Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 52 bridge Generali-EM á Italíu 1997: talir vörðu titilinn Evrópumótinu í opnum flokki og kvennaflokki lauk í síöustu viku með miklum vonbrigðum fyrir fs- land. Landsliðið í opna flokknum hafði barist hraustlega allan tímann og fimmta sætið verið í sjónmáli. Tvö óvænt töp gegn Tékklandi og Ungverjalandi í síðustu umferð- Umsjón Stefán Guðjohnsen unum gerðu hins vegar út um þær vonir. Kvennaliðinu gekk illa í byrj- un, en sótti sig þegar á leið. Þær enduðu síðan í 16. sæti af 24 þjóð- um, sem verður að teljast viðunandi árangur. Karlaliðið hafnaði að lok- um í 10. sæti, sem er í sjálfu sér skák ágætur árangur, en samt langt fyrir neðan væntingar. Liðið vann 21 leik en tapaði 13 og fékk að meðaltali 17,13 stig í leik. Eins og oft áður virtust þeir geta unnið hvaða leik sem var og einnig geta tapað óvænt, eins og kom fram í nokkrum leikjum í síðustu um- ferðunum. Góðir sigrar gegn sterk- ustu bridgeþjóðum heimsins undir- strikar samt að landslið okkar er i fremstu röð. Þær þjóðir sem spila fyrir Evrópu um Bermúdaskálina í haust eru Ítalía, Pólland, Noregur, Danmörk og Frakkland. Til gamans má geta þess að ísland fékk 86 stig út úr leikjum sínum við þær, eða rúmlega 17 stig að meðaltali. í kvennaflokki urðu Evrópu- meistarar Englendingar, en Frakk- ar urðu í öðru sæti eftir óvænt tap gegn íslensku sveitinni. Sveitin í opna flokknum tapaði tveimur leikjum ifla, öðrum gegn Líbanon óverðskuldað og hinum gegn Spáni. Spánn lenti í 9. sæti eft- ir að hafa verið í toppbaráttunni all- an tímann. Á móti íslandi fengu þeir 24 vinningsstig og voru ef til vill svolitið heppnir. Við skulum skoða eitt spil frá leiknum. A/n-s 4 AD65 ÁD108643 4 9 * 8 4 K109873 ♦ ÁK42 4 974 N 4 G * KG972 ♦ D765 4 D52 4 42 »5 4 G1083 4 ÁKG1063 Spánn var í fjórða sæti og ísland í því fimmta þegar leikurinn hófst. Hann var því mjög þýðingarmikill fyrir báðar þjóðir. Þeir fyrrnefndu græddu 7 impa í fyrsta spili og þetta var annað spfl. Á sýningartjaldinu opnaði suður á þremur laufum og Aðalsteinn Jörgensen sagði þrjá spaða. Enginn hafði neitt við það að athuga og norður spilaði út laufáttu. Suður átti slaginn á gosa og spilaði hjartafimmi til baka. Aðalsteinn kastaði laufi og norður drap á ás. Hann spilaði meira hjarta, gosinn, trompað og yfirtrompað. Aðalsteinn fór nú inn á tíguldrottningu og svín- aði spaðagosa, sem fékk slaginn. Þá trompaði hann hjarta og spilaði spaðakóng. Norður drap með ás og spilaði hjartadrottningu. Kóngurinn átti slaginn, en norður hlaut að fá þriðja trompslaginn. Tígultapslagur varð ekki umflúinn og Aðalsteinn endaði tvo niður, 100 til n-s. Það virtist allt i lagi, því spilið er stór- hættulegt. Það kom líka í ljós á hinu borð- inu. Þar sátu n-s Þorlákur Jónsson og Guðmundur Páll Amarson, gegn Goded og Lanteron í a-v. Sagnir hóf- ust eins: Austur Suður Vestur Norður pass 34 34 4* dobl pass pass pass Auðvitað tók Þorlákur töluverða áhættu með fjögurra hjartna sögn- inni, en hann var hins vegar mjög óheppinn með trompleguna. Austur spilaði út spaðagosa og Þorlákur fékk slaginn á drottning- una. Hann kastaði þá tígultapslagn- um í lauf, trompaði tígul og reyndi spaðaás. Austur trompaði og tromp- aði út. Þorlákur átti slaginn og spilaði sig út á spaða. Vestur tók tvo spaða- slagi og spilaði meiri spaða. Þorlák- ur trompaði, en austur yfirtromp- aði. Tveir á spaða og þrir á tromp, 500 til a-v og Spánverjar græddu 12 impa á spilinu og voru 19 yfír eftir tvö spil. Þjáningarbræður Kasparovs í keppninni við tölvurnar: Karpov tókst ekki að vinna Mephisto - og friðsæl kvöldganga Shorts í Novgorod fákk óvæntan endi Fyrr i vikunni var tölvunni Mephisto att gegn Anatoly Karpov í stuttu atskákeinvígi í Þýskalandi og gafst skákáhugamönnum færi á að fylgjast með taflinu á Internetinu. Einvígið vakti töluverða athygli, enda skammt síðan Garrí Kasparov og tölvan Dimmbláa reyndu með sér í New York. Andstæðingur Karpovs var þó engin ofurtölva á borð við Dimmblá en á móti kemur að um- hugsunartími var styttri - eða að- eins 30 mínútur á skák, sem eykur möguleika tölvunnar með sína leift- ursnöggu útreikninga. Það er furðulega skammt síðan tíðindum þótti sæta ef tölva svo mikið sem náði einu jafntefli gegn stórmeistara. Nú er þetta liðin tíð og enginn kippir sér upp við það lengur þótt maðurinn lúti í duftið. Karpov mátti hafa sig allan við gegn Mephisto og honum tókst ekki að leggja tölvuna. Tefldar voru tvær skákir og lauk báðum með jafntefli. Karpov má sæmilega við þetta una, því að stööugt bætist í hóp fórnar- lamba tölvunnar. Nýlega varð stór- meistarinn kunni, Árthur Jusupov, að sætta sig við ósigur í stuttum skákum gegn tölvu. Skákin sem hér fer á eftir bendir þó til þess að enn megi hafa nokkurt gaman af því að tefla við tölvur. Hún er tefld á Aegon-skákmótinu í Hollandi í vor, sem haldið var í 12. sinn. Þetta er stærsta skákmót árs- ins þar sem mannskepnan reynir krafta sína gegn tölvunni. Fyrir- komulag þess er þannig að 50 skák- meistarar frá 10 þjóðlöndum tefla sex umferðir við jafnmörg tölvufor- rit. Samanlögð úrslit á mótinu í ár urðu 151,5 vinningar gegn 148,5 - tölvunum í vil! Skákmaður af holdi og blóði, Jona Kosashvili, náði þó bestum ár- angri allra keppenda á mótinu, vann allar skákir sínar. Yasser Seirawan, Bandaríkjunum, og Jo- han van Mil, Hollandi, komu næstir með 5,5 v. en í 4.-10. sæti urðu Ye Rongguang, Kína, John van der Wiel, Hollandi, Lembit Oll, Eist- landi, og forritin KALLISTO, KEBEL og CHESSMASTER 5000, með 4,5 vinninga. Meðal þeirra sem urðu að láta sér nægja 4 vinninga voru kappar eins og Jonathan Speelman, Larry Christiansen og David Bronstein. Stórmeistarinn Lembit Oll valtaði yfir tölvuna eins og hvem annan byrjanda. Eftir því sem árin líða verður þetta fátíðari sjón. Umsjón Jón LÁinason Hvítt: Lembit Oll Svart: SCHACH 3.0 Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Be2 a6 7. f4 Rbd7 8. 0-0 b5 9. Bf3 Bb7 10. De2 Be7 11. e5 Bxf3 12. Rxf3 dxe5 13. fxe5 Rg8 Augljóst merki um að eitthvað hafi farið úrskeiðis. 14. Khl Dc7 15. Bf4 Hc8 16. Hadl Bb4? 17. Rd5! Laglegur hnykkur. Tölvan gerir sér nú ljóst að eftir 17. - exd5 18. e6 Dxf4 19. exd7+ Kxd7 20. Re5+ tapar hún drottningunni. 17. - Da5 18. Rg5! Rh6 Aftur strandar 18. - exd5 á 19. e6, t.d. 19. - Rgf6 20. a3 Be7 21. exf7+ KfB 22. Hdel og vinnur, eins og sést á 22. - Re4 23. Re6+ Kxf7 24. Bc7+ og vinnur drottninguna. Þetta tókst tölvunni að reikna. 19. c3 BfB 20. b4 Dd8 Allir mennimir era hraktir heim á leið. 21. Rxe6! fxe6 22. Bxh6 Dh4 Að öðrum kosti vofir Dh5+ yfir en þetta dugir skammt. 23. Df3! exd5 24. Df7+ - Og nú gáfust stjómendur tölv- unnar upp. Ef 24. - Kd8 25. Dxd5 Dg4 26. e6 og tjaldið fellur. Short rataði i ogongur Enski stórmeistarinn Nigel Short tefldi eftirminnilega skák við Garrí Kasparov í lokaumferðinni á stór- mótinu í Novgorod, sem lauk á dög- unum. Sjálf skákin var býsna fjör- lega og skemmtflega tefld en þó er trúlegt að stundirnar fram að tafl- inu verði honum ekki síður minnis- stæðar. Kvöldið fyrir skákina hugðist Short hvíla hugann á rannsóknum sínum á flækjum Sikileyjarvarnar- innar og fara í göngutúr. Honum segist sjálfum svo frá að hann taldi að ljúfur niður árinnar Volkhov myndi hafa góð áhrif á hugann og ekki síður kyrrð nálægrar klaustur- byggingar frá 13. öld. En gönguferöin tók óvænta stefnu þegar hundgá rauf næturkyrrðina og stór, grimmdarlegur hundur sá möguleika á að bæta sér upp fá- breytt fæðuúrvalið. Short slapp við illan leik frá skepnunni en varð að dvelja lengi fram eftir morgni á sjúkrahúsi bæjarins þar sem gert var að sárum hans. Short tókst því ekki að leysa vandamálin í Sikileyjarvöm þessa nótt en hann kvaðst hins vegar fróð- ari en ella um hreinlæti á rússnesk- um sjúkrahúsum. Hvítt: Nigel Short Svart: Garrf Kasparov Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. 0- 0 Be7 8. Bb3 0-0 9. f4 b5 10. e5 dxe5 11. fxe5 Rfd7 12. Be3 Rxe5 13. Dh5 Rbc6 14. Rxc6 Rxc6 15. Hf3 b4!? Hvergi banginn, þótt hvítur geti nú blásið til hættulegrar sóknar. 16. Hh3 h6 17. Hdl Ef 17. Bxh6 g6! og forðar máti. 17. - Da5 18. Rd5! exd5 19. Hg3 d4! 20. Bd5 Hvítur átti ýmsa aðra athyglis- verða kosti en enginn þeirra virðist leiða til vinnings. T.d. 20. Hxg7+ Kxg7 21. Bxh6+ Kh7 22. Bg5+ Kg8 23. Dg6+ Kh8 24. Dh6+ og jafntefli með þráskák, eða 20. Dg6 De5 21. Bxh6 Bf6 22. Hfl Be6 23. DxfB Dxg3! o.s.frv. og svartur vinnur. 20. - Bg5! Eini leikurinn. Ef 20- dxe3 21. Dxh6 og svartur fær ekki forðast máti. 21. Bxg5 Dxd5 22. Bf6! Sams konar stef og í skákinni frægu milli Torre og Laskers í Moskvu 1925, þar sem áþekkur leik- ur leiddi til vinnings á hvítt. Short verður að taka þvi eins og hverju öðru hudsbiti að nú leiðir fléttan einungis til jafhteflis. 22. - Dxh5 23. Hxg7+ Kh8 24. Hg6+ Kh7 25. Hg7+ - og jafntefli með þráskák. • 2 0 % a f s I i X t u r » • 2 0% « f I ÚR & SKARTGRIPIR ^ KRINGLUNNI tc197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.