Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 Farfuglaheimili Gengið fyrir Stiga í dag kl. 14 verður gönguferð á vegum Ferðamálafélags Stranda- jf sýslu. Gengið verður fyrir Stiga, sem er gömul þjóðleið milli Kolla- fjarðar og Bitru. Lagt er upp frá Broddadalsá. Göngustjóri er Jón IJónsson frá Steinadal. Gangan tekur um það bil þrjár klukkustundir. Á eftir verður kaffi drukkiö á Skriðin- senni. Ferðin kostar samtals 650 kr. fyrir fullorðna. Nánari upplýsingar fást i Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík í síma 451 3465. Gengið yfir Fimm- Hálsinn milli Eyjafialla- og Mýr- dalsjökuls nefnist Fimmvörðuháls. Á síöari árum hefur gönguleiðin yfir hálsinn frá Skógum til Þórsmerkm- orðin ein af vinsælustu gönguleið- um á landinu. Leiðin um Fimm- i vörðuháls liggur í um 1100 m hæð og þarf að reikna með minnst 8-9 ; klukkustundum í gönguna. Ferðafé- í lag íslands efnir reglulega til göngu- j ferða yfir hálsinn, oftast í tengslum j við Þórsmerkurferðir sínar. Nánari upplýsingar veitir Ferðafélagið í j síma 568 2533. Fjörður og Látraströnd j Ferðafélag Grýtubakkahrepps í 3 Grenivík efnir til gönguferða um Fjöröur og Látraströnd dagana 26. og 27. júlí til 1., 2., 7. og 8. ágúst. Lagt j verður upp frá Grenivíkurskóla kl. 13 og ekið út í Hvalvatnsfjörð. Gist verður í tjöldum við Þönglabakka fýrstu nóttina, þá næstu í Keflavík og þriðju nóttina í Látrum. Gengið j verður inn Látraströnd að Svínár- ; nesi þar sem bíll bíður og flytur hóp- inn síðasta spölinn til Grenivíkur. Gömul handbrögð í Sjóminjasafninu ; Fyrrverandi sjómenn sýna ýmis handbrögð við sjómennsku í Sjó- i minjasafni íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, í dag milli klukkan 13 og 17. Meðal annars verður beitt í , bjóð og gestum boðið að æfa hand- f tökin. f forsal safnsins stendur yfir sýning á 20 olíumálverkum eftir Bjama Jónsson. -VÁ - góð gisting á vægu verði ^ Patreksfiörður Akranes Á fslandi eru starfrækt 30 farfugla- heimili víðs vegar um landið. Far- fuglaheimilin bjóða upp á góða en ódýra gistingu í tveggja til sex manna her- bergjum og eru því tilval- inn kostur fyr- ir þá sem sækjast eftir ódýrri, heimil- islegri gist- ingu. Unnt er að fá gistingu á farfugla- heimilum frá 1000 kr. Ókeypis er fyrir börn yngri en 4 ára og böm að 13 ára aldri greiða hálft gjald. Far- fuglaheimilin em mjög misjafnlega stór og taka þau allt frá 8 og upp í 100 gesti samtímis. Á farfúglaheimilunum er gist í rúmum og geta gestir komið með eigin sængurfot eða fengið þau leigð á staðnum. Að sjálfsögðu er einnig heimilt að nota svefnpoka. Þá er gestaeldhús á öllum farfugla- Bakkafjörður ký ^Ósar Akureyri^ -.V ^Sæberg Stykkishólmur ^ Fosshóll Mt-' y^Hamar ^HvaHjörður Hafnarfjörður Njarðvík^ ^MngvellF Lejnlbakkj ^Hveragerði ^ Fljótsdalur Vagnsstaðir Husey^ SeyðisQörður ^ Reyðarfjörður ^ Berunes Stafafell ^ HöfntÉ Vestmannaeyjar \á Reynisbrekka Kortiö sýnir staösetningu farfuglaheimilanna hér á landi. Þau eru öll auðkennd meö merki heimilanna sem er húsiö og tréö. heimilunum þar sem gestir geta matreitt eigin mat. Á mörgum þeirra er einnig unnt að kaupa mat fyrir þá sem það vilja. Á undan- fómum árum hefur verið unnið að markvissri uppbyggingu margra farfuglaheimila og bjóða þau nú uppá mjög góða aðstöðu innan- sem utandyra. Þá bjóða einnig mörg farfuglaheimilanna upp á ýmiss konar afþrey- ingu fyrir gesti sína s.s. hestaferðir, veiði og útlán á reiðhjólum. Ekki er nauðsynlegt að panta gistingu á farfugla- heimilum en vegna síauk- inna vinsælda þeirra er mælt með að gestir panti gistingu með fyrirvara. Sérstaklega á þetta við ef sóst er eftir gistingu í fjöl- skylduherbergjum og einnig er ráðlagt fýrir hópa að panta fyrir- fram. Þeir sem hug hafa á að gista margar nætur á farfuglaheimilum geta gerst félagsmenn í Bandalagi íslenskra farfugla og fengið þannig afslátt af gistingunni. All- ar nánari upplýsingar um far- fuglaheimilin er unnt að fá hjá einstökum heimilum og á skrif- stofu Bandalags íslenskra far- fúgla, Sundlaugavegi 34 í Reykja- vík í sima 553 8110. Þar er unnt að panta gistingu á öllum gistiheimil- um landsins og einnig að gerast fé- lagsmaður í samtökunum. -VÁ Öxarfjörður: Heilsuhótel í Lundi í nágrenni Lundar eru margar fallegar náttúruperlur. Dettifoss, aflmesti foss Gvrópu, er sem næst miöja vegu milli Hólsfjalla og byggöar í Öxarfiröi. DV-mynd brynjar Hestaferð um Strandir Á morgun verður dagsferð á veg- um Strandahesta. Fariö verður upp að Fitjum og nesti borðað. Með í för verður leiðsögumaður. Upplýsingar og pantanir eru í símum 451 3196 og 451 3262 eða í Upplýsingamiðstöð- inni á Hólmavík. Lundur i Öxarfirði er sannkall- aður sælureitur fyrir náttúruunn- endur. Þaðan er stutt í margar af fegurstu náttúruperlum landsins. í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og nágrenni er meðal annars Ás- byrgi, Hljóðaklettar, Hólmatungur og Dettifoss. Á Melrakkasléttu er fjölskrúðugt fuglalíf og Hraunhafn- artangi er nyrsti tangi landsins. í fjörunni er sandurinn svartur og sléttur og óvíða er miðnætursólin fegurri en í Öxarfirði. í sumar var opnað heilsusetur og sumarhótel að Lundi í Öxar- firði. Þar er gestum boðin dvöl til lengri eða skemmri tíma. Lögð er áhersla á að nýta kyrrðina á staðn- um og kraftinn sem býr í náttúr- unni. Gestir eiga kost á jógaleik- fimi, hugleiðslu, líkamsrækt og auk þess geta þeir sótt svitahof, gufubað og nudd. Sundlaug er einnig rekin á staðnum. „Hugmyndin að heOsuhóteli kviknaði við eldhúsborðið heima árið 1990 þegar verið var að út- varpa frá setningu Alþingis. Vigdís Finnbogadóttir stakk þar upp á að lögð yrði meiri áhersla á ferðaþjón- ustu og heilsu á íslandi. Um þessar mundir var ég að læra nudd og hafði auk þess gefið út fýrir ferða- menn bæklinginn What’s on in Reykjavik. Ég fór svo til Banda- ríkjanna í frekara nuddnám. Þegar ég kom heim aftur fyrir fjórum árum hóf ég þegar að leyta að stað fyrir heilsuhótel. Þá datt ég niðm- á þennan stað hér sem ég held að sé ómengaðasti staður á jarðríki. Þetta er háhitasvæði og hér eru miklir kraftar í jörðinni. Auk eru hér miklar náttúruperlur," segir Ása Jóhannesdóttir, sem rekur sumarhótel að Lundi í Öxarfirði. Gestakennarar heimsækja Lund í sumar með námskeið af ýmsum toga. Einn þeirra er Finnbogi Gunnlaugsson, sálfræðingur, kennari, nuddari og jógi. Hann mun kenna fólki að bregðast við álagi og gera áreynsluna áreynslu- lausa 13.-20. júlí. „Finnbogi notar æfingar af ýmsum toga ásamt hug- leiðslu. Líkaminn er hreinsaður með lífrænt ræktuðu grænmeti, jurtum og ávaxtasafa sem pressað- ur er á staðnum. Hann leggm- mikla áherslu á fóstu og hreinsun lifrar." Hver dagm á hótelinu kostar 4500 kr. og inni í verðinu er falið fæði, jóga og líkamsrækt. -VÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.