Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 JL#"V 26 %hglingar ** * Frændsystkinin Freyja Amble Gísladóttir og Helgi Eyjólfsson kepptu í barnaflokki á fjóröungsmótinu á Kaldár- melum. DV-mynd E.J. o7raö búa uv-niynd e.j Frændsystkinin keppa á gráum hestum Keppni ung- knapa vakti töluverða at- hygli á fjórð- ungsmótinu á Kaldármelum. Miklar framfarir hafa orðið í reiðmennsk- Að taka þátt í slíku stórmóti er hápunktur sumarsins hjá mörgum krílanna. Það skiptust á sorg og gleði. Keppt var í bama-, unglinga- og ungmennaflokki. Fyrst var keppt í forkeppninni og inn komust 16 knapar. Þessir 16 knapar kepptu um 8 laus sæti í úrslitakeppninni og að lokum var þeim raðað í sæti. Miklar sviptingar voru í flestum flokkunum. Að móti loknu eru krakkarnir reynslunni ríkari og betur í stakk búnir fyrir næsta mót. -E.J. unni og hestakost- urinn hef- ur batnað. Frændsystkinin Freyja Amble Gísladóttir, 11 ára, og Helgi Eyjólfsson, 10 ára, kepptu í bamaflokki á fjórðungsmótinu á Kaldármelum á gráum klámm frá Hofsstöðum. Afi þeirra er Gísli Höskuldsson ó Hofsstöðum. Móð- ir Freyju er Olil Amble en móðir Helga Erla Jóna Guð- jónsdóttir en feður þeirra bræðumir Gisli og Eyjólfur Gíslasynir. Freyja keppti á hestinum sínum Mugg frá Hofsstöð- um en Helgi á Pöndru frá Hofsstöðum. „Það er mjög gaman að keppa hérna“, segja þau. „Ég fer á hverjum degi á bak hjá mömmu en fæ ekki að fara á alla hestana. Einnig hjálpa ég til að „lónsera" hestana. Svo á ég tvo hesta og hálft folald,“ segir Freyja. „Ég á einnig tvo hesta og folald,“ segir Helgi. „Það er mikið af gráum og gráskjóttum hestum á Hofsstöð- um. Ég fæ að fara á hestbak og hjálpa til við tamning- ar. E.J. Ástríöur Ólafs- dóttir kom meö hestinn sinn Draum á fjórö- ungsmótiö. Hún keppti ekki sjálf en var aö fylgja vinkonu sinni. Ástríöur burstaöi Draum vel og vendilega og fylgdist meö krökk- unum sem voru aö keppa enda var hún aö búa sig undir keppni á Nesodda sföar í sumar DV-mynd Fjórðungsmót hápunktur sumarsins hjá krílunum íif hliðin Gunnar Þór Jóhannsson: Stefni á atvinnumennskuna „Ég stefni á að verða atvinnu- maður í golfi í framtíðinni,“ sagði Gunnar Þór Jóhannsson sem vakið hefur gríðarlega athygli í golfi. Þarna er greini'ega mikið efni á ferðinni. Gunnar, sem er aðeins 15 ára, keppir í fyrsta skipti í meist- araflokki í meistaramóti Golf- klúbbs Suðumesja. Mótinu lýkur í dag á Hólmsvelli í Leiru. Gunnar er með 4,9 í forgjöf og æfir alla daga vikunnar. Þá æfði hann manna best innanhúss í vetur hjá Sigurði Sigurössyni, kennara GS. Gunnar var 13 ára þegar hann varð íslands- meistari unglinga í golfi og hefur unnið marga titla á ferlinum, þó ungur sé að árum. „Ég fékk golfdelluna þegar ég fór með Jóni bróður mínum út á golf- völl. Ég var 9 ára og má segja að ég hafi verið á golfvellinum síðan,“ sagði Gunnar Þór en hann á heima í Keflavík. Hann hefur veriö valinn til að taka þátt í European Young Masters sem fram fer í Tórínó á Ítalíu í sumar. Mótið er jafnfamt úrtökumót fyrir Ryder Cup keppni unglinga sem fram fer á Spáni. Gunnar keppir í flokki 16 ára og yngri. Gunnar hefúr einnig verið valinn í piltalandslið íslands sem keppir á Norðurlandamótinu í Sví- þjóð í sumar. Þess má geta að Gunnar er einnig stórefnilegur körfuboltamaður og hefur unnið marga glæsta sigra í þeirri íþrótt. -ÆMK Fullt nafn: Gunnar Þór Jó- hannssom. Fæðingardagur og ár: 10. maí 1982. Maki: Enginn. Böm: Engin. Bifreið: Engin eins og er. Starf: Nemi, en vinn í sumar á golfvellinum. Laun: Misjöfn. Hefur þú unnið f happdrætti eða lottói? Unnið smáaura nokkrum sinnum í Lengjunni. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila golf og körfu. Hvað flnnst þér leiðinlegast aö gera? Að gera ekki neitt. Uppáhaldsmatur: Pitsa. Uppáhaldsdrykkur: Appelsín og vatn. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Körfuknattleiksm- aöurinn Michael Jordan. Uppáhaldstfmarit: DV. Hver er fallegasta kona sem þú hefúr séð? Sandra Bullock. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Dennis Rodman körfuboltamann. Uppáhaldsleikari: Bruce Willis. Uppáhaldsleikkona: Demi Moore. Uppáhaldssöngvari: Bono. Uppáhaldsstjómmálamaður. Allir jafngóðir. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Homer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: X- files. Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Olsen Olsen í Keflavík. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Enga eins og er. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? X-ið og Fm 95-7. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þossi og Simmi á X-inu. Hverja sjónvarpsstöðina horf- ir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður? Sigmundur Ernir Rúnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Fé- lagsmiðstöðin Ungó í Keflavík. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Keflavík og Golfklúbbur Suður- nesja. Stefiiir þú að einhveiju sér- stöku í framtíðinni? Að verða at- vinnumaður í golfi. Hvað ætlar þú að gera í sum- ar? Keppa í golfi í Svíþjóð og Ítalíu með unglingalandsliðinu. Þá ætla ég að spila golf hér heima og einnig körfúbolta. -ÆMK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.