Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Page 36
48 * LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 Ferðakynningar ferðaskrifstofanna á sunnudaginn: Umtólf þúsund manns komu á skrifstofuna í Lágmúla - segir Goði Sveinsson, sölu- og markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar „Þaö gætir greinilega meiri bjart- sýni hjá fólki nú, en á ferðakynn- ingu okkar á sunnudaginn mættu tæplega 12 þúsund manns, en það var auövelt að telja hópinn, því að við afhentum hverjum og einum skafmiða," segir Goði Sveinsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Úrvali- Útsýn. Goði segir að þegar örtröðin var mest hafi verið samfelld biðröð all- an hringinn í kringum húsið að Lágmúla 4 þar sem ferðaskrifstof- an er til húsa og síðan út á bíla- stæði. Lang mestur áhugi hafi reynst fyrir ferðum til Portúgals og J síðan til Mallorka, en einnig fyrir sumarhúsadvöl í Hollandi, Dan- mörku, dvöl í Flórída og víðar og gengið hafi verið frá hundruðum bókana. Ferðaskrifstofurnar leggja mikla áherslu á að fá fólk til að bóka sem fyrst sumarleyfisferðir sínar og hjá Úrvali-Útsýn nefnist opnunartil- boðið stökkpallur. Hann gildir um ferðir til Portúgals eða Mallorca. Verðið er lágt en því til viðbótar fá viðkomandi að vita 10 dögum fyrir - brottför á hvaða hóteli þeir lenda, sem ræðst af bókunarstöðu hótel- anna hverju sinni. Þannig geta stökkpallskaupendur átt von á því að lenda inni á mjög dýru fimm stjörnu hóteli í tvær vikur fyrir rúmlega 40 þúsund krónur, en hins vegar aldrei rýrara hóteli en þeim ódýrustu sem ferðaskrifstofan skiptir viö. Meðal nýrra staða sem boðið verður upp á í sumar hjá ferðaskrif- stofunni nefnir Goði eyna Krít og Kyrrahafsströnd Mexíkó, en tveggja vikna ferð þangað með öllu inni- foldu, þ.e. flugi, Fimm stjörnu gist- ingu, öllu fæði, veitingum, sporti og skemmtunum kostar 140 þúsund krónur á mann. * Útibú stóru ferðaskrifstofanna, Samvinnuferða-Landsýnar og Úr- vals-Útsýnar úti um land voru opin á sunnudag og var að sögn þeirra Helga Péturssonar hjá S-L og Goöa Sveinssonar mjög mikil aðsókn til þeirra á sunnudag, eins og til höfuð- stöðvanna í Reykjavík. Þeir eru sammála um að fólk sé almennt miklu bjartsýnna í sambandi við ferðalög en verið hefur undanfarin ár. í myndatexta í DV á mánudag féllu niður orð, þannig að sagt var að Goði Sveinsson væri fram- kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar. Standa átti framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs og er beðist vel- virðingar á því. -SÁ % Mikill ferðahugur sveif yfir vötnum í miöbæ Reykjavíkur og víðar um borgina og landið sl. sunnudag þegar ferða- skrifstofurnar kynntu sumaráætlanir sínar. Starfsmenn ferðaskrifstofanna brugðu sér í allra kvikinda líki í tilefni dagsins og hér er einn þeirra að skemmta litlum dreng fyrir utan höfuöstöðvar Samvinnuferða-Landsýnar í Austur- stræti. Sá litli virðist þó ekki vita almennilega hvaðan á sig stendur veðrið í atganginum. DV-mynd Hilmar Þór. Ferðast að vetri um Suðurland DV, Suðuriandi:___________________ „Þetta eru fræ sem við erum að sá og við uppskerum voncindi á næstu árum,“ sögðu nokkrir að- standendur átaks sem ferðaþjón- ustuaðilar á Suðurlandi hafa efnt til meö það að markmiði að auka ferðamannastraum á svæðið yfir vetrartímann. Þótt flestir ferðamenn heimsæki Suðurland árlega telja þessir aðil- ar að enn megi auka nýtingu á þeirri uppbyggingu sem lagt hefur verið í og horfa þar til vetrartím- ans. Meðal þess sem boðið er upp á eru jeppaferðir, heimsóknir í ferðamannafjós, ferðir á Skeiðarár- sand og skoðunarferðir í elsta bæj- arfélag landsins, Eyrarbakka. Fyrst í stað er boðið upp á gistingu og ferðir bæði frá Selfossi og Vík í Mýrdal. Ferðaskrifstofumar Suð- urgarður og Háland-grænn ís á Sel- fossi hafa tekið að sér að skipu- leggja ferðir fyrir einstaklinga og hópa á þessum vannýtta tíma sem jafnframt getur verið töfrandi og skemmtilegur. -JÞ Skálaö í mjólk á hlööubarnum í ferðamannafjósinu á Laugarbökkum í Ölfusi. Frá vinstri eru Kristinn Bergsson, sem er með jeppaferöaútgerö, Anna Árnadóttir frá Suðurgarði, Svanur Gísli Þorkelsson frá Háland-green ice, Guðmund- ur Þorvaldsson, starfsmaður ferðamannafjóssins, og Siguröur Jónsson, yfirmaður feröaþjónustu KÁ. DV-mynd jþ Fleiri bókanir Færeyjar berjast hart fyrir þvi að auka ferðamannastraum- inn til eyjanna og útlitið er bjart í ár. Bókanir í ferðir til Færeyja í sumar hafa aldrei verið fleiri þótt skammt sé liðið á þetta ár. Færeyingar héldu nýverið ferðaráðstefnu í Kaup- mannahöfn og 43.000 manns mættu til að kynna sér það sem Færeyingar hafa upp á að bjóða. Kirkjubær lagfærður Eitthvert þekktasta mann- virki í Færeyjum er kirkjubær sem byggður var á 13. öld, en hann hefur mikið aðdráttarafl • ‘Um fyrir ferðamenn. Hann þarfnast lagfæringar og eyjaskeggjar sjá loks fram á að fé fáist í þær lag- færingar á árinu. Stólar, sem notaðir voru í kirkjunni frá og með 14. öld en fluttir til Dan- merkur á 19. öld, veröa senni- lega fluttir heim til Færeyja og settir upp í kirkjunni á ný. Tónlistarhátíð Færeyingar ætla að halda djass- og blúshátíð i Þórshöfn dagana 15.-18. október næst- komandi. Tónleikar verða bæði haldnir utan- og innanhúss og um 25 hljómsveitir verða á há- tíðinni. Færeyingar eru langt komnir með þróun í farsímamálum og varla finnst sá blettur á eyjun- um þar sem ekki er hægt að ná sambandi við mann í gegnum farsíma. Fjárhagsvandræði Tretyatov Gallery-safnið í Moskvu, sem er það stærsta sinnar tegundar sem sýnir rúss- nesk listaverk, er nánast gjald- þrota og hugsanlegt er að loka verði safninu af þeim sökum. Stjóm safnsins getur ekki greitt rafmagnsreikning vegna skertra styrkja frá hinu opinbera í land- inu. Hugsanleg skammtímala- usn á vandanum er sú að hafa ljósin slökkt í sýningarsölum þegar fólk er ekki inni í þeim. Fyrir því eru fordæmi í öðram söfnum í Rússlandi sem eiga í sömu erfiðleikum. Mannskæð snjóflóð Snjóflóð urðu fimm manns aö aldurtila í svissnesku öipunum um síöustu helgi. Fimm manns létu einnig lífið í snjóflóðum um helgina í frönsku ölpunum og Pýreneafjöllum. Skemmdarverk Baska Ferðamenn sem leggja leið sína á slóðir Baskahéraðanna á Spáni eru varaðir við hryðju- verkum ETA-samtaka Baska og beðnir um að vera á verði gegn öllu grunsamlegu athæfi. ETA- samtökin, sem berjast fyrir sjálfstæði Baskaliéraðanna, til- kynntu nýverið að þau ætluðu að endumýja kraftinn í hryðju- verkum sínum gagnvart ferða- mönnum tfl að leggja áherslu á kröfur sínar. í síðasta mánuði voru 5 sprengjur ETA- samtak- anna gerðar skaðlausar í Ma- dríd, sem ætlað var að skaða ferðamenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.