Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997
>60 kvikmyndir
í
Þegar FBI getur ekki séð um málið, þegar CIA getur ekki áttað
sig á málinu, eru MIB- menn á kafi í málinu. Þeir eru best
geymda leyndarmáliö á jörðinni.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
Þegar FBI getur ekki séð um málið, þegar CIA getur ekki áttaö
sig á málinu, eru MIB- menn á kafi í málinu. Þeir eru best
geymda leyndarmáliö á jörðinni.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 ára.
KUNG FU KAPPINN
I BEVERLY HILLS
Sýnd kl. 5 og 7.
AMÝ OG
VILLIGÆSIRNAR
Sýnd kl. 3
íslensk heimasíða:
WWW.xnet.is/stjornubio
Sýnd kl. 9 og 11.
Sími 551 9000
Forsýnd sunnudag kl. 9.
Sýnd kl. 4.30, 6,45, 9 og 11.30.
ENGLENDINGURINN
Sýnd kl. 6 og 9.
Sýnd sund.
.10. B.i. 12 ára.
Sýnd kl.4.40, 6.50, 9 og
11.15. B.i. 16 ára.
BÆJ ARINS
BiSTU
Con Air HHHh ****
Con Air er ein af þessum pottþéttu hasarmyndum, þéttpökkuö hamagangi og
testosteroni frá upphafi til enda. Formúlan er á sínum stað og ekkert kemur á óvart
og aö hætti Arnies og Die Hard-myndanna er þetta formúla með húmor þar sem ýkj-
umar em yfirgengilegar. Hraöar klippingar og hrátt yfirbragð gerir það að verkum
að Con Air virkar bæði alvarleg og hákómisk i senn og fer yfir um á hvorugu. -Úd
Scream HHHh
Ein alflottasta og skemmtilegasta hryllingsmynd sem komið hefur fram lengi og
sýnir vel þá möguleika sem búa í hrollvekjunni. Craven sýnir fullkomna þekkingu
og næmi á hroilvekjuna og tekst að skapa úr þessum kunnuglegu formúlum
hressandi og hreUandi hryUingsmynd. -ÚD
Enski sjúklingurinn HHHh
Stórbrotin, epísk kvikmynd sem minnir um margt á best heppnuðu stórmyndir
fyrri tíma. Anthony Mingella á hrós skUið, bæði fyrir innihaldsríkt handrit og leik-
stjóm þar sem skiptingar i tíma era mjög vel útfærðar. Útgeislun leikaranna er mik-
U. -HK
Fimmta frumefnið HHH
Ómissandi og án hiks ein alfaUegasta og smartasta framtíðarmynd sem rataö hef-
ur á sýningartjald. Samspil hljóðs og myndar er með eindæmum elegant og tU að
njóta þessa aUs sem best er vænlegast aö búta heUann upp og stýra aUri orku á augu
og eyru. -úd
Anaconda HHH irick
Anaconda er ein af þessum göUuðu myndum sem ná aö heiUa með ákveðnum ein-
faldleik eða jafnvel einfeldni. í heild vega kostimir upp gaUana og útkoman er
hressileg og skemmtUeg mynd sem heldur áhorfandanum föngnum þessar klassísku
90 mínútur. -úd
Háðung HHH *+*
Það sem byrjar sem ósköp venjuleg búningamynd með uppskrúfuðum fhönskum
aðli snýst fljótt upp í stórskemmtilega skopádeUu þar sem engum er hlift. SniUdar-
lega skrifað handrit ásamt sérlega skemmtilegum persónum gefur myndinni létt yfir-
bragð. -HK
Amy og villigæsirnar HHH
Hefur á sér yfirbragð klassiskra ævintýra, með stjúpmóður og öUu saman, og er
falleg og þótt hún fljúgi hraðbyri inn í væmni á stundum eru það ánægjulegu stund-
imar sem sitja eftir. -úd
The Relic HHH ***
Á heildina litið er The Relic ágætis afþreying. Ámátlegt sköpulag óvættarins er
lengst af hulið og þegar hann loksins birtist i öllu sínu veldi stendur hann vel und-
ir væntingum. -GE
First Strike HHh ***
First Strike (1996) er sú fjórða í Police-Story- syrpunni. I henni á Jacki Chan í
höggi við hættulega vopnasmyglara sem eru, eins og svo oft í spennumyndum síð-
ustu ára, útsendarar rússnesku mafiunnar. Viðureignin færist land úr landi, frá
Hong Kong til Rússlands og þaöan tfl Ástralíu. Frekari lýsing á söguþræðinum er
vonlaus, enda er plottið veikasti hlekkurinn í annars ágætri mynd. Ofangreind lýs-
ing veit kannski ekki á gott en töfrar Jackies bjarga myndinni frá þeirri meðal-
mennsku sem hún myndi annars falla í. Þessi bráðskemmtilegi og hæfileikaríki bar-
dagaleikari gæðir flestar senur lifi. -ge
Ofurvald HHh ***
Mjög góður fyrrihluti gerir það að verkum aö myndin er áhugaverð og fín
skemmtun þegar á hefldina er litið þrátt fyrir brotalamir þegar líða tekur á. Clint
Eastwood er góður fagmaður, bjargar miklu með styrkri leikstjórn og stendur fyrir
sínu sem leikari. -HK
í blíöu og stríðu HHh krki.
Richard Attenborough hentar vel að gera myndir um þekktar persónur. í slíkum
myndum eru höfundareinkenni hans sterk og í blíðu og striðu em þau vel sjáanleg.
Hann hefur þó gert betri myndir og er skemmst að minnast Shadowlands. Sandra
Bullock og Chris O’Donnel hafa bæði þá útgeislun sem þarf en ekki að sama skapi
góðan texta. -HK
Darklands/Myrkraverk:
Myrkur og
verkir H
Það hefur alltaf verið dálítið vinsælt
að kvarta yfir lélegum hryllingsmynd-
um. Af einhverjum ástæðum hefur hryll-
ingsmyndinni verið úthlutað hlutverki
fátæku frænkunnar þegar kemur aö
gagnrýni og áhættan af því að fordæma
er lítil. Þetta verður síðan oft til þess aö
kvik-
mynda-
leikstjórar
gera ör-
vænting-
arfullar
tilraunir
til að gera
hrollvekj-
una virðu-
legri í von
um að
lokka
fram já-
kvæð við-
brögð hjá
gagn-
rýnend-
um.
Myrkra-
verk eru
eitt dæmi
um slíkt.
Myndin
leggur
mikið upp
úr trú-
verðugu
bresku yf-
irbragði
þar sem
glansverk
Hollywood
eru fjarri
og tekur á
málefna-
legum fé-
lagslegum
fyrirbær-
um. Blaða-
maðurinn
Frazer
(Craig
Fairbrass) er óvenju áhugasamur um
helgispjöll sem framin eru í kirkjum í
smábæ í Wales. Helgispjöllin viröast
tengjast söfnuöi þjóðemissinna sem vilja
hverfa frá kristni og taka upp keltnesk
trúarbrögð. Þegar Frazer fer að rannsaka
málið frekar kemst hann að því að hann
leikur sjálfur lykilhlutverk í trúarathöfn-
um þessum. Það er ekki það aö plottið sé
ófrumlegt og fyrirsjáanlegt, heldur liggur
vandamálið í því hvernig myndin er
framsett sem frumleg og óvænt. Þarna
vantar allan húmor og sjálfskönnun sem
er orðin hrollvekjunni svo mikilvæg i
dag og útkoman úr þessum útblásna trú-
verðugleika er bara hrein leiðindi.
Myndin fer ekki bara hægt af stað, held-
ur hægir hún á sér enda undrar engan
þegar aðal-
persónan
drífur sig
sjálfviljug-
ur af stað til
að láta
fórna sér og
losa þarmeð
sjálfan sig
og áhorf-
endur und-
an þessu
oki leið-
inda. Bar-
áttan milli
kristni og
heiðni er
fram sett á
þann hátt
að rnann
grunar
helst að
Benny Hinn
hafi skrifað
handritið
þar sem
vondu heið-
ingjamir
eru ekki
bara nýnas-
istar heldur
pönkarar,
leikarar og
hommar,
allar kon-
urnar eru
lauslátar
hórur og
safnaðar-
leiðtoginn
spilltur rík-
isbubbi og
stjómmála-
maður. Nei, ef þið viljið sjá baráttuna
milli góðs og ills, horfið þá frekar á
Tysons og Holyfield, og ÞAR er almenni-
legur hryllingur.
Leikstjóri og handritshöfundur: Juli-
an Richards. Framleiðandi: Paul Brooks.
Aðalleikarar: Craig Fairbrass, Rowena
King, Jon Finch, Richard Lynch.
-úd
MOLAR
Ewan McGregor, sem lék sætasta
dópista i heimi i „Trainspotting”, er
að öllum líkum að fara að leika léleg-
asta verðbréfamiðlara í heimi í mynd
um Nick Leeson sem olli gjaldþroti
Berings-bankans í Singapúr.
Gamla yfirsúkkulaðið, Richard Gere,
leikur sennilega I næstu mynd
Cohen-bræðra, „Intolerable Cruelty".
Þeir Cohen-piltar eru nú að fara að
gera fyrstu mynd sína eftir hina frá-
bæm Fargo.
Nýja yfir-
súkkulaöið
Brad Pitt er
aftur á móti að
velta því fyrir
sér að leika i
„Arkansas"
sem fjaUar um
bónda sem flytur inn munaðarlaus
böm tU aö vinna á býli sinu. Virðist
háspennumynd.
John Singleton mun loksins geta
byrjað á endurgerð sinni á „Shaft",
svertingjaþriUernum frá 1971. Hann
hefur átt f deUum við MGM vegna
fjárhagsáætlunar pUturinn og verður
að sætta sig viö liflar 20 miUjónir doU-
ara til að klára myndina.
Rjómabollan Sylvester Stallone er
hættur við að gera hasarmyndina
„Frequency" vegna þess að hann var
ósáttur við þau laun sem honum buð-
ust. Tommy Lee Jones er sagöur
vera næstur á vinsældalistanum hjá
leikstjóranum Renny HaiTin.
Bokem Woodbine, sem lék svo eftir-
minnUega í „Dead Presidents", leik-
ur mann sem verður ástfanginn af
konu sem hann rænir í myndinni
„The Big Hit“.
Ridley Scott („Alien", „Blade Runn-
er“ og „Black Rain") hefur samþykkt
að leikstýra I Am Legend sem mun að
öllum líkindum vera með Arnold
Schwarzenagger í aðalhlutverki.
Myndin er byggð á skáldsögu eftir
Richard Matheson og fjaUar um mann
sem lifir af sýklahemað í Los Angeles
og berst gegn snaróðum stökkbreytt-
um mannskrípum.
Síðan Lethal Weapon 3 var gerð hef-
ur Mel Gibson þráfaldlega neitað að
leika í fjórðu myndinni í þessari vin-
sælu seríu. Nú virðist þó vera komið
annað hljóð i strokkinn og stefhir aUt
í að hann og Danny Glover endur-
taki leikinn enn á ný. Gibson ku þó
þurfa að klára nokkrar myndir sem
hann er samningsbundinn að gera
áður en hann tekur að sér hlutverk
löggunnar geðtæpu í flórða sinn.
Leikstjóri hinnar ógleymanlega góðu
myndar, Deer Hunter, og hinnar
ógleymanlega lélegu Heaven’s Gate,
Michael Cimino, er að fara af stað
með nýja mynd, The Dreaming Place.
Leiðrátting
Vegna mistaka i greininni um Men
in black í gær gleymdist að taka
fram að hún er sýnd í Stjörnublói,
Samblóunum Álfabakka og
Laugarásbíói.