Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 36
48 * LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 Ferðakynningar ferðaskrifstofanna á sunnudaginn: Umtólf þúsund manns komu á skrifstofuna í Lágmúla - segir Goði Sveinsson, sölu- og markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar „Þaö gætir greinilega meiri bjart- sýni hjá fólki nú, en á ferðakynn- ingu okkar á sunnudaginn mættu tæplega 12 þúsund manns, en það var auövelt að telja hópinn, því að við afhentum hverjum og einum skafmiða," segir Goði Sveinsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Úrvali- Útsýn. Goði segir að þegar örtröðin var mest hafi verið samfelld biðröð all- an hringinn í kringum húsið að Lágmúla 4 þar sem ferðaskrifstof- an er til húsa og síðan út á bíla- stæði. Lang mestur áhugi hafi reynst fyrir ferðum til Portúgals og J síðan til Mallorka, en einnig fyrir sumarhúsadvöl í Hollandi, Dan- mörku, dvöl í Flórída og víðar og gengið hafi verið frá hundruðum bókana. Ferðaskrifstofurnar leggja mikla áherslu á að fá fólk til að bóka sem fyrst sumarleyfisferðir sínar og hjá Úrvali-Útsýn nefnist opnunartil- boðið stökkpallur. Hann gildir um ferðir til Portúgals eða Mallorca. Verðið er lágt en því til viðbótar fá viðkomandi að vita 10 dögum fyrir - brottför á hvaða hóteli þeir lenda, sem ræðst af bókunarstöðu hótel- anna hverju sinni. Þannig geta stökkpallskaupendur átt von á því að lenda inni á mjög dýru fimm stjörnu hóteli í tvær vikur fyrir rúmlega 40 þúsund krónur, en hins vegar aldrei rýrara hóteli en þeim ódýrustu sem ferðaskrifstofan skiptir viö. Meðal nýrra staða sem boðið verður upp á í sumar hjá ferðaskrif- stofunni nefnir Goði eyna Krít og Kyrrahafsströnd Mexíkó, en tveggja vikna ferð þangað með öllu inni- foldu, þ.e. flugi, Fimm stjörnu gist- ingu, öllu fæði, veitingum, sporti og skemmtunum kostar 140 þúsund krónur á mann. * Útibú stóru ferðaskrifstofanna, Samvinnuferða-Landsýnar og Úr- vals-Útsýnar úti um land voru opin á sunnudag og var að sögn þeirra Helga Péturssonar hjá S-L og Goöa Sveinssonar mjög mikil aðsókn til þeirra á sunnudag, eins og til höfuð- stöðvanna í Reykjavík. Þeir eru sammála um að fólk sé almennt miklu bjartsýnna í sambandi við ferðalög en verið hefur undanfarin ár. í myndatexta í DV á mánudag féllu niður orð, þannig að sagt var að Goði Sveinsson væri fram- kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar. Standa átti framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs og er beðist vel- virðingar á því. -SÁ % Mikill ferðahugur sveif yfir vötnum í miöbæ Reykjavíkur og víðar um borgina og landið sl. sunnudag þegar ferða- skrifstofurnar kynntu sumaráætlanir sínar. Starfsmenn ferðaskrifstofanna brugðu sér í allra kvikinda líki í tilefni dagsins og hér er einn þeirra að skemmta litlum dreng fyrir utan höfuöstöðvar Samvinnuferða-Landsýnar í Austur- stræti. Sá litli virðist þó ekki vita almennilega hvaðan á sig stendur veðrið í atganginum. DV-mynd Hilmar Þór. Ferðast að vetri um Suðurland DV, Suðuriandi:___________________ „Þetta eru fræ sem við erum að sá og við uppskerum voncindi á næstu árum,“ sögðu nokkrir að- standendur átaks sem ferðaþjón- ustuaðilar á Suðurlandi hafa efnt til meö það að markmiði að auka ferðamannastraum á svæðið yfir vetrartímann. Þótt flestir ferðamenn heimsæki Suðurland árlega telja þessir aðil- ar að enn megi auka nýtingu á þeirri uppbyggingu sem lagt hefur verið í og horfa þar til vetrartím- ans. Meðal þess sem boðið er upp á eru jeppaferðir, heimsóknir í ferðamannafjós, ferðir á Skeiðarár- sand og skoðunarferðir í elsta bæj- arfélag landsins, Eyrarbakka. Fyrst í stað er boðið upp á gistingu og ferðir bæði frá Selfossi og Vík í Mýrdal. Ferðaskrifstofumar Suð- urgarður og Háland-grænn ís á Sel- fossi hafa tekið að sér að skipu- leggja ferðir fyrir einstaklinga og hópa á þessum vannýtta tíma sem jafnframt getur verið töfrandi og skemmtilegur. -JÞ Skálaö í mjólk á hlööubarnum í ferðamannafjósinu á Laugarbökkum í Ölfusi. Frá vinstri eru Kristinn Bergsson, sem er með jeppaferöaútgerö, Anna Árnadóttir frá Suðurgarði, Svanur Gísli Þorkelsson frá Háland-green ice, Guðmund- ur Þorvaldsson, starfsmaður ferðamannafjóssins, og Siguröur Jónsson, yfirmaður feröaþjónustu KÁ. DV-mynd jþ Fleiri bókanir Færeyjar berjast hart fyrir þvi að auka ferðamannastraum- inn til eyjanna og útlitið er bjart í ár. Bókanir í ferðir til Færeyja í sumar hafa aldrei verið fleiri þótt skammt sé liðið á þetta ár. Færeyingar héldu nýverið ferðaráðstefnu í Kaup- mannahöfn og 43.000 manns mættu til að kynna sér það sem Færeyingar hafa upp á að bjóða. Kirkjubær lagfærður Eitthvert þekktasta mann- virki í Færeyjum er kirkjubær sem byggður var á 13. öld, en hann hefur mikið aðdráttarafl • ‘Um fyrir ferðamenn. Hann þarfnast lagfæringar og eyjaskeggjar sjá loks fram á að fé fáist í þær lag- færingar á árinu. Stólar, sem notaðir voru í kirkjunni frá og með 14. öld en fluttir til Dan- merkur á 19. öld, veröa senni- lega fluttir heim til Færeyja og settir upp í kirkjunni á ný. Tónlistarhátíð Færeyingar ætla að halda djass- og blúshátíð i Þórshöfn dagana 15.-18. október næst- komandi. Tónleikar verða bæði haldnir utan- og innanhúss og um 25 hljómsveitir verða á há- tíðinni. Færeyingar eru langt komnir með þróun í farsímamálum og varla finnst sá blettur á eyjun- um þar sem ekki er hægt að ná sambandi við mann í gegnum farsíma. Fjárhagsvandræði Tretyatov Gallery-safnið í Moskvu, sem er það stærsta sinnar tegundar sem sýnir rúss- nesk listaverk, er nánast gjald- þrota og hugsanlegt er að loka verði safninu af þeim sökum. Stjóm safnsins getur ekki greitt rafmagnsreikning vegna skertra styrkja frá hinu opinbera í land- inu. Hugsanleg skammtímala- usn á vandanum er sú að hafa ljósin slökkt í sýningarsölum þegar fólk er ekki inni í þeim. Fyrir því eru fordæmi í öðram söfnum í Rússlandi sem eiga í sömu erfiðleikum. Mannskæð snjóflóð Snjóflóð urðu fimm manns aö aldurtila í svissnesku öipunum um síöustu helgi. Fimm manns létu einnig lífið í snjóflóðum um helgina í frönsku ölpunum og Pýreneafjöllum. Skemmdarverk Baska Ferðamenn sem leggja leið sína á slóðir Baskahéraðanna á Spáni eru varaðir við hryðju- verkum ETA-samtaka Baska og beðnir um að vera á verði gegn öllu grunsamlegu athæfi. ETA- samtökin, sem berjast fyrir sjálfstæði Baskaliéraðanna, til- kynntu nýverið að þau ætluðu að endumýja kraftinn í hryðju- verkum sínum gagnvart ferða- mönnum tfl að leggja áherslu á kröfur sínar. í síðasta mánuði voru 5 sprengjur ETA- samtak- anna gerðar skaðlausar í Ma- dríd, sem ætlað var að skaða ferðamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.