Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 4
4 fréttir *ár T***' __________ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 Lögfræðingur Húsnæðisstofnunar sagði Sigurð E. nánast hafa sagt sér að sjá um veðflutning: Það er af og frá að ég kannist við þetta - sagði Sigurður E. Guðmundsson þegar skýrsla lögfræðingsins hjá RLR var lesin fyrir dómi „Þess vegna erum við nú hér,“ sagði fyrrum lögfræðingur Húsnæð- isstofhunar sem ákærður hefur ver- ið fyrir 6,5 milljóna fjárdrátt og um- boðssvik í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar hann var að vísa í sam- komulag eða viljayfirlýsingu sem lögfræðingar stoftiunarinnar höfðu gert við Sigurð E. Guðmundsson framkvæmdastjóra. Umrætt samkomulag sagði lög- fræðingurinn að hafi verið svikið af hálfú Sigurðar. Það átti að hafa falið í sér greiðslur samkvæmt gjaldskrá AUKIN ÖKURÉTTINDl LEIGUBIFREIÐ VÖRUBIFREIÐ HÓPBIFREIÐ Ökuskóli íslands býður hagnýtt nám undir leiosögn færra og reynslumikilla Kennara. Nýjlr nemendur teknir inn vikulega Góð kennsluaSstaða oq úrvals æfingabifreiðar. ^kGMENNS^i Ökuskóli íslands í FYRIRRÚMI Öll kennslugögn innifalin. Hagstætt verS og góS greiSslukjör. Mörg stéttarfélög taka þótt í kostnaSi félaga sinna. HafSu samband og viS sendum þér allar nánari upplýsingar um leiS. Dugguvogi 2 104 Reykjavík S: 568 3841 Lögmannafélags Islands til handa lögfræðingunum fyrir vinnu sem þeir inntu af hendi m.a. vegna upp- boða. Þær fjárhæðir sem um er að ræða í ákæru fyrir fjárdrátt, 3,6 mUijónir króna, hefðu því verið fjármunir sem lögfræðingurinn hefði sjálfur átt fyrir vinnu sína hjá stofhuninni eða vinnu sem hann tók að sér fyrir aðra aðila - ótengt mál- efnum hennar. Segir lögfræöingana hafa átt aö fá tugi milljóna Lögfræðingurinn sagði að Sigurð- ur hefði ekki gert sér grein fyrir því fyrir fram að um tuga milljóna króna greiðslur yrði að ræða til lög- ffæðinganna. Síðan hefði „allt verið svikið". Þegar Sigurður E. Guðmundsson I dómsalnum Óttar Sveinsson kom í vitnastúkuna í gær kvaðst hann ekki kannast við aðra samn- inga við umræddan lögffæðing en ráðningarsamning sem gekk í gildi um miðjan maí 1990. Lögfræðingnum, sem er 43 ára, er gefið að sök að hafa heimildarlaust dregið sér 3,4 milljónir króna sem hann tók sjálfur við en stofnunin átti, samkvæmt sakarefnum. Um vau: að ræða greiðslur frá samtals 13 aðilum - einstaklingum og fyrir- tækjum í Reykjavík, Egilsstöðum og Suðureyri, Sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum og Borgarfógeta- embættinu í Reykjavík. Lögffæð- ingnum er gefið að sök að hafa nýtt sér greiðslurnar á árunum 1991-1994. Lögfræðingurinn hefur mótmælt því að hann hafi tekið þessa fjármuni heimildarlaust. íhuguöu aö leita til dómstóla Lögffæðingurinn sagði að þegar ljóst hafi orðið að Sigurður hefði ekki ætlað að standa við umrætt samkomulag hafi komið til tals að fara í dómsmál við stofnunina en menn hefðu talið annmarka á slíku þar sem líklegt yrði aö menn myndu missa vinnu sína í málaferlum við vinnuveitandann. Lögfræðingurinn sagði að Sigurð- þeim að gera í sárabætur. Þessu vis- aði Sigurður á bug. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, kemur úr dómsalnum í héraðsdómi í gær eftir að hafa boriö vitni í máli ákæruvaldsins gegn fyrrum lögfræðingi stofnunarinnar sem hefur veriö ákærður fyrir samtals 6,5 milljóna króna fjárdrátt og umboössvik. DV-mynd Pjetur ur hefði síðan falið lögfræðingunum að inna af hendi innheimtustörf vegna Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins - vinnu sem mað- urinn taldi að Sigurður hefði falið Heimild lögfræöinganna til aö sinna öörum störfum Maðurinn hélt því fram að lög- fræðingar Húsnæðisstofnunar hefðu haft heimild til að sinna öðr- mn málflutningsstörfum, óskyldum málefnum stofnunarinnar, til dæm- is á ferðum þeirra um landið. Þannig hefði hann mætt fyrir aðra lögmenn í þinghöld, ef hann var beðinn, t.d. ef landfræðilegir ann- markar voru fyrir aðra að mæta. Manninum eru einnig gefin að sök mnboðssvik. Þannig hafi hann í ágúst 1992 heimildarlaust gefíð út veðleyfi fyrir hönd húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar vegna láns með veði í hans eigin íbúðareign. Með því móti hefði hann hleypt láni, sem upphaflega var að fjár- hæð 3 milljónir króna, fram fýrir fasteignaveðbréf Húsnæðisstofnun- ar en það hafi leitt til þess að kröf- ur hennar, 4,2 milljónir króna, fengust ekki greiddar við nauðung- arsölu í mars 1995. í málinu fer stofnunin fram á 6,5 milljóna króna skaðabætur af hendi lög- fræðingsins. Af og frá og fortakslaust andstætt reglum Athygli vakti í réttarhaldin í gær þegar Þórir Oddsson sækjandi las upp framburðarskýrslu lögfræð- ingsins hjá lögreglu um umboðs- svikaþátt ákærunnar. Þar kom fram að oftar en einu sinni hefði lögfræð- ingurinn haft samband við Sigurð framkvæmdastjóra. Lögfræðingur- inn bar hjá lögreglu að Sigurður hefði spurt sig hvort hann gæti ekki séð um þetta sjálfur. Þegar þetta var borið undir Sig- urð sagði hann: „Það er af og frá að ég kannist við þetta.“ Sigurður vís- aði síðan til þess að hann væri ekki daglegur verkstjóri lögfræðing- anna. Að öðru leyti fullyrti Sigurður að athæfi lögfræðingsins varðandi veðflutninginn hefði „fortakslaust“ verið gegn reglum. Varðandi ýmis atriði sem Sigurður var spurður um fyrir dómi í gær kvaðst hann ekki „vita til“ eða jafhvel ekki muna með fúllri vissu. Hann vís- aði einnig til þess að atriði tengd ákærunni og spumingum Sverris Einarssonar héraðsdómara, sækj- andans eða Sveins Andra Sveins- sonar verjanda væru ekki í sínum verkabring heldur undirmanna sinna. -ótt Skattprósenta aö kröfu ASÍ: Þeir lægstlaunuðu hagnast mest Verkalýðshreyfingin hefur lagt fram kröfu um að tekið verði upp lægra skattþrep, 37 prósent, fyrir þá sem hafa 150 þúsund krónur á mán- uði eða minna. Skattprósentan á hærri tekjur verði óbreytt. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur sagt það vondan kost að vera með tvö skattþrep. Hann hefúr viðrað hugmynd um að lækka skattprósent- una niður í 40 eða 41 prósent. Ef gerð- ur er samanburður á útkomu kröfu verkalýðshreyfingarinnar og hug- myndar forsætisráðherra kemur í ljós að hinir tekjulægri hagnast um- talsvert en hinir hæst launuðu tapa á kröfúm verkalýðshreyfmginarinnar. Hugmynd forsætisráðherra kemur mjög vel út fyrir hina hæst launuðu. í meðfylgjandi grafi má sjá útkomuna. S.dór 70.000 kr. 5 | 60.000 3 | 50.000 I I 40.000 E 30.000 3 I | 20.000 * 5 10.000 1 ðí 0 Tillögur um tekjuskatt 52.816 - frá ASÍ og ríkisstjórninni - 61.456 55.456 1 ASÍ boöar tvö skattþrep: 37% undir 150 þús. og 43% yfir 150 þús. K Ríkiö boöar eitt skattþrep eöa 40% 30.956 12.450 15.456 1.356 3456 ..- • 88SHBWÍ'-- ■ • ■ "JjP 70 þúsund 100 þúsund 150 þúsund Tekjur i krónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.