Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Page 6
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 lönd stuttar fréttir Eðla í farangrinum Hollenskur ferðamaöur, sem var að koma heim úr fríi á Karíbahafseyju, fann ígúana- eðlu í töskunni sinni. Taliö er að smyglarar hafi komið dýr- inu fyrir. Veist að Milosevic Stjórnvöld i Svartfjallalandi hafa hugsanlega gert vonir Slobodans Milosevic Serbíuforseta um að halda völdum að engu með því krefjast þess að hann verði sviptur öllum embættum í stjómmálalífi Júgóslavíu. Ásakanir um morð Erlendir hjálparstarfsmenn sögðu í gær að stjórnarher- menn i Búrúndí hefðu drepið meira en 150 óbreytta borgara í hefndarskyni fyrir árásir upp- reisnarmanna hútúa. Ætla að drekka fiskinn íbúar í belgíska bænum Geraardsbergen eru staðráðnir í að halda i þá hefð að drekka lifandi smásíli syndandi um í hvítvínsglasi, eins og venjan er einu sinni á ári, sama hvað hver segir. Áfram barist í Saír Stjómvöld í Sair sögðu í gær að herinn mundi ekki draga úr sókn sinni gegn uppreisnar- mönnum, þrátt fyrir tilraunir til að koma á samningaviðræð- um aðila. Húsmæður í smygli Upp hefur komist um hóp bandarískra húsmæðra sem smyglaði kókaíni og heróíni milli Bandaríkjanna, Evrópu og Suður-Ameríku. Netanyahu hótað Vitni sagði ísraelsku lögregl- unni að ísraelskur stjómmála- maður hefði beitt hótunum til að neyða Netanyahu forsætis- ráðherra til aö skipa ákveðinn mann í embætti lögfræðilegs ráðunautar stjómvalda. Lebed varar við ólgu Alexander Lebed, fyrrum ör- yggisráðgjafi Jeltsíns Rúss- landsforseta, varaði í gær við hættunni á þjóðfélagsólgu í Rússlandi og hét þvi að berj- ast gegn spill- ingu og glæpum ef hann kæm- ist til valda, eins og hann gerir sér vonir um. Havel í brúðkaupsferð Vaclav Havel Tékklandsfor- seti og frú fóm í einnar viku brúökaupsferð á heilsuhæli í Belgíu. Reuter Markaðir í Evrópu: Engin áhrif af dauða Dengs Svo virðist sem dauði kínverska leiðtogans Dengs Xiaopings á fimmtudag hafi engin áhrif haft á verðbréfamarkaði í Evrópu en engu að síður var öllum stærstu kauphöll- unum lokað eftir nokkra lækkun hlutabréfavísitölunnar. Þýskir hlut- hafar töpuðu mestu. í Asíu merktu menn nokkra hækk- un á mörkuðum í Kína, Hong Kong og á Taívan þar sem dauði Dengs los- aði um óvissu sem verið hafði á mörkuðunum. Þá hækkaði hluta- bréfavísitalan i Tokyo frá fyrri viku. Kaffið heldur áfram að hækka og hefur tonnið ekki kostað meira í langan tíma. Það kostar nú 1675 doll- ara. Sykurinn stendur nokkuð í stað frá fyrri viku og bensín og hráolía stendur algerlega í sama verði og fyrir viku. Jiang heitir aö fylgja umbótastefnu Dengs: Eining leiötoga sýndarmennska Jiang Zemin, forseti Kína, hélt í gær fyrstu opinberu tölu sína frá því æðsti leiðtogi landsins, Deng Xiaoping, lést á miðvikudag, og hét við það tækifæri að halda áfram þeirri umbótastefnu sem lærimeist- ari hans hrinti í framkvæmd fyrir átján árum. „Kommúnistaflokkur Kina, kín- verski herinn og hin fjölmörgu þjóðabrot eru staðráðin í að sækja kraft í sorg sína,“ sagði Jiang við Nursultan Nazarbajev, forseta Kaz- akstans, sem er í fríi í Kína. Jiang sagði að hann mundi halda hátt á lofti merki Dengs og fylgja kenningu hans um sósíalisma með kínverskum sérkenmnn. Jiang fór nær orðrétt með opinber eftirmæli Dengs sem trúði því að leyfa ætti kínversku þjóðinni að auðgast. Þetta var í fyrsta sinn sem Jiang hefur heitið því opinberlega að fylgja eftir markaðsumbótum Dengs sem hafa gert Kína að efna- hagslegu stórveldi. „Við mundum þjóna verkefnum Kína enn betur og stuðla enn frek- ar að friði og framförum fyrir mannkyn allt,“ var haft eftir Jiang. Hann sagði að dauði Dengs væri ómælanlegur skaði fyrir flokkinn, herinn og kínversku þjóðina. Jiang, sem einnig gegnir embætt- um formanns kommúnistaflokks- ins og yfirmanns hersins, tók við stjórn Kína við dauða Dengs eftir að hafa verið yfirlýstur arftaki hans í sjö ár. Stjórnarerindrekar segja að Ji- ang muni áður en langt um líður verða að heyja baráttu um völdin við aðra háttsetta menn í flokkn- um. Sérfræðingar í málefnum Kína segja að sú eining sem virðist ríkja meðal leiðtoganna sé aðeins sýnd- armennska. Reuter Jeanne Calment, elsta kona heims eftir því sem næst veröur komist, fagnaöi 122 ára afmæli sínu í gær á elliheimili í Arles í Frakklandi. Hún fékk gómsæta súkkulaöiköku í tilefni dagsins. Símamynd Reuter Enn eitt réttarhneyksliö í Bretlandi viðurkennt: Lausir eftir 18 ár í fangelsi fyr- ir morð sem þeir frömdu ekki Þrlr menn sem voru fangelsaðir fyrir átján árum fyrir morð á blað- burðardreng voru látnir lausir í gær þar til mál þeirra verður tekið aftur fyrir í apríl næstkomandi. Mál þremenninganna þykir enn eitt áfallið fyrir breska réttarkerf- ið. Michael Hickey, frændi hans Vincent Hickey og James Robinson höfðu staðfastlega lýst yfir sakleysi sínu vegna morðins á hinum þrett- án ára gamla Carl Bridewater sem var skotinn til bana í innbroti. Mennirnir voru dæmdir í lífstíðar- fangelsi árið 1979. Þremenningarnir og ættingjar þeirra fögnuðu ákaft þegar þeir yfirgáfu réttarsalinn í gær og tár- felldu margir. Tugir velunnara þeirra blístruðu og klöppuðu þegar þeir birtust á þrepum húss hæsta- réttar í Lundúnum. „Það er ekki hægt að hugsa sér dásamlegri tilfinningu. Þetta er mikill léttir. Mig langar til að lýsa yfir þakklæti okkar í garð allra þeirra sem lögðu okkur lið, í garð fólksins sem trúði á sakleysi okk- ar,“ sagði Vincent Hickey. Robinson sagði að sér hefði fund- ist hann vera í vímu þegar hann frétti á fimmtudagskvöld að hann ætti að mæta í réttarsalinn. Lögfræðingar mannanna sögðu að lögreglan hefði gabbað fjórða manninn, Patrick Molloy, til að gera játningu eftir að þeir sögðu að Vincent Hickey hefði játað. Lög- fræðingarnir sögðu að lögreglan hefði skáldað játningu Hickeys. Þremenningamir gætu átt von á skaðabótum upp á rúmar tvö hundruð milljónir króna. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis j 7000 Dow Jones 6800 . Jl 4300 Jf 6600 4200 ASf 6400 «# 4100 rfid/ 6200 4000 Y/ 6984,72 N D J F 4356,1 N D J F MPillll 280 2000 SS5 270 f\ A 1500 ^ 260 ll \/f J V 262 1675 $/t N D J F $/( N D J F 3400 3200 3000 2800 2600 WK3ÍS3M WBBM DAX-40 S Nlkkel 25000 15000 14000 HanJSeng 13000^^^^^ 12500 3196,03 N D J F 19051,71 N D J F 13411,5 N D J F 240 230 220 210 200 $/t N m J F irsm Albright segir hafa miðað í áttina í Moskvu Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að miðað hefði áleiðis í gær í viðræðum hennar við rúss- neska ráðamenn um skipan ör- yggismála í Evr- ópu, þótt ekki hefðu orðið nein tímamót og mik- il og flókin vinna væri eftir. Albright ræddi við Borís Jeltsín Rúss- landsforseta og Jevgení Prím- akov utanríkisráðherra í fyrstu heimsókn sinni til útlanda sem utanríkisráðherra. Hún varð einnig fyrst vestrænna leiðtoga til að hitta Jeltsín innan Kreml- armúra á þessu ári. Hún sagði langt frá þvi öruggt að samkomulag um stækkun NATO tU austurs mundi nást við Rússa fyrir leiðtogafund NATO í júlí þegar reiknað er með að nýj- um ríkjum verði boðin aðUd. Ættleiðingar stöðvast vegna HlV-smits Allar ættleiðingar á indversk- um bömum Frá Bombay tU Dan- merkur hafa veriö stöðvaðar í bili eftir að upp komst að sjö börn á leið til nýrra foreldra reyndust vera smituð af HIV- veh-unni sem veldur alnæmi. MUli 40 og 60 ættleidd böm, sem þegar em komin tU Dan- merkur, er hugsanlega einnig smituð af HlV-veirunni upplýsir Lars von der Lieth, fram- kvæmdastjóri samtaka sem höfðu mUligöngu um ættleiðin- garnar, í danska blaðinu Jyllands-Posten. Bömin komu frá sama barnaheimUi og hin smituðu. Foreldrar þeirra hafa nú verið beðnir um að fara með böm sín í alnæmispróf. Mál þetta hefur valdið miklu umróti í Danmörku og það veld- ur því að biðtíminn fyrir mörg hjón sem vUja ættleiða lengist um sex mánuði. Indland er eitt helsta landið sem Danir í ætt- leiðingarhugleiðingum leita tU. Stjórnarandstað- an kýs borgar- stjóra Belgrad Stjórnarandstaðan í Serbíu, sem hafði betur í þriggja mán- aða baráttu við stjómvöld um yf- irráðin í borgarstjóm Belgrads, kaus Zoran Djindjic, leiðtoga lýðræðisflokksins, borgarstjóra í gær. Djindjic var eini frambjóð- andinn. Honum var vel fagnað eftir atkvæðagreiðsluna. Danskur íhalds- foringi ók fullur og sagði af sér Hans EngeU, leiðtogi danskra íhaldsmanna, hefur sagt af sér formannsembætti í flokknum í kjölfar bUslyss sem hann lenti í meö töluvert meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er. „Mér hafa orðið á alvarleg mistök og ég verð að taka af- leiðingunum," sagði Engell í yf- irlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. EngeU var á leið tU heimUis síns norður af Kaupmannahöfn á miðvikudagskvöld þegar bif- reið hans fór út af veginum og á ljósastaur. EngeU sakaði ekki. Hann tUkynnti sjálfur um slysið tU lögreglu og við blóð- rannsókn kom í ljós að áfengis- magnið í blóði hans var 1,37 pró- mUl en leyfilegt hámark er að- eins 0,8 prómUl. Fyrir dymm stendur meira að segja að lækka það niður í 0,5 prómiU. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.