Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 2
2 léttir LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 Tryggingar Landhelgisgæslunnar: Nýtt þyrluutboð - framhald á óvenjulegri tryggingasögu „Við vorum að fá ný útboðsgögn frá Ríkiskaupum. Frestur til að skila inn tilboðum er til 15. júlí n.k. Við þurfum að skoða þessi gögn til að meta hvert áframhaldið verður frá okkar háifu, eða öllu heldur frá okkar skjólstæðingi, sem er stórt vátryggingafélag í Bretlandi." Þetta sagði Halldór Sigurðsson, löggiltur vátryggingamiðlari Alþjóð- legrar miðlunar, þegar DV spurði hann um stöðu mála hvað varðar tilboð í tryggingar á þremur þyrlum og Fokkervél Landhelgisgæslunnar. Eins og komiö hefur fram í DV buðu tveir aðilar í tryggingar á vél- unum nú, þ.e. Alþjóðleg miðlim og Sjóvá-Almennar. Alþjóðleg miðlun var með lægra tilboðið, að sögn Halldórs og sagði hann það eiga við hvort heldur einungis væri reiknað út frá heildarupphæðum, eða afslættir einnig teknir inn í dæmiö. En báðum tilboðum var hafnað og jafnframt tilkynntu Ríkiskaup að farið yrði út í samstarfsútboð. Vélar Landhelgisgæslunnar hafa verið tryggðar hjá Sjóvá-Almennum sl. tryggingatímabil sem er tvö ár. Iðgjöldin nema um 60 milljónum króna á tímabilinu. Ekki ánægðir Forráðamenn Alþjóðlegrar miðl- unar eru ekki alls kostar ánægðir með meðferð málsins nú að hálfu Landhelgisgæslunnar og Ríkis- kaupa en síðarnefndi aðilinn sér um útboðið. Telja þeir engu líkara en að verið sé að beina viðskiptun- um til Sjóvár-Almennra. Vélar gæslunnar áttu að vera komnar í tryggingu þann 20. júní sl. Þann 10. júní var útboöið opnað. 13. sama mánaðar sendi Alþjóðleg miðl- un bréf þar sem beðið var um svör við tilboðinu, enda aðeins vika þar til tryggingarnar á vélunum rynnu út. Ekkert svar barst. 18. júní var annað bréf sama efnis sent. Þá barst svar frá Ríkiskaupum þar sem til- boðinu var hafnað og tilkynnt að farið yrði í samstarfsútboð. 30. júní sendi Alþjóðleg miðlun enn eitt bréfið þar sem beðið var um skýr- ingu á höfnun tilboðsins. Svar við því hafði ekki borist í gær. Hins vegar framlengdu Ríkiskaup tryggingasamninginn við Sjóvá-Al- mennar, þannig að þar eru vélar gæslunnar enn tryggðar. Lokaöa hraöútboöiö Gangur þessa máls kallar á upp- rifjun á öðru máli sem kom upp fyr- ir tveimur árum og kostaði ríkis- sjóð þá tæpa milljón. Þegar TF-LÍF var keypt til landsins eftidu Ríkis- kaup til svokállaðs lokaðs hraðút- boðs í tryggingar á henni og skyldi skila inn tilboðum innan tíu daga Frétftaljós Jóhanna S. Sigþórsdóttir frá útboði. Slikt er heimilt í þeim tilvikum þar sem það sem tryggja á er keypt með mjög skömmum fyrir- vara. En þar sem kaupin á TF-LÍF tóku allnokkurn tima, þótti slíkt hraðútboð ekki réttlætanlegt, enda var tilboðsfrestur aðeins tíu dagar. Því kærði Alþjóðleg miðlun málið til fjármálaráðuneytisins, auk þess sem kæran var kynnt eftirlitsstofti- un EFTA. Um svipað leyti og þessir atburð- ir áttu sér stað kom fram í dagsljós- ið í vátryggingaheiminum bréf frá Hafsteini Hafsteinssyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, þar sem hann tilkynnti erlendum vátrygg- ingaraðilum að Sjóvá-Almennar og tiltekinn samstarfaðili þeirra sæju alfarið um tryggingar Landhelgis- gæslunnar í nútið og framtíð. Þetta varð til þess að erlendir vátrygg- ingamiðlarar, sem áður höfðu gert tilboð í tryggingar á vélum gæsl- unnar, drógu sig í hlé. Frá þeim var því ekki að vænta hagstæðra til- boða. Þegar þama var komið sögu hafði breski vátryggingamiðlarinn Athugasemd frá Sjóvá-Almennum: Hagstæðara tilboð - sé tekiö tillit til afslátta Blaðinu hefúr borist eftirfarandi frá Sjóvá-Almennum: Sjóvá-Almennar tryggingar hf. telja að við samanburð á þeim tveimur tilboðum sem bárust í tryggingar á þyrlum og Fokker-flug- vél Landhelgisgæslunnar, þ.e. frá Sjóvá-Almennum tryggingum og Al- þjóðlegri miðlun, hafi komið í ljós að þegar tekið hafi verið tillit til þeirra afslátta sem Sjóvá-Almennar tryggingar hf. buðu hafi tilboð þeirra verið hagstæðara. í stórum dráttum fólust þessir af- slættir í svokölluðum „No Claim Bonus“ (afslætti vegna tjónleysis), afslætti ef iðgjöldin yrðu greidd inn- an 30 daga frá gildistöku trygging- anna, afslætti ef vélunum yrði lagt tímabundið og ágóðahlutdeild. Alþjóðleg miðlun bauð m.a. 50% af þeim „No Claim Bonus“ sem Sjó- vá-Almennar tryggingar hf. kunnu að bjóða. Sjóvá-Almennar trygging- ar hf. gerðu athugasemd við þetta í bréfi til Ríkiskaupa daginn eftir að tilboðin voru opnuð. Var bent á að ekki væri rétt að taka tillit til þess við samanburð á tilboðum að Al- þjóðleg miðlun gæti boðið, svo gilt væri, 50% afslátt sem „No Claim Bonus" er reiknast skyldi af þeirri tölu sem Sjóvá-Almennar trygging- ar hf. byðu sem „No Claim Bonus“. Sjóvá-Almennum tryggingum hf. er kunnugt um það að Ríkiskaup hafi borið skilmála tilboðanna und- ir eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og að niðurstaðan hafi orðið sú að óheimilt væri að taka tillit til hvers konar afslátta, hvort heldur væri skilyrtra eða óskilyrtra, háðra fyrri viðskiptum, eða annarra slíkra at- riða. Ríkiskaup munu þá hafa ákveðið, að höfðu samráöi við Land- helgisgæsluna og fjármálaráðuneyt- ið, að efna til útboðs á tryggingun- um að nýju, svonefnds samstarfsút- boös, og mun það hafa byggst á heimild í almennum útboðsreglum ríkisins. Bjarni Pétursson Kolbeinsey: Hlutverki lokið Hlutverki Kolbeinseyjar sem við- miðunarpunkts við ákvörðun mið- línu á hafsvæðinu milli íslands og Grænlands er lokið. Samkomulag hefur náðst við Dani, fyrir hönd Grænlendinga, um nýja miðlínu. Danir hafa aldrei viðurkennt Kol- beinsey sem viðmiðunarpunkt og hafa deilur þjóðanna harðnað á sið- ari árum vegna loðnuveiða græn- lenskra skipa. í fyrra blossuðu deilumar upp aftur og höfðu Danir þá á orði að fara með málið fyrir alþjóðadóm- stólinn í Haag. Fyrir nokkmm ámm var Kol- beinsey 1500 fermetrar að stærð. 1 fyrra var hún mæld og var þá kom- in niður í 370 fermetra og hefur enn minnkað. Það er því bara tíma- spursmál hvenær eyjan hverfur í hafið. í nýja samkomulaginu við Dani viðurkenna þeir loks Grimsey sem viðmiðunarpunkt en það hafa þeir ekki gert til þessa. Hið umdeilda svæði vegna Kol- beinseyjar var 10 þúsund ferkíló- metrar að stærð. Það skipist nú þannig að íslendingar fá 3 þúsund ferkílómetra í sinn hlut en Dan- ir/Grænlendingar 7 þúsund ferkíló- metra. Danir hafa ekki viöurkennt Hval- bak sem viðmiðunarpunkt í mið- línu Islands og Færeyja. Ekki náðist samkomulag um málið á samninga- fundum þjóðanna að þessu sinni. -S.dór Gamla miðlínan Nuverandi lina Lína sem vannst vegna viöurkenningar á Grímsey Línan sem Danir viöurkenndu áöur Kolbeinsey Nicholson Leslie Aviation séð um tryggingar á eldri þyrlu gæslunnar, TF-SIF, um nokkurt skeið. En nokkru áður en ganga skyldi frá tryggingum nýju þyrlunnar færði gæslan tryggingar eldri þyrlunnar yfir til tryggingaraðila Sjóvár-Al- mennra í London. Það gerðist áður en tryggingartímabilinu var lokið, sem er í hæsta máta óvenjulegt. Nýja þyrlan var síðan einnnig tryggð hjá Sjóvá-Almennum. Alþjóöleg miölun fékk bætur Alþjóðleg miðlun taldi að það væru óeðlileg vinnubrögð að efna til hraðútboðs eins og málið var vaxið og lagöi því fram kæru eins og áður sagði. Fjármálaráðuneytið úrskurð- aði aö umrætt hraðútboð Ríkis- kaupa hefði ekki staðist lög og regl- ur. Alþjóðlegri miðlun voru úr- skurðaðar ríflega 800 þúsund krón- ur í bætur vegna kostnaðar fyrir- tækisins í þátttöku í útboðinu. Einnig gerði ráðuneytið athuga- semd við tilfærslu trygginga á eldri þyrlunni áður en að tímabilinu lauk. -JSS stuttar fréttir Hagskinna Hagstofan gaf í gær út bókina Hagskinnu, sögulegar hagtölur um ísland frá 1604 til 1990. Bók- in, sem er 957 bls., fæst einnig á geisladiski. Hún er fyrsta sögu- lega tölfræðihandbókin sem gef- in er út hér á landi. Breyttur gjald- eyrismarkaður Seðlabankinn hefur hætt að skrá gengi gjaldmiðla á svo- nefndum gengisskráningar- fundum en skráir viðmiðunar- gengi á morgnana í samræmi við stöðu markaðarins sam- kvæmt upplýsingum frá bönk- unum og upplýsingakerfi Reuters. Fiskiðjusam- laginu gengur skár 239 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Fiskiðjusamlags Húsavíkur fyrstu átta mánuði rekstrarársins sem hófst 1. sept. sl. Þetta er 284 milljónum betri afkoma en á öllu síðasta rekstr- arári. Landsvírkjun tekur lán Landsvirkjun gekk í gær frá 200 miUjóna doUara, eða 14 miUjarða króna, láni frá evr- ópskum og japönskum lána- stofmmum. Lánið er tU sjö ára á breytUegum vöxtum og verð- ur m.a. notað tU að greiða upp 150 miUjóna doUara lán sem tekið var í apríl 1995. Eimskip kaupir skip Eimskip hefur keypt tvö gámaskip fyrir um einn mUlj- arð króna. Annars vegar er nýtt skip sem fæst afhent 5. ágúst nk. Jafnframt hefur Eimskip keypt Goðafoss sem það hefúr haft á þurrleigu síðan 1994. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.