Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 15
30» W LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 15 Eiginkona mín er kjörkuð og bregður lítt þótt eitthvað gangi á. í svipinn man ég ekki eftir neinu sérstöku sem kemur henni úr jafhvægi - nema einu. Það eru mýs. Þá er átt við mýs á stöðum þar sem þær eiga ekki að vera, sem sagt í húsum. Mýs eru hvorki stórvaxin né ógnvekjandi dýr. Raunar eru þær fremur fallegar ef vel er að gáð, einkum er augnsvip- urinn góðlegur. En það er eitt- hvað sem veldur því að dagfar- sprútt fólk gengur af göflunum ef það hittir óvænt svo sem eina loðna. Þar sem ég veit af þessum kenndum konunnar hef ég reynt að sjá til þess að hún hitti ekki þessa tegund dýraríkisins. Það hefur gengið vel enda hafa þessi kríli ekkert verið að þvælast fyrir okkur. Við vorum því bæði óvið- búin er við áttum erindi i bílskúr- inn í vor. Það er eins með okkar bílskúr og margra annarra. Það safnast sífellt meira dót í skúrinn. Að lokum var svo komið að ekk- ert pláss var fyrir bílinn. Hann mátti því standa úti í hvaða veðri sem var. Bílskúrsdótið hafði for- gang. Rómantískir tilburðir Við þurftum aðeins að um- stafla dótinu og höfðum þann háttinn á aö konan stóð uppi á kassa og teygði sig til þess að raða enn öðrum kössum. Ég studdi hana sem sannur bakhjarl. Konan var með hugann við verkið en mér varð litið niður fyrir mig. Sá ég þá ekki betur en inn á milli kassanna skytist agnarlítið kvik- indi. Allt gerðist það í sviphend- ing en þó sýndist mér loðrjúpa þessi mjókka sig alla til þess að sleppa á milli. Virtist mér dýrið verða í laginu eins og flugdreki eða flattur saltfiskur. Nú voru góð ráð dýr. Mér bar sem eiginmanni að forða konu minni frá þessari ógn. Hún hafði einskis orðið vör og hélt áfram kassaröðun. Ég þurfti að hugsa hratt og umfram allt að koma í veg fyrir að hún sæi dýrið. Ég greip því hönd hennar, líkt og í tilhugalífinu væri, og bauð henni ir þegar konan hringdi neyðar- hringingu í mig í vinnuna í fyrradag. „Hagbarður lifir,“ hrópaði hún í símann, líkt og hún væri að tala um þjóðhetju en ekki músarræfil í bilskúr. Dóttir okkar hafði horfst í augu við hann í bilskúrnum. „Hafði ég þá ekki rétt fyrir mér?“ spurði ég og nýtti mér sigurstund mína. „Ég er ekki eins galinn og þið haldið mig vera.“ „Já, já,“ sagði konan á innsoginu. „Þetta var allt rétt hjá þér.“ Ég reyndi að hossa mér betur á sigrinum, án þess að viðurkenna þá sérkenni- legu staðreynd að ég var feginn því að Hagbarður var til, svo undarlegt sem það má vera. Kon- an gaf þó ekki færi á frekari yf- irlýsingum. „Þú verður að fara strax í apótek og kaupa músaeit- ur.“ Þetta táknaði það að konan vildi ekki að ég færi í apótekið eftir vinnu heldur strax. Ör- væntingarfull beiðni hennar þýddi það einnig að hún hafði takmarkaða trú á listrænni músagildru sonar okkar. Nú þýddi ekkert annað en harkan. íbúinn í bílskúmum var þar í leyfísleysi og banni. Hann var því réttdræpur. Grunsamlegur kúnni Ég gerði svo sem konan bauð. „Músaeitur, takk,“ sagði ég við afgreiðslustúlkuna í apótekinu. Hún náði í pakka og dró fram bók. „Þú verður að kvitta," sagði stúlkan. Þar sem þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem ég keypti músaeitur leið mér eins og ég væri að sækja um byssu- leyfi. „Ég ætla ekki að drepa neinn nema Hagbarð," sagði ég við stúlkuna og setti upp seik- leysislegt spariandlit. „Ha,“ sagði stúlkan. „Ja, sko músina í bílskúrnum," stamaði ég. „Við köllum hana Hagbarð.“ Ég sá að gáfulegast væri að ræða þetta ekki frekar við þenn- an lyfjatækni. Betra væri að kvitta orðalaust í eiturefnabók- ina. Ég sá ekki að ég væri neitt bættari þótt ég segði tækninum frá þessu með mislukkuðu list- rænu músagildruna, mús- hræddu konuna og börnin heima. Afgreiðslukonan hefði Hagbarður lifir aö ganga þegar með mér út í vor- blíðuna. Konunni þóttu þessir rómantísku tilburðir í bílskúm- um undarlegir og vildi halda áfram að stafla kössum. Aftökuskipun Ég tók það ekki í mál og leiddi hana hið snarasta út úr bílskúm- um. Ekki veit ég við hverju konan bjóst. Kannski sumargjöf svo stór- kostlegri að ég vildi fara með hana út til þess að sjá dýrðina. Hún var eitt spurningarmerki þar sem við stóðum á stéttinni utan við bílskúrinn. „ Ég sá mús,“ sagði ég óðamála. Ég skellti þessu beint á konuna þá er ég taldi hana óhulta. Auðvitað var þaö óvarlegt af mér. Hún hljóðaði upp og greip um buxnaskálmarnar. „Dreptu hana,“ sagði konan í skipunartóni sem ég held að fimm stjömu her- foringjar búi einir yfir. Hún talaði eins og sá sem hefúr vald til þess að senda aðra út í opinn dauðann. Hún ræddi ekki frekari hemað- aráætlanir heldur forðaði sér inn. Kössum hefur síðan ekki verið raðað í bilskúmum. Konan fer ekki þangað inn. Það er óhaggan- leg ákvörðun og breyta þar engu stórkostlegar músadrápstilraunir annarra fjölskyldumeðlima. Auðvitað er ekki gott að vita af mús í bílskúmum. Því kallaði ég til yngri son minn. Saman lögðum við í leiðangur í skúrinn. Við hentmn til drasli og leituðum. Enga fundum við músina. Sem gamall kaupamaður úr sveit leit- aði ég vísindalega að músaskít en fann hann ekki heldur. Strákur- inn lét varlega í ljós það álit að pabbinn væri ruglaður og sæi of- sjónir. Þama væri engin mús og hefði aldrei verið. Listræn gildra Strákurinn er listrænn í sér. í músarleitinni fann hann köllun- ina koma yfir sig. Hann bjó til meistaralega músagildru. Hann lagði lista og fjalir víða að og all- ar enduðu þær í keramikskál með vatni. Vænum ostbita krækti hann á enda yfir vatninu. Þangað átti músin að leita. Freistingin var fólgin í ostbitanum góða. Trikkið sem músin mátti ekki fatta var fólgið í lausri fjöl rétt við ostinn. Kæmi svöng mús svo nærri gómsætum ostbitanum beið ekkert annað en beisklegur ald- urtili í keramikskákinni. Hið list- ræna ungmenni ætlaði sér sem sagt að drekkja músinni af ein- beittum vilja. í miðri gildrulagningunni nefndi hann músina nafni sem síðar festist við hana. Hagbarður skyldi dýrið heita og var því talið Jónas Haraldsson fréttastjóri karlkyns án allra rannsókna. Að þessu afreksverki loknu héldum við feðgar inn. Stoltir greindum við skelkuðum kvenpeningi heim- ilisins frá viðamikilli áætluninni. Hagbarður var talinn feigur. Listamaðurinn ungi fylgdist með ostagildrunni oft á dag næstu dægur. Ekkert gerðist. Hagbarður lét ekki sjá sig. Ostbitinn var ósnertur. Hann skorpnaði smám saman og vatnið gufaði upp. Óviss tilvist Ég lá undir auknu ámæli. Mús- hrædda konan lét að því liggja að þetta hefði verið missýn hjá mér. Pilturinn skóf ekki utan af því. Eftir því sem óétinn osturinn rýrnaði meira og meira varð hann sannfærðari. Hagbarður var ekki til. Þetta var aðeins hugarfóstur fóðurins sem vildi leika hetju þeg- ar hann var einn með konunni í bílskúmum. Engin mús stæðist þá freistingu sem hann hefði kom- ið fyrir í bílskúrnum. Fyrst hún fannst ekki dauð í keramikinu var engin mús í skúmum. Staða mín var ekki góð. Auðvit- að vildi ég ekki hafa mús í bíl- skúmum. Ég var því feginn að engin fannst músin. Hitt var líka slæmt að vera álitinn mglaður og sjá ofsjónir. Þannig stóðu mál um hríð og minningin um Hagbarð dofnaði. Það breytti þvi þó ekki að konan lét skúrinn eiga sig. Þótt krakkamir teldu það fjarri lagi að Hagbarður byggi þar vildi hún hafa vaðið fyrir neðan sig. Neyðarhringing Það var því að vissu leyti létt- sennilega neitað aö afhenda mér eitrið. „Lestu leiðbeiningamar," sagði þessi lyfjatæknir og enn fannst mér eins og blessuð konan héldi að ég ætlaði að fyrirkoma ein- hverjum öörum en Hagbarði. Kannski var það bara samvisku- bitið sem nagaði mig sem hafði þessi áhrif. Hvaða rétt hafði ég til þess að bmgga Hagbarði þessi banaráð? Endurheimt bflskúrs Um leið og ég settist inn i bíl- inn renndi ég yfir leiðbeiningarn- ar. „Má eingöngu nota til útrým- ingar á músum" stóð á pakkan- um. Annað stóð ekki til. „Hættu- legt svínum," sagði enn fremur. Sú klausa snerti mig ekki. Þá var sagt hvenær mætti nota eitrið, sem sagt þegar vart hefur orðið músa. Það var greinilega ekki lengur dregið í efa á mínu heim- ili. Líkur benda því til þess að dag- ar Hagbarðs séu taldir. Hans veldi hefur staðið nógu lengi. Bara að hann fúlsi ekki við músakominu eins og ostinum. Það er nefnilega kominn tími til þess að halda áfram þar sem frá var horfið og raða þessum kössum. Ég mun styðja konuna í því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.