Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997
★
★
*
fféttir
Gamall landgönguliði í Bandaríkjaher á íslandi telur sig eiga afkomanda hér:
Enn að leita að Pal-
ínu og barni hennar
Á þessum stað f Bankastræti kveöst Maurice síðast hafa séö til Pálínu - konunnar sem bar barn hans undir belti þeg-
ar hann gegndi herþjónustu hér á iandi árin 1941-1942. DV-mynd S
„Ég sá hana síðast hér - rétt fyrir
utan Fish and chips veitingastaðinn
þar sem hún vann þegar ég kynntist
henni fyrst,“ sagði Maurice J. Car-
dinale, 76 ára, fyrrum landgönguliði
í Bandaríkjaher, sem dvaldi hér á ís-
landi frá því í júlí 1941 þangað til í
mars 1942. Hann er staddur hér á
landi til að leita að fyrrverandi vin-
konu sinni og afkomanda þeirra -
dóttur eða syni Pálínu, reykvískrar
vinkonu hans sem var ófrísk þegar
leiðir þeirra skildu - hann var þá
kvaddur í átök við Japani í Guadal
Canal í Kyrrahafinu eftir að Banda-
ríkjamenn lýstu stríði á hendur
þeim. Eftir það tókst honum ekki að
Finna Pálínu. Cardinale kom hingað
til lands i fyrrasumar í sömu erinda-
gjörðum að leita Pálínu, en án árang-
urs.
„Þegar ég kom fyrst til íslands
vorum við sendir í Álafoss-kampinn
fyrir utan Reykjavik. Síðan dvöld-
umst við í Shelby-kampinum (í Laug-
arnesi). Ég var búinn að vera hér
nokkra daga þegar ég hitti Pálínu.
Hún var há, grönn og ljóshærð með
blá augu. Vinkona hennar var kölluð
Pála. Pálína var forstöðukona á Fish
and chips staðnum í Bankastræti.
Við hittumst annað hvert kvöld.
Hún fór reyndar ekki út með mér
fyrr en eftir um þrjár vikur eftir að
við kynntumst.“
Maurice, sem var kallaður Moe á
sínum tíma, man ekki nafn götunnar
þar sem Pálína bjó en hann telur
jafnvel að það hafi verið Skólavörðu-
stígur. Hann er þó ekki viss.
Pálína gekk til hans
í rigningunni
Maurice segir að samband hans og
Pálinu hafi orðið býsna alvarlegt -
þau hafi íhugað að gifta sig. í desem-
ber 1941 lýstu Bandaríkjamenn stríði
á hendur Japönum.
„Þá breyttist allt hjá okkur. Aginn
varð mun meiri. Ég gat ekki hitt
Pálínu.
Eitt atvik öðru fremur rifjar
Maurice upp sem hann telur Pálínu
eiga að kannast við:
„Eitt sinn, þegar ég var ekki í
kampinum, frétti ég að hún hefði
komið gangandi í rigningu alla leið
að heiman frá sér. Yfirmaður minn
sagði mér síðar að hún hefði spurt
um mig en ég var ekki á staðnum.
Hún hefði grátið og verið blaut. Hún
fékk að koma inn þar sem hengt var
upp tjald fyrir hana á meðan fót
hennar voru þurrkuð. Síðan var náð
í bíl fyrir hana. Yfirmaður minn
skammaði mig þegar ég kom heim
en ég hafði ekkert vitað um þessa
heimsókn.
Pálína nefndi þessa heimsókn síð-
an aldrei við mig. Síðast þegar ég sá
Pálínu var það í bænum. Hún var þá
í þannig félagsskap að ég vildi ekki
trufla - við brostum þó hvort til ann-
ars. Hún var greinilega ófrísk. Hún
bar mitt barn undir belti. Það er eng-
inn vafí,“ sagði Maurice.
Hann kveðst ekki hafa haft ráð-
rúm til að kveðja Pálínu áður en
hann var sendur til Bandaríkjanna
og síðan til Kyrrahafsins þar sem
hann tók þátt í stríðsátökum við Jap-
ana. Hann slasaðist þar en náði sér
af meiðslum sínum.
„Eftir að ég kom heim til Banda-
ríkjanna vissi ég ekkert hvert ég átti
að snúa mér til að hafa uppi á Pál-
ínu. Ég hef þó alltaf hugsað til henn-
ar og barnsins. Vinur minn kom svo
með mér til íslands í fyrra og eftir
það hef ég mikið reynt að finna hana
og barnið," sagði Maurice.
Upplýsingar fyrir þá sem hafa
áhuga á að liðsinna Maurice er hægt
að fá í síma eða 55 74773 eða 55 71644.
Landsmótsstemning
í Borgarnesi
Landsmóti var fram haldið í
Borgarnesi og nágrenni í gær. Þegar
liða tók á daginn tók fólki að fjölga
verulega og var orðin sannkölluð
landsmótsstemning þegar kvöldaði, en
veðurguðirnir fóru frekar mjúkum
höndum um mótsgesti. Mótið nær hins
vegar hápunkti sínum í dag, en þá er
keppt til úrslita i helstu greinum s.s.
100 m hlaupum. Alls er gert ráð fyrir að
íbúar Borgarbyggðar veröi um 8-10
þúsund manns þegar mest er. -PS
Keppt var f jurtagreiningu aö Hvanneyri f gær.
Á landsmóti er aöeins keppt í handknattleik kvenna og
er hann leikinn utanhúss. Hér eigast viö grannarnir úr
Keflavfk og Grindavík og sigruöu þær fyrrnefndu, 27-11.
Lagt á borð! Keppnin fór fram í heimavistinni að
Hvanneyri, en um sveitakeppni var aö ræöa. Þaö var
sveit USAH sem bar sigur úr býtum. DV-myndir Pjetur