Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 6
6 útlönd LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 UV Istuttar fréttir Réttað um tóbak Dómstóll í Bretlandi sam- þykkti í gær að skipa dómara í máli krabbameinssjúkra gegn tóbaksfyrirtækjum. Létust í hitabylgju Tuttugu og sjö manns hafa látið lífið af völdum slysa er þeir reyndu að kæla sig í hita- bylgju sem gengið hefur yfir Tyrkland undanfarnar tvær vikur. Kveðst saklaus Fyrrum borgarstjórinn í króatíska bænum Vu- kovar kvaðst í gær sak- laus þegar hann kom fyrir stríðs- glæpadóm- stólinn í Haag. Hann er ákærður fyrir að hafa fyrir- skipað morð á 260 mönnum þegar bærinn féll í hendur Serbum 1991. Shítaleiðtogi myrtur Átök brutust út í gær milli sunníta og shíta í bænum Derya Khan í Pakistan i kjölfar morðs á leiðtoga shíta. Þurrara í Bretlandi Veðurfræðingar í Bretlandi sá þurrara og hlýrra veðri í næstu viku. Júnímánuður var sá vætusamasti á öldinni. Grænfriöungar til Asíu Grænfriðungar tilkynntu í gær að þeir ætluðu að hefja her- ferð í Suðaustur-Asíu til að þrýsta á olíuiðnaðinn um að hætta frekari olíuleit. Skylda Tékka Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, sagði í gær að það væri skylda Tékklands að ganga í Nato vegna komandi kynslóöa. Talið er að Tékkland, Pólland og Ungverjaland séu þau ríki sem líklegust eru til að fá samþykkta inngöngu á fundi leiðtoga Nato i Madrid í næstu viku. Blair gegn spillingu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hét þvi í gær að berj- ast fyrir betra siðferöi í opin- beru lífi. Þingmenn Ihalds- flokksins hafa verið átaldir fyr- ir mútuþægni. Bera brjóst sín Konur í Ontario í Kanada bera nú brjóst sín á ströndum, strætum og í verslunum. Eru konumar að láta reyna á ný lög sem heimila konum að vera berbrjósta. Reuter Pathfinder lenti mjúklega á Bill Clinton Bandaríkjaforseti fagnaði lendingu geimfarsins Pathf- inders á Mars í gær og sagði hana mikilvægan sigur og vott um snilld Bandaríkjamanna. „Endurkoma okkar til Mars markar upphaf nýrra tíma í geimrannsóknum," sagði forset- inn í skriflegri yfirlýsingu. Óskaði forsetinn geimvísindamönnunum til hamingju með árangurinn. Gífurleg gleði braust út hjá bandarískum geimvísindamönnum á þjóðhátíðardegi Bandarikjanna síðdegis í gær er Pathfinder lenti á Mars. Fyrstu merkin sem bárust frá geimfarinu sýndu að allt væri eins og menn höfðu búist við. Geimfarið fór strax að senda merki frá yfirborði plánetunnar, að sögn vísindamanna í Kaliforníu. Lítið farartæki á sex hjólum, Sou- joumer, á að rannsaka lendingar- staðinn. Farartækið kemst í 35 metra hraða á klukkustund. Það er á stærð við ferðatösku og vegur 11 kíló. Hefur það orku til að rannsaka Mars í rúma viku. Soujoumer á að senda tölvugögn og myndir til geim- farsins og þaðan eiga þær að berast til visindamanna á jörðu niðri. Geimfarið, sem skotið var upp frá Canaveralhöfða í Flórída 4. desem- Mars ber í fyrra, þeysti í áttina að Mars með 6,5 kílómetra hraða á sekúndu eða 23.400 kílómetra hraða á klukkustund. Geimarið Pathfinder er fyrsta geimfarið sem lendir á Mars frá því að Víkingafarið fór þangað fyrir 21 ári. Síðan hafa fjórar Marsferðir misheppnast. Samkvæmt geimferðaáætlun Bandarikjamenn er Pathfinder fyrsta af 10 geimforum sem send verða til Mars næstu átta árin. Safna á sem mestum upplýsingum mn plánetuna og undirbúa ferðir manna þangað. Reuter Palestínumenn ( borginni Nablus á Vesturbakkanum brenna fóna Bandaríkjanna og Israels. Þúsundir Palestínumanna fylltu götur borgarinnar og hvöttu til hefndaraðgeröa vegna móögandi veggspjalda. Þau voru meö mynd af Múhameð í svínslíki. Slmamynd Reuter. Forseti Bosníuserba óttast um líf sitt Um sjö þúsund manns söfnuðust í gær fyrir framan skrifstofu Biljönu Plavsic, forseta Bosníuserba. Hvatti mannfjöldinn forsetann til að fara ekki frá. Harðlínumenn höfðu að engu í gær skipun forsetans um að rjúfa þing. Héldu þeir fund þar sem þeir ræddu hvernig velta mætti forsetan- um úr sessi. Stjórnarandstæðingar og múslímar sátu ekki fundinn. Ríkisstjóm Bosníuserba er undir stjóm harðlínumannsins og stríðs- glæpamannsins Radovans Kara- dzics. Forsetinn hefur skorið upp herör gegn spillingu harðlínu- manna. Segir Plavsic að Karadzic og hans menn stjórnist af gróðasjónar- miðum. Hin óháða fréttastofa Beta í Belgrad hafði það eftir Palvsic að hún óttaðist að líf hennar gæti ver- ið í hættu vegna uppljóstrananna um spillingu. Sagði forsetinn að þrir menn úr öryggissveit Bosn- íuserba, sem fundust í herbergi gegnt skrifstofu hennar, fylgdust með ferðum hennar. Reuter Wall Street: Enn met Dow Jones hlutabréfavísitalan er enn á ný farin að endurskrifa meta- bækurnar. Eftir hina miklu leiðrétt- ingu á dögunum er vísitalan nú komin upp í 7878,84 sem er hækkun upp á 83,46 stig. Þetta gerist eftir að í ljós kom að atvinnuleysi minnkaði ekki jafn mikið og búist var við. Það þýðir að seðlabankinn mun ekki hækka vexti eins og reiknað var með til að vinna gegn þenslu. Þetta skapaði því mikla bjartsýni á mark- aðnum. í framhaldi af þvi hækkuðu j markaðimir í Evrópu. Bresku og þýsku hlutabréfamarkaðirnir lok- uðu báðir á nýju meti. í London hækkaði FTSE um 1,6% og í Frank- furt hækkaði DAX um 0,9%. Markaðimir í Hong Kong og Tokyo lækkuðu aítur á móti aðeins. -vix Kauphallir og vöruverð eriendis 6500 7878,84 M A M J ÉtflEÍlflj F 5000 T-SEIOO 4800 /v fí 4600 4400 ^ 4200 M 4831,7 A M J | i: 4000 3800 3600 3400 3200 20681 o M A M J HOíife HCfiÉ, 1 4CAAA 1WW HangSeng iRnnn fP 14000 13000 ^ r 12000 M 16196,73 a m j : | Ein milljón barna smituð af alnæmi Á hverjum degi smitast 1 þúsund börn um allan heim af alnæmi. Á síðasta ári smituð- í ust alls 400 þúsund börn. Áður í en þetta ár er á enda munu milljón böm undir 15 ára aldri hafa smitast af alnæmi. Þetta kemur fram í skýrslu á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Sérstakt átak er í nú í gangi til að vekja athygli á hversu mörg böm era smituð af al- næmi. Hingað til hafa rann- | sóknir, hjálp og fyrirbyggjandi aðgerðir beinst að hommum og gagnkynhneigðum á fullorðins- aldri. Börnin hafa orðið útund- j an- Það er einkum í suðurafrísk- um löndum og í Asíu sem al- næmi er að verða algengasta dánarorsök bama. Tvær milljónir bama hafa * fæðst með alnæmi. Áfram verð- ur því haldið að fræða ungar konur um smithættu. Barna- vændi og blóðgjafir eru einnig j orsök þess að mörg hundruð þúsund böm hafa fengið al- j næmi. Danir breyta um drykkjar- venjur Danir skála í færri lítrum af bjór en áður. Þeir hafa hins vegar aukið neyslu á gosdrykkj- um og mjólk.En þrátt fyrir að bjórdrykkja hafi minnkað drekka Danir samt meir af bjór j en mjólk. Árið 1996 var bjórsal- an 121 lítri á mann. Innan Evr- ópusambandsins eru það aðeins Þjóðverjar sem eru duglegri við bjórdrykkjuna. Þar er hún 138 lítrar á mann. Mjólkumeyslan í i Danmörku var í fyrra 97 lítrar ; á mann. Minni bjórdrykkja Dana þýð- I ir þó ekki að þeir hafi minnkað drykkju áfengra drykkja. I stað- i inn fyrir bjór drekka Danir vín. i Meöalvíndrykkjan á ári er 28,3 j lítrar á mann. Gagnabanki á Internetinu bjargar mannslífum | í OMIM-gagnabankanum á | intemetinu eru upplýsingar um 1 fleiri en 6 þúsund sjaldgæfa ; erfðasjúkdóma. „Án OMIM | væram við alveg bjargarlaus- 1 ir,“ segir Gary Kleinmann, pró- j fessor við háskólann i Flórída. I Hann segir það ómögulegt fyrir j einstaka lækna að hafa yfirlit I yfii' öll einkenni sjaldgæfra sjúkdóma. í mörgum tilvikum hefur : gagnabankinn veitt upplýsing- ar sem hafa orðið til þess að : hægt var að hefja meðferð áður | en barnið hefúr fæðst. „Með að- í stoð gagnabankans höfum við j bjargaö mörgum mannslifum," segir Kleinmann. Tugir verka Van Goghs falsaðir? j Að minnsta kosti 45 og allt að | eitt hundrað verka listmálarans j Vincents van Goghs kunna að I vera folsuö, að því er kom fram í virtu listatímariti í London í j gær. Þar er sagt frá kenningu Van Goghs-sérfræðingsins j Martins Bailys. Eitt þeirra verka sem list- j gagnrýnandi telur að geti verið | fölsuð er Sólfifill sem japanskt : fyrirtæki keypti 1987 á tæpa 3 milljarða íslenskra króna. Reuter tXMHI I I I 1 I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.