Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 11 Sumt fólk virðist hafa fæðst kortéri of seint og það heldur þeim stæl í gegnum lífið. Þar sem ég er giftur konu þessarar náttúru þekki ég þennan eiginleika vel. Við það bætist að sjálfur á ég það til að vera á síðustu stundu þótt ég reyni að berjast gegn því. Það er því ekki von á góðu þegar við tökum okkur saman. Það er því oftar en ekki að við mætum held- ur seint á mannamót, fundi eða annað tilfallandi. Ástæður þessa eru þó mjög mismunandi hjá okk- ur hjónunum. Ég er fremur væru- kær en minn betri helmingur stöðugt á fartinni. Frúin tekur þvi beinlínis of mikið að sér og kemst því ekki yfir það sem hún ætlar sér að gera. Það er því ekki á stefnuskránni hjá henni að koma of seint heldur æxlast það svo. Beðið eftir konunni Ég hef stundum skammast svo- lítið vegna þessa rétt áður en við förum á mannamót. Góðfúslega bendi ég konu minni á það að hús- bóndinn á heimilinu þurfi að bíða tilbúinn meðan hún sé að mála sig og snurfusa. Af reynslu hef ég þó lært að þetta borgar sig ekki. Ég fæ þá að vita að fyrst þurfi hún að sjá um að klæða börnin, þá að sjá til þess að ég sé sómasamlega til fara í straujaðri skyrtu og pressuðum buxum. Hún segir mér, í allri vinsemd, að þessi ein- földu heimilisstörf kunni ég illa eða ekki. Þá sjaldan að ég reyni að strauja eða pressa sé það hörm- ung ein. Hún þurfi jafnvel að finna til bindi sem sé eitthvað í líkingu við þau föt sem ég ætli mér í það skiptið. Loks þegar all- ir aðrir á heimilinu séu tilbúnir gefist henni loks tími fyrir sjálfa sig. Þótt ég viðurkenni ekkert í þessum efnum veit ég innra með mér að hún hefur rétt fyrir sér. Ég hef aldrei náð almenniiegu sambandi við straujám og nýt því góðvildar konu minnar og hjálp- semi í samskiptum við það galdra- tæki. Þá veit ég líka að klæðnaður bamanna er hennar deild. Nú orð- ið sjá þau að vísu um sig sjálf, að frátöldu yngsta baminu, en af- rekasaga mín í þeim efnum í ár- anna rás er hraksmánarleg. Þar sem yngsta barnið er síðhærð stúlka kostar hárgreiðsla þess tíma og fyrirhöfn. Þar er ég einnig liðleskja þótt mikið liggi við á síð- ustu stxmdu. Greiðslan lendir því annaðhvort á móður stúlkunnar eða eldri systur sem einnig er lið- tæk hárgreiðslukona. Skyndihugdettur A árum áður henti það oft að þessari góðu konu datt það í hug að bregða sér í bió eða leikhús. Ekkert var út á það að setja ann- að en það að hugdettan var yfir- leitt frá 5-15 mínútum fyrir upp- haf sýningar. Við vorum því yfir- leitt of sein á sýningamar og misstum af byrjun verkanna. Þetta kostaði líka það að við þurft- um að paufast inn í myrkri og þreifa okkur eftir sætunum sem þá vora yfirleitt merkt. Stundum fylgdu sætavísur með vasaljós og stundum ekki. Þetta þýddi að um það bil hálfur bekkur þurfti að standa upp svo við hjónin kæm- umst í sæti. Það þykir konunglegt að láta standa upp fyrir sér í leikhúsum og bíósölum. Þetta tíðkast til dæmis þegar forseti íslands heiðr- ar fólk með nærveru sinni. Sá er hins vegar munurinn að beðið er eftir forsetanum en ekki okkur hjónunum. Virðingin sem okkur var sýnd var því blendin. Það heyrðist gjaman kurr þegar við báðum bekkinn að standa upp enda sýningin hafin. Fólkið sem stóð upp skyggði þvi á sýninguna við litla hrifningu þeirra sem aft- ar sátu. í seinni tíð hefur þó dregið úr þessum skyndiferðum okkar í bíó og leikhús. Þó kemur það fyrir að eiginkona mín sýnir gamla takta og drífur okkur á sýningu rétt áður en hún skal hefjast. Það gerði hún einmitt einn dag í vik- unni sem er að líða. „Komdu í bíó,“ sagði konan. Ég er jarð- bundnari en hún og benti henni á að klukkuna vantaði tíu mínútur í níu. Við næðum því ekki í bíóið. „Það gerir ekkert til,“ svaraði frú- in um leið og hún setti á sig vara- lit og geröi sig ferðbúna. „Þú veist hvemig þetta er, það eru auglýs- ingar fyrst og síðan sýnt úr næstu myndum. Myndin byrjar ekki fyrr en tíu mínútur yfir.“ Ég leyfði mér þá að spyrja, um leið og ég fór í úlpuna, hvað hún ætlaði sér að sjá. „Leyndarmál og lygar,“ sagði hún. „Hún er sýnd í Há- skólabíói. Mér er sagt að hún sé fin.“ Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri Hætta á spólusekt Um leið og ég benti konunni á að viö byggjum í Kópavogi og Há- skólabíó væri vestur á Melum rak hún augu í myndbandsspólu sem bömin okkar höfðu augljóslega gleymt að skila. „Hvar fenguð þið þessa spólu?“ hrópaði hún til ung- mennanna. „Æi, þarna einhvers staðar vestur á nesi,“ heyröist úr kjallaranum. Mín kona greip þá spóluna og hentist út í bíl og ég á eftir. Það skal tekið fram að frúin fékk heiti myndbandaleigunnar ekki uppgefið en augljóslega var átt við Kársnesið í Kópavogi þeg- ar sagt var vestur á nesi. Svo mik- ið vissi ég að það var ekki i leið- inni í Háskólabíó enda búum við í austurhluta bæjarins. Klukkuna vantaði nú fimm mínútur í bíó- sýninguna. „Ég ætla ekki að fá sekt á þessa spólu,“ sagði konan þegar ég gerði athugasemd við skilvísi hennar um leið og við ókum að heiman. Hún sagði mér að aka að ákveð- inni sjoppu og myndbandaleigu í vesturbæ Kópavogs. Ég gerði svo sem boðið var. Konan snaraðist inn en kom út að vörmu spori. „Áfram,“ sagði hún, „þetta var vitlaus leiga.“ Ég ók að nýrri leigu sem er eins vestarlega og hægt er að komast í þessu næst- stærsta sveitarfélagi landsins. „Þetta var sú rétta,“ sagði konan um leið og hún skellti bílhurð- inni. Samkvæmt minni klukku var Háskólabíó byrjað að kynna næstu myndir og við enn vestast á Kársnesinu. Ljóst var að við fengj- um ekki sekt á spóluna en meiri líkur voru á sekt fyrir hraðakstur eða mynd af okkur hjónum á rauðu ljósi á leið á bíósýninguna. „Um hvað er svo þessi mynd?“ spurði ég, rétt í þann mund er ég skipti bílnum niður til þess að halda hámarkshraða upp brekku Kringlumýrarbrautarinnar. „Ja, ég veit það nú ekki alveg,“ viður- kenndi minn betri helmingur. „Mér er bara sagt að hún sé góð og svo veit ég að aðalleikkonan fékk Golden Globe verðlaunin auk þess sem myndin var verðlaunuð í Cannes. Það hlýtur því að vera eitthvað í hana varið.“ Ævintýri Whoopíar „Tvo miða á Leyndarmál og lygar,“ stundi ég upp móður og másandi þegar kom að miöaaf; greiðslu kvikmyndahússins. „í hvaða sal er hún?“ spurði ég um leið og við þutum inn. „Sal þrjú,“ sagði stúlkan. Það var myrkur í salnum og bíómyndin í fullum gangi þegar við hjónin þreifuðum okkur eftir sætaröðunum. Sem betur fer era sæti nú á tímum ómerkt svo við settumst í fyrstu lausu sætin sem við fundum. Það þurfti því ekki hálfur bekkur að standa upp. Þótt ég þekkti ekki söguþráð kvikmyndarinnar sá ég fljótt að leikkonan Whoopí Goldberg fór þar með aðalhlutverk. Ég gerði ekki athugasemd við það. Sagan fjallaði um fjármálafyrirtæki, blekkingar og hæfilega hagræð- ingu sannleikans. Allt gat það því átt við heiti myndarinnar, Leynd- armál og lygar. Þó get ég ekki neitað því að aðeins hvarflaði að mér að við hjón værum ekki á réttum stað. Ég reyndi því að rýna í miðann en sá ekki á hann í myrkrinu. Viö fylgdumst því áfram með ævintýrum Whoppíar. Skömmu síðar stóð upp par og yf- irgaf salinn. Ég gaf konunni oln- bogaskot. „Sérðu þetta lið,“ sagði ég. „Það getur ekki einu sinni ratað á rétta bíómynd og truflar okkur í miðri átakasenu með því að þvælast fyrir framan augun á okkur.“ í meðallagi æsileg í hléi gengum við fram til þess að sýna okkur og sjá aðra. Okkur þótti myndin í meðallagi en vart svo æsileg að hún sópaði að sér verðlaunum í Cannes auk Golden Globe verðlauna. Ég kíkti því á miðann til þess að fræðast nánar. um ágæti sýningarinnar. Þar var ekkert minnst á leyndarmál og því síður lygar. Kvikmyndin sem við hjón vorum hálfnuð að sjá hét Meðeigandinn. Ekkert stóð um Golden Globe og Cannes kom ekki við sögu. „Við erum á vitlausri mynd,“ sagði ég. Ég ætlaði að fara að kenna frúnni um þessa endemisvitleysu en hún var þá horfin eins og hvít- ur stormsveipur. Næst sá ég til hennar þar sem hún ræddi viö miðasalann og með einhverjum undarlegum hætti tókst henni að gera miðasölu kvikmyndahússins ábyrga fyrir dellunni i okkur. Hún er laginn samningamaður, það viðurkenni ég fúslega. Niðurstaðan var sú að við fylgdum ævintýrum Whoopíar til enda en jafnframt fékk hún miða á leyndarmálin og lygarnar þegar henta þætti. Öll vopn voru því slegin úr höndum mér. Enn höfum við ekki nýtt okkur þetta kostaboð en ég á von á því á hverju kvöldi, rétt um klukkan níu, að konan stingi upp á nýt- ingu þess. Við ættum þá að ná á myndina vel fyrir hlé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.