Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1997, Page 38
» fþíisumkt 'A ~k LAUGARDAGUR 8. MARS 1997 Mataræði Sollu og Gauja: Veislumatur upp á hvern dag - en stundum hafa steiktar gæsir og feitt hangikjöt svifið fyrir hugskotssjónum „Jú, jú, þetta er maturinn sem ég hef borðað daglega síðan 1. október sl.,“ sagði Guðjón Sigmundsson, öðru nafni Gaui litli. Hann hefur nú geflð út matreiðslubókina Matar- æði, í samvinnu við Sólveigu Ei- ríksdóttur, veitingamann á Græn- um kosti. Bókin er eins og venjuleg mat- reiðslubók en að auki má líka nota hana þannig að hver dagur frá §r fyrsta degi og upp í fjórtánda hafi sinar uppskriftir og þær þá allar grænmetisuppskriftir, þar sem að auki eru notaðar baunir, hrísgrjón og ávextir. Alls eru 54 uppskriftir í bókinni, af öllu tagi. Auk þess eru orðskýringar, kryddlisti og inn- kaupalisti, bæði fyrir það sem kaupa þarf inn í stórmörkuðum og heilsubúðum. „Þetta eru tómir veisluréttir þó svo ekkert sé kjötið né fiskurinn,“ sagði Gaui, „og á þessum tíma sem ég hef borðað þetta hef ég losnað við ein 40 kg.“ En hefur ekki stundum verið erfitt að láta sér grænmetið, baun- imar, grjónin og ávextina nægja? 'k „Ég get auðvitað ekki annað en viðurkennt að stundum hefur mér dottið í hug feitt hangikjöt með upp- stúfi eða saltkjöt og baunir," segir Gaui. „Hins vegar er mér líka ljóst að ef ég færi að borða svoleiðis mat með miklu salti mundi ég strax bæta við mig 4-5 kg. Kannski lang- ar mig bara í kjötið vegna þess að það er ekki á listanum yfir þann mat sem ég vil leyfa mér að borða að sinni. Fjölbreytnin er líka svo mikil í grænmetisfæðinu að mér er hreint engin vorkunn - þó svo stór- steikur svífi kannski stundum fyrir hugskotssjónum." En ætlar Gaui að láta sitja við að losna við 40 kg og hætta við 120 kíló- in? „Upphaflega markmiðið var að komast niður í 99 kg. Þetta ætlaði ég mér að komast eigi síðar en 22. apr- íl nk. Hins vegar hefur mér verið bent á að líklega sé kjörþyngd mín jafnvel meiri en 99 kg, því ég er nokkuð stórbeinóttur og hávaxinn. Auk þess hefur mér einnig verið bent á, að kjörþyngd sé kannski ekki svo nákvæmur mælikvarði heldur þurfi fremur að hafa í huga fituhlutfall líkamans. Hvað um það. Mataræði, bók þeirra Sólveigar og Gauja, er glæsi- leg að öllum frágangi. Myndir af réttunum eru upplýsandi, svo ekki sé sagt lystaukandi. Um átak Gauja hefur hann síðasta orðið. „Ég setti mér það markmið í haust að losna við 60 kg. Ég hef staðið að þessu verkefni eins vel og ég get og eins heiðarlega og ég get. Þess vegna mun ég geta sætt mig við niðurstöð- una, hver sem hún verður lokadag- inn, 22. apríl nk.“ Blómlegt starf hjá Trimmklúbbi Seltjarnarness: Skokkað upp og niður kirkjutröppurnar v pottana og teygja þar á og slaka eft- ir æfinguna. Laugardagurinn síðasti var sér- stakur hjá þeim hjá TKS vegna þess að boðið var upp á kakó og rún- stykki að lokinni æfingunni en það er venja nokkrum sinnum á ári. Að þessu sinni voru þau hjónin Ámi Sigurðsson og Guðný Oddsdóttir einnig með fyrirlestur um æfingar og undirbúning þeirra sem hyggja á langhlaup. Bæði hafa þau stundað hlaup um margra ára skeið og tóku til dæmis bæði þátt í hinu fræga Bostonmaraþoni á nýliðnu ári, en það var þá haldið í hundraðasta skiptið. Guðný, sem reyndar er sjúkra- þjálfari að mennt, ræddi um álagsmeiðsli og hvernig verjast má þeim. Athyglis- vert var að m.a. kom fram að lélegir og slitnir skór eiga oft þátt í meiðslum. Ámi fjallaði um æfíngar fyrir lang- hlaup og hvað reynst hefði honum best. Hjá honum kom m.a. fram að við þjálfún þarf að taka tillit til ýmissa at- riða eins og aldurs. Til Guðný Oddsdóttir og Árni Sigurðsson fluttu fróðlegt erindi fyrir eina 40 fé- laga f Trimmklúbbi Seltjarnarness á laugardaginn var. Bæöi hafa þau stundaö langhlaup um árabil og tóku meðal annars þátt í hinu fræga Bostonmara- þoni á liðnu sumri. Starfsemin hjá ýmsum skokkhóp- um á höfuðborgarsvæðinu er ótrú- lega lífleg og margþætt. TKS, Trimmklúbbur Seltjarnamess, er gott dæmi þar um og á laugardag- inn var litum við þar inn og fylgd- umst með hvað var að gerast. Sjálf æfingin hófst að venju klukkan 11 með upphitun við Sel- tjamarneslaugina og siðan var skokkað um Nesið og fer þá hver og einn á þeim hraða og vegalengd sem hann kýs. Síðan safnaðist hópurinn saman við „kirkjutröppurnar" sem eru langar og brattar tröppur nærri Seltjamamesskirkju. Þar voru teknar nokkrar æfingar og skokkað mishratt og mislcmgt upp og niður um stund. Og sumir fá sér jafhvel sund- sprett að lokinni æfingu Að þessu loknu var haldið að lauginni aftur og þar teygt og togað á öllum liðamótum og að því loknu farið i sundlaugina, þar sem sumir syntu en aðrir skokkarar létu sér Hlustaö var á erindi Guðnýjar og Árna að lokinni æfingu og fólk gæddi sér á kakói og rúnstykkjum. DV-myndir Sveinn dæmis þurfi hinir eldri að taka tillit til þess að þeir eru miklu lengur að ná sér eftir keppnishlaup en hini yngri. Eins lagði Ámi áherslu á þörf allra fyrir reglulega hvíld á miUi þess sem æft er á fuUu. Fjölþætt starf hjá elsta skokkhópi höfúðborgarsvæðisins Rétt um fjörutíu manns hlustuðu á erindi þeirra Guðnýjar og Áma og var gerður að þeim góður rómur. Starfsemin hjá TKS, sem er elsti skokkhópurinn á höfuðborgarsvæð- inu, er fjölþætt því auk þess sem hér hefur verið sagt frá eru skokkæfingar þrisvar í viku, göngu- hópur skeiðar um Nesið tvisvar í viku hverri og svo má nefna bæði stuttar og langar gönguferðir úti í náttúrunni. Að sumrinu er gengið á Esjuna - sumir jafnvel einu sinni í viku - og svo em árlegar ferðir um óbyggðir þar sem tugir manna fara á vegum TKS. Má þar nefna ferðir í Lónsöræfi og Hornstrandir. I VERSL W9WSS Kœlískápar frá Goronje K-2866Gls Kælir/Frystir 138X60X69 K-2766Gls Kælír/Frystir 150X60X69 K-33-337GIS Kælir/Frystir 138X60X69 Kæliskápar frá FAGOR D-221R Kælirfrystír D-27R Kælir frystir C-31R Kælirfrystir C-34R Kælir frystir 147x55x59 147x60x57 171x60x57 185x60x57 RONNING Borgartúni 24 Sími 562 4011 GORENJE ^ Kælir: 205L - Frystir: 105L HxBxD: 177x60x60 cm GORENJE Kælir: 190L - Frystir: 68L HxBxD:138x60x60 cm FAGOR D27R1- Kælir: 212L - Frystir: 78L HxBxD: 140x60x57 cm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.