Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1997
Kjartan Hauksson kafari:
Hægt að ná
Öðufelli upp
Kjartan Hauksson, kafari og eig-
__ andi köfunarfyrirtækisins Sjóverks
','r7 ehf., segir mögulegt að ná upp af
hafsbotni hvort sem er flaki Æsu
eða Öðufells. Hann segir að þrátt
fyrir að Öðufell liggi á helmingi
meira dýpi en Æsa, eða 140 metrum,
sé gerlegt að ná skipinu upp.
„Þó svo menn hafi sýnt elju við
að upplýsa flugslys og í engu til
sparað þá er eins og sjómennskan
hafi ekki náð sama vægi þar sem
leitað er ástæðna. Ég hef þó fulla trú
á því að menn hafi séð sig um hönd
eftir Æsumálið og trúi ekki öðru en
ráðuneytið fari nú á fullt að rann-
saka málið og ná skipinu upp. Það
er grundvallaratriði við rannsókn
málsins," segir Kristján Pálsson al-
þingismaður vegna sjóslysarann-
i sókna undanfarið.
„Það hefur alltaf verið mín skoð-
un að ekki eigi að spara fé til rann-
sókna sjóslysa. í mínum huga er
eina leiðin til að fækka sjóslysum
sú að upplýsa hverjar orsakimar
eru. Það þm-fa að vera ákvæði í
tryggingaskilmálum sem gera út-
gerðum skylt að ná upp skipum af
hafsbotni, sé þess nokkur kostur,“
segir Kristján.
- sjá fréttaljós á bls. 20
Guöjón ráðinn eftir margra daga þjark:
Toppur á ferlinum
- líst vel á Guðjón, segir Guðni Bergsson fyrirliði
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Guðjón Þórðarson, nýráðinn
landsliðsþjálfari, takast í hendur á blaðamannafundi í gær.
DV-mynd JAK
Guðjón Þórðarson var i gærkvöld
ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs-
ins í knattspyrnu. Samningur hans
við KSÍ gildir fram yfir Evrópu-
keppnina árið 2000. Fyrsta verkefni
Guðjóns verður afmælisleikur viö
Norðmenn í Reykjavík 20. júlí. Það
var að frumkvæði formanns KSÍ,
Eggerts Magnússonar, að Guðjón og
Knattspyrnufélagið ÍA komust að
samkomulagi um að skipa gerðar-
dóm til að útkljá deilumál sem upp
hafa risið vegna starfsloka Guðjón
hjá Knattspymufélagi ÍA. Hvor þess-
ara aðila skipar einn mann í gerðar-
dóminn og stjóm KSÍ þriöja mann-
inn sem jafnframt er oddamaður.
Niðurstaöa dómsins er endanleg.
„Hafi ég á mínum tiu ára starfs-
ferli sem þjálfari verið i krefjandi
starfi þá er ég kominn í það með því
að taka að mér landsliðið. Ég mun
ekki svona í fljótu bragði kollvarpa
vali á landsliðinu því ég tel að marg-
ir leikmenn, sem þar eru fyrir, hafi
ekki í síöustu leikjum sýnt sitt
besta. Það er samt alveg ljóst i mín-
um huga að enginn á öryggt lands-
hðssæti og allir sem þangað komast
þurfa að hafa mikið fyrir því. Á tíu
ára ferli sem þjáifari hef ég stýrt
þremur félagsliðum og unnið allt
sem hægt er að vinna hér á landi.
Það má því segja að landsliðið var
það eina sem ég átti eftir. Það er
engin spuming að þetta er toppur-
inn á ferli mínum. Þetta verður
mjög krefjandi að stýra þessari
skútu þár sem þjóðin er raunar öll
innanborðs," sagði Guðjón Þórðar-
son eftir að ráðning hans hafði ver-
ið kunngjörð.
Eggert Magnússon, formaður KSÍ,
lýsti mikilli ánægju með ráðningu
Guðjóns og bauð hann velkominn til
starfa.
„Guðjón hefúr rækilega sannað
sig sem sem hæfur þjálfari. Hann
hefur yfirburðaþekkingu á sínu
sviði og við hjá KSÍ bindum miklar
vonn: við ráðningu hans. Guðjón er
þessi sanna sigurtýpa sem landslið-
ið þarfhast einmitt um þessar mund-
ir,“ sagði Eggert Magnússon við DV.
„Mér líst bara vel á Guðjón. Hann
hefur margsannað sig í gegnum tíð-
ina. Ég efast ekki um að hann á eft-
ir að leggja sig fram af alefli í þessu
starfi og er vonandi að við sem
erum i landsliðinu gerum slikt hið
sama. Við leggjumst allir á eitt að
koma liðinu á rétta braut og ná fram
hagstæðari úrslitum en við höfum
gert í síðustu leikjum," sagði Guðni
Bergsson landsliðsfyrirliði þegar DV
færði honum tíðindin af ráðingu
Guðjóns. Hann var þá staddur á
heimili sínu í Bolton.
-JKS
*.
Veðrið næstu daga:
Skúrir og rigning
Á sunnudag verður norðvestankaldi eða stinningskaldi. Um norðanvert landið verða skúrir en annars þurrt og viða léttskýjað. Hiti verður á bilinu
3-14 stig, hlýjast á suðaustanverðu landinu.
Á mánudag er spáð norðankalda. Um norðanvert landið verður skýjað og dálítil rigning en þurrt og víðast léttskýjað syðra. Hiti verður á bilinu
3-16 stig, hlýjast sunnanlands. Veðrið í dag er á blaðsíðu 57.
Mikill viðbúnaður í Eyjum:
Ryggefjord
kyrrsett
GÓÐI GUÐJÓN
VERTU NÚ TIL
FRIÐ5!
DV, Vestiuarmaeyjum:
Rannsókn hófst i Vestmannaeyj-
um í gær á máli norska loðnuskips-
ins Kristian Ryggefjord. Skipstjóri
þess er grunaður um að hafa sent
rangar tilkynningar um loðnuafla
til íslenskra stjómvalda. Til stóð að
lögregla yfirheyrði skipstjórann í
gærkvöld. Eftir yfirheyrslur verður
ákveðið hvort hann verður ákærð-
ur. Skipið verður kyrrsett í Eyjum
meðan rannsókn fer fram.
Mikill viðbúnaður var þegar skip-
ið kom til hafnar um klukkan hálf-
fjögur í gær. Embættismenn með
Georg Kr. Lámsson, sýslumann í
Vestamannaeyjum, í broddi fylking-
ar, biðu skipsins og fóru um borð
um leið og það lagðist að bryggju.
Auk sýslumanns voru fulltrúar
Mánudagur
hans, skipherra frá Landhelgisgæsl-
unni og lögfræðingar sem fóru um
borð. Lögregla vamaði fréttamönn-
um og öðrum að fara um borð en
löndun hófst strax.
Þó fékk einn maður að fara um
borð, Sighvatur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar,
sem kaupir loðnuna. Hafði hann
meðferðis stærðartertu sem á stóð
Velkommen og var auk þess skreytt
íslenska og norska fánanum.
blm. -ÓG
Georg Kr. Lárusson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, lögregla, skipherra Landhelgisgæslu, toliveröir og fulltrúar
Fiskistofu lögðu hald á öll skipsskjöl. Á innfelldu myndinni er norska loðnuskipið Kristian Ryggefjord sem kyrrsett
hefur veriö í Vestmannaeyjahöfn.
DV-mynd Ómar
Upplýalngar frá VeOurstofu íslands
Sunnudagur
i
i
t