Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 28
28 helgarviðtalið
' ik ik'
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 JjV
LAUGARDAGUR 5. JÚLl 1997
heigarviðtalið
37 *■
- segir Guðríður Elíasdóttir sem fær hvorki starfslokasamning né laun frá nýrri stjórn félagsins
Guðríður Elíasdóttir, fyrrverandi
formaður Verkakvennafélagsins
Framtíðarinnar í Hafnarfirði, hefur
verið í hópi kunnustu verkalýðs-
leiðtoga landsins um áratugaskeið. í
lok síðasta árs hvarf hún óvænt af
sviði verkalýðsforystunnar. Hún
segir að sér hafi verið bolað burtu.
Notfærðu
sér veikindi mín
„Andstæðingar mínir í félaginu
notfærðu sér það að ég fékk snert
af heilablæðingu skömmu fyrir að-
alfund félagsins í nóvember síðast-
liðnum. Þær komu því þannig fyr-
ir með bolabrögðmn að ég var
hrakin frá. í fyrra voru sett lög
þess efnis að aðalfúndir verkalýðs-
félaga skyldu haldnir að vori. Þess
vegna var þetta síðasti haustfund-
urinn. Ég ætlaði að gefa kost á mér
til formennsku fram að aðalfundin-
um í vor er leið en þaö voru um 4
mánuðir. Þá voru liðin 50 ár frá
því ég tók sæti í stjórn Framtíðar-
innar, 30 ár frá því að ég varð for-
maður og starfsmaður félagsins og
ég átti 75 ára aflnæli. Mig langaði
til að hætta með reisn á þessum
margföldu tímamótum. Andstæð-
ingar minir í félaginu gátu ekki
unnt mér þess,“ sagði Guðríður í
samtali við DV, þegar hún var beð-
in um að segja frá hinu óvænta
brotthvarfi sinu úr verkalýðshreyf-
ingunni.
Erfiður tími
Hún segir að síðustu tvö árin
hafi margt verið sér mótdrægt og
það er hreint með ólíkindum hvað
þessi aldna verkalýðshefja hefur
orðið að þola á þeim tíma.
„í apríl 1995 missti ég manninn
minn, Jónas Sigurðsson. Hann hafði
átt við heilsuleysi að stríða um
langan tíma. í apríl fékk hann heila-
blóðfall og var allur eftir eina viku.
Aðeins fjórum dögum eftir að hann
var jarðsettur kviknaði í húsinu
minu og af urðu miklar skemmdir
af eldi, reyk, sóti og vatni. Það tók á
fjórða mánuð að koma húsinu í
íbúðarhæft ástand aftur og hreinsa
og lagfæra innanstokksmunina.
Bömin mín hvöttu mig til að fara
eins fljótt og ég gæti að vinna aftur
eftir þessi tvö miklu áfoll. Ég gerði
það. Allir sögðu að ég myndi hafa
gott af því að komast aftur út í
mannlífið. En það var ekki allt búið
enn. í júní 1996 lenti ég í alvarlegu
bilslysi þegar ég ók á vegg. Ég bæði
ökklabrotnaði og brotnaði mikið á
bringunni. í þessu átti ég i 4 mánuði
en var komin til vinnu aftur í byrj-
un október í fyrra. Þegar ég kom í
vinnuna byrjaði ég að undirbúa að-
alfúnd félagsins, með mínu fólki, en
ætlunin var að halda hann í nóvem-
ber. Allt gekk eðlilega. Stillt var upp
stjóm, varastjóm og trúnaðarráði.
Hálfu ári áður hafði varaformaður-
inn, Málfríður Þórhallsdóttir, sagt
mér að hún gæfi ekki kost á sér
áfram. Ég fékk því Þóm Björgvins-
dóttur á listann í hennar stað.
Sömuleiðis tilkynnti Linda Baldurs-
dóttir, sem nú er formaður, að hún
gæfi ekki kost á sér í stjómina. Ég
bað því konu sem heitir Halldóra
Gunnarsdóttir að taka hennar sæti
og hún samþykkti það.
Ætlaði að hætta
„Ég kallaði þennan hóp saman til
fundar. Þar tUkynnti ég um að ég
ætlaði að hætta sem formaður á að-
alfundi, sem nýjum lögum sam-
kvæmt bæri að halda í vor er leið.
Allir á fúndinum lýstu því yfir að
þeir ætluðu að starfa með mér þessa
mánuði, frá nóvemher 1996 til apríl
1997 að nýr aðalfundur yrði hald-
inn,“ segir Guðríður.
Meiri erfiðleikar
Erfiðleikar Guðríðar vora ekki
búnir. Þann 16. nóvember veiktist
hún. Um var að ræða snert af heila-
blæðingu sem varð til þess að hún
átti erfitt um mál í nokkrar vikur.
„Þegar ég vaknaði að morgni 16.
nóvember var það fyrsta sem kom í
huga mér að ég þyrfti að ræða við
starfsstúlku Framtíðarinnar, Lára
Sveinsdóttir, um ákveðið máleflii.
Ég hringdi klukkan að verða tíu en
hafði ekki talað við neinn fram að
því enda ein í húsinu. Þegar ég ætl-
aði að tala við Lára gat ég ekki gert
mig skiljanlega. Hún spurði hvort
ég væri drakkin. Ég hætti því að
reyna að ræða við hana og hringdi
í dóttur mína. Hún heyrði strax að
eitthvað var að og kom til min.
Lára hafði hringt í son minn og
sagt að eitthvað væri að hjá mér og
hann kom líka til mín. Þau fóra
með mig inn á Borgarspítala. Ég
fann að það var ekkert að mér ann-
að en að ég átti bágt með að tala,
enda hafði ég ekki orðið vör við
neitt um nóttina. Ég var rannsökuð
mjög vel og síðan fór ég á Grensás-
deildina og var þar næstu nótt.“
Dóttir Guðríðar lét starfsstúlku
Framtíðarinnar, Lára Sveinsdóttur,
vita um líðan hennar. Sagði að ekki
vottaði fyrir heilablæðingu og ekk-
ert annað að en hún ætti erfitt með
að tala.
„Lára sagði þá dóttur minni að
hún væri búin að boða stjómarfund
næsta dag. Dóttir mín spurði þá
hvort hún ætti eitthvað með það?
Lára sagði svo vera enda vissi hún
alveg hvemig væri með fólk sem
væri búið að fá heilablæðingu, það
væri búið að vera. Sagðist þekkja
þetta vel. Mér var skýrt frá þessu
og þótti skrýtið. Hún hefði alla vega
átt að hafa samband við mig um
málið eða þá varaformanninn.
Samt sem áður héldu þær stjómar-
fundinn á sunnudeginum. Þeim lá
svo mikið á enda höfðu þær afskrif-
að mig. Á þessum stjómarfundi var
aðalfúndinum, sem halda átti næsta
þriðjudag, fl-estað í eina viku og
þótti mér það fallegt gert af þeim.
Kjaftasögur fara af stað
Nú fóra hlutimir að gerast hratt.
Kjaftasögur vora settar af stað inn
að Guðríður væri búin að vera. Hún
myndi aldrei ná sér og gæti því ekki
haldið áfram sem formaður. Ekkert
vit væri í að kjósa hana áfram og
annað í þessum dúr. Síðar í þessari
sömu viku var aftur haldinn stjóm-
arfundur. Þar var meðal annars
samþykkt að reyna að fá Guðríði til
að segja af sér.
„Ég var útskrifuð af sjúkrahúsinu
að kvöldi 18. nóvember og fór heim
til mín. Um miðjan næsta dag kom
Málfríður varaformaður til mín og
bað um að fá að tala við mig. Það
var auðvitað sjálfsagt enda taldi ég
okkur vinkonur eftir áralangt sam- ■
starf í félaginu. Ég hafði að auki
fylgst með henni frá því hún fædd-
ist. Hún sagði mér frá frestun aðal-
fundarins. Síðan sagðist hún eiga
annað erindi við mig. Hún ætti að
athuga hvort ég vildi ekki segja af
mér. Mér fannst þetta eins og blaut
tuska fram í mig. Ég spurði hana
hvort hún væri komin til að reka
mig. Varstu send til þess? spurði ég.
Hún neitaði því og ég sagði henni
þá að ekki kæmi til greina að ég
segði af mér. Lengra varð samtal
okkar ekki.“
Guðríður sögð búin að
vera
Á stjómarfundi skömmu eftir
þetta skýrði varaformaðurinn frá
þessari ferð sinni til Guðríðar. Hún
sagðist sannfærð um að hún væri
búin að vera. Það yrði að fá hana til
að segja af sér.
Guðrún Guðmundsdóttir, sem þá
var ritari stjórnar og hlustaði á
þetta blaðaviðtal við Guðríði, segir
að þetta hafi verið mikið rætt og
aðrar stjómarkonur, sem mættar
voru, sagt að þetta mál þyrfti að
kanna betur. Þær hefðu allar lofað
að styðja Guðríði til formennsku
fram á vorið, á komandi aðalfúndi.
Um væri að ræða þriggja til fjög-
urra mánaða tímabil. Þá yrðu öll
þessi afinæli sem áður hefúr verið
sagt frá. Þessi fúndur endaði þannig
að allar sem lofað höfðu að styðja
Guðríði vildu að farið yrði til henn-
ar og málið kannað. Varaformaður-
inn einn var á móti því. Hún vildi
hana einfaldlega burt. Það varð svo
úr að Málfríður og Unnur Helga-
dóttir vora kosnar til að ræða við
Guðríði en sú sem nú er formaður,
Linda Baldursdóttir, kom líka án
þess að hafa verið til þess kosin.
„Þær komu inn til mín og vora
ekki fyrr sestar niður en Linda spyr
hvort ég vilji ekki bara segja af mér
til að firra vandræðum. Ég sagði
henni að það kæmi ekki til greina.
Ég væri búin að svara þessari
spumingu áður. Mikið meira var
ekki rætt og þær fóra með þetta.“
Sögulegur aðalfundur
„Eg hafði síðan samband við
starfsstúlku félagsins og hað hana
að auglýsa aðalfundinn á þeim degi
sem ákveðið hafði verið að halda
hann. Þá komu þær til mín eina
ferðina enn til að biðja mig að segja
af mér. Enn neitaði ég. Ég sagðist
sjá út í hvaða skítverk þær væra
að fara og þær skyldu bara ljúka
því sjálfar. Ég ætlaði ekki að draga
þær að Iandi.“
Aðalfúndin-inn var svo haldinn
26. nóvember. Öll venjuleg aðal-
fundarstörf gengu eðlilega fyrir sig.
Allar nefndir vora kosnar hverju
nafni sem þær nefnast, líka trúnað-
armannaráð og stjóm af listanum
sem stjóm og trúnaðarráð stóðu að.
Þegar þetta var afstaðið gerðist
mjög sérstæður atburður.
„Málfríður varaformaður bað þá
um orðið. Hún lét bóka að kosning-
in væri ólögleg og að hún hefði
íhugað að standa að öðrum lista.
Hún sagði að einn dag vantaði upp
á að framboðsfrestur væri löglegur
og að engin kjörsfjóm hefði verið
kosin. Hún krefðist því fresflmar á
aðalfundinum og framhaldsaðal-
fundar. Hún var meira að segja
með lögfræðing ASÍ með sér. Hann
og fráfarandi stjóm skutu á fundi.
Hann sagði þeim best að ganga að
þessum kröfum því þær væru
ákveðnar í að kæra málið ef ekki
yrði farið að kröfum þeirra. Hvorki
varaformaðurinn né starfsmaður
félagsins höfðu sagt mér að eitt-
Ég ætlaði aö gefa kost á mér til formennsku fram ab aöalfundinum í vor er leiö en þaö voru um 4 mánuöir. Þá voru liöin 50 ár frá því ég tók sæti i stjórn Framtíöarinn-
ar, 30 ár frá því aö ég varö formaöur og starfsmaður félagsins og ég átti 75 ára afmæli. Mig langaöi til aö hætta meö reisn á þessum margföldu tímamótum.
maður félagsins í fyrra. Raunar fékk
þessi kunningi minn þau skilaboð
frá stjóm Framntíðarinnar að form-
aðurinn væri ekki ráðinn í vinnu og
þess vegna þyrfti ekki að segja hon-
um upp. Formaður eigi bara að
ganga út þegar hann lætur af for-
mennsku þótt hann sé líka starfs-
maður. Þess vegna væri ekki um
neinn starfslokasamning að ræða.
Við þetta situr enn.“
Þjófkennd
Guðriður segir að nýja stjórnin
hafi ekki látið þetta nægja, heldur
hafi allt verið gert til að reyna að
finna eitthvað á sig.
„Þær leituðu um allt að einhverju
á mig. Og loks fundu þær mál sem
þær þóttust geta hankað mig á. Þær
fundu það að ég hafði fengið 13. mán-
uðinn greiddan það árið sem aðalkj-
arasamningagerð stóð yfir. Eftir
hina löngu og ströngu samningalotu
í „sólstöðusamningunum" 1977 fór ég
fram á það við þáverandi stjóm að
ég fengi launahækkun til að mæta
þessari miklu vinnu sem samninga-
gerðin var orðin. Þær samþykktu
það ekki en þess í stað að ég fengi 13.
mánuðinn greiddan aðalkjarasamn-
ingaárið. Síðan hefúr það verið
þannig. Ég hef fimm eða sex sinnum,
síðastliðin 20 ár, fengið 13. mánuð-
inn greiddan. Þessi samþykkt mun
ekki hafa verið færð til bókar. Á
þessu ætlaði núverandi sfjóm að
hanka mig þar sem engin bókun var
fyrir þessu. Þegar þetta kom upp
hitti ég eina konuna sem sat í stjórn-
inni 1977 og sagði henni hvað væri
það nýjasta hjá nýju stjóminni. Nú
væri verið að þjófkenna mig fyrir 13.
mánaðargreiðsluna. Hún kallaði þeg-
ar í stað saman þær konur sem þá
sátu í stjóm og samþykktu greiðsl-
una til mín 1977. Og þann 18. mars
síðastliðinn skrifuðu þær undir yfir-
lýsingu þar sem staðfest er að
greiðslan til mín sé til komin vegna
mikils álags og vinnu við gerð kjara-
samninga. Þess vegna hefði verið
samþykkt að greiða mér 13. mánuð-
inn árin sem aðalkjarasamningar
eru gerðir. Þá loks lét hin nýja stjórn
sér segjast í þessu máli.
Glerlistaverk endursent
Guðríður átti 75 ára afmæli 23.
apríl síðastliðinn. Á sumardaginn
fyrsta, 24. apríl, boðaði forseti ís-
lands hana til Bessastaða og sæmdi
hana íslensku fálkaorðunni fyrir
störf að verkalýðs- og félagsmálum.
Rétt áður en hún lagði af stað til
Bessastaða kom sending frá blóma-
búð í bænum. Þetta var glerlistaverk
og blóm. Ég las á kortið og sá að
þetta var frá félaginu. Ég hafði ekki
geð í mér til að þiggja þetta eftir allt
sem þær höfðu gert mér. Þær voru
svo litlar sálir að þær treystu sér
ekki einu sinni til að koma með
þetta sjálfar. Þær höfðu beðið son
minn að fara með þetta til mín.
Hann sagði þeim að gera það sjálfar.
Ég lét því skila þessu aftur niður í
blómabúð og biðja fólkið þar að
koma þessu til réttra aðila. Þegar
málið var svo tekið fyrir á fundi hjá
þeim í stjórninni sögðu þær að ég
hefði ekki tekið við gjöfinni. Þá
spuröi fúndarkona hvers vegna ég
hefði ekki tekið við gjöfinni. Stjórn-
arkonurnar sögðust ekki vita ástæð-
una. Ég er því afskaplega fegin að
geta nú skýrt hafnfirskum verkakon-
um frá ástæðum þess að ég þáði ekki
glerlistaverkið," sagði Guðríður Elí-
asdóttir. -S.dór
hvað væri aðfinnsluvert við lista
okkar. Að skipa kjörstjórn þegar
einn listi er borinn fram er út í
hött. Það er hvergi gert því hann er
sjálfkjörinn. Kjörstjórn er ekki
skipuð nema kosið sé milli tveggja
eða fleiri lista. Og hvernig fram-
boðsfrestur gat verið of stuttur þar
sem búið var að fresta aðalfundi
um heila viku var út í hött. En það
sem er alverst í þessu er að lögleg-
ur aðalfundur samþykkti lista okk-
ar og kaus stjórnina af honum at-
hugasemdalaust. Eftir það kemur
Málfríður fram með þessa bókun.
Það er ekki hægt að breyta ákvörð-
un aðalfundar fyrr en á næsta aðal-
fundi. Og lögmaður Alþýðusam-
bandsins tók þátt í þessari vitleysu
með þeim. Ég treysti mér ekki á
þennan fund. Það fór svo illa með
mig þessi aðför að mér dagana á
undan auk annars sem hafði geng-
ið á hjá mér. Þar fyrir utan hafði ég
ekki náð fullkomnu valdi á að
tala.“
Andstæðingar Guðriðar fóru svo
í að koma saman öðrum lista og
halda framhaldsaðalfimd, þar sem
hann var samþykktur. Guðriður
segir að þar hafi verið konur á lista
sem hún hefði orðið hissa á að sjá
og líka vonsvikin. Hún sagðist ekki
hafa haft geð í sér til að fara út í
stríð við þær.
„Ég téddi rétt að þær fengju að
ljúka við og fullkomna þetta skít-
verk sitt.“
Jólaskreytingarnar
„Þessi framhaldsaðalfundur var
haldinn 16. desember. Um kvöldið,
klukkan 22.30, komu tvær úr nýju
stjóminni, fyrmefnd Málfríður og
Þóra Björgvins, arkandi með stóra
jólaskreytingu til mín. Þær spurðu
hvort þær mættu koma inn og tala
við mig. Ég hélt nú ekki. Þær hefðu
ekkert inn til mín að gera og rak
þær í hurtu með skreytinguna. Fyrr
um kvöldið hafði starfsstúlka félags-
ins komið til mín með jólaskreyt-
ingu en hún fór sömu leið og hinar.
Ég gat ekki fyrirgefið henni hvemig
hún hafði unnið á hak við mig. Hún
hafði ekki rætt einu orði við mig
um aðforina að mér sem formanni
félagsins, sem staðið hafði yfir i
einn mánuð.“
í fundargerð þessa framhaldsaðal-
fundar er bókað að gera þurfi starfs-
lokasamning við Guðríði og þakka
mér fyrir störfin á liðnum árum.
„Æ, þetta venjulega skjall um alla
sem verða góðir þegar þeir era
dauðir. Ég fór svo til Ammundar
Backmans, sem er lögfræðingur fé-
lagsins, og spurði hann hver staða
min væri við þessi starfslok. Ég
hafði verið starfsmaður félagsins í
30 ár. Hann sagði það liggja á borð-
inu að ég ætti eins árs starfsloka-
samning eftir öll þessi ár. Hann
spurði hvort búið væri að segja mér
upp en svo var ekki og það hefur
ekki verið gert enn. Mér hefur ekki
verið sagt upp störfum. Ammundur
sagði að fyrst yrði að segja mér upp
og síðan að gera við mig starfsloka-
samning. Hann gæti ekki orðið
styttri en 6 mánuðir samkvæmt lög-
um en eðlilegur væri hann 12 mán-
uðir.“
Engin laun
Svo leið timinn og ég taldi mig
vera á veikindadögum og á launa-
skrá hjá félaginu. Þann 1. febrúar,
þegar sonur minn ætlaði að ganga
frá jóla-visareikningi mínum, var
ekki búið að leggja launin mín inn
og honum sagt að ég væri ekki leng-
ur á launaskrá og fengi því ekkert
kaup. Meira að segja tóku þær af
veikindadaga sem ég átti inni til 16.
febrúar. Einhver kom þó vitinu fyrir
þær því þessum 16 veikindadögum
var síðar komið inn á tékkareikning
minn í bankanum síðast í mars.“
Þegar engin laun hárust fékk Guð-
ríður löglærðan kunningja sinn til
að skoða þetta mál og setja upp drög
að starfslokasamningi. Nýja stjórnin
sagði alltaf við þennan kunningja
hennar að þær ætluðu endilega að
ganga frá þessu máli.
„En það hefur ekkert gerst. Mér
hefur ekki verið sagt upp enn þá en
ég hef heldur engin laun fengið frá
því ég hætti sem formaður og starfs-
Ég er þvf afskaplega fegin að geta nú skýrt hafnfirskum verkakonum frá
ástæðum þess að ég þáði ekki glerlistaverkið.