Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 30
30 helgarviðtalið I LAUGARDAGUR 22. FEBRUAR 1997 LAUGARDAGUR 22. FEBRUAR 1997 helgarviðtalið 43 Hjálmfríður Lilja Jóhannsdóttir fæddi þrettán börn á sautján árum og á níu stjúpbörn: Bar hey upp háan stiga með bumbuna út í loftið „Ég var alltaf svolítið villt og mjög lifandi í öllu sem ég gerði þegar ég var ung,“ segir Hjálmfríður Lilja Jó- hannsdóttir en hún er af kynslóð ís- lenskra baráttukvenna sem voru ófrískar á hverju ári en féll samt aldrei verk úr hendi. Hjálmfríður kom í heiminn hvorki meira né minna en þrett án bömum á sautján árum og var því meira og minna ófrísk á hverju ári. Að auki varð’ hún stjúpmóð- ir níu barna eiginmanns síns sem hann átti af fyrra hjóna- bandi en hún Hún og Benedikt bjuggu lengst af á bænum Brúará í Kaldrananes- hreppi. Benedikt var múrari og sjó- maður og stunduðu þau einnig bú- skap lengst af. Þau áttu 40 kindur og tvær kýr sem Hjálmfríður hugsaði um þegar maður hennar var í burtu. Stækkandi barnahópur Barnahópur- inn stækkaði ört og þrettán höm, sex syn- ir og sjö dæt- ur, fæddust meðan þau bjuggu á Brúará. Börn Benedikts voru þar einnig fyrir en þau bjuggu hjá þeim öðru hverju. Eldri bömin ' hans vom far- sem veitti henni hamingju. Henni finnst þó lítið afrek að hafa komið nálægt æsku yfir tuttugu barna og telur þaö sjálfsagðan hlut. „Þetta var yndislegt líf hjá okkur en ég hef alltaf átt góða daga og ól öll þessi börn upp. Ég var mjög lánsöm með þau öll og var aldrei einsömul. Mitt afrek er ekkert því það var ánægjan ein að koma börnunum upp. Börnin þurftu auðvitað að læra að bjarga sér sjálf mjög snemma," segir Hjálmfríður. Engar getnaðarvarnir „Við reyndum ekkert að takmarka barneignir okkar því það voru engar getnaðarvamir á þeim tíma. Við höf- um ábyggilega ætlað að eignast þau öll því ég á indæl böm sem allt er dugnaðarfólk upp til hópa og það met ég mest. Ég myndi ekki vilja skipta við neinn,“ segir Hjálmfríður. Að sögn Hjálmfríðar trúir fólk henni ekki þegar hún rifjar upp hvemig lí'lð var i gamla daga. Það var ekki alltaf tekið út með sældinni að slá með orfi og ljá og hafa í kring- um sig bamaskarann. Indælar meðgöngur „Fólk heldur að maður sé að ljúga þessu og hafl alltaf verið sólskins- megin í lífinu en það var auðvitað ekki. Mér fannst þetta þó aldrei neitt erfitt í sjálfu sér. Allar meðgöngum- ar vom mjög indælar, finnst mér. Það er enginn veikur sem gengur með börn. Þær ímynda sér þetta til þess eins að láta vorkenna sér. Sumum ungu konunum í dag finnst þetta kannski illa sagt en þetta er því miður satt. I Við konumar urðum að gjöra svo vel að bera hey upp háa stiga þó að við værum með vömbina lengst út í loftið. Það þótti ekki nema sjálfsagt þá en fólkið núna gæti ekki staðið í þessu,“ segir Hjálmfríð- ur. „Ég hefði ekki viljað vera án þess að eiga öll börnin mín. Þau eru dýrmætasta gjöfin sem ég hef eignast," segir Hjálmfríður. er síðari kona hans. Hjálmfríöur er á áttugasta og fjórða aldursári og er vel ern þar sem hún býr nú á dvalarheimilinu Hlévangi í Keflavík. Hjálmfríður seg- ist vera farin að gleyma svolítið en hún er hress og yfir henni er ein- hver ljómi. Þarna fer lífsglöð kona sem á nóg eftir að gefa sínum nán- ustu enda era afkomendurnir marg- ir. Gamla konan geislar af innri ró og leyfir sér engan barlóm og segist hafa átt mjög gott líf þrátt fyrir barnafjöldann. Hún segir að miklir erfiðleikar hafi steðjað að flestum fjölskyldum sem hún þekkti í gamla daga. Hún segir erfiðleikana einung- is vera til þess að sigrast á þeim en ekki til þess að tala um. Hjálmfríður átti átta systkini en hún hefur séð á bak þeim öllum nema einum bróður sem býr í Garði. Hún fæddist að Gjögri í Ámes- hreppi árið 1913 og fluttist að bæn- um Hvammi í Bjamarfirði sjö ára gömul þar sem hún ólst upp. Hún gerðist aðstoðarkona á bænum Kristnesi i sömu sveit í fjögur ár þegar hún var í kringum tvitugt þar sem hún hjálpaði til við að gæta níu barna en húsmóðirin lá fyrir dauð- anum. Þegar hún var 24 ára gerðist hún stjúpmóðir þessara barna þegar hún giftist föður þeirra, Benedikt Sigurðssyni. in að vinna fyrir sér sjálf þegar hér var komið sögu. Drengirnir hans voru með pabba sínum á sjónum eins og tíðkaðist í þá daga. Bama- hópurinn var frískur og allt gekk fjölskyldunni í haginn. Að sögn Hjálmfríðar höfðu þau alltaf nóg að bíta og brenna þótt margir munnar væru að metta, en ekki gekk það bar- áttulaust. Sem mín eigin börn „Ég hef alltaf samband við öll börn Benedikts og þau hafa verið mér sem mín eigin börn þótt ég hafi ekki alið þau öll upp. Þau vora mjög oft hjá okkur líka en yngsta bamið hans var bara eins árs þegar móðir þeirra dó. Bömin þeirra era eins og barnabömin mín,“ segir Hjálm- fríður. Hamingjulíf Nútímakonur væru sjálfsagt ekki sáttar við það líf sem Hjálm- fríður kallar draumalíf. Það eru stanslausar vökur yfir börnum, basl og búskapur og vinna frá sól- arupprás og fram á nótt eins og Hjálmfríði og hennar kynslóð þótti sjálfsagt. Kröfurnar voru talsvert minni þá heldur en nú en fyrir Hjálmfríði var þetta mjög gott lif „Eg vann þennan bikar i sundi á mínum villtu árum,“ segir Hjálmfríður og hlær en hún sigraöi á sundmóti fimm ár í röð áður en hún eignaðist börnin. Strax á fætur eftir barnsburð „Ég var að bera upp hey kvöldið áður en ég átti eina stelpuna. Ég var búin að eiga hana um morguninn og eftir hálfan mánuð var ég komin á bryggjuna og farin að salta. Þá litu yngri systkini og fóstursystkini eftir henni. Ég var með öll bömin mín á brjósti og skrapp heim til þess að gefa þeim bijóst þegar ég var að vinna,“ segir Hjálmfríður. Hjálmfríður starfaði eitthvað í frystihúsi eða við síldarsöltun lengst af og tókst ágætlega að samræma það því að ala upp svona mörg börn. Hún byrjaði yfirleitt að salta síld tveimur vikum eftir að börnin fædd- ust ef svo bar undir. Börnin hennar fóru mjög snemma að vinna og að hennar sögn var mikill dugnaður í þeim öllum. „Synir mínir voru farnir að beita áður en þeir náðu upp í lóðabalann," segir Hjálmfríður. Allar flíkur nýttar Hún lærði að nýta hverja einustu flík og saumaði upp úr eldri flíkum á börnin sín. Þegar þau áttu kind- urnar gátu þau sent ullina til vinnslu á Akureyri og úr því fékkst hið fínasta vaðmál sem Hjálmfríður breytti í föt fyrir alla fjölskylduna. Hún saumaði kápur og frakka og eins og hún segir sjálf frá var það mjög fallegt. Hjálmfríður hefur einnig kennt dætrum sínum að prjóna og sauma og þær eru einnig lagnar í höndunum. Einnig spann hún ull í garn og prjónaði allt sem prjóna þurfti. En hvernig haföi hún tíma til alls þessa með þessi mörgu börn og vinnandi í fiski suma dag- ana? Prjónaði gat á fingurna „Ég er búin að prjóna gat á fing- urna á mér um ævina t og pijónaði sokkapar ' á kvöldi þegar ég var best. Einu sinni þurfti einn sonur minn að fara á sjóinn óvænt og átti enga hlífðarflík. Ég prjónaði lopapeysu á hann á einum ( sólarhring ."sbobiÍ og hann fór í $ ; henni á sjó- ii!P inn. Ég á þó frekar bágt með að prjóna þessa dagana þar sem ég er svo slæm í öxlunum. Ég verð þó ekkert verri af því að prjóna," segir Hjálmfríður og heldur áfram að prjóna ullarsokka á sjómennina sína. Einn þeirra var nýfarinn og haföi tekið með sér fullan poka af ullarsokkum á sjóinn. Annar fullur poki af sokkum biður á gólfinu eftir því að einhver afkomendanna sé sokkaþurfi. Sauð þvott í potti Þvottarnir voru ekki eins auðveld- ir hjá Hjálmfriði og þeir eru í dag. Hún eignaðist fyrstu þvottavélina sína þegar yngsti drengurinn var níu ára. Áður hitaði hún vatn í potti og sauð þvottinn af allri fjölskyld- unni og hengdi hann síðan til þerris sem var auðvitað þrælavinna þegar fjölskyldan var svo stór sem raun bar vitni. Hún var því að vonum ánægð þegar hún eignaðist fyrstu þvottavélina. Ófrísk í sjóinn Barnslát Lifið var að sjáffsögðu ekki alltaf dans á rósum hjá fjölskyldunni. Þau misstu eina dóttur sína úr heila- himnubólgu þegar hún var þriggja ára. Það var mikil sorg því annars höfðu þau átt miklu barnaláni að fagna. „Það var hart að þurfa að líða þetta en það er margur sem hefur mátt líða meira en ég. Ég er mjög þakklát fyrir öll hin bömin mín. Annars slitnaði æð við heilann á einum sona minna þegar hann var um fertugt og ég missti hann líka, blessaðan drenginn," segir Hjálm- fríður. Sorgin er þó til þess að sigrast á, að mati Hjálmfríðar, og henni finnst að hver eigi að vera sinnar gæfu smiður. Það sem maður vill fá út úr lífinu verður maður að gera sjálfur. Sigrar á sundmóti Hjálmfríður sýnir bikar sem hún fékk fyrir sundafrek fimm ár í röð þegar hún tók þátt í sundkeppni í Strandasýslu á sínum villtu árum, eins og hún kallar það. Sundmótið var haldið í sundlaug en þess á milli synti hún í sjónum. Hjálmfríður hafði yndi af sundinu og hélt sér í formi með því ásamt leikfimi sem hún stundaði einnig. Hún hafði minni tíma til þess að stunda leik- fimi eftir að hún eignaðist börnin en hún lét alltaf eftir sér að iregða ;r í sjó- in í og fá sér sund- sprett. Börnin vora ekkert sérstaklega mikið fyrir að synda með henni en gerðu það þó stundum. •k*„ ■ „Það hefur aldrei komið fyrir að ég færi ekki í sjóinn eða í laug þó svo ég væri ófrísk. Ég stakk mér yf- irleitt fram af bryggjunni og í sjóinn og synti þar talsverða stund. Ég hafði yndi af því og geri það enn þá. Ég er svona hress enn því ég hef alltaf hreyft mig mikið um ævina. Ég lagði á mig klukkutímagönguferð til þess að stunda leikfimi. Það var talinn fiflagangur í stelpunni og henni væri nær að gera eitthvað meira af viti heldur en það. Ég hristi það af mér enda lét ég aldrei ráða neitt yfir mér. Einnig gengum við marga klukkutíma til þess að komast á ball en ég var mikið dansfifl," segir Hjálmfríöur. „Ég var alltaf mjög lifandi og krakkarnir hafa erft það frá mér. Ég hef alltaf verið glaðlynd og lífsgleðin hef- ur alltaf haldið mér gang- andi,“ segir Hjálmfríð- ur. Blaðamaður skaut inn í að ungu konurn- ar gætu lært ýmis- Á ; legt af henni. „Þær myndu ekki vilja .M'A. það, ungu konurn- ar, en þær myndu segja að þetta væri tóm lygi í mér,“ segir Hjálmfríður. Drakk vítis- sóda Hjálmfríður segist alltaf hafa haft nóga orku til þess að gera allt Hjálmfríður kom í heiminn hvorki meira né minna en þrettán börnum á sautján árum og var því meira og minna ófrísk á hverju ári. Að auki varð hún stjúp- móðir níu barna eigin- manns síns sem hann átti af fyrra hjónabandi. sem hún þurfti að gera. Hún seg- ist aldrei hafa verið þreytt þegar hún var yngri. Þegar einn drengj- anna hennar var lítill drakk hann vítissótavatn. Honum var ekki kom- ið á sjúkrahús en hún vakti sjálf yfir honum í tvær vikur. Þetta segir hún að ungu konumar hefðu ekki gert. r A sjónum Hnífsdal. Elstu bömin voru farin að vinna fyrir sér en Hjálmfríður neyddist til þess að fara til Stöðv- arfjarðar til þess að salta síld. Þang- að fór hún ásamt þremur elstu dætr- um sínum til þess að sjá fyrir allri fjölskyldunni. Fjórir drengj- anna vora á sama tíma á síld en yngri bömin voru hjá vin- um vegna þess hvað hún hafi hamast mikiö um ævina. Aðgerðaleysi sé ekki hollt því þá fari fólk bara að hugsa um veikindi. Hallað á karlmenn Hjálmfríður telur unga fólkið ekki kunna að meta hvað það hefur það í ur þræli mönnunum sínum út og geti ekki sýnt þeim neinar tilfinn- ingar. Þær séu aldrei ánægðar með það sem þær hafa og heimti alltaf meiri og meiri peninga af þeim. Hún viðurkennir þó einnig að margar konur á íslandi vinni mikið. „Nútímafólk hefur allt til alls, bæði nóg að borða og drekka, og allt er lagt upp í hendumar á því. Af- brotunum íjölgar vegna eiturlyfja og áfengisneyslu. Það er ekki góð þró- un. Ég held að að sumu leyti hafi fólk haft það betra í gamla daga þeg- ar samfélagið var einfaldara," segir Hjálmfríður. Fækkun barna góð Hjálmfríði þykir samt sem áður góð þróun að konur eignist færri börn en þær gerðu þar sem nú er hægt að tak- marka bameignir sem var ekki þegar hún var á barneignar- aldri. Henni þykja 2-3 böm mátuleg fjölskyldustærð og fólk getur komist mjög vel af. Hún segir að nútíma- konur gætu aldrei komist yfir að eiga þrettán börn, hvað þá vera stjúpmæður fyrir níu í viðbót. Dýrmætasta gjöfin „Þær myndu láta bömin í geymslu einhvers staðar eða gefa þau ef þær ættu svona mörg. Ég myndi aldrei eignast svona mörg börn aftur ef ég væri ung í dag og ég myndi ekki nenna að endurtaka leik- inn við þessar aðstæður. Ég hefði ekki viljað vera án þess að eiga öll börnin mín. Þau era dýrmætasta gjöfin sem ég hef eignast. Ég er um- vafin þeim eftir að ég er orðin göm- ul og þau hringja mjög oft í mig og koma í heimsókn. Þau hafa öll verið mér mjög góð,“ segir Hjálmfríður. Hjálmfríði þykir eiginlega erfiðast að svo margir afkomenda hennar skuli vera sjómenn þvi hún hugsar mikið um hætturnar sem þeir era í í vondum veðrum. Bæði synir og barnabörn hringja iðulega í hana því þau vita af þessum ótta hennar og láta hana vita þegar þeir fara og koma í land. Þannig getur hún fylgst með því að allt sé í lagi. Það er engin hætta á því að þessi kona með stóra hjartað og stóru fjöl- skylduna láti sér leiðast þótt komin sé á níræðisaldur. Auk þess að sinna fjölskyldunni, prjóna og stunda fé- lagslífið dundar hún sér við að mála og yrkja vísur. Hjálmfríður segir mikið um hagyrðinga í hennar ætt en hún verður dularfull á svip þegar hún er spurð út í hæfileika hennar sjálfrar á þessu sviði. Hún segir að það verði þorramatur á dvalarheim- ilinu í vikunni og aldrei að vita nema hún kasti fram einhverri vísu. „Eg hef cilltaf haft yndi af því að vinna mín störf og ég fór meira að segja á sjó einu sinni. Ég dró línu en þá var ekkert spil á trillunni. Við vorum tvær stúlkur - móðir Sigríðar Ellu söngkonu fór með mér. Þetta var í leitum og allir karlmennirnir voru uppteknir. Okkur þótti þetta ógurlegt sport og við fiskuðum ágæt- lega. Þá var ekki mikið um að konur færu á sjó en það var þó eitthvað. Fráfall eiginmannsins Fjölskyldan ákvað á endanum að bregða búi og flytjast í Hnífsdal en mánuði eftir það lést Benedikt, eig- inmaður Hjálmfriðar. Þá var yngsti drengurinn þeirra níu ára gamall og Hjálmfríður var orðin ekkja í kring- um fimmtugt með þrettán börn. Þau höfðu nýverið fest kaup á húsi í og kunn- ingjum og systkinum sem heima voru. Fjölskyldan hittist öll á Þorláksmessu heima í Hnífsdal og þá voru fagnaðarfundir. Aldrei tóbak og vín „Ég hef átt svo góða daga af því ég á svo góð böm. Það væri óskandi að allir ættu svona góð börn. Þau hafa verið mér allt um ævina. Ég veit ekki til þess að neitt þeirra hafi gert nokkuð illt af sér. Ég hef aldrei not- að tóbak og vín og ég veit ekki til þess að neitt bamanna minna hafi gert það heldur. Að vísu drakk yngsti sonur minn en ég gaf honum happdrættismiða ef hann hætti að drekka. Ég sagðist taka hann aftur ef ég vissi til þess að hann drykki. Þannig fékk ég fram það sem ég vildi,“ segir Hjálmfríður. Hún segist alltaf hafa haft góða heilsu og segir að það sé áreiðanlega og veru gott. Henni finnst það kvarta og kveina yfir öllum sköpuðum hlutum. Hún telur að unga fólkið sé ekkert ánægðara heldur en það eldra var í gamla daga þó það hafi allt til alls nú. Hjálmfríður hefur ekki háar hugmyndir um ungu konumar í dag og henni finnst þær ekki öfundsverö- ar þótt þær búi við allsnægtir. „Þær eiga bágt því þær vilja fá allt og gefast upp strax og erfiðleikar koma upp. Af hverju heldurðu að hjónaskilnaðir séu svona margir? Við hefðum getað skilið líka ef við hefðum gefist upp eins og unga fólk- ið gerir. Það hefur auðvitað blásið einhvern tíma á hjá okkur en þetta þekktist ekki. Maður valdi sér sjálf- ur þetta líf og þá skal maður hafa það,“ segir Hjálmfríður. Karlmönnum þrælað út Hjálmfríði finnst hallað á karl- mennina á íslandi. Hún segir að kon- Hjálmfrtöur sagöist ekki hafa viljaö leggja á börnin sín aö búa meö gamal- menni og þess vegna hafi hún fariö á dvalarheimilið. Henni finnst aö þau eigi sjálf aö eiga sitt heimili og sína fjölskyldu. DV-myndir GVA t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.