Hún hefði hins vegar ekki safhað eignum. Fyrrum eigandi og forstjóri Max hf. kom fyrir dóminn og lýsti því yfir að fjárdrátturinn hefði haft veruleg áhrif á lausafjárstöðu fyrir- tækisins og fjármagnskostnað þess. Fjárdráttm-inn heðfi síðan leitt til þess að eigandinn varð að selja fyr- irtækið. í dómi Hjördísar Hákonardóttur héraðsdómara kemiu- fram að brot ákærðu hafi verið stórfellt og framið með kerfisbundnum hætti og í skjóli þess að hún hafi notið mik- ils trausts hjá eiganda og starfs- mönnum Max hf. - trausts sem hún misnotaði. Þá var einnig litið til þess að Gréta gerði ráðstafanir til að dylja fjárdrátt sinn með skipu- lögðum hætti. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákærða hefur ekki sætt refsingu áður, hún játaði brot sitt greiðlega og kom í þeim tilgangi sjálfviljug til lögreglu. 12 mánaða fangelsi þykir hæfileg refsing. Eng- ar teljandi eignir eru fyrir hendi hjá ákærðu upp i hina rúmlega níu milljóna króna skaðabótakröfú sem hún er dæmd til að greiða Max hf. Henni er jafnframt gert að greiða 289 þúsund króna innheimtuþókn- un og 240 þúsund króna málsvam- ar- og saksóknaralaun. -Ótt Hafnarstræti 100: Landsbankinn keypti 7 hluti DV, Akureyri: Landsbanki íslands keypti 7 hluti af 8 sem seldir voru þegar nauöungaruppboð á þremur hæðum í Hafnarstræti 100 á Akureyri fór fram í vikunni. Boðað hafði verið uppboð á 11 hlutum af 12 á þessum hæöum í húsinu en fresta varð upp- boði á þremur hlutum vegna form- galla. Landsbankinn var í ábyrgð fyrir Geymslusvæðið ehf. sem átti hæð- imar þrjár en fyrirtækið hafði feng- ið 24 milljóna króna lán frá hús- bréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins. Ætlunin var að standsetja 12 íbúðir í húsinu en lítið varð úr fram- kvæmdum. Á uppboðinu greiddi Landsbank- inn 2,5 milljónir fyrir hvem hlut- anna sjö en fyrirtækið KE-Byggir í Reykjavík keypti einn hluta og borgaði fyrir hann 2,550 milljónir króna. -gk Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 9041800. 39,90 kr. mlnútan J* í Nel 2 904 1600 Á að taka upp tvö skattþrep? Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri á Akureyri, átti því láni að fagna að geta komiö til bjargar 12 ára dreng, Sigmari Karli Ágústssyni, en ekki mátti miklu muna að drengurinn félli í 8 metra djúpt gil viö Glerá á Ak- ureyri, skammt frá Glerárskóla. í DV í gær var greint frá atburðarásinni er þetta átti sér stað, en á myndinni eru þeir Gunnar og Sigmar Karl og fyrir aft- an þá má sjá klettinn sem Sigmar Karl var næstum dottinn fram af. DV-mynd gk Drengur höfuðkúpubrotinn Níu ára strákur liggur á Sjúkra- húsi Reykjavíkur með brotna höfuð- kúpu eftir árekstur tveggja bifreiða á mótum Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka, við Staldrið, um miðjan dag í gær. Að sögn sérfræð- ings á slysadeild eru meiðsl hans ekki lífshættuleg. Tvær konur voru einnig fluttar á slysadeild úr þess- um árekstri en þær munu ekki hafa meiðst alvarlega, liklega eitthvaö tognaðar. -sv Eins og sjá má á bílnum var áreksturinn geysiharöur. DV-mynd S stuttar fréttir Nýr safnvörður Miðstjóm ASl hefur ráðið Kristinu G. Guðnadóttur sem forstöðumann Listasafns ASÍ. Kristín er listfræðingur og hef- ur verið safnvörður hjá Lista- safni Reykjavíkur. 30 manns sóttu um starfið. Finnur stendur á sínu Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra heldur fast við þá fullyrð- ingu að iðnaðarmenn sem starfa við stóriðju njóti betri kjara en aðrir. Formaður Rafiðnaðar- sambandsins mótmælti þessu á sínum tíma, en ráðherrann hef- ur ritað honum bréf og sent gögn þar sem hann ítrekar fyrri ummæli sín. Styðja sitt félag Flugmenn Islandsflugs lýsa fullum stuðningi við félagið og stjómendur þess. í bréfi sem þeir rituðu stjóm félagsins segir aö mörgum þeirra hafi verið boðin störf hjá Flugfélagi ís- lands, sem þeir hafi ákveðið að afþakka þar sem mikilvægt sé að fleiri en einn öflugur aðili sé í flugrekstri innanlands og utan og samkeppni tryggð. Pétur vanhæfur Lögmaður Vífilfells krefst þess að Hæstiréttur taki aftur upp mál þar sem Vífilfell var dæmt til að endurgreiöa keypt tap sem nýtt hafði verið til skattafrá- dráttar. Lögmaðurinn telur að Pétur Hafstein dómari hafi verið vanhæfur í málinu og dómurinn strítt gegn mannréttindasáttmála Evrópu. RÚV sagði frá. Gunnlaugur mísskilur Finnur Ingólfsson segir að Gunnlaugur Sigmundsson sam- flokksmaður hans hafi misskilið frumvarp um sölu ríkisbank- anna, en Gunnlaugur segir að breytingar til hins verra hafi verið gerðar á frumvarpinu eftir að nefhd sem samdi það skilaði af sér. -SÁ Leiðrétting: Aðeins leiguflug í viðtali við Helga Pétursson hjá Samvinnuferðum-Landsýn í Ferða- blaði DV síðastliðinn miðvikudag, féllu niður orðin „í leiguflugi S/L.“ Þannig mátti skilja að afsláttur vegna bókana fyrir 10. mars giltu ,í allar sumarleyfisferðir á vegxun Samvinnuferða-Landsýnar en svo er ekki - einungis er um að ræða sum- arleyfisferðir í leiguflugi S/L, eins og skýrt kemur fram í auglýsingum og í sumarbæklingi Samvinnuferða- Landsýnar. -ÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.