Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 TIV
m_k
„Trúbadorinn" með harmomkuna:
Það er draumastaðan að
geta fengist við þetta
DV, Akureyri:_____________________
„Ég er búinn að vera að spila á
harmóníkuna síðan ég var 6 eða 7
ára. Ég komst þá yfir nikku sem
bróðir minn átti. Ég ólst upp í Lón-
inu og lít alltaf á mig sem Homfirð-
ing,“ segir Örvar Kristjánsson
harmóníkuleikari. Örvar er enn að
með harmóníkuna sína, nú án
hljómsveitar. Nú ferðast hann einn
um og leikur á nikkuna á samkom-
um víðs vegar mn landið.
„Ég spilaði í fyrsta skipti opinber-
lega á fermingardaginn minn. Þá
var ég farinn að geta spilað dálítið,
það var dansleikur á Höfn þann dag
og ég fékk að hita upp fyrir hljóm-
sveitina í klukkutíma milli klukkan
níu og tíu um kvöldið. Það má segja
aö ég hafi verið að spila opinberlega
síðan, mismikið að vísu.“
Drýgði tekjurnar
„í upphafi vorum við tveir nikk-
arar að spila saman en síðan fóru að
koma inn í þetta trommur og þetta
óf upp á sig hægt og bítandi. Leið
mín lá til Reykjavíkur nokkrum
árum síðar til að læra bifvélavirkj-
un, það þýddi lærlingskaup sem var
ekki hátt og ég fór að spila til að
drýgja tekjumar.“
Örvar segir að síðari hluta sjö-
unda áratugarins hafi hann farið að
spila samfellt í hljómsveitum og
hann nefnir hljómsveitimar Úthljóð
og Erlu frá þessum tíma, einnig
sína eigin hljómsveit og Tríó Birgis
Marinóssonar. Sú hljómsveit starf-
aði á Akureyri og víðar og hafði
meira að gera en menn gátu komist
yfir með góöu móti. Ég man að við
leystum Ingimar Eydal af í Sjallan-
um þegar hann var að byrja að fara
til Spánar með sína hljómsveit.“
Spilað á níu hljómplötur
„Ég er búinn að spila inn á níu
hljómplötur. Sú fyrsta kom árið
1971 en það var Pálmi Stefánsson
sem þá var með Tónaútgáfuna sem
fékk mig til þess. Hann hringdi í
mig og ég man hvað ég var hissa.
Svo komu plötumar með um
tveggja ára millibili flestar, Pálmi
gaf út fimm plötur, Fálkinn tvær,
Steinar Berg gaf eina út og Stöðin
eina með mér en það var reyndar
geisladiskur.
Ég hef núna áhuga á að koma úr-
vali að þessari tónlist á safndisk en
það er ekki komið enn. Það er mik-
ið spurt um það hvar sé hægt að
komast yfir þessa tónlist, hún er
mikið til ófáanleg í dag.“
- Hvað er þekktast af þinni tón-
list?
„Ég veit það ekki. Á sínum tíma
var Sunnanvindurinn þekktastur
en við Hjördís Geirsdóttir sungum
þetta saman. Ég kom varla á
nokkurn stað án þess að hvískrað
væri að þama væri Sunnanvindur-
inn kominn. Svo kom Hlín rósalin
sem var mikið og gott lag, Fram í
heiðanna ró, Komdu inn i kofann
minn og ég gæti talið áfram og
áfrarn."
- Harmóníkan hefur ekki alltaf
verið tískuhljóðfæri, kom ekki tals-
verð niðursveifla í þetta um tíma?
„Nei, þetta hefur ekki alltaf veriö
vinsælt hljóðfæri, ekki a.m.k. eins
og nikkan er í dag. Á bítlatimanum
vildu fáir líta við þessari tónlist en
það hefur breyst mikiö til dagsins í
dag.“
„Trúbador" í átta ár
Fyrir um átta árum hóf Örvar að
fara einn um með nikkuna sina og
spila víðs vegar um land eins og
hann gerir I dag. „Það sem olli því
var m.a. að ég sá að kaupið sem
hægt var að hafa fyrir þetta var
ekki til skiptanna, samkeppnin á
þessum markaði er geysihörö og
mikið framboð á alls kyns tónlist.
Ég held að ég hefði ekkert að gera ef
ég væri ekki einn á ferðinni. En
ætli ég hafi það ekki umfram aðra
Örvar Kristjansson harmóníkuleikari.
nikkara að ég er að reyna að raula
með þessu og ég hljóðflyt harm-
óníkutónlistina öðruvísi en aðrir.“
Eins og tríó
Og þessu er farinn að fylgja mik-
ill útbúnaöur, það er ekki bara
harmóníkan eins og var.
„Hann er þannig að ég spila
„diskantinn" í gegnum venjulegan
mikrófón en ég er með rafmagnaðan
bassa og leiði hann í gegnum bassa-
magnara. Þetta skapar mikla fyll-
ingu í tónlistina og það má segja að
þetta komi út eins og aö tríó sé á
ferðinni."
Undanfarin ár hefur Örvar verið
að spila á Kanaríeyjum hálft árið en
hina mánuðina hér heima. „Ég hef
verið að spila hjá íslenskri konu
sem rekur matsölustað þar og svo
hef ég spilað fyrir Úrval-Útsýn.
Þetta er mjög gott fyrirkomulag, að
vera þama úti á vetuma og svo hér
heima á sumrin. Það er nóg að gera
og draumastaðan að geta fengist við
tónlistina á þennan hátt,“ segir Örv-
ar.
-gk
erlend bóksjá
K ★ ★
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Joanna Trollope:
Next of Kln.
2. James Herbert:
‘48.
3. Roddy Doyle:
The Woman Who Walked Into
Doors.
4. Meave Blnchy:
Evenlng Class.
5. Jackle Colllns:
Vendetta.
6. John le Carré:
The Talor of Panama.
7. Jeannle Brewer:
A Crack In Forever.
8. Danlelle Steel:
Mallce.
9. John Grlsham:
Runaway Jury.
10. Ben Elton:
Popcorn.
Rlt almenns e&lis:
1. Blll Bryson:
Notes from a Small Island.
2. Frank McCourt:
Angela's Ashes.
3. Paul Wllson:
A Little Book of Calm.
4. Anne Frank:
Dlary of a Young Glrl.
5. Howard Marks.
Mr. Nlce.
6. John Gray:
Men are from Mars, Women are
from Venus.
7. Nlck Hornby:
Fever Pltch.
8. The Art Book.
9. Redmond O'Hanlon:
Congo Journey.
10. Grlff Rhys Jones rltstjórl:
The Natlon’s Favourlte Poems.
Innbundnar skáldsögur:
1. Arundhatl Roy:
The God of Small Thlngs.
2. Bernard Cornwell:
Sharp'e Tlger.
3. John Grisham:
The Partner.
4. Wllbur Smlth:
Blrds of Prey.
5. Edward Rutherfurd:
London: The Novel.
Innbundln rlt almenns e&lls:
1. Mlchael Drosnln:
The Blble Code.
2. Paul Brltton:
The Jlgsaw Man.
3. Granla Forbes:
My Darllng Buffy.
4. Slmon Slngh:
Fermat's Last Theorem.
5. Jean-Domlnique Bauby:
The Dlvlng-Bell and the Butterfly.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
Enskar sumarkiljur
Margir grípa pappírs-
kiljur með sér í sumar-
lejíflð, hvort sem farið er
um eigin land eða til út-
landa. Erlendir fjölmiðl-
ar benda því lesendum
sínrnn gjaman um þetta
leyti árs á nokkrar nýleg-
ar kiljur sem þeim finnst
mest til koma.
Hér á eftir verður vitn-
að til slíkrar upptalning-
ar sem birtist í bókablaði
The Sunday Times í
Bretlandi.
Samtími og saga
Fyrst nokkrar fróð-
leiksbækur sem fjalla
ýmist um samtímann eða
söguna.
Kína er mörgum ofar-
lega í huga þessa dagana.
Bók eftir kunnan blaða-
mann, John Gittings,
ætti aö vera mörgum
fróðleg lesning. „Real China: From
Cannibalism to Karaoke" nefnist
hún og er afrakstur farar Gittings
um dreifðar byggðir Kína í leit að
sannleikanum um líf almennings
þar síðustu áratugina.
Redmond O’Hanlon er mörgum
kunnur af ferðalýsingum um sum
afskekktustu héruð jarðarinnar.
Nýjasta bókin hans nefnist „Congo
Joumey" og segir frá ferð hans um
Kongó í leit að Mokélé-mbembé - en
það er risaeðla sem samkvæmt þjóð-
sögunni lifir við Télé-vatn.
Stephen J. Gould er skemmtileg-
ur höfundur bóka og greina um
náttúrufræðileg efni en hann finnur
gjaman óhefðbundið sjónarhorn til
að útskýra málin. „Dinosaur in a
Haystack" er ný kilja með greinum
eftir hann.
Það er ekkert nýtt að breskt
kóngafólk eigi í hjónabandserfið-
leikum. „The Unruly Queen: The
Life of Queen Caroline1' er ný bók
eftir Flora Fraser um Karólínu af
Brunswick sem giftist enskum
prinsi sem síðar ríkti sem George
IV. Þau þoldu ekki hvort annað frá
fyrstu kynnum og hjónabandið end-
aði með ósköpum.
Fjölbreytt úrval
Það er mikið úrval af nýjum
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
skáldsögum í enskum kiljum. Þar
ber fyrst að nefna verðlaunasöguna
„Last Orders“ eftir Graham Swift
þar sem farið er meö ösku látins fé-
laga til sjávar.
„Next of Kin“ er nýjasta fjöl-
skyldusagan eftir metsöluhöfundinn
Joanna Trollope. Hún hefst reyndar
líka við útför sem verður til þess að
söguhetjan kannar fortíðina.
John le Carré er að sjálfsögðu
pottþéttur í sumarleyfið. Nýjasta
skáldsagan hans heitir „The Tailor
of Panama” en söguþráðurinn teng-
ist afhendingu Panamaskurðsins til
heimamanna árið 1999.
Roddy Doyle er írskur verðlauna-
höfundur sem margir kannast við.
Nýleg saga hans - „The Woman
Who Walked into Doors“ - hefúr
hlotiö lof og vinsældir en þar fjallar
hann um húsmóður í Dublin sem
býr með eiginmanni sem misþyrmir
henni reglulega.
Nell Dunn, sem vakti mikla at-
hygli fyrir nokkrum áratugum fyrir
skáldsöguna „Poor Cow“, hefur nú
samið aðra bók um aðalsöguhetj-
una, Joy. Nýja sagan - „My Silver
Shoes“ - gcrist ríflega 20 árum síð-
ar.
„Cross Channel" er safh tíu smá-
sagna eftir einn kunnasta höfund
Breta um þessar mundir, Julian
Bames. Þar skoðar hann samskipti
Breta og Frakka gegnum tíðina.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Danlelle Steel:
Mallce.
2. Mlchael Crlchton:
The Lost Worid.
3. Mary Hlgglns Clark:
Moonllght Becomes You.
4. V.C. Andrews:
Heart Song.
5. Terry McMlllan:
How Stella Got Her Groove Back.
6. Sandra Brown:
Excluslve.
7. Julle Garwood:
One Plnk Rose.
8. Chaterlne Coulter:
Rosehaven.
9. John Grisham:
The Runaway Jury.
10. Sherl Reynolds:
The Rapture of Canaan.
11. Ellzabeth George:
In the Presence of the Enemy.
12. John Darnton:
Neanderthal
13. Wally Lamb:
She's Come Undone.
14. Ursula Hegl:
Stones From the Rlver.
15. Nora Roberts:
Sweet Revenge.
Rit almenns e&lis:
1. Maya Angelou:
The Heart of a Woman.
2. Stephen E. Ambrose:
Undaunted Courage.
3. Jon Krakauer:
Into the Wlld.
4. James McBride:
The Color of Water.
5. Andrew Weil:
Spontaneous Heallng.
6. Mary Plpher:
Reviving Ophella.
7. Jonathan Harr:
A Clvll Action.
8. Carmen R. Berry & T. Traeder:
Glrlfrlends.
9. Laura Schlesslnger:
How Could You Do That?l
10. Scott Adams:
The Dllbert Prlnclple.
11. D. Rodman & T. Keown:
Bad As I Wanna Be.
12. Thomas Cahlll:
How the Irish Saved Clvillzatlon.
13. Kathleen Norrls:
The Clolster Walk
14. Carl Sagan:
The Demon-Haunted World.
15. Mary Pipher:
The Shelter of Each Other
(Byggt á New York Tlmes Book Review)