Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Síða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Síða 55
JL>1^ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 67 kvikmyndir A.M: Nei ég vil ekki segja þaö en það er auðvitað góð tilfinning aö vita að það verður tekið þetur á móti mér næst. Ég er ekki hefni- . gjarn. Hitt er svo aftur annað mál * að ef myndinni hefði ekki verið vel tekið þá væri ég nú i verulegum erf- iðleikum, ekki einungis fjárhagslega | heldur einnig sem leikstjóri því i þessa mynd setti ég virkilega allt sem ég get og hef trú á. A erfitt með að velja leikara Myndin er ástarsaga. Ætlaðir þú upphaflega að gera ástarsögu? A.M: Eiginlega ekki, en með tím- anum varð þessi hluti myndarinnar stærri. Annað sem ég tel að einnig megi finna þegar maður sér mynd- ina er að allir leikaramir elska þessa mynd. Engir af leikurunum, kvikmyndatökumönnunum eða öðr- ) um í hópnum efuðust um ágæti myndarinnar og vildu draga sig til baka. Meira að segja þegar allt leit út fyrir að við yrðum að hætta við myndina hefði fólkið getað farið annað en það gerði enginn og það setti heldur ekki fyrir sig að vinna áfram fyrir lægiú laun en það er vant að fá. Hvemig valdir þú leikarana? A.M: Ég á mjög erfítt með að velja leikara. Ég vildi óska að það væri til einhver vísindaleg leið til þess að gera það auðveldara. Ég þarf mjög langan tíma til að finna út hvort leikaramir passi inn í þennan heim sem ég er að skapa. Svo gerist það einnig að þáttur leikaranna þróast allt öðmvísi en ég hélt í upphafi. Eitt dæmi um þetta er Kristin Scott f Thomas. Hún kom mér mest á óvart, hún er svo fjölhæf og hefur tilfinningu fyrir öllu. Þegar ég hef svo valið réttu leikarana er það þeirra að skapa þær persónur sem þeir eiga að vera. Það er ailt annað að vera ákveðin persóna í kvik- mynd sem þessari heldur en í leik- riti sem er búið að margsviðsetja með mismunandi leikurum. Lei- kona sem á t.d. að leika Heddu Gabler kemst ekki hjá því að hafa Liv Ulmann í huga og hún veit að margir áhorfendur gera það líka. Ég get aftur á móti sagt við Kristinu Scott Thomas: Þú ert Kathrine Clifton, það er algjörlega þitt að skapa þessa per- sónu. Nú er ósk- arsverðlaunaaf- hendingin fram undan? Hvaða mat leggur þú á þessa viður- kenningu? A.M: Maður verður að hafa í huga hversu mikið er í boði á kvikmynda- markaðinum. T.d. nú á Ber- línar-hátíðinni fær maður kvikmynda- skrá sem er næstum því jafnþykk og símaskrá. Það er auðvitað ekki hægt að sjá allt og með einhverju móti verður að vera hægt að velja þær myndir sem menn vilja sjá. Þess vegna eru þessar viðurkenningar svona mikilvægar fyrir myndimar okkar því þær verða til þess að fólk tekur eftir mynd- unum og ákveður að eyða kvöld- inu yfir þess- ari mynd frekar einhverri annarri. Hvemig brást þú við þegar þú fréttir að The English Patient hefði verið út- nefnd til 12 óskarsverðlauna? A.M: Ég var úti að borða með hóp af fólki í Sydney í Ástralíu þegar ég fékk fréttimar. Ég hafði auðvitað gert mér ákveðnar vonir um að verða útnefndur en aldrei 12 sinnum! Það kom mér gjörsam- lega á óvart. Verður þú í Berlín þeg- ar Gullbjörninn fyrir bestu myndina verð- ur aflientur? A.M: (skælbros- andi) Að sjálf- sögðu, ef ég hef ástæðu til þess ... Kristín Jóhauns- dóttir Dollararnir á bak við Star Wars Hinar miklu vinsældir Star Wars hafa gert það að verkum að enn einu sinni er verið að reikna út hvaða kvikmyndir eru vinsælustu kvik- myndir allra tíma. Ef aðeins er lit- ið á þær dollaraupphæðir sem liggja að baki hverrar myndar þá gfl er Star Wars vinsælasta kvikmynd jt sem sýnd hefur verið í Bandaríkjun- S um en hún er nú með rúmar 420 f milljónir dollara á bak við sig. Þegar 1 allur heimurinn er tekinn þá dettur Star Wars niður í sjötta sæti. Efst er Jurassic Park með 913 milljónir doll- ara, síðan koma í réttri röð: Inde- pendence Day, The Lion King, E.T., Forrest Gump og Star Wars. Anthony Hopkins og Brad Pitt Anthony Hopkins lék fóður Brad Pitt i hinni vinsælu kvikmynd The Legends of the Fall. Nú eru allar lík- ur á því að þeir leiði saman hesta sína á ný í Meet Joe Black, sem Mart- in Brest leikstýrir. Newton-strákarnir Þrír ungir og eftirsóttir leikarar, Matthew McConaughey, Ethan Hawke og Skeet Ulrich munu leika bræður í Newton Boys, sem er byggð á sönnum atburðum um bræður sem stunduðu bankarán. Leikstjóri er Richard Linklater, en tveir leikaranna hafa leikið undir hans stjórn áður, Ethan Hawke lék í Before Sunrise og McConaaughey þreytti frum- raun sína í Dazed and Con- fused. Kristin Scott Thomas hefur fengiö mikiö hrós fyrir leik sinn og er, eins og Ralph Fiennes, tilnefnd til óskarsverölauna. Pesta dramamyndin árið 1996 á íslensku myndbandahátíðinni U'fcfM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.