Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 47 Fjölbreyttir ferðamöguleikar í Frakklandi: Vinsælasta ferðamannalandið Ekkert land í heiminum nýtur eins mikill vinsælda í heiminum hjá feröamönnum og Frakkland, enda skipta þeir tugum milljóna ferðamennirnir sem koma þangað ár hvert. Frakkland hefur ailtaf not- ið vinsælda hjá íslenskum ferða- löngum, þó að það skipi ekki fyrsta sætið á vinsældalistan- um, en vinsældir Frakklands meðal landans aukast þó sí- fellt. Fjölmargir gera sér ferð til þess lands með því að kaupa sér flug og bíl og er það skemmtilegur og tiltölulega auðveldur ferðamáti. Sumir hefla ferðina í Frakklandi með því að nota áætlunarflug Flugleiða til Parísar, en aðrir heQa ferðina á öðrum við- komustað í Evrópu. Fimm sinnum í viku Flugleiðir hafa stóraukið áætlunarflug sitt til Frakk- lands á síðustu árum og verða með reglubundið flug þangað í sumar. „Sunnudag- inn 13. apríl hefst flugið okk- ar til Parísar og verður þá flogið sunnudaga kl. 16.35, miðvikudaga og fimmtudaga klukkan 16.00 til Parísar, en flugið tekur rúmar 5 klst. Frá 30. júní til 3. september bæt- ist við næturflug mánudaga og fimmtudaga kl. 23.45. Sumarleyfisfargjöld okkar eru á 27.500 kr. fyrir utan skatta fram til Margt að skoða Hægt er að dvelja langdvölum í París án þess að ná að skoða borg- ina til hlítar, því París er ótrúlega fjölbreytileg. Ef úthverfin eru talin Royal og Comédie Francaise. Efst gnæfir fyrrum listamannahverfið Montmartre og vestur af Louvre er almenningsgarður og Pompidou- listamiðstöðin. Þó fátt eitt af merkustu stöðum borgarinnar sé hér upp talið, má Ekkert land nýtur eins mikilla vinsælda hjá ferðamönnum og Frakkland. Hinir sögufrægu Versalir liggja aðeins 22 km fyrir suðvestan París. 1. mars en ef miðamir eru keyptir eftir þann tíma hækkar verðið eitt- hvaö. Sumarleyfisfargjöldin gilda aðeins fyrir mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga," sagði Rannveig Ólafsdóttir í söludeild Flugleiða. með þá eru íbúamir á níundu millj- ón. Elsti hluti Parísar stendur á eyj- unni fle de la Cité en þar er meðal annars Frúarkirkjan, Haflarkirkjan og fangelsið La Conciergerie. Nokkuð fyrir vestan Signu er Lúx- emborgarhöll, grafir Napól- eónskeisara og Eiffeltum- inn. Austurbakki Signu er sá hluti borgarinnar sem þekktastur er af ferðamönn- mn, en þar er Louvre-saf- nið, Concorde-torgið og frá því liggur hið fræga Champs Elysées að Charles de Gaulle torginu með Sig- urboganum. Champs Elysées er eitthvert stærsta breiðstræti veraldar, meö um 8 akreinar í hvora átt. Norður af Lou- vre er helsta viðskipta- og skemmt- anahverfið. Við Place de l’Opéra er óperuhúsið fræga og frá því breið- strætið Avenue de l’Opéra til Palace ljóst vera að það tekur langan tíma að skoða þetta allt. Þeir sem eiga leið til Parísar mega ekki láta hjá líða að koma til til hinna sögufrægu Versala sem eru um 22 km suðvest- ur af París. Úrval lesta og vega Vegakerfið í Frakklandi þykir vera mjög gott og hraðbrautakerfi landsins þekur vel flesta hluta landsins, sérstaklega norður- og austurhluta landsins. í Frakklandi þarf að borga vegatolla, en á móti kemur að þeim peningum er varið í viðhald hraðbrautanna og em þær því með besta móti. Upphæðimar sem greiðast í vega- tolla geta numið nokkrum þúsund- um króna á lengstu leiðum. Sá sem keyrir samfleytt frá París og afla leið til Menton á Riviemnni við ítölsku landamærin greiðir rúmar 4.000 krónur í tolla ef keyrður er fólksbíll. Þeir sem em vanir að keyra um Evrópu keyra oft næst- stærstu vegina og hefur það tvíþætt- an tilgang. í fyrsta lagi til að losna við að borga vegatolla og í annan stað til þess að njóta betur umhverf- isins. Hraðbrautimar hafa nefni- lega þann ókost að menn komast ekki í mikil tengsl við umhverfið. Allar hraðbrautir sneiða hjá þungri umferð innan borgar- marka, en þeir sem keyra stærstu þjóðvegi geta vel lent innan borgarmarka í verulega erfiðri umferð. Falleg leið Það er skemmtilegur ferða- máti að taka flug og bíl og keyra um þetta fallega land. Upplagt er til dæmis að keyra frá París í suðausturátt til stórborgarinnar Lyon og þaðan til austurs til Rhone-AIpes svæðisins í Alpa- fjöllum. Það er sérlega falleg ökuleið, en auðvitað velur hver og einn leiðir sem honum henta. Þeir sem er illa við að keyra geta notað hið frábæra lestakerfi landsins, sem víð- frægt er um allan heim. Lestir í Frakklandi em frægar fyrir mikinn hraða sinn (mesti með- alhraði í heimi) og fyrir að fylgja mjög nákvæmlega öllum tímaáætlunum. Lestin frá París til Lyon er til dæmis aðeins 2 klst. á leiðinni og frá París til Marseille á Rivierunni 4 klst. Eurostar-lestin, sem fer á milli Parísar og London með viðkomu í Lille, gengur á allt að 300 km hraða og tekur rétt rúmar 3 klst að ferðast á milli stórborganna tveggja. Þeir sem eru á skólaaldri ættu að hafa samband við Ferðaskrifstofu stúd- enta og kynna sér fargjaldaverðið á Interrail. Fjölmargar stórborgir státa af neðanjarðarlestakerfi (Metro). Þannig kerfi er auðvelt að læra á og fyrirfinnst í borgunum París, Lifle, Lyon, Marseifle, Toulouse og Rúðu- borg (Rouen). Þær fyrstu byrja að ganga klukkan 5.30 á morgnana og hætta hálftíma eftir miðnætti. Menn ættu ekki að hræðast kunn- áttuleysi í frönsku, því auðvelt er að læra á þessi kerfi. Einnig má benda á þá staðreynd sem fram kom í víð- tækri skoðanakönnun nýverið, að meira en helmingur Frakka telur sig geta bjargað sér á öðrum tungu- málum en frönskunni. -ÍS I IFIeiri verkföll Lestakerfi Tékklands var að mestu lamað í siðustu viku vegna fimm daga verkfalls en samningar hafa náðst og starf- semin komin í eðlilegt horf. Beint flug Singapore Airlines mun frá lokum marsmánaðar taka upp beint flug á milli Kaupmanna- hafnar og Singapúr. Flogið verður með Airbus 340 flugvél- um og hvert sæti flugvélarinn- ar verður með síma og sjón- varpsskjá. Farþegum stendur til boða að velja um 22 mynd- bandsrásir, 12 tónlistarrásir og i 10 leikjarásir. Concorde Grænlendingar mega eiga von á þvl að fá Concordþotuna í heimsókn nokkmm sinnum á | þessu ári. Ensk ferðaskrifstofa hefur selt miða í ferðir með stuttri viðkomu í Kangerlussu- aq á vesturströnd Grænlands, fyrir norðan heimskautsbaug, fen þar er risastór flugvöllur sem var byggður af Nató-her- i fylkjum Bandaríkjanna á sin- um tíma. Aðdráttarafl fyrir ferðamenn Ayers Rock-kletturiim í Ástr- alíu (sem var miðpunktur kvik- myndar Peters Veir, „Picnic At Hanging Rock“) hefur um ára- tuga skeið verið mikið aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn. Þegar Halley halastjaman kom inn í gufuhvolf jarðar árið 1986, þótti Ayers Rock vera besti útsýnis- staðurinn á jarðarkringlunni til að fylgjast með fyrirbrigðinu. Önnur halastjama er á leiöinni, Hale, sem sjáanleg verður á tímabilinu mars- maí. Enn sem < fyrr er talið aö besti útsýnis- staðurinn verði Ayers Rock. St. Petersburg Beach, Flórída Heppinn áskrifandi DV hlýtur vinning á miðvikudag DV og Flugleiða? DV FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.