Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 47
JjV LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 skák 59 VISA-bikarkeppnin í Færeyjum: Þriðja sæti Hannesar í Þórshöfn Hannes Hlífar Stefánsson hafnaði í 3. sæti á alþjóðlega mótinu í Þórs- höfn í Færeyjum eftir sigur gegn norska stórmeistaranum Jonathan Tisdall í lokaumferðinni. Hannes varð jafnframt efstur norrænu kepp- endanna sem börðust um stig í VISA-bikarkeppninni og tefldu um sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í haust. Sigurvegari í Þórshöfn varð rúss- neski stórmeistarinn Peter Svidler sem hlaut 7,5 vinninga af 9 möguleg- um. Svidler, sem hefur 2640 Elo-stig, var vel að sigrinum kominn. Hon- um einum tókst að leggja Hannes Hlifar að velli. Ivan Sokolov, stór- meistarinn frá Bosníu, varð einn í 2. sæti með 7 v. en síðan kom Hannes með 6,5 v. Skák Hannesar við Sokolov í næstsíðustu umferð lauk með jafntefli eftir 64 leiki þar sem Sokolov reyndi að knýja fram sigur með drottningu gegn hróki og létt- um manni Hannesar. Danski stórmeistarinn Curt Hans- en varð einn í 4. sæti með 6 v. en 5.-11. sæti deildu Þröstur Þórhalls- son, Danimir Lars Schandoi-ff og Sune Berg Hansen og Svíamir Stell- an Brynell og Ralf Akesson. Þeir fengu allir 5,5 v. Þröstur tapaði síð- ustu skák sinni á mótinu, gegn Ivan Sokolov, en með sigri hefði hann deilt þriðja sætinu með Hannesi. Áskell Örn Kárason og Helgi Áss Grétarsson fengu 5 vinninga ásamt sterkum skákmönnum eins og Stu- art Conquest og Jonathan Tisdall og Sævar Bjarnason hlaut 4 v. Úrtökumótin í norrænu bikar- keppninni voru fimm: Reykjavíkur- skákmótið í mars í fyrra, Kaup- mannahöfn um hásumar, Gausdal í ágúst, Rilton Cup um áramótin og nú Þórshöfn í Færeyjum. Bestur samanlagður árangur úr þremur mótum telur til stiga og gefur sæti í lokuðu úrslitamóti, sem fram fer í Noregi eða á íslandi í haust. Af tólf sætum sem teflt var um, náðu ís- lensku stórmeistararnir fimm sæt- um sem verður að teljast harla gott. Þessir hafa unnið sér réttinn (stig úr keppninni í sviga): 1. Curt Hansen, Danmörku (65,79 stig). 2. Jóhann Hjartarson (50,17). 3. Hannes Hlífar Stefánsson ' (49,50). 4. Tiger Hillarp-Persson, Svíþjóð (47,00). 5. Margeir Pétursson (42,50). 6. Rune Djurhuus, Noregi (39,72). 7. Einar Gausel, Noregi (35,46). 8. Jonathan Tisdall, Noregi (35,00). 9. Þröstur Þórhallsson (33,42). 10. Ralf Akesson, Svíþjóð (30,93). 11. Helgi Áss Grétarsson (25,00). 12. Jonny Hector, Svíþjóð (24,63). Auk þessara verður John Arni Nielsen fulltrúi Færeyinga í úrslita- keppninni og einn gestur verður valinn af mótsnefndinni. Hér er skemmtileg skák frá Fær- eyjamótinu, þar sem hvítur blæs snemma til sóknar og lætur öllum illum látum. Svartur heldur vel á spöðunum en loks er hann virðist sloppinn, leikur hann af sér og hvíta sóknin ber skyndilega ávöxt. Hvítt: Steffen Brynell Svart: Bjarke Kristensen Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. d4 cxd4 5. Rf3 e6 6. cxd4 b6 7. Rc3 Rxc3 8. bxc3 Dc7 9. Bd2 Bb7 10. Bd3 d6 11. 0-0 Rd7 12. Rg5!? Hvítur hyggst leggja allt í sölurn- ar fyrir sóknina. Svartur þiggur peðsfórnina þótt hann geri sér Ijóst að því fylgja nokkrar þjáningar. Takist honum að lifa atlöguna af þarf hins vegar ekki að spyrja að leikslokum. 12. - dxe5 13. Dh5 g6 14. Dh3 Bg7 15. Hael! Bd5 Umsjón Jón L Árnason Á þennan hátt virðist svartur treysta varnirnar bærilega. Ekki var hollt að þiggja fleiri gjafir að sinni. Ef 15. - exd4 gæti teflst 16. Rxf7! Kxf7 17. Dxe6+ Kf8 18. Bf4! og nú 18. - Dxf4 19. De7+ Kg8 20. Bc4+ og mát á næsta leiti, eða 18. - Re5 19. Hxe5! o.s.frv. með vinningsstöðu. 16. f4! Annar hraustlegur leikur. Hvítur vill opna línur, hvað sem það kost- ar. 16. - exd4 17. c4! Bxc4 18. Bxc4 Dxc4 19. f5! Rc5! Svarið við 19. - e5 yrði 20. fxg6 hxg6 21. Df3 Hb8 (ef 21. - 0-0 22. Dh3) og nú á hvítur laglegan hnykk með 22. Hcl! Dxa2 23. Hal Dc4 24. Hfcl og svartur missir drottninguna því ekki má sleppa valdinu af f7. Til greina kemur hins vegar 19. - gxf5 20. Dxf5 Rf6, en þá þarf að reikna með riddarafórninni á e6. Svartur hefur hitt á besta vamar- leikinn, að því er virðist, en hvítur er ekki af baki dottinn. 20. Rxf7! Kxf7 21. fxe6+ Kg8 22. Df3 HfB 23. e7 Hxf3 24. Hxf3! Drottningunni er fórnað tíma- bundið. Hún birtist von bráðar á borðinu aftur, án þess svartur fái það hindrað. 24. - h5 25. e8=D+ Kh7 26. De7 Hvítur hefur haft hrók gegn ridd- ara upp úr krafsinu en svartur á góða keðju peða og má una sáttur við sitt. Eftir 26. - Dxa2 má vera að hvítum standi ekkert betra til boða en að fórna hinni drottningunni með 27. Dxg7+ Kxg7 28. He7+ Kg8 29. He8+ og þráskáka. En nú missir svartur fótanna. 26. - Rd3? 27. Hf7 Hg8 28. He6! Aðalhótunin er 29. Dg5 en fleira býr að baki. Nú virðist svartur ekki geta bjargað taflinu. 28. - Dc5 29. Hxg6! Kxg6 Ef 29. - Dxe7 30. Hh6 mát en eftir hinn gerða leik kemur steflð fram í eilítið breyttri mynd. 30. De6+ Kh7 31. Dh6 mát! Þorsteinn Garðarsson Kársnesbraut 57 • 200 Kópavogj Sími: 554 2255 • BH.s. 896 5800 LOSUM STÍFLUR ÚR Wc Vöskum Niðurföllum O.fl. VISA/EURO PJONUSTA . ALLAN SOLARHRINGIN 10 ÁRA REYNSLA VÖNDUÐ VINNA Ný lögn á sex klukkustundum í stab þeirrar gömlu - þú þarft ekki ab grafa! Nú er hœgt aö endurnýja gömlu rörin, undir húsinu eba í garbinum, á örfáum klukkustundum á mjög hagkvœman hátt. Gerum föst verötilboö í klœöningar á gömlum lögnum. Ekkert múrbrot, ekkert jarörask 24 ára reynsla erlendis nsmiN Myndum lagnlr og metum ástand lagna meb myndbandstœkni áöur en lagt er út í kostnaöarsamar framkvcemdir. Hreinsum rotþrœr og brunna, hreinsum lagnir og losum stíflur. ZZ^EjLr jmT HREINSIBÍLAR Hreinsibílar hf. Bygggöröum 6 Sími: 551 51 51 Þjónusta allan sólarhringinn Smáauglýsingadeild DV er opin virka daga laugardaga sunnudaga 7////////////, kl. 9-22 kl. 9-14 kl. 16-22 i Tekiö er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta aag. . Ath. Smáauglýsing í Helgarblaö DV þarf þó ' aö berast Qkkur fyrir kl. 17 á föstudag. Smáauglýsingar 550 5000 Geymiö auglýsinguna. Dyrasímaþjónusta Raflagnavinna ALMENN DYRASÍMA- OG RAFLAGNAÞJÓNUSTA. Set upp ný dyrasímakerfi og geri viö eldri. Endurnýja raflagnir I eldra húsnæöi ásamt viögeröum og nýlögnum. Fljót og góö þjónusta. JÓN JONSSON LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Sími 562 6645 og 893 1733. Skólphreinsun Er stíflað? Fjarlægi stíflur úr wc, vöskum, baðkerum og niðurföllum. Nota ný og fullkomin tæki, rafmagnssnigla. Röramyndavél til aö mynda frárennslislagnir og staðsetja skemmdir. Ásgeir Halldórsson Sími 567 0530, bílas. 892 7260 og (D 852 7260, símboði 845 4577 VfSA FJARLÆGJUM STIFLUR úr vöskum.WC rörum, baökerum og niöur- föllum. Viö notum ný og fullkomin tæki. RÖRAMYNDAVÉL til aö skoöa og staðsetja skemmdir í WC lögnum. VALUR HELGAS0N Æfl «896 1100 • 568 8806 DÆLUBILL 568 8806 Hreinsum brunna, rotþrær, niöurföll, bílaplön og allar stíflur í frárennslislögnum. VALUR HELGAS0N Er stíflað? - stífluþjónusta Að losa stíflu er Ijúft og skylt, [■MM1 líka ífleiru snúist. j V/SA | Sérhver ósk þín upp erfyllt eins og við er búist. Fjarlægi stíflur úrfrárennslisrörum, innanhúss og utan. Kvöld og helgarþjónusta. Heimasími 587 0567 Sturlaugur Jóhannesson Fars. 892 7760 Snjómokstur - Loftpressa - Traktorsgröfur Fyrirtæki — húsfélög. Við sjáum um snjómoksturinn fyrir þig og höfum plönin hrein að morgni. Pantið timanlcga. Tökum allt múrbrot og fleygjum. Einnig traktorsgröfur í öll verk. VELALEIGA SIMONAR HF., SÍMAR 562 3070, 852 1129. 852 1804 OG 892 1129. LJ HELGI JAKOBSSON PÍPULAGNINGAMEISTARI SKEIÐARVOGI 85 - SÍMI 553 6929 Nýlagnir og breytingar. Stilling hitakerfa. Öll almenn lagnaþjónusta. Hreinsunarþjónusta. Símar 893 6929 og 564 1303. CRAWFORD Bílskúrs- ogIðnaðarhurðir Glæsilegar og Stílhreinar Hurðaborg SKÚTUVOGI10C S. 588 8250 80 IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- Öryggis- hurðir hurðir STEYPUSOGUN VEGG- OG GÓLFSÖGUN MURBROT OG FJARLÆING ÞEKKING • REYNSLA • GOÐ UMGENGNI SIMI 567 7570 • 892 7016 • 896 8288
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.