Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 UV 28 Qtrstæð sakamál Erskine-fjölskyldan haföi ekki búið lengi við Woodlands-veg í Stratford-on-Avon í Warwickshire á Englandi þegar óþokkar í hverfinu fóru að valda henni óþægindum. I fyrstu voru hrópuð ókvæðisorð en síðar var farið að kasta eggjum og steinum í meðlimi fjölskyldunnar. „Níu af hverjum tíu íbúum hér eru ágætir," sagði frú Dorothy Erskine um hverfisbúana, „en hér hafa lengi verið vandræði með fjór- ar eða fimm fjölskyldur sem virðast leggja á það megináherslu að stofna til vandræða. Ég hef alltaf beðið börnin mín um að halda sig frá þessu fólki og láta sem ekkert sé verði þau fyrir óþægindum af því.“ Vandræðin byrjuðu árið 1983 en ástandið fór síversnandi og þegar kom fram á árið 1988 var ljóst að eitthvað yrði að gera. Þá efndi frú Erskine til undirskriftasöfnunar. Meirihluti hverfisbúa gerði þá kröfu til yfirvalda að gerðar yrðu viðeigandi ráðstafanir vegna fram- komu vandræðaseggjanna. Eftir að söfnunin fór fram ríkti kyrrð um hríð en hún reyndist aðeins vera lognið á undan storminum. Látið tii skarar skríða Lítill vafi leikur á að óróaseggirn- ir vissu hver stóð að baki undir- skriftasöfnuninni og þegar ofsókn- irnar byrjuðu á ný beindust þær einkum að Erskine-fjölskyldunni. Ekki varð þó frú Erskine fyrir nein- um teljandi óþægindum en það urðu aftur maður hennar, Harry, og synir þeirra þrír, Anthony, Ian og Gary. „Enginn þeirra fékk lengur að vera í friði á götunum," sagði frú Erskine síðar. „Harry varð fyrir pústrum og öðrum óþægindum á leið til og frá vinnu og hvað eftir annað var ráðist á drengina. Ég hef ekki tölu á því hve oft ég varð að fara með syni mína á slysavarðstof- una.“ Þegar Anthony var sautján ára varð hann fyrir svo slæmri árás að andlitið á honum var óþekkjanlegt. Hann hafði verið á leið meó tvíbura- bróður sínum, Ian, og nokkrum vin- um á sumarmarkað þegar á vegi þeirra urðu allra verstu bullurnar, alls íjórtán eða fimmtán saman. Einn úr þeim hópi heimtaði eitt pund af einum vina Anthonys en hann sagðist ekki vera með neina peninga á sér. „Þið getið ekki fengið neina pen- inga hjá honum,“ sagði Anthony til áréttingar svari vinar síns. „Hann er ekki með neitt á sér.“ Nú óku nokkrir úr hópi bullanna híl að drengjunum, gripu stúlku sem var á leið með þeim á markað- inn og tróðu henni inn í bílinn. Ant- hony hað þá að láta hana í friði en þeirri beiðni svöruðu bullumar með því að taka fram hafnabolta- kylfu og láta höggin dynja á honum. „Hann var næstum óþekkjanlegur" Vinir Anthonys báru hann heim eftir árásina og komu honum upp í rúm. Þegar móðir hans kom heim úr vinnu klukkan eitt um nóttina og fór upp til hans sá hún hve hroða- lega hann hafði verið leikinn. „Hann var næstum óþekkjanleg- ur, svo bólginn var hann í framan," sagði hún er hún lýsti honum. „Við hringdum auðvitað í lögregluna en fengum sama svar og venjulega, að hún gæti ekkert aðhafst." Sumir hafa látið þau orð falla að ef til vill hafi meðlimir Erskine-fjöl- skyldunnar gert þau mistök að svara aldrei árásum bullanna. Ef þeir hefðu svarað fyrir sig kynni að hafa farið á annan veg. Það var hins vegar afstaða frú Dorothy Erskine sem réð mestu um að maður henn- ar og synir fóru alltaf með friði því hún sagði að ef þeir færu að slást Harry Erskine. Anthony Erskine. Hús Erskine-fjölskyldunnar. yrðu þeir ekkert betri en vandræða- mennimir sem þau væru að kvarta undan. Nú ríkir friður og ró á Wood- lands- vegi. En þar er fólk líka sorgmætt. Því olli atburður sem gerðist 3. janúar í fyrra. Þann dag fór frú Erskine að heiman stundar- fjórðung yfir fjögur síðdegis. Um hálfimm kom sonur hennar, Ant- Damian Collins. hony, heim frá vinnu, og skömmu síðar kom Harry Erskine gangandi að húsinu. Barinn til dauða Eins og oft áður eltu bullumar Harry þegar hann var á leiðinni heim til sín og áður en hann komst að dyrunum fóru þær að stjaka við Mark Hemmens. honum og reyna að hrinda honum. í þetta sinn hljóp Anthony út til að hjálpa föður sínum en þá réðust bullurnar að honum án þess að fað- ir hans fengi nokkuð að gert. Á eft- ir lá Anthony hjálparvana á jörð- inni. Þar sem hann lá hálfmeðvitund- arlaus fóra bullumar að sparka i hann og það var ekki fyrr en hann var orðinn alblóðugur og lífvana að þær hurfu á brott. Bróðir Anthonys, Gary, sá árás- ina úr um glugga og kom nú hlaup- andi ásamt Gaynor Taylor, dóttur nágranna þeirra. Gaynor vai- ný- komin af námskeiði í neyðarhjálp en gat ekkert gert og sagði svo frá: „Hjartað var hætt að slá og andlitið allt í blóði. Ég gat ekki einu sinni séð hvernig ég gæti blásið lofti 1 hann.“ Földu sig á háalofti Ian, þriðji bróðirinn, var í heim- sókn hjá vini sínum í nágrenninu. Hann heyrði í vælum lögreglubíls- ins og sjúkrabílsins en áður en hann gat gengið úr skugga um hvað var að gerast hringdi Gary bróðir hans til hans. „Hann sagði bara að Anthony hefði orðið fyrir óhappi," sagði Ian. „En þegar ég kom heim og steig af hjólinu kom hann á móti mér ég sagði: „Ég kem varla orðum að því...en Anthony er dáinn“.“ Eftir allt sem á undan var gengið lék enginn vafi á þvi hverjir þeir Dorothy Erskine. seku voru. Tæpum sólarhring eftir morðið hafði lögreglan gert innrás í hús við Westfield Close, tæpa hund- rað metra frá heimili Erskine-fjöl- skyldunnar. Þar fundust þeir tveir sem talið var að bæru meginábyrgð- ina. Laugardaginn 6. janúar voru Mark Hemmens, tuttugu ára, og Damian Collins, fimmtán ára, leidd- ir fyrir dómara i Stratford-on-Avon og úrskurðaðir í gæsluvarðhald en jafnframt var gefin út á hendur þeim ákæra fyrir morð. Ljótur ferill Hemmens- og Collins-fjölskyld- umar eiga sér ljótan feril. Mark Hemmens var nýkominn úr fangelsi þegar Anthony var myrtur. Eldri bróðir Damians Collins, nú tuttugu ára, býr nú einn í húsi fjöl- skyldunnar. Sjáifur er hann nýkom- inn úr fangelsi eftir að hafa fengið dóm fyrir grófa líkamsárás en hann réðst á mann með sokk sem í vora biljarðkúlur. Sá sem stóð að þeirri áras með honum situr enn inni. Það er reyndar faðir hans, David Coll- ins. Og Sue Collins situr nú inni fyr- ir að hafa reynt að smygla fikniefn- um til sonar síns þegar hann sat í fangelsi. Þann 21. október í fyrra hófust réttarhöldin yfir Mark Hemmens og Damian Collins í sakadómi í Birm- ingham og þá fengu dómari, kvið- dómendur og viðstaddir að heyra ljóta lýsingu á því hvemig slagsmála- bullumar spörkuðu í höfuðið á Ant- hony eftir að faðir hans, Harry, var úr leik. Hann sagði svo frá: „Ég varð stífur, gat mig ekki hreyft og gerði mér varla grein fyr- ir því sem var að gerast þegar þeir fóru að sparka í höfuð sonar míns eins og það væri fótbolti." Saksóknarinn, Christopher Hott- en, sagði við kviðdómendur í lok áhrifamikillar lokaræðu: „Þegar misþyrmingunum lauk lá Anthony Erskine á jörðinni og honum blæddi svo mikið að blóðið rann niður önd- unarveginn svo að hann drakknaði bókstaflega í blóði sinu.“ Dómarnir Réttarlæknir, sem krufði líkið af Anthony, sagði: „Þau brot sem við fundum á höfuðkúpunni sýna að sparkað var fimm eða sex sinnum í höfuð Anthonys og það óvenjulega fast.“ Kviðdómendur voru aðeins í nokkrar mínútur að komast að nið- urstöðu eftir að þeir drógu sig í hlé. Og hún var sú að sakborningar væru sekir. í lokaummælum sínum sagði David Keene dómari við tvímenn- ingana sem biðu dóms: „Þetta var óvenjulega gróf og heigulsleg árás. Þið réðust margir á einn pilt og versta atlagan að hon- um var gerð þegar hann lá hjálpar- vana á jörðinni. Báðum fannst ykk- ur þá rétt að sparka í hann og afleið- ingin varð sú að ungi maðurinn týndi lífinu. Ég skal ekki fullyrða að tilgangurinn hafi verið að drepa hann. Ef til vill gekk ykkur það til, ef til vill ekki. Ég er hins vegar ekki í minnsta vafa um að þið ætluðuð að valda honum alvarlegum meiðsl- um.“ Það rikti dauðaþögn í réttarsaln- um þegar Keene dómari kvað upp dómana. Mark Hemmens fékk ævilangan dóm. Sá yngri, Damien Collins, sem vitni sögðu þann sem harðast gekk fram, fékk ótímabundinn dóm. Eftir dómsuppkvaðninguna sagði bróðir Anthonys, Gary: „Anthony gerði aldrei neinum neitt. Hann reyndi alltaf að leysa öll vandamál á friðsamlegan hátt með því að tala við bullurnar. Hann átti ekki skilið að deyja svona. En þeir áttu skilið þá dóma sem þeir fengu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.