Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Side 27
JjV LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 fréttir 27 Loonan veldur taugatitringi í þjóðfélaginu DV, Akureyri:____________________ Mikill titringur er i þjóðfélaginu um þessar mundir vegna þess hvemig veiðar og vinnsla á loðnu hafa gengið fyrir sig eftir áramótin. Háværust er umræðan varðandi það að svo virðist sem ekki ætli að takast að frysta loðnu fyrir Japans- markað í því magni sem menn gerðu ráð fyrir og höfðu búið sig undir. Áætlað var að selja um 40 þúsund tonn til Japans en útlit er fyrir að ekki náist að frysta nema um 10 þúsund tonn upp i þá samn- inga. Rætt er um að þjóðarbúið verði af 2-3 milljarða króna tekjum vegna þessa. Ástæðumar eru aðal- lega tvær, hrognafylling loðnunnar var lengi vel ekki nægjanleg til að mæta kröfum Japana og svo hitt að hængarnir eru í miklum meirihluta í þeim afla sem borist hefur á land, öfugt við það sem á að vera ef allt er „eðlilegt" miðað við undanfarin ár. Reyndar er erfitt að tala um að eitt eða annað sé eðlilegt þegar loðn- an á i hlut. Fiskurinn er afar dynt- óttur, svo ekki sé fastara að orði kveðið, og það hefur sýnt sig nú. Það virðist hins vegar ljóst að geysi- legt magn er af loðnu í sjónum um- hverfis landið um þessar mundir, spumingin er einungis hvort tekst að veiða það magn sem til stendur. Loðnuaflinn nemur nú um 750 þús- und tonnum og er þá eftir að veiða um 470 þúsund tonn á um það bil einum mánuði ef allt verður eðli- legt. Það eru um 15 þúsund tonn á dag og verður að telja mjög hæpið að það náist. Koma hrygnurnar? Eins og svo oft áður kemur loðn- an mönnum á óvart nú, fyrst og fremst vegna þess hversu hlutfall hænga er hátt í aflanum og fyrir það hversu smá hún er. Hjálmar Fréttaljós á laugardegi Vilhjálmsson fiskifræðingur, sem er manna fróðastur um háttemi loðn- unnar, segir þetta koma sér mjög á óvart og fremur hefði verið hægt að búast við að hrygnurnar væm um 60% aflans. Hjálmar vill ekki úti- loka það að hrygnurnar eigi eftir að skila sér en þá er reyndar hætt við að það verði of seint með tilliti til Japansmarkaðarins. Hálfgert „gullgrafaraævintýri" greip um sig fyrir vertíðina, enda lofaði metafli á haustvertíð góðu um framhaldið. Geysilegar fjárfestingar áttu sér stað í landi, alls staðar var einblínt á loðnufrystingu og þá helst fyrir Japansmarkað og m.a. var nokkuð um að togumm væri lagt og þeir notaðir sem frystihús. Heljargreipar Japana Sverrir Leósson, útgerðarmaður á Akureyri, hefur mikla reynslu af loðnuveiðum og hefur skip hans, Súlan, stundað þær um langt árabil. Sverrir segir að á þeim tímapunkti sem við erum á í dag sé það gmnd- vallaratriði að við fóram að horfa til fleiri átta í leit að mörkuðum fyr- ir loðnuafurðirnar. „Loðnustofninn er geysilega sterkur, og útlitið varð- andi a.m.k. tvær næstu vertíðir er mjög gott. Við erum að vinna loðnu í auknum mæli fyrir Rússlands- markað en Rússarnir borga því mið- ur ekki nægjanlega vel. Það er mín skoðun að í Asíu séu víða til mark- aðir fyrir loðnuafurðimar. Við þurf- um bara að leggja í þá vinnu að finna þessa markaði og komast inn á þá. Viðskiptin við Japana em ágæt í sjálfu sér en þeir em með allt of miklar kröfur og virðast halda okkur í heljargreipum. Það miðast orðið allt við að geta sinnt Japans- markaðnum og menn hafa farið í dýrar fjárfestingar. Það er t.d. litið vit í því, ef rétt er, að svo mikið sé búið að fjárfesta í landvinnslunni að við gætum unnið 40 þúsund tonn fyrir Japan á 6 dögum," segir Sverr- ir. Kínamarkaðir að opn- ast? „Menn sem sitja hér heima á ís- landi geta haft á því ýmsar skoðanir hvort ekkert hafi verið gert til að leita nýrra mark- aða en stað- reyndin er hins vegar sú að það hefur verið töluvert skoðað,“ segir Sæmundur Guðmundsson hjá íslenskum sjávarafurð- um hf. Hann segir að Jap- ansmarkaður- inn hafi sér- stöðu og Jap- anar borgi hærra verð fyrir loðn- una en aðrir en þeir vilji líka fá hana eins og þeim hentar. „í Japan er loðnan meira en venjuleg mat- vara. Hún er gæðavara og ekki spill- ir fyrir að hún er talin hafa jákvæð áhrif á fólk, t.d. hvað varðar kyn- getu. í öðmm Asíulöndum er loðn- an meiri hversdagsmatur eins og hvað annað og þar fæst ekki sama verð. Við erum þó að sjá einhverja breytingu í Kína og þar verður áreiðanlega hægt að selja mikið af loðnu ef Kínverjar læra að borða hana eins og Japanar. Það tekur tíma að koma því í gang og á meðan er verið að horfa á Kínamarkað eins og markaðinn í Rússlandi fyrir hrognalausa eða hrognalitla loðnu. Þó eru ákveðnar væntingar í gangi um að það sé komin í gang neysla á hrognaloðnu í Kína,“ segir Sæ- mundur. -gk Hákon ÞH og Jón Sigurðsson GK í Keflavíkurhöfn með góða loðnu. DV-mynd ÆMK búnaður - Betra verð! 4 mismunandi útgáfum ólíkt yfirbragð og eiginleika. Aukið úrval - Meiri MAZDA 323 fæst nú í sem hafa Rúmbestur í sínum flokki með nægu rými fyrir fjölskylduna og farangurinn. Úrvalið af MAZDA 323 auðveldar hverjum og einum að finna bíl við sitt hæfi Einn þeirra hentar þér örugglega! Sérstakur stíll, afar rennilegur og nýtískulegur. Sameinar kosti sportbíls og fjölskyldubíls. MA2DA 323 kostar £rá kr. Ymsir greiðslumöguleikar, bílalán eða kaupleiga. Við erum líka á veraldarvefnum: www.hugmot.is/mazda Opið laugardaga frá kl. 12-16 Sportlegur og spennandi en samt með gott pláss fyrir 5 manns. Sá nýjasti í 323 fjölskyldunni. Mikið notagildi, þægilegur og rúmgóður. SKULAGOTU 59, SIMI 561 9550

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.