Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 30
38
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997
Farfuglaheimili
Gengið fyrir Stiga
í dag kl. 14 verður gönguferð á
vegum Ferðamálafélags Stranda-
jf sýslu. Gengið verður fyrir Stiga,
sem er gömul þjóðleið milli Kolla-
fjarðar og Bitru. Lagt er upp frá
Broddadalsá. Göngustjóri er Jón
IJónsson frá Steinadal. Gangan tekur
um það bil þrjár klukkustundir. Á
eftir verður kaffi drukkiö á Skriðin-
senni. Ferðin kostar samtals 650 kr.
fyrir fullorðna. Nánari upplýsingar
fást i Upplýsingamiðstöðinni á
Hólmavík í síma 451 3465.
Gengið yfir Fimm-
Hálsinn milli Eyjafialla- og Mýr-
dalsjökuls nefnist Fimmvörðuháls.
Á síöari árum hefur gönguleiðin yfir
hálsinn frá Skógum til Þórsmerkm-
orðin ein af vinsælustu gönguleið-
um á landinu. Leiðin um Fimm-
i vörðuháls liggur í um 1100 m hæð og
þarf að reikna með minnst 8-9
; klukkustundum í gönguna. Ferðafé-
í lag íslands efnir reglulega til göngu-
j ferða yfir hálsinn, oftast í tengslum
j við Þórsmerkurferðir sínar. Nánari
upplýsingar veitir Ferðafélagið í
j síma 568 2533.
Fjörður
og Látraströnd
j Ferðafélag Grýtubakkahrepps í
3 Grenivík efnir til gönguferða um
Fjöröur og Látraströnd dagana 26.
og 27. júlí til 1., 2., 7. og 8. ágúst. Lagt
j verður upp frá Grenivíkurskóla kl.
13 og ekið út í Hvalvatnsfjörð. Gist
verður í tjöldum við Þönglabakka
fýrstu nóttina, þá næstu í Keflavík
og þriðju nóttina í Látrum. Gengið
j verður inn Látraströnd að Svínár-
; nesi þar sem bíll bíður og flytur hóp-
inn síðasta spölinn til Grenivíkur.
Gömul handbrögð í
Sjóminjasafninu
; Fyrrverandi sjómenn sýna ýmis
handbrögð við sjómennsku í Sjó-
i minjasafni íslands, Vesturgötu 8 í
Hafnarfirði, í dag milli klukkan 13
og 17. Meðal annars verður beitt í
, bjóð og gestum boðið að æfa hand-
f tökin. f forsal safnsins stendur yfir
sýning á 20 olíumálverkum eftir
Bjama Jónsson.
-VÁ
- góð gisting á vægu verði
^ Patreksfiörður
Akranes
Á fslandi
eru starfrækt
30 farfugla-
heimili víðs
vegar um
landið. Far-
fuglaheimilin
bjóða upp á
góða en ódýra
gistingu í
tveggja til sex
manna her-
bergjum og
eru því tilval-
inn kostur fyr-
ir þá sem
sækjast eftir
ódýrri, heimil-
islegri gist-
ingu. Unnt er
að fá gistingu
á farfugla-
heimilum frá
1000 kr.
Ókeypis er
fyrir börn
yngri en 4 ára
og böm að 13
ára aldri
greiða hálft
gjald. Far-
fuglaheimilin em mjög misjafnlega
stór og taka þau allt frá 8 og upp í
100 gesti samtímis.
Á farfúglaheimilunum er gist í
rúmum og geta gestir komið með
eigin sængurfot eða fengið þau
leigð á staðnum. Að sjálfsögðu er
einnig heimilt að nota svefnpoka.
Þá er gestaeldhús á öllum farfugla-
Bakkafjörður ký
^Ósar
Akureyri^
-.V ^Sæberg
Stykkishólmur
^ Fosshóll
Mt-'
y^Hamar
^HvaHjörður
Hafnarfjörður
Njarðvík^
^MngvellF Lejnlbakkj
^Hveragerði
^ Fljótsdalur
Vagnsstaðir
Husey^
SeyðisQörður ^
Reyðarfjörður ^
Berunes
Stafafell ^
HöfntÉ
Vestmannaeyjar
\á Reynisbrekka
Kortiö sýnir staösetningu farfuglaheimilanna hér á landi. Þau eru öll auðkennd meö
merki heimilanna sem er húsiö og tréö.
heimilunum þar sem gestir geta
matreitt eigin mat. Á mörgum
þeirra er einnig unnt að kaupa mat
fyrir þá sem það vilja. Á undan-
fómum árum hefur verið unnið að
markvissri uppbyggingu margra
farfuglaheimila og bjóða þau nú
uppá mjög góða aðstöðu innan-
sem utandyra. Þá bjóða einnig
mörg farfuglaheimilanna
upp á ýmiss konar afþrey-
ingu fyrir gesti sína s.s.
hestaferðir, veiði og útlán
á reiðhjólum.
Ekki er nauðsynlegt að
panta gistingu á farfugla-
heimilum en vegna síauk-
inna vinsælda þeirra er
mælt með að gestir panti gistingu
með fyrirvara. Sérstaklega á þetta
við ef sóst er eftir gistingu í fjöl-
skylduherbergjum og einnig er
ráðlagt fýrir hópa að panta fyrir-
fram.
Þeir sem hug hafa á að gista
margar nætur á farfuglaheimilum
geta gerst félagsmenn í Bandalagi
íslenskra farfugla og fengið
þannig afslátt af gistingunni. All-
ar nánari upplýsingar um far-
fuglaheimilin er unnt að fá hjá
einstökum heimilum og á skrif-
stofu Bandalags íslenskra far-
fúgla, Sundlaugavegi 34 í Reykja-
vík í sima 553 8110. Þar er unnt að
panta gistingu á öllum gistiheimil-
um landsins og einnig að gerast fé-
lagsmaður í samtökunum.
-VÁ
Öxarfjörður:
Heilsuhótel í Lundi
í nágrenni Lundar eru margar fallegar náttúruperlur. Dettifoss, aflmesti foss Gvrópu, er sem næst miöja vegu milli
Hólsfjalla og byggöar í Öxarfiröi. DV-mynd brynjar
Hestaferð
um Strandir
Á morgun verður dagsferð á veg-
um Strandahesta. Fariö verður upp
að Fitjum og nesti borðað. Með í för
verður leiðsögumaður. Upplýsingar
og pantanir eru í símum 451 3196 og
451 3262 eða í Upplýsingamiðstöð-
inni á Hólmavík.
Lundur i Öxarfirði er sannkall-
aður sælureitur fyrir náttúruunn-
endur. Þaðan er stutt í margar af
fegurstu náttúruperlum landsins. í
þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum
og nágrenni er meðal annars Ás-
byrgi, Hljóðaklettar, Hólmatungur
og Dettifoss. Á Melrakkasléttu er
fjölskrúðugt fuglalíf og Hraunhafn-
artangi er nyrsti tangi landsins. í
fjörunni er sandurinn svartur og
sléttur og óvíða er miðnætursólin
fegurri en í Öxarfirði.
í sumar var opnað heilsusetur
og sumarhótel að Lundi í Öxar-
firði. Þar er gestum boðin dvöl til
lengri eða skemmri tíma. Lögð er
áhersla á að nýta kyrrðina á staðn-
um og kraftinn sem býr í náttúr-
unni. Gestir eiga kost á jógaleik-
fimi, hugleiðslu, líkamsrækt og
auk þess geta þeir sótt svitahof,
gufubað og nudd. Sundlaug er
einnig rekin á staðnum.
„Hugmyndin að heOsuhóteli
kviknaði við eldhúsborðið heima
árið 1990 þegar verið var að út-
varpa frá setningu Alþingis. Vigdís
Finnbogadóttir stakk þar upp á að
lögð yrði meiri áhersla á ferðaþjón-
ustu og heilsu á íslandi. Um þessar
mundir var ég að læra nudd og
hafði auk þess gefið út fýrir ferða-
menn bæklinginn What’s on in
Reykjavik. Ég fór svo til Banda-
ríkjanna í frekara nuddnám. Þegar
ég kom heim aftur fyrir fjórum
árum hóf ég þegar að leyta að stað
fyrir heilsuhótel. Þá datt ég niðm-
á þennan stað hér sem ég held að
sé ómengaðasti staður á jarðríki.
Þetta er háhitasvæði og hér eru
miklir kraftar í jörðinni. Auk eru
hér miklar náttúruperlur," segir
Ása Jóhannesdóttir, sem rekur
sumarhótel að Lundi í Öxarfirði.
Gestakennarar heimsækja Lund
í sumar með námskeið af ýmsum
toga. Einn þeirra er Finnbogi
Gunnlaugsson, sálfræðingur,
kennari, nuddari og jógi. Hann
mun kenna fólki að bregðast við
álagi og gera áreynsluna áreynslu-
lausa 13.-20. júlí. „Finnbogi notar
æfingar af ýmsum toga ásamt hug-
leiðslu. Líkaminn er hreinsaður
með lífrænt ræktuðu grænmeti,
jurtum og ávaxtasafa sem pressað-
ur er á staðnum. Hann leggm-
mikla áherslu á fóstu og hreinsun
lifrar."
Hver dagm á hótelinu kostar
4500 kr. og inni í verðinu er falið
fæði, jóga og líkamsrækt.
-VÁ