Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 JL#"V
26 %hglingar
** *
Frændsystkinin Freyja Amble Gísladóttir og Helgi Eyjólfsson kepptu í barnaflokki á fjóröungsmótinu á Kaldár-
melum. DV-mynd E.J.
o7raö búa
uv-niynd e.j
Frændsystkinin keppa
á gráum hestum
Keppni ung-
knapa vakti
töluverða at-
hygli á fjórð-
ungsmótinu á
Kaldármelum.
Miklar
framfarir
hafa orðið í
reiðmennsk-
Að taka þátt í slíku stórmóti er
hápunktur sumarsins hjá mörgum
krílanna.
Það skiptust á sorg og gleði.
Keppt var í bama-, unglinga- og
ungmennaflokki. Fyrst var keppt í
forkeppninni og inn komust 16
knapar. Þessir 16 knapar kepptu um
8 laus sæti í úrslitakeppninni og að
lokum var þeim raðað í sæti.
Miklar sviptingar voru í flestum
flokkunum.
Að móti loknu eru krakkarnir
reynslunni ríkari og betur í stakk
búnir fyrir næsta mót.
-E.J.
unni og
hestakost-
urinn hef-
ur batnað.
Frændsystkinin Freyja Amble Gísladóttir, 11 ára,
og Helgi Eyjólfsson, 10 ára, kepptu í bamaflokki á
fjórðungsmótinu á Kaldármelum á gráum klámm frá
Hofsstöðum.
Afi þeirra er Gísli Höskuldsson ó Hofsstöðum. Móð-
ir Freyju er Olil Amble en móðir Helga Erla Jóna Guð-
jónsdóttir en feður þeirra bræðumir Gisli og Eyjólfur
Gíslasynir.
Freyja keppti á hestinum sínum Mugg frá Hofsstöð-
um en Helgi á Pöndru frá Hofsstöðum.
„Það er mjög gaman að keppa hérna“, segja þau.
„Ég fer á hverjum degi á bak hjá mömmu en fæ ekki
að fara á alla hestana. Einnig hjálpa ég til að „lónsera"
hestana. Svo á ég tvo hesta og hálft folald,“ segir
Freyja.
„Ég á einnig tvo hesta og folald,“ segir Helgi. „Það
er mikið af gráum og gráskjóttum hestum á Hofsstöð-
um. Ég fæ að fara á hestbak og hjálpa til við tamning-
ar.
E.J.
Ástríöur Ólafs-
dóttir kom meö
hestinn sinn
Draum á fjórö-
ungsmótiö. Hún
keppti ekki sjálf
en var aö fylgja
vinkonu sinni.
Ástríöur burstaöi
Draum vel og
vendilega og
fylgdist meö krökk-
unum sem voru aö
keppa enda var hún
aö búa sig undir
keppni á Nesodda
sföar í sumar
DV-mynd
Fjórðungsmót hápunktur
sumarsins hjá krílunum
íif hliðin
Gunnar Þór Jóhannsson:
Stefni á atvinnumennskuna
„Ég stefni á að verða atvinnu-
maður í golfi í framtíðinni,“ sagði
Gunnar Þór Jóhannsson sem vakið
hefur gríðarlega athygli í golfi.
Þarna er greini'ega mikið efni á
ferðinni. Gunnar, sem er aðeins 15
ára, keppir í fyrsta skipti í meist-
araflokki í meistaramóti Golf-
klúbbs Suðumesja. Mótinu lýkur í
dag á Hólmsvelli í Leiru. Gunnar
er með 4,9 í forgjöf og æfir alla daga
vikunnar. Þá æfði hann manna
best innanhúss í vetur hjá Sigurði
Sigurössyni, kennara GS. Gunnar
var 13 ára þegar hann varð íslands-
meistari unglinga í golfi og hefur
unnið marga titla á ferlinum, þó
ungur sé að árum.
„Ég fékk golfdelluna þegar ég fór
með Jóni bróður mínum út á golf-
völl. Ég var 9 ára og má segja að ég
hafi verið á golfvellinum síðan,“
sagði Gunnar Þór en hann á heima
í Keflavík.
Hann hefur veriö valinn til að
taka þátt í European Young
Masters sem fram fer í Tórínó á
Ítalíu í sumar. Mótið er jafnfamt
úrtökumót fyrir Ryder Cup keppni
unglinga sem fram fer á Spáni.
Gunnar keppir í flokki 16 ára og
yngri. Gunnar hefúr einnig verið
valinn í piltalandslið íslands sem
keppir á Norðurlandamótinu í Sví-
þjóð í sumar. Þess má geta að
Gunnar er einnig stórefnilegur
körfuboltamaður og hefur unnið
marga glæsta sigra í þeirri íþrótt.
-ÆMK
Fullt nafn: Gunnar Þór Jó-
hannssom.
Fæðingardagur og ár: 10. maí
1982.
Maki: Enginn.
Böm: Engin.
Bifreið: Engin eins og er.
Starf: Nemi, en vinn í sumar á
golfvellinum.
Laun: Misjöfn.
Hefur þú unnið f happdrætti
eða lottói? Unnið smáaura
nokkrum sinnum í Lengjunni.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera? Spila golf og körfu.
Hvað flnnst þér leiðinlegast aö
gera? Að gera ekki neitt.
Uppáhaldsmatur: Pitsa.
Uppáhaldsdrykkur: Appelsín
og vatn.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Körfuknattleiksm-
aöurinn Michael Jordan.
Uppáhaldstfmarit: DV.
Hver er fallegasta kona sem
þú hefúr séð? Sandra Bullock.
Ertu hlynntur eða andvígur
ríkisstjórninni? Hlynntur.
Hvaða persónu langar þig
mest að hitta? Dennis Rodman
körfuboltamann.
Uppáhaldsleikari: Bruce Willis.
Uppáhaldsleikkona: Demi
Moore.
Uppáhaldssöngvari: Bono.
Uppáhaldsstjómmálamaður.
Allir jafngóðir.
Uppáhaldsteiknimyndaper-
sóna: Homer Simpson.
Uppáhaldssjónvarpsefni: X-
files.
Uppáhaldsmatsölustaður/veit-
ingahús: Olsen Olsen í Keflavík.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Enga eins og er.
Hver útvarpsrásanna finnst
þér best? X-ið og Fm 95-7.
Uppáhaldsútvarpsmaður:
Þossi og Simmi á X-inu.
Hverja sjónvarpsstöðina horf-
ir þú mest á? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður?
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Fé-
lagsmiðstöðin Ungó í Keflavík.
Uppáhaldsfélag í íþróttum?
Keflavík og Golfklúbbur Suður-
nesja.
Stefiiir þú að einhveiju sér-
stöku í framtíðinni? Að verða at-
vinnumaður í golfi.
Hvað ætlar þú að gera í sum-
ar? Keppa í golfi í Svíþjóð og Ítalíu
með unglingalandsliðinu. Þá ætla
ég að spila golf hér heima og einnig
körfúbolta.
-ÆMK