Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Qupperneq 50
62 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 JjV Jóhann G. Jóhannsson Jóhann G. Jóhannsson, tónlistar- maður og myndlistarmaður, Ránar- götu 17, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jóhann fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Keflavikur 1963, stundaði nám við Samvinnuskólann að Bifröst 1963-65, naut leiðsagnar Hrings Jóhannessonar í myndlist og hefur stundað nám í tölvutónlist við Tónlistarskóla Kópavogs frá 1995. Jóhann lék með skólahljómsveit Samvinnuskólans 1963-65, hljóm- sveitinni Straumum í Borgamesi 1965, með Óðmönnum 1966-68, Musica Prima 1968-69, Óðmönnum II 1969-70, Náttúm 1972 og Póker 1978, auk þess sem hann hefur margoft komið fram á hljómleikum og skemmtistöðum undir eigin nafni. Auk hljómplötu með Óðmönnum II 1970 hefur Jóhann sent frá sér plö- tumar Langspil, 1974; Mannlíf, 1976; Kysstu mig - íslensk kjötsúpa, 1978; Heildarútgáfa JGJ, 1979; Myndræn áhrif, 1988, og Gullinn Sax - instru- mental, Halldór Pálsson, 1993. Þá hafa komið út nokkrar litlar plötur með lögum Jóhanns og Gullkom JGJ, nótnabók fyrir píanó, 1991. Hann hefur auk þess samið mikið fyrir aðra flytjend- ur en heildarfjöldi útgef- inna laga og texta eftir Jó- hann eru á þriðja hund- rað. Þá kom út eftir hann ljóðabókin Flæði, 1977. Jóhann var einn af stofnendum og fram- kvæmdastjóri Gallery Lækjartorgs og Listamið- stöðvarinnar hf. á ánmum 1980-85, og einn af stofnendum og rekstrar- aðili að tónlistarbarnum Púlsinum á árunum 1990-92 þar sem lögð var áhersla á lifandi tónlistarflutning. Jóhann hélt sína fyrstu málverka- sýningu í Casa Nova í MR í Reykja- vík 1971 en hefur síðan haldið fjölda einkasýninga. Þá hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. Fjölskylda Kona Jóhanns frá 1985 er Hall- dóra Jónsdóttir, f. 11.5. 1947, versl- unarmaður. Hún er dóttir Guðfinnu Jónsdóttur, húsfreyju að Helgafelli í Borgarfirði, en maður hennar er Diðrik Vihjálmsson bóndi. Uppeld- isforeldrar Halldóru voru Jón Kjartansson forstjóri og Salvör Ebe- nesardóttir húsmóðir sem bæði em látin. Dóttir Jóhanns og Bergþóru Þorsteinsdótt- ur er Alma Dögg, f. 17.8. 1967, búsett í Hochfelden í Sviss, gift Erwin Der- ungs og era börn þeirra Aron Daníel, f. 30.11. 1990, og Linda Marion, f. 24.11. 1996. Dóttir Jóhanns og Kristrúnar Þóru Axelsdóttur Clausen, er Hall- dóra Jóhannsdóttir, f. 12.6. 1970, nemi i tölvuháskóla Verslunarskóla íslands, en dætur hennar em Hall- dóra Birta Magnúsdóttir, f. 18.12. 1989 og íris Lea Þorsteinsdóttir, f. 1.9. 1994. Dætur Halldóra Jónsdóttur, konu Jóhanns, eru Arnfríður Methúsal- emsdóttir, f. 16.10. 1966, verslunar- maður í New York; Jóhanna Methú- salemsdóttir, f. 26.4. 1970, búsett í New York, gift Ross Menuez hönn- uði og er dóttir þeirra India Salvör, f. 8.5. 1993. Albróðir Jóhanns var Eiríkur Sverrir Jóhannsson, f. 13.5. 1945, d. 20.5. 1971, tónlistarmaður. Hálfsystkini Jóhanns, sam- mæðra, era Guðmundur S. Reynis- son, f. 19.10. 1949, verslunarmaður í Keflavík; Ólafur I. Reynisson, f. 26.1. 1951, matreiðslumaður í Hvera- gerði; Jana Malena Reynisdóttir, f. 17.5. 1952, d. 22.5. 1991, ljósmóðir í Reykjavík; Katrín Sigríður Reynis- dóttir, f. 12.8. 1960, kennari og í framhaldsnámi í Danmörku. Foreldrar Jóhanns voru Jóhann Georg Runólfsson, f. 2.2. 1920, d. 11.1. 1947, bóndi og síðar bifreiða- stjóri í Keflavík, og k.h., Lovísa Að- aíheiður Guðmundsdóttir, f. 19.11. 1924, d. 14.8. 1986, húsmóðir. Seinni maður Lovísu Aðalheiðar og stjúpfaðir Jóhanns er Reynir Ól- afsson, f. 2.5. 1927, sjómaður og síð- ar verkstjóri í Ytri-Njarðvík. I tilefni af fimmtugsafmælinu opnar Jóhann myndlistarsýningu í Gallerí Borg við Ingólfstorg i dag, laugardaginn 22.2. kl. 15.00-18.00. Þessa sýningu kallar hann Hughrif íslenskrar náttúru. Jóhann hefur ekki sent út boðskort af þessu tilefni en vonast til þess að sjá sem flesta vini og vandamenn við opnun sýningarinn- ar. Jóhann G. Jóhanns- son. Elías Gunnlaugsson Elías Gunnlaugsson lagermaður, Brimhólabraut 5, Vestmannaeyjum, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Elías fæddist á Gjábakka í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp. Hann byrjaði ellefu ára til sjós, tók síðar vélstjóra- og skipstjórapróf í Eyjum og stundaði sjóinn í þrjátíu og fimm ár. Elías kom í land 1972 og hóf þá störf hjá vélsmiðjunni Magna hf. í Vestmannaeyjum, sem síðar varð Skipalyftan hf., en þar starfar hann enn. Fjölskylda Elias kvæntist 14.10. 1944 Mar- gréti Sigurjónsdóttur, f. 20.12. 1923, húsmóður. Hún er dóttir Sigurjóns Sigurðsson sjómanns og Kristínar Ólafsdóttur húsmóður en þau era bæði látin. Böm Elíasar og Margrétar eru Hjördis Elíasdóttir, f. 14.10.1946, gift Hannesi G. Thorarensen frá Akureyri og era börn þeirra Elías, Haraldur og Ingunn Erla; Björk Elías- dóttir, f. 1.7.1956, gift Stef- áni Jónssyni frá Vest- mannaeyjum og era böm þeirra Jón Viðar og Anna Fríða; Viðar Eliasson, f. 1.7. 1956, framleiðslustjóri hjá Vinnslustöðinni, kvæntur Guðmundu Á. Bjarnadóttur og eru böm Elías Gunnlaugsson. þeirra Bjarnfríður, Sindri, Margrét Lára og Elísa. Elías átti níu systkini en hann á nú fjögur systkini á lífl. Foreldrar Elíasar: Gunnlaugur Sigurðsson, f. 1883, d. 1965, skipstjóri á Gjábakka, og Elísabet Amoddsdóttir, f. 1890, d. 1952, húsmóðir. bridge_________________________________________ Bridgehátíð 1997: Feldman og Sontag unnu tvímenninginn Eins og kunnugt er af fréttum, þá sigruðu bandarísku bridgemeistar- arnir Feldman og Sontag í tvímenn- ingskeppni bridgehátíðar eftir harða keppni við Sævar Þorbjöms- son og Sverri Ármannsson. Sontag og Feldman skoraðu grimmt i fyrstu umferðunum og voru langefstir eftir fyrstu lotu. Frakkarnir Szwarc og Cronier vora þá í öðru sæti en í næstu sætum þar á eftir voru nokkur íslensk pör. En þegar leið að lokaumferðunum, þá þróaðist keppnin í einvígi milli Bandaríkjamannanna og Sævars og Sverris. Þeir síðarnefndu voru efstir fyrir síðustu umferðina, en Bandaríkjamennimir höfðu betur í Árshátíð SÁÁ-N • Verður hcildin í Húsi Qldraðra föstudaginn 28. febrúar 1997. • Fjölbreytt skemmtidagskrá m.a. ellismellir frá Dal- vík með nýja dagskrá. • Veislustjóri verður Óðinn Svan Geirsson (bakari og Bylgjumaður) Þórarinn Tyrfingsson flytur ávarp. Júlíus Guðmundsson og Gunnar Tryggvason ásamt aðstoðarfólki leika fyrir dansi. • Húsið opnað kl. 19.30. Borðhald hefst stundvíslega kl. 20. • Tryggið ykkur miða fyrir fimmtudaginn 27. febrúar. í fyrra var uppselt. • Miðapantanir í síma 461-3644. Verð miða kr. 2.800,- Skemmtinefnd SÁÁ-N síðustu setunni og unnu nokkuð ör- ugglega. Röð og stig efstu para var annars þessi: Alan Sontag - Mark Feldman 1104 Sverrir Ármannsson - Sævar Þor- bjömsson 1061 Alain Levy - Christian Mari 762 Henry Szwarc - Philip Cronier 760 Lis McGowan - Ken Baxter 701 Stefán Stefánsson - Hróðmar Sig- urbjömsson 574 Kristján M. Gunnarsson - Helgi G. Helgason 552 Jónas P. Erlingsson - Steinar Jónsson 550 Magnús Magnússon - Sigurður Vilhjálmsson 511 Esther Jakobsdóttir - Valgerður Kristjónsdóttir 505 Glæsileg verðlaun vora fyrir efstu sætin, 3.400 dollarar fyrir það fyrsta, 2.400 dollarar fyrir annað 1.600 fyrir þriðja og svo framvegis, niður i fimmtánda sæti. Sontag og Feldman fengu góða skor gegn Szwarc og Cronier og m. a. topp í eftirfarandi spili: N/0 4 K6 * K7 ♦ 742 4 AKG972 4 AD954 *» G9 4 AD109 4 54 4 8732 44 D1042 4 KG86 4 10 Með Cronier og Szwarc í n-s, en Sontag og Feldman í a-v, þá gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur 1G pass pass 24* 34 pass pass pass * tígull + hálitur Sontag spilaði út spaðagosa , lítið, ás og meiri spaði. Það voru ef til vill mistök hjá Cronier að spila ekki litlu laufi á tíuna, en hann lagði nið- ur ás og kóng í laufi. Umsjón Stefán Guðjohnsen Síðan kom laufgosi og Sontag átti slaginn á drottninguna. Hann spil- aði tígulfimmi, gosi, drottning og hjarta til baka. Sontag drap kóng norðurs með ás og spilaði meiri tígli. Feldman tók nú tvo tígulslagi og spilaði spaðadrottningu. Þar með upphóf hann tromp- áttu Sontag og hún varð sjöundi slagur varnarinnar. Það voru 150 til a-v og algjör toppur. Tif hamingju með afmælið 22. febrúar 90 ára I Guðbjörg Pálsdóttir, Furagerði 1, Reykjavík. Ingileif K. Wiium kennari, Hveramörk 8, Hveragerði. Eiginmaður Ingileifar var Stefán G. Guðmundsson trésmiður. Ingileif er i útlöndum. 85 ára Sævaldur Sigurðsson, Dalbæ, Dalvík. 80 ára Ásta Guðmundsdóttir, Heiðarbrún 9, Keflavík. 75 ára Kristinn Hallgrímsson, Kirkjustíg 7, Eskifirði. 70 ára Valgerður Hrefna Gísladóttir, Huldulandi 24, Reykjavík. Benedikt Jóhannsson, Drekagili 20, Akureyri. Ásgrimur Björnsson, Hvanneyrarbraut 55, Siglufirði. Sigurður Guðmimdsson, Fossum, Bólstaðarhlíðarhreppi. Hann er að heiman. Gunneu- O. Skaftason, Bauganesi 32, Reykjavík. Ólöf Stefánsdóttir, Sævarlandi 4, Reykjavfk. 60 ára Sóley Þórar- insdóttir, húsmóðir, Hamraborg 16, Kópavogi. Maður hennar er Ólafur Magnússon frá Kirkjubóli í Staðardal. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili Hjördísar dóttur þeirra, að Bjama- staðavör 5 á Álftanesi, eftir kl. 15.00 í dag, laugardaginn 22.2. Hálfdán Helgason, Máshólum 19, Reykjavík. Óllna Lilja Siguijónsdóttir, Goðabyggð 8, Akureyri. Þórdis Sigtryggsdóttir, Furagrund 54, Kópavogi. Þorvaldur Einarsson, Fossgötu 6, Eskifirði. Bjami Þorláksson, Stekkjarkinn 21, Hafnar- firði. Kona hans er Hulda Halldórsdóttir. Þau verða heima með heitt á könnunni. Valdimar J. Magnússon, Lækjargötu 30, Hafnarfirði. Jörgen Þór Halldórsson, Selbraut 6, Seltjamamesi. 50 ára Gunnar Eyþór Einarsson, Framnesvegi 26, Reykjavík. Guðlaug Sigurðardóttir, Bergsstöðum, Kirkjuhvammshreppi. Ásgeir Guðnason, Lyngbarði 7, Hafnarfirði. 40 ára Kristín Halla Marinósdóttir, Goðalandi 21, Reykjavík. Andrés F. Kristjánsson, Safamýri 75, Reykjavik. Gunnar Sigurðsson, Heijólfsgötu 34, Hafnarfirði. Guðný Haraldsdóttir, Lindarbergi 38, Hafnarfirði. Bjami Jónsson, Norðurtúni 20, Bessastaðahreppi. Hann er að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.