Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 25
JjV LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 25 Hfóik Skrýtnar tilviljanir á þremur klukkutímum: Hann fótbrotnaði en hún missti vatnið Dagurinn var annasamur hjá þeim hjónum. Hann fótbrotnaöi og hún missti vatnið þegar hann var á leiö heim á sjúkrabílnum sem hún þurfti einmitt á aö halda. DV, Ólafsfirii:_________________________ Það var skrýtinn dagur I lífi hjón- anna Hilmars Kristjánssonar og Bimu Óskarsdóttur miðvikudaginn 18. júni síðastliðinn. Með þriggja tíma millibili afrekuðu þau að brjóta fótlegg og vera síðan flutt inn á fæðingardeild sjúkrahússins á Ak- ureyri, þar sem þau lágu bæði sam- an yfir nóttina. Hilmar var að mála húsið að utan þegar hann féll skyndilega niður og fótbrotnaði. Bima, konan hans, brá skjótt við og hringdi í tengdafóður sinn, Kristján Jónsson, fram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðvar- innar í bænum. Kristján fór með son sinn til læknisins sem myndaði hann og ákvað í kjölfarið að senda hann inn á Akureyri hið snarasta, þar sem maðurinn væri fótbrotinn. Hilmar var lagður í körfu og til Ak- ureyrar fóm þeir fegðar á sjúkra- bílnum. Þegar þetta gerðist var klukkan langt gengin í þrjú. Missti vatnið Á Akureyri var Hilmar fluttur inn á slysavarðstofu, myndaður á nýjan leik, og settur í gifs. Hilmar var rúma tvo klukkutíma á slysa- varðstofúnni þar sem beinasérfræð- ingur skoðaði hann. Bima Óskarsdóttir var kasólétt þegar þetta gerðist og bjóst við að fæða bamið daginn eftir. Hún beið ein heima á meðan eiginmaðurinn var fluttur inn á Akureyri í sjúkra- bílnum, sem faðir hans ók. „Ég var sallaróleg mestallan tím- ann sem ég beið eftir þeim,“ segir Bima. „En mig var farið að lengja eftir fréttum af þeim. Það er ekki fyrr en klukkuna vantar tíu mínút- ur í sex að Kristján hringir frá sjúkrahúsinu á Akureyri og segir mér hvað hefur gerst hjá honum. Hann sagðist vera kominn í gifs og vera á leiðinni heim, þeir væru að fara að leggja af stað. Ög þá segi ég í símann: Viljiði í guðs bænum flýta ykkur heim, ég er að missa vatnið. Og það gerðist einmitt þá, á meðan ég var að tala við hann.“ „Og þá stukkum við upp í bíl og gáfum í!“ segir Hilmar sposkur á svip og neitar að gefa upp hversu fljótur þeir vom heim, en viður- kennir þó að þeir hafi verið „fljótari en venjulega, enda settum við blikk- ljósin á fullt!" Lagðist í körfuna Hilmar stökk út úr sjúkrabílnum, fótbrotinn maðurinn, og hökti á hækjunum inn í hús til ófrískrar konunnar, sem beið heima í stofu, búin að missa vatnið. Bima segist hafa verið frekar róleg þegar þeir komu, hún hafi bara gengið að sjúkrabllnum og lagst í körfuna, sem Hilmar var í nokkram andartök- um áður. „Og inn eftir fór- um við aftur, ég og pabbi,“ segir Hilmar og er ekki laust við að hann hlægi. „Við fórum á fæðingar- deildina en verkirn- ir byrjuðu samt ekki fyrr en við komum þangað. Verkirnir héldu áfram alveg til hálf ellefu um kvöldið og þá steinhættu þeir. En þá var ég mjög kvalinn af verkjum, lagður í sjúkrarúm, og allir að stumra yfir mér.“ „En enginn sinnti mér svo ég fór bara að sofa,“ segir Bima. „Ég var látin fara af stað klukkan hálfellefu um morg- uninn og það fædd- ist drengur rétt fyr- ir klukkan þrjú.“ „Og ég hökti í kringum hana allan tímann á öðrum fætinum," bætir Hilmar við bros- andi. Drengurinn var rétt tæpar 16 merk- ur, 53 sentímetrar á lengd. Bima lá á FSA aðeins tvo daga. Hún var komin heim á laugardegi. „Ég komst heim í tæka tíð fyrir leik Leifturs við Hamburger. Ég mátti ekki missa af honurn," segir Birna. -HJ Fjölskyldan á góöri stund, Birna meö óskíröan soninn, þá Ingi Freyr, Óskar, Sigríöur Þóra og loks pabbinn í gipsinu. DV-mynd H.J. Krakkaí! -f ) I / I I r ) i 1 ____/ i ’l I 4 1 i I j 4 J I J f 1 f íJ Jtsit í tilefni af 5 ára afmæii Tígra verða afhentir Kjöríshlunkar og Tígra-skyggni hjá eftirtöldum umboðsmönnum DV: Auglýstur tími umboðsmanna DV: Akranes: Akureyri: Bakkafjöröur: Bíldudalur: Blönduós: Bolungarvík: Borgarfjöröur eystri: Borgarnes: Breiðdalsvík: Búöardalur: Dalvík: Djúpivogur: Drangsnes: Egilsstaðir: Afhent hjá: Eskifjöröur: Eyrarbakki: Fáskrúðsfjöröur: Flateyri: Grenivík: Grindavík Grímsey: Grundarfjörður: Hafnir: Hauganes: Hella: Hellisandur/Rif: Hofsós: Hólmavík: Hrísey: Húsavík: Hvammstangi: Hveragerði: Afhent hjá: Hvolsvöllur: Höfn: ísafjörður: 7. júlí kl. 13-16 7.-11. júlíkl. 13-18 7. júlíkl. 17-19 7. júlí kl. 18-20 8. júlíkl. 13-16 7. júlíkl. 16-18 7. júlí kl. 17-19 9. júl( kl. 13-15 Hafið samband við umboðsmann. 10. júlíkl. 16-17 7. júlíkl. 12-16 Hafið samband við umboðsmann. 9. júlíkl. 17-19 9. júlíkl. 14-18. Innrömmun. og speglagerð, Hafið samband viö umboðsmann. 8. júlí kl. 15-17 8. júlíkl. 17-19 7. júlí kl. 13-14 Hafið samband við umboðsman 9. júlí kl. 14-16 Hafið samband við umboðsmann. 9. júlí 17-19 7. júlí kl. 15-17 Hafið samband við umboðsmann. 10-júlí 13-17 8. júlíkl. 16-19 10. júlíkl. 14-16 8. júlí ki. 18-21 8. júlíkl. 19-21 8. júlíkl. 19-21 8. júlí kl. 13-15 9. júlí kl. 13-18 Verslunin Imma, Breiðumörk 2 Hafið samband við umboðsmann. 8. júlf kl. 13-15. Afhent í Hornabæ. 8. júlí kl. 17-19 WBm. Krakkar: Komið og fáið ykkur hlunk og Tígraskyggni. Keflavík: Kirkjubæjarklaustur: Kópasker: Laugar: Laugarvatn: Neskaupstaður: Njarðvík: Ólafsfjörður: Ólafsvík: Patreksfjörður: Raufarhöfn: Reyðarfjörður: Reykhólar: Reykjahlíð: Rif: Sandgerði: Sauðárkrókur: Selfoss: Seyðisfjörður: Siglufjörður: Skagaströnd: Stokkseyri: Stykkishólmur: Stöðvarfjörður: Súðavík: Suðureyri: Svalbarðseyri: Tálknafjörður: Vestmannaeyjar: Vík: Vogar, Vatnsleysustr.: Vopnafjörður: Þingeyri: Þórshöfn: Þorlákshöfn: Afhent hjá: 9. júlf kl. 17-19. Hringbraut 71 og Hringbraut 55. 11. júlí. Afhent í Skaftárskála. 8. júlí kl. 11-12 11. júlí kl. 13-18. Afhent hjá: Bókabúð Rannveigar 7. júlíkl. 18-19 8. júlí kl. 14-15 8. júlíkl. 13-15 10. júlí kl. 13-15 9. júlíkl. 17-18 7. júlf kl. 17-19 8. júlí kl. 13-14 7. júlí kl. 18-19 10. júlíkl. 21-22 8. júlí kl. 19-21 10. júlfkl. 16-19 7. júlí kl. 19-20 9. júlí kl. 16-18 9. júlfkl. 13-16 Hafið samband við umbd 7. -11. júlí kl. 14- 18. Afhent í Sölut., Aöalgötu 23. Hafið samband við umboðsmann. 9. júlí kl. 14-15 8. júlíkl. 17-19 7. til 11. júlí kl. 14-17 8. júlfkl. 13-15 7. júlí kl. 16-18 7. júlíkl. 14-18 7. júlíkl. 17-19 7. og 8. júlí kl. 16-19 11. júlí kl. 19-21 8. júlí kl. 14-15 8. júlí kl. 20-21 8. júlí kl. 14-18 Hafiö samband við umboðsmann. 9. júlf kl. 14-18. Kerlingakot, Óseyrarbraut 12. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.