Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 DV Uppgrip eru þægilegar verslanir þar sem þú færð ótrúlega margt fyrir þig, heimilið og bílinn. léttir pér lífið Nýr GSM afml Orbltel @03 FNtbeirt tœKI • frábært verd Orbitel 903/907 Auðveld notkun A- Eiginleikar what cellphone Talgæði ***** EINKUNN Drægni Virði **** Q57/0 Eiginleikar: 4 línu 48 stafa skjár, 10 númera endurval, 12 tungumál, 3 mismunandi hringitónar, SMS þjónusta, kostnaöarmæling, sjálfvirkt endurval, simtalsflutningur, staóa rafhlóðu, styrkmælir, númerabirting, þyngd 210gr. Fjöldiaukahluta. : Framúrskarandi ú 'lr i. v Gott Samkvœmt gæðakönnun timaritsins "What Cellphone' 1 A'*úst1996. Verð Kjv 900 st9r- 29 iðSfezlS&íS* «**£& há?0^ til44 va(|- 4 Íísfel Síðumúla 37-108 Reykavík Simi 588-2800 - Fax 568-7447 Deng Xiaoping, æðsti ieiðtogi Kína. þótti jafn mergjaður og maturinn úr heimasveitinni: r Astríðufullur brids- spilari og dýrkaði frönsk hveitihorn Nafn hans þýddi „litli friöur“ sem á kínversku rímar við „litla flaska“. Hann hét Deng Xiaoping, var æðsti leiðtogi Kína frá 1978 þar til hann lést á miðvikudag. Og lítill var hann, svo sannarlega, ekki nema 150 sentimetrar á hæð, eöa þar um bil. Deng Xiaoping var eitt að minnsta kosti þriggja naflia sem uppgnp rr tyrir wmmsKm ©. Sæbraut við Kleppsveg @ Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ @ Gullinbrú í Grafarvogi Langatanga í Mosfellsbæ @ Álfheimum við Glæsibæ ©. Miðbæ í Hafnarfirði Hraðbúðir Olís - Uppgrip eru staðsettar á eftirfarandi stöðum: Tryggvabraut á Akureyri Háaleitisbraut við Lágmúla pwtsr- \j=zm . i leiðtoginn notaði um ævina. Við fæðingu fékk hann nafnið Xixian, eða „von hinna dyggðugu“ en það varð síðan að hinu einfalda Bin í borgarastyrjöldinni við kínverska þjóðemissinna á þriðja áratugnum. Hann breytti síðan yfir í „Xiaoping" árið 1927 þegar hann var 23 ára gamall og fylgdi leiðtogum komm- únistaflokksins til leynilegra bæki- stööva þeirra í Shanghaí. Þótt Deng hafi sagt af sér öllum opinberum embættum árið 1990, hélt hann einum titli til dauðadags, titli heiðursformanns kínverska bridssambandsins. í huga hans var brids „spil fyrir mikilmenni". Já, brids var ein af helstu ástríð- um leiðtogans látna en honum þótti líka ákaflega gott að fá sér frönsk hveitihom og mjólkurdreytil með og svo þótti honum gaman að leika við bamabömin sín í fiörunni. En hann hikaði heldur ekkert við aö senda herinn til að bæla niður upp- reisn óvopnaðra námsmanna á Torgi hins himneska friðar, þar sem mikill fiöldi manna féll í valinn. Með hrákadall við fætur sár Deng, eins og svo margir landar hans fyrr og síðar, þótti gott að reykja. Og hann reykti mikið, tvo pakka af Panda sígarettum á dag, sérstakri tegund sem einungis var fyrir æðstu ráðamenn landsins. Og hann var gjaman með hrákadall við fætur sér, jafnvel þegar erlendir tignargestir vora í heimsókn. Fing- ur hans vom löngu orðnir brúnir af öllu nikótíninu áður en hann lagði reykingar af árið 1989. Þótt Deng hafi ekki verið hár í loftinu, var persónuleiki hans jafn mergjaður og kryddaður og matur- inn frá heimahéraðinu, Sichuan. „Hann var ekki tiifinningarikur og hann var húmorslaus,“ skrifaði Orville nokkur Schell um Deng í bók sinni „Mandate of Heaven", eða Með umboð frá himnum. Henry Kissinger, fyrrum utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, fór held- ur ekki fögrum orðum um kín- verska leiðtogann, kallaði hann „andstyggilegan lítinn kall“. Deng tókst heldur ekki að hrífa Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands. Deng virðist líka hafa staðið al- veg hjartanlega á sama um hvað fólki fannst um hann, jafnvel þótt það kostaði hann pólitískan frama hans. Hann fór svo sannarlega eigin leiðir. Sofnaði á miðri óperu- sýningu hjá frú Mao Sagan segir að árið 1966, þegar Mao formaður var að hrinda af stað hinni alræmdu menningarbyltingu til að uppræta alla andstöðu gegn sér, hafi Deng ekki hirt um að koma á sýningar á byltingaróperum, þótt skyldumæting væri. Hann var þó að lokum þvingaður til að mæta. Þá tók ekki betra við, því hann sofnaði í miðri sýningu og hafði ekki mikl- ar áhyggjur af því þótt það bakaði honum ævilanga óvináttu eigin- konu Maos, Jiang Qing, sem hann- aði óperumar. Hún fékk því til leið- ar komið að Deng var bannfærður frá Peking I pólitísku hreinsunun- um sem framundan vora. Erlent fréttaljós á laugardegi Deng iðraðist einskis og lét þetta ekki slá sig út af laginu, heldur sökkti sér ofan í garðrækt. Hann ræktaði kál, kartöflur og hvítlauk I skika sínum í útlegðinni í Jiangxi héraði í miðhluta Kína til að drýja tekjumar sem hann fékk fyrir störf sín á viðgerðaverkstæði fýrir drátt- arvélar. Það var í þessari innanlandsút- legð sem Deng tók ástfóstri við brids og þjálfaöi sig með því að spila allar fiórar hendumar. Hann spilaði alla tíð upp frá þessu og margir af uppáhaldsaðstoðarmönnum hans vora einnig spilafélagar hans. Aldrei spilaði Deng upp á peninga, heldur varð sá sem tapaði að skríða á fiórum fótum undir borðinu. Deng Xiaoping, nýlátinn leiötogi Kína, sést hér meö dóttur sinni, Deng Rong, á mynd sem var tekin af þeim fyrir rúmum tíu árum. Símamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.