Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Síða 37
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 49 Fyrir flesta er það mikil upplifun og skemmtileg lífsreynsla að fara í frí í nokkrar vikur, hvort sem það er til útlanda eða bara innanlands. Hins vegar getur þessi lífsreynsla orðið að martröð þegar heim kemur því á þeim tíma sem líður frá því viðkomandi fer að heiman þangað til aftur er komið getur margt gerst. Innbrotum hefur fjölgað gífurlega á undanfornum árum og ljóst er að innbrotsþjófar eru orðnir skipulagð- ari og skilvirkari en áður hefur þekkst. Innbrot eru ekki það eina sem hafa þarf áhyggjur af, bruni getur komið upp á heimilum að fólki fjarverandi. Margir hafa útbú- ið heimili sín með reykskynjurum þannig að ef bruni kemur upp nær fólk að forða sér út. En ef aftur á móti eldur kviknar meðan viðkomandi fjölskylda er i fríi koma venjulegir reykskynjarar að litlum notum því þeir hljóma einung- is innan veggja heimilisins og koma því ekki boð- um um eldinn til réttra aðila. Þó skaði af völd- um vatns hafi í gegnum tíðina ekki verið eins áberandi og stórbrunar og innbrotafaraldur er ljóst að tjón vegna vatns er ein af al- Þaö gefur fólki öryggiskennd aö geta fariö áhyggjulaust í fríiö. gengustu orsök- um tjóna. Tæknivæða varnir Einfaldasta lausnin á þess- um vandamálum er að tæknivæða varnir heimilis- ins og setja upp búnað sem gerir vart við tjón jafnvel þó eng- inn sé á heimil- inu. Fyrir rúmu ári kynnti Secur- itas hina svoköll- uðu Heimavöm. Hún felst í því að Securitas býðst til að lána heimil- inu, án stofnkostnaðar, fullkomið öryggiskerfi sem tekur bæði á inn- brotum og bruna í senn. Til viðbót- ar við Heimavörnina er síðan hægt að tengja vatnsviðvörunarbúnað og þar með er hægt að ná heildarlausn á helstu áhættuþáttum sem steðja að heimilum. Fyrir þá sem vilja einungis fá sér kerfi til að vakta heimili sín í stutt- an tíma meðan skroppið er í frí býð- ur Securitas kerfi sem kallað er or- lofsvöktun. Þannig getur aðili feng- ið kerfi sett upp heima hjá sér með örstuttum fyrirvara og fengið gæslu í 2-5 vikur og verið nokkuð öruggur með heimilið á meðan. Einar Jónsson, áskrifandi aö DV, hlaut ferö fyrir tvo til Flórída þegar hann var dreginn úr hópi skuldlausra áskrifenda aö DV. Hann veröur sextugur nú í mars og því kemur feröin sér einkar vel. Samningur Samvinnuferða-Landsýnar við Avis-bílaleiguna: Tryggir hagstæðari leiguverð Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn gerði nýverið samning við Avis-bílaleiguna um gagnkvæm viðskipti fyrirtækj- anna og komu fulltrúar Avis í Evrópu til landsins í því tilefni. „Avis-bílaleigan hefúr hingað til ekki verið mjög sjáanleg hér á ís- landi og ferðaskrifstofur landsins hafa ekki skipt mikið við hana. En Avis-skrifstofan, sem er ein sú stærsta og traustasta í heiminum á sínu sviði, hafði hug á því aö breyta því. Við gerðum samning við hana sem gerir okkur kleift að bjóða lægra verð á bílaleigum en samkeppnisaðilar okkar hér á landi. Það á sérstaklega við um samninga okkar við Avis í Þýska- landi og Bretlandi. Við skiptum áður að mestu leyti við Herts-bílaleiguna en með samningi okkar við Avis, skuld- bindum við okkur til að skipta eingöngu við Avis. Samningar okkar við Avis eru hagstæðir fyr- ir neytendur þvi Avis er ein út- breiddasta bílaleiga heims og veitir trausta og góða þjónustu," sagði Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnuferöa- Landsýn. Samvinnuferöir-Landsýn geröu nýveriö gagnkvæman samning viö Avis- bílaleiguna og var þessí mynd tekin viö undirskrift samningsins. Sitjandi eru Leif Eddy Iversen frá Avis Europe og Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri S/L, en standandi Pálmar Sigurösson og Hafsteinn J. Reykjalín frá Avis á Islandi og Auöur Björnsdóttir, deildarstjóri S/L. DV-mynd Pjetur Heppinn áskrifandi fær Flórídaferð fyrir tvo: Frábært að fá ferðina nú segir Einar Jónsson sem verður sextugur í mars „Eg trúi þessu varla enn þá. Þetta var sannarlega óvænt ánægja og kon- an gleðst ekki síður yfir þessu,“ seg- ir Einar Jónsson, heppinn áskrifandi DV, sem dreginn var úr sólarpotti DV og Flugleiða og hlýtur vikuferð til Flórída á sumri komanda. Einar verður sextugur í mars og segir ferðina því koma á allra besta tima, það verði hægt að halda enn betur upp á afmælisárið. „Það er alveg frábært að þetta skuli koma á þessum tima. Við eig- um bæði frí í ágúst, hjónin, og ég vona að við getum farið þá,“ segir Einar. Hann segir þau hjónin hafa byrjað að kaupa Vísi á sínum tíma og þau hafi verið áskrifendur að DV alla tíð. Einar er annar áskrifandinn sem hreppir ferð úr sólarpotti DV og Flugleiða til St. Petersburgh Beach á Flórída og gistingu i sex daga fyr- ir tvo. Átta aðrir skuldlausir áskrif- endur, nýir og núverandi, verða dregnir út næstu átta vikurnar. ís- lenskur fararstjóri verður á St. Pet- ersburg Beach 27. 5. til 2. 9. í ferðum sem hefjast á þriðjudögum og lýkur á mánudögum. -sv V Whirlpáol / JJí' heimilistækl um nyja yfirburða- þvonavél frá Whirlpool ~"w ú' «>; 6 t;l SS t"; ) >0 V ) 'CB ■ Þessi nýja þvottavél frá Whirlpool skartar mörgum tækninýjungum og kostum sem þú skalt ekki láta fram hjá þér fara. - Lágt veró! - Stór hurð sem opnast 156' þértil þæginda. -„Water lift system" sem eykur gæði þvottarins. - Ullarvagga. Vélin „vaggar" þvottinum líkt og um handþvott væri að ræða. - Nýtt silkiprógram. - Barnalæsing. AWM254 500/800sn J3SSSBBBM AWM255 600/900sn | 62.300 kr.stgr. AWM256 600/1 OOOsn Ij 69.250 kr.stgr. AWM258 120/1200sn Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.