Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1997 Kjartan Hauksson kafari: Hægt að ná Öðufelli upp Kjartan Hauksson, kafari og eig- __ andi köfunarfyrirtækisins Sjóverks ','r7 ehf., segir mögulegt að ná upp af hafsbotni hvort sem er flaki Æsu eða Öðufells. Hann segir að þrátt fyrir að Öðufell liggi á helmingi meira dýpi en Æsa, eða 140 metrum, sé gerlegt að ná skipinu upp. „Þó svo menn hafi sýnt elju við að upplýsa flugslys og í engu til sparað þá er eins og sjómennskan hafi ekki náð sama vægi þar sem leitað er ástæðna. Ég hef þó fulla trú á því að menn hafi séð sig um hönd eftir Æsumálið og trúi ekki öðru en ráðuneytið fari nú á fullt að rann- saka málið og ná skipinu upp. Það er grundvallaratriði við rannsókn málsins," segir Kristján Pálsson al- þingismaður vegna sjóslysarann- i sókna undanfarið. „Það hefur alltaf verið mín skoð- un að ekki eigi að spara fé til rann- sókna sjóslysa. í mínum huga er eina leiðin til að fækka sjóslysum sú að upplýsa hverjar orsakimar eru. Það þm-fa að vera ákvæði í tryggingaskilmálum sem gera út- gerðum skylt að ná upp skipum af hafsbotni, sé þess nokkur kostur,“ segir Kristján. - sjá fréttaljós á bls. 20 Guöjón ráðinn eftir margra daga þjark: Toppur á ferlinum - líst vel á Guðjón, segir Guðni Bergsson fyrirliði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Guðjón Þórðarson, nýráðinn landsliðsþjálfari, takast í hendur á blaðamannafundi í gær. DV-mynd JAK Guðjón Þórðarson var i gærkvöld ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs- ins í knattspyrnu. Samningur hans við KSÍ gildir fram yfir Evrópu- keppnina árið 2000. Fyrsta verkefni Guðjóns verður afmælisleikur viö Norðmenn í Reykjavík 20. júlí. Það var að frumkvæði formanns KSÍ, Eggerts Magnússonar, að Guðjón og Knattspyrnufélagið ÍA komust að samkomulagi um að skipa gerðar- dóm til að útkljá deilumál sem upp hafa risið vegna starfsloka Guðjón hjá Knattspymufélagi ÍA. Hvor þess- ara aðila skipar einn mann í gerðar- dóminn og stjóm KSÍ þriöja mann- inn sem jafnframt er oddamaður. Niðurstaöa dómsins er endanleg. „Hafi ég á mínum tiu ára starfs- ferli sem þjálfari verið i krefjandi starfi þá er ég kominn í það með því að taka að mér landsliðið. Ég mun ekki svona í fljótu bragði kollvarpa vali á landsliðinu því ég tel að marg- ir leikmenn, sem þar eru fyrir, hafi ekki í síöustu leikjum sýnt sitt besta. Það er samt alveg ljóst i mín- um huga að enginn á öryggt lands- hðssæti og allir sem þangað komast þurfa að hafa mikið fyrir því. Á tíu ára ferli sem þjáifari hef ég stýrt þremur félagsliðum og unnið allt sem hægt er að vinna hér á landi. Það má því segja að landsliðið var það eina sem ég átti eftir. Það er engin spuming að þetta er toppur- inn á ferli mínum. Þetta verður mjög krefjandi að stýra þessari skútu þár sem þjóðin er raunar öll innanborðs," sagði Guðjón Þórðar- son eftir að ráðning hans hafði ver- ið kunngjörð. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, lýsti mikilli ánægju með ráðningu Guðjóns og bauð hann velkominn til starfa. „Guðjón hefúr rækilega sannað sig sem sem hæfur þjálfari. Hann hefur yfirburðaþekkingu á sínu sviði og við hjá KSÍ bindum miklar vonn: við ráðningu hans. Guðjón er þessi sanna sigurtýpa sem landslið- ið þarfhast einmitt um þessar mund- ir,“ sagði Eggert Magnússon við DV. „Mér líst bara vel á Guðjón. Hann hefur margsannað sig í gegnum tíð- ina. Ég efast ekki um að hann á eft- ir að leggja sig fram af alefli í þessu starfi og er vonandi að við sem erum i landsliðinu gerum slikt hið sama. Við leggjumst allir á eitt að koma liðinu á rétta braut og ná fram hagstæðari úrslitum en við höfum gert í síðustu leikjum," sagði Guðni Bergsson landsliðsfyrirliði þegar DV færði honum tíðindin af ráðingu Guðjóns. Hann var þá staddur á heimili sínu í Bolton. -JKS *. Veðrið næstu daga: Skúrir og rigning Á sunnudag verður norðvestankaldi eða stinningskaldi. Um norðanvert landið verða skúrir en annars þurrt og viða léttskýjað. Hiti verður á bilinu 3-14 stig, hlýjast á suðaustanverðu landinu. Á mánudag er spáð norðankalda. Um norðanvert landið verður skýjað og dálítil rigning en þurrt og víðast léttskýjað syðra. Hiti verður á bilinu 3-16 stig, hlýjast sunnanlands. Veðrið í dag er á blaðsíðu 57. Mikill viðbúnaður í Eyjum: Ryggefjord kyrrsett GÓÐI GUÐJÓN VERTU NÚ TIL FRIÐ5! DV, Vestiuarmaeyjum: Rannsókn hófst i Vestmannaeyj- um í gær á máli norska loðnuskips- ins Kristian Ryggefjord. Skipstjóri þess er grunaður um að hafa sent rangar tilkynningar um loðnuafla til íslenskra stjómvalda. Til stóð að lögregla yfirheyrði skipstjórann í gærkvöld. Eftir yfirheyrslur verður ákveðið hvort hann verður ákærð- ur. Skipið verður kyrrsett í Eyjum meðan rannsókn fer fram. Mikill viðbúnaður var þegar skip- ið kom til hafnar um klukkan hálf- fjögur í gær. Embættismenn með Georg Kr. Lámsson, sýslumann í Vestamannaeyjum, í broddi fylking- ar, biðu skipsins og fóru um borð um leið og það lagðist að bryggju. Auk sýslumanns voru fulltrúar Mánudagur hans, skipherra frá Landhelgisgæsl- unni og lögfræðingar sem fóru um borð. Lögregla vamaði fréttamönn- um og öðrum að fara um borð en löndun hófst strax. Þó fékk einn maður að fara um borð, Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sem kaupir loðnuna. Hafði hann meðferðis stærðartertu sem á stóð Velkommen og var auk þess skreytt íslenska og norska fánanum. blm. -ÓG Georg Kr. Lárusson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, lögregla, skipherra Landhelgisgæslu, toliveröir og fulltrúar Fiskistofu lögðu hald á öll skipsskjöl. Á innfelldu myndinni er norska loðnuskipið Kristian Ryggefjord sem kyrrsett hefur veriö í Vestmannaeyjahöfn. DV-mynd Ómar Upplýalngar frá VeOurstofu íslands Sunnudagur i i t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.