Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 12
12 \lk LAUGARDAGUR 22. FEBRUAR 1997 Fjórir Islendingar valdir til þátttöku í vinsælum spurningaþætti í Frakklandi: Þau eru mjög góð og gætu sigrað - segir Hervá Cabibbo, annar tveggja sjónvarpsmanna sem komu til fslands að velja keppendur Fjórir íslendingar voru í vikunni valdir til þátttöku í spurn- ingaþætti í frönsku ríkissjónvarpsstöðinni FR3. Þetta eru þau Brynjar Karlsson eðlisfræðingur, Egill Arnarson heim- spekinemi, Guðrún Norðíjörð frönskunemi og Sigurjón Hall- dórsson, starfsmaður á Hótel Sögu. Þau voru í hópi sextán sam- landa sinna sem þreyttu próf í húsakynnum Alliance Francaise í Reykjavík sem sett var upp af starfsmönnum Alli- ance Francaise og tveimur starfsmönnum sjónvarpsstöðvar- innar. Spurningaþátturinn fer fram í París í byrjun apríl nk. Fyrst munu þau fjögur keppa við hvert annað í sérstökum þætti og sigurvegarinn úr þeirri viðureign verður fulltrúi íslands í keppni við fulltrúa 9 annarra landa í öðrum þætti. Hátt í 6 milljónir manna horfa Þátturinn sem hér um ræðir nefnist Questions pour un champion, eða Meistaraspumingar, og er fyrirmyndin áströlsk. Hann er hálftíma lang- ur og hefur frá árinu 1988 verið sýndur alla daga frá kl. hálfsjö til sjö á kvöldin, nema sunnudaga. Daglega horfa 5-6 milljónir manna á þáttinn sem er sá vinsælasti sinnar tegundar í Frakklandi. Þrír franskir keppendur eru í hverj- um þætti og flyst hann á milli borga í Frakklandi. Einu sinni á ári, í byijun apríl, er gerð undantekning og fengnir keppendur annars staðar frá. Valin eru tiu lönd og fjórir frá hverju landi koma til Parísar til að keppa um hver verður fulltrúi sinnar þjóðar. Þetta er í fimmta sinn sem FR3 gerir þetta og sigurvegar- ar til þessa hafa komið frá Belgíu, Madagaskar, ísrael og Chile. Þátturinn er tekinn upp nokkrum dögum áður en hann er sýndur og því ekki í beinni útsendingu. Um leið eru jslensku keppendurnir sýndar myndir frá löndunum þannig að Brynjar Karlsson. í efri hér verður um ágæta íslandskynningu kvæmdastjóri Alliance að ræða. Auk íslands verða i aðalþættinum fulltrúar frá Þýska- landi, Ítalíu, Kamerún, Egyptalandi, Laos, Comoro-eyjum í Ind- landshafi, Vanúatú, eyju rétt hjá Ástralíu, Guadeloupe í V-Ind- íum og Burkina-Faso í Afríku. Spurt er um allt milli himins og jarðar og verða keppendur að vera vel að sér í frönsku. Til mikils er að vinna því í fyrstu verðlaun eru jafnvirði 600 þús- und króna íslenskra, 360 þúsund krónur eru í 2. verðlaun og að auki glæsilegir ferða- og bóka- vinningar. „Við ferðumst um heim- inn í tvo mánuði hverju ári til að velja fjóra í hverju landi. Við erum eiginlega búin að fara í allar heimsálfur," sagði Hervé Cabibbo, starfsmaðm- sjónvarpsstöðv- arinnar FR3, í samtali við DV en hann kom til íslands ásamt Patriciu Gonzalez að velja islensku þátttakendur í samráði við Alliance Francaise. Hervé og Patricia eru ásamt félögum sínum búin að velja fulltrúa frá nokkrum öðrum löndum og þau segjast hvergi hafa orðið vör við jafn mikla þekk- ingu og hjá íslensku þátttakendunum. „Þau eru mjög góð, ekki síst í frönskunni, og gætu sigrað. En það á eftir að koma í ljós, allt fer þetta eftir spurningunum sem auðvitað á eftir að semja,“ sagði Hervé. Leggst vel í okkur fjórir í neðri röö, frá vinstri þau Sigurjón Halldórsson, Guörún Noröfjörö, Egill Arnarson og röö eru frá vinstri Patricia Gonzalez frá frönsku sjónvarpsstöðinni FR3, Colette Fayard, fram- Francaise á íslandi, og Hervé Cabibbo frá FR3. DV-mynd Hiimar Pór Þetta leggst bara vel í okkur, held ég. Við lítum fyrst og fremst á þetta sem skemmti- og menningarferð. Tveir dagar fara i upptökur og síðan verður ferðast með okkur í nokkra daga,“ sagði Sigurjón Halldórsson við DV, einn fjórmenninganna. Hann var við nám í Frakklandi í Sögur ár, frá 1992 til 1996, og auk frönskunnar nam hann tónlist og heimspeki. Á Frakklandsárunum fylgdist hann stundum með spurn- ingaþættinum í FR3 og sagði hann skemmtilegan og spennandi. Sigurjón hefur ekki áður tekið þátt í spurningakeppni af þessu tagi og það sama má segja um hin þrjú. Hann sagði þau hafa viðrað hugmyndir um að hittast fyrir Frakklandsferðina og bera saman bækur sínar þótt þau komi til með að keppa við hvert annað í París. -bjb Finnur er vinsæll og umdeildur erlend bóksiá Metsölukiljur • •••••••••••••• Bretland Skáldsögur: 1. Catherlne Cookson: The Upstart. 2. Nlck Hornby: Hlgh Fldellty. 3. Marian Keyes: Lucy Sullivan is Gettlng Married. 4. Nicholas Evans: The Horse Whlsperer. 5. Michael Klmball: Undone. 6. James Patterson: Hlde and Seek. 7. Colln Forbes: Preclpice. 8. Josteln Gaarder: Sophie's Cholce. 9. Barbara Vine: The Brimstone Weddlng. 10. Terry Pratchett: Johnny and the Bomb. Rit almenns eölis: 1. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 2. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 3. Fergal Keane: Letter to Daniel. 4. Sebastlan Faulks: The Fatal Engllshman. 5. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. (kvikmyndaútgáfa) 6. Paul Wilson: A Little Book of Calm. 7. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 8. Griff Rhys Jones rltstjórl: The Natlon's Favourite Poems. 9. Blll Bryson: The Lost Continent. 10. Blll Bryson: Nelther Here Nor There. Innbundnar skáldsögur: 1. Catherine Cookson: Bondage of Love. 2. Mary Wesley: Part of the Furnlture. 3. Patricla D. Cornwell: Cause of Death. 4. Penny Vlncenzl: The Dllemma. 5. Mlchael Crlchton: Airframe. Innbundin rit almenns eölis: 1. Dava Sobel: Longltute. 2. Anne Frank: Diary of a Young Glrl. 3. Scott Adams: The Dllbert Princlple. 4. Nlcholas Falth: Black Box. 5. Nicholas Faith: Classlc Trains. (Byggt á The Sunday Tlmos) Fáar bækur hafa náð að sameina langvarandi almennar vinsældir og hastarlegan opinberan íjandskap með sama hætti og skáldsagan sem Mark Twain skrifaði um piltinn frjálsa á Mississippifljóti, Huckleberry Finn (Stikilsberja- Finn). Þessi bráðskemmtilega saga, sem selst á hverju einasta ári í meira en einni milljón eintaka, er enn bönnuð í mörgum bókasöfnum í Bandaríkjunum. Deilur hafa reyndar alla tíð fylgt þessu fyrsta meistaraverki skáldsagnagerðar hins nýja heims vestan Atlantshafsins - sögunni sem Emest Hemingway sagði aö væri upphaf bandarískra bók- mennta. Mark Twain hét réttu nafni Samuel Langhome Clemens og fæddist árið 1835 í miðríkjum Bandaríkjanna en lést árið 1910. Um tvítugt hóf hann störf um borð í fljótabátum á Mississippi og kynnt- ist þá þeim héruðum Bandaríkj- anna þar sem vinsælustu sögur hans gerast. Tvívegis gjaldþrota Eftir nokkurra ára herþjónustu í þrælastríðinu svokallaða, þ.e. bandarísku borgarastyrjöldinni, gerðist hann blaðamaður og skrif- aði þá gjaman pistla undir nafninu Mark Twain. Margar bóka hans eru enn vinsælar en engar þó eins og skáldsögurnar um Tom Sawyer, sem kom fyrst út árið 1876, og Stik- ilsberja-Finn. Þær fóru sigurfór um heiminn og urðu ekki hvað síst vin- sælar meðal yngri kynslóða les- enda. Clemens kvæntist árið 1870 Olivíu Langdon og reyndist hún Sagan um Stikilsberja-Finn og vin hans, Jim, er enn vinsæl en um- deild. manni sínum stoð og stytta í dag- lega lífinu, ekki síst þegar sorgina bar að garði - en einkasonur þeirra dó á barnsaldri og tvær dætur þeirra ungar að árum um aldamót- in. Clemens hélst illa á fé og varð tví- vegis gjaldþrota. En í bæði skiptin Umsjón Elías Snæland Jónsson tókst honum að koma undir sig fót- unum á ný - í síðara skiptiö með því að fara í ábatasama fyrirlestra- ferð viða um lönd. Harkalegar árásir Sagan um Stikilsberja- Finn kom fyrst út árið 1885 og fjallar sem kunnugt er um ævintýri og mann- raunir Finns, sem er ungur sonur drykkjuhrúts og utangarðsmanns, og svertingjans Jim, sem er á flótta undan yfírvöldunum - en þeir félag- ar láta m.a. fyrirberast á Miss- issippi. Bókin hafði ekki verið i verslun- um nema í mánuð þegar ráðamenn almenningsbókasafns í Massachu- setts bönnuðu hana sem óhæfan „sora“ sem væri einungis við hæfi skuggahverfa borganna þar sem sið- ferði væri hvort sem er á jafnlágu stigi og bókin! Allar götur siðan hafa mörg önnur bókasöfn gripið til sömu úrræða. Ýmsar ástæður hafa verið gefnar, svo sem að hvorki málið á sögunni né sá boðskapur sem í henni felist sé við hæfi sið- aðra manna. Hin síðari ár hefur andstaðan líka komið frá áróðursmeisturum hins pólitíska rétttrúnaðar og þá á þeim forsendum að í sögunni noti höfundurinn hvað eftir annað orðið „nigger“ (negri). Sumir Bandaríkja- menn hafa krafist þess opinberlega að sérhver kennari sem leyfi sér að láta börn og unglinga lesa slíkan „sora“ verði samstundis rekinn úr starfi! Þetta hefur hins vegar ekkert dregið úr vinsældum sögunnar, sem er prentuð aftur og aftur á fjölmörg- um tungumálum. Fyrir nokkrum mánuðum kom reyndar út ný útgáfa af skáldsögunni. Hún var byggð á frumhandriti höfundarins en það kom í leitirnar fyrir nokkrum árum eftir að hafa verið týnt í tæpa öld. Breytingarnar frá hinni almennu útgáfu reyndust hins vegar óveru- legar. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Danlelle Steel: Flve Days In Parls. 2. Mlchael Ondaatje: The Engllsh Patlent. 3. Taml Hoag: Gullty as Sln. 4. Jane Hamllton: The Book of Ruth. 5. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 6. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 7. Rlchard North Patterson: The Flnal Judgment. 8. John Saul: The Blackstone Chronlcles: Part 1. 9. Peter Blauner: The Intruder. 10. Davld Baldaccl: Absolute Power. 11. Irls Johansen: The Ugly Duckllng. 12. Phlllp Frledman: Grand Jury. 13. Mlchael A. Stackpole: X-Wlng: The Bacta War. 14 Elalne Coffman: If You Love Me. 15. Mlchael Conelly: The Poet. 16. Mlchael Crlchton: The Lost World. Rlt aimenns eðlis: 1. Jonathan Harr: A Civil Actlon. 2. Mary Pipher: Reviving Ophelia. 3. Andrew Well: Spontaneous Healing. 4. Thomas Cahlll: How the Irish Saved Civillzation. 5. Dava Sobel: Longltude. 6. Mary Karr: The Llar's Club. 7. B. Gates, Myhrvold & Rlnearson: The Road Ahead. 8. Barbara Klngsolver: IHigh Tide in Tucson. 9. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 10. Clarissa Plnkola Estés: Women Who Run With the Wolves. 11. John Feinstein: A Good Walk Spoiled. 12. Isabel Fonseca: Bury Me Standing. 13. Thomas Moore: Care of the Soul. 14. Betty J. Eadie & Curtis Taylor: Embraced by the Light. 15. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Light. 16. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.