Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Síða 56
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 68 titwikmyndir LAUOARAS STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ I H X SAMANTEKIN RAÐ Samuel L. Jackson Fyrir átta árum missti hún minnið. Nú þarf hún að grafa upp fortíðina áður en hún, grefur hana.l ★★★ 1/2 A.I. Mbl. ★★★ Ó.H.T. Rás 2 Leikstjóri: RENNY HARLIN Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9og 11.B.L 14 ára. Forsýning: THE PEOPLE VERSES LARRY FLYNT Forsýnd kl. 11.15 laugard. og sunnud, Sími 551 9000 THE E N G L I S H PATI E N T Tihtefhd Ul 12 óskarsverdlaunal Sýnd kl. 5, - — Sne's í'/ie One Sýnd 2.30, 6.50 og 9. Sýnd kl. 3 og 5. 3 J A 1J i I rJ r ) r-l J Undrið % k / Frábær áströlsk kvikmynd sem lýsir á áhrifamikinn hátt falli og endurkomu píanósnillings, sem brotnar undan álaginu og eyðir mörgum árum á geðsjúkrahúsi. Leikur er mjög góður en enginn er betri en Geofrey Rush, sem er einkar sannfærandi í túlkun sinni á manni, sem er algjört flak tilfinningalega séð. -HK Leyndarmál og lygar idcki, Mike Leigh hefur með Leyndarmálum og lygum skapað sína bestu kvikmynd og er þá af góðu að taka, kvikmynd sem fyrst og fremst er um persónur og tilfinningar, ákaflega lifandi og skýrar persónur sem eru túlkaðar af frábærum leikhópi. -HK Djöflaeyjan ickici Nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar er mikið og skemmtilegt sjónarspil sem sveiflast á milli gamans og alvöru. Gísli Halldórsson og Baltasar Kormákur eru bestir i sterkum hópi leikara. -HK Reykur ★★★ Framúrskarandi, vel skrifuð og leikin mynd um fólk í Brooklyn sem segir sögur í gríð og erg, sumar sannar en aðrar ekki. Sprell- lifandi og skemmtilegar mannlýsingar. -GB Koss dauðans kkk Finnski leikstjórinn Renny Harlin er réttur maður á réttum stað i Kossi dauðans, hraðri spennumynd sem fjallar um konu sem hefúr án sinnar vitundar lifað tvöfóldu lífi. Sérlega vel gerð og klippt átakaatriöi. -HK Lausnargjaldið kkk Einstaklega vel gerð og spennandi sakamálamynd um bamsrán. Mel Gibson er öryggið uppmálað í aðalhlutverkinu og Gary Sinese ekki siðri i hlutverki ræningjans. Góða skemmtun. HK Múgsefjun ★★★ Meitlaður texti í einu þekktasta leikriti á þessari öld, í deiglunni, nýtur sín vel í öruggri leikstjóm Nicholas Hytner. Hann fer aldrei út í nein ævintýri í kvikmyndatöku til að dreifa athyglinni frá textanum heldur sníður á skynsaman hátt stakk utan um dra- mað sem mest er í töluöu máli. Leikmyndin er drungaleg eins og tilefnið gefur til og lýsing í takt við efhið. -HK Að lifa Picasso kkk Nýjasta mynd James Ivory nær ekki gæðum Howard’s End eða Remains of the Day en er samt yfír meöaJlagi. Anthony Hopkins er misgóður í hlutverki Picasso en á mjög góða spretti. Vel gerð og forvitnileg mynd um einn mesta listmálara sem uppi hefur verið. -HK Þrumugnýr kkk Mikil keyrsla frá upphafi til enda og tæknilega séð geysivel gerð. Handritið er ágætlega skrifað þótt ekki sé það hrein listasmíð en vitrænna en í mörgum stórslysamyndum. -HK Hringjarinn frá Notre Dame kkk Nýjasta Disney-myndin hefur klassíkina sem fyrirmynd. Nokkuð skortir á léttleika sem er að flnna í meistaraverkum Disney á sviði teiknimynda, en er samt góð, alhliða skemmtun fyrir alla flölskylduna. Oft hefur þó tónlistin verið betri og skemmtilegri. -HK Pörupiltar kki, Brokkgeng mynd frá Barry Levinson með miklum stjömufans í aðalhlutverkum. Aöalpersónur eru fjórar á tveimur aldurskeiö- um. Fyrri hlutinn, þegar fjórmenningamir lenda á betrunarhæli, er mun beittari en sá síðari þegar þeir eru að gera upp sín mál. -HK Banvæn bráðavakt ★★★ Ágætur spennutryllir sem er nokkuð vel uppbyggður og hefur góða stígandi þrátt fyrir að í sögunni sé mjög fátt sem kemur á óvart. Hugh Grant sýnir betri leik en hann hefur gert í siö- ustu myndum sínum. -HK Harrison Ford varð fyrst þekktur leikari eftir að hann lék Han Solo í Star Wars. Clint Eastwood náði ekki að skáka Star Wars Vinsældir Star Wars halda áfram að koma á óvart og ekki einu sinni nýjasta kvikmynd Clint Eastwood, Absolute Power, náði að skáka henni þrátt fyrir góða aðsókn. Aðsóknartölur eru háar eftir helgina og það stafar af því að það var frídagur í Bandaríkjunum, svokallaður forseta- dagur. Annars hefur sú mikla aðsókn sem hefur verið í kvikmyndahús í Bandaríkjunum í febrú- ar vakið undrun margra. Þetta er yfirleitt einn daufasti mánuðurinn en nú er talið að aukning T febrúar frá því í fyrra veröi um 30% og það er að sjálfsögðu fyrst og fremst Star Wars að þakka. Þessa helgi verður Empire Strikes Back sett til almennra sýninga og verður gaman að fýlgjast með hvort hún fái sömu viðtökur og Star Wars. Clint Eastwood gerir eins og oftast áður, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í Absolute Power, pólitískri spennumynd sem segir frá morði sem jafnvel forseti Bandaríkjanna tengist. Meöleik- arar Eastwood í myndinni eru Gene Hackman, Ed Harris, Judy Davis og Scott Glenn. í næstu þremur sætum eru nýjar myndir; Vegas Vacation, Fools Rush In og That Darn Cat, all- ar gamanmyndir. Óskarsverðlaunatilnefningarnar eru farnar að hafa áhrif, Shine hækkar um sex sæti og The English Patient bætir við sig þótt hún sé í sama sæti og síöast.-HK Tekjur Heildartekjur 1. (1) Star Wars 21.370 421.371 2. (-) Absolute Power 16.770 16,770 3. (2) Dante's Peak 13.662 36.271 4. (-) Vegas Vacation 12.837 12.837 5. (-) Fools Rush In 9.714 9.714 6. (-) That Darn Cat 6.424 6.424 7.(4) Jerry Maguire 5.205 127.708 8. (8) The Engllsh Patient 4.585 47.738 9. (15) Shine 3.515 20.024 10. (5) Scream 3.261 79.108 11. (3) The Beautican and the Beast 3.184 8.221 12. (-) Dangerous Grounds 2.647 3.028 13. (6) Evita 2.524 44.436 14. (13) Mother 1.323 16.792 15. (10) Michael 1.235 84.741 16. (7) Metro 1.082 30.145 17. (9) Beverly Hills Ninja 0.942 28.412 18. (-) Ransom 0.863 133.504 19. (12) The Pest 0.827 3.002 20. (19) Space Jam 0.771 88.863 HVERNIG VAR MYNDIN? Turbulence Sveinn Julian Sveinsson: Góð, bara þrusugóð. Hermann Svendsen: Mjög góð, kemur verulega á óvart. Kjartan Öm Kjartansson: Mér fannst hún alveg ágæt. Stefán Þórsson: Alveg ágæt, alla vega góð fyrir hlé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.