Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 JjV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Augiýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, símt: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Tvær hliðar íþróttanna
íslenskt æskufólk er þessa dagana að reyna með sér í
keppni og leik á landsmóti ungmennafélaganna í Borg-
arnesi. Þúsundir manna munu ýmist taka þátt í mótinu
eða fylgjast með viðureign keppenda um helgina á glæsi-
legu íþróttasvæði Borgnesinga.
Á landsmóti sem þessu mæta til leiks bæði ýmsir
kunnustu íþróttamenn landsins og ungt fólk sem er rétt
að hefja keppnisferil sinn. Keppendur, sem eru hátt á
annað þúsund, koma alls staðar af landinu. Fyrir marga
þessa einstaklinga er þátttaka í slíku móti besta tækifær-
ið sem þeim gefst til að kynnast og reyna sig við þá sem
helst skara fram úr í sinni íþróttagrein í landinu.
Á undanförnum árum hefur þátttaka almennings í alls
konar íþróttastarfsemi og líkamsrækt aukist verulega.
Það er hluti þess lífsstíls sem sótt hefur verulega á hin
síðari ár að hugsa vel um líkama sinn, borða heilsusam-
legan mat og hreyfa sig hæfilega. Eitt dæmi um þessa al-
mennu viðhorfsbreytingu er mikil þátttaka í íþróttavið-
burðum á borð við Kvennahlaupið sem eöit er til á
hverju ári. í síðasta mánuði tóku um tuttugu þúsund
konur þátt í slíku hlaupi víðs vegar um landið. Fleiri að-
ilar eru famir að skipuleggja hliðstæða atburði í ein-
stökum bæjarfélögum, og á landsmótinu í Borgamesi
gefst almenningi líka tækifæri í dag til að taka þátt í svo-
nefndu Skógarhlaupi sem er af sama toga.
Allt eru þetta ljós dæmi um það sem jákvæðast er við
íþróttirnar. Almenn þátttaka í mótum þar sem enginn
þarf að ofbjóða sjálfum sér til að taka þátt er ánægjuleg-
ur hluti af lífi þúsunda íslendinga. Sá heilbrigði keppn-
isandi sem þessu fylgir verður vafalaust til að efla dug
og þroska einstaklinganna.
Sérstök ástæða er til að fagna þessum jákvæðu þáttum
vegna þess að margt virðist stefna á hinn verri veg í
heimi keppnisíþróttanna. Hér eins og annars staðar ráða
peningar sífellt meiru um gengi íþróttafélaga í mörgum
þeim greinum sem vinsælar eru meðal almennings, svo
sem í knattspyrnu og handbolta. Gífurlegu fjármagni
skattborgaranna er varið til íþróttamannvirkja sem eru
einkum til atnota fyrir þá sem stunda íþróttirnar a.m.k.
að hluta til sem atvinnu. Almenningur fær oft einungis
aðgang að slíkum mannvirkjum sem áhorfendur.
Á alþjóðavettvangi eru íþróttirnar fyrst og fremst
söluvara þar sem gífurlega flármuni þarf til að ná mikl-
um árangri. Einstakir leikmenn eru keyptir og seldir
fyrir svimandi íjárhæðir. Þau lið sem ekki hafa efni á að
taka þátt í þeim darraðardansi hljóta að verða undir í
samkeppninni, því markaðurinn ræður í hinum alþjóð-
lega íþróttaheimi eins og annars staðar nú á dögum.
Almenningur nýtur góðs af þessari þróun í hlutverki
áhorfandans. Stóraukin áhersla alþjóðlegra sjónvarps-
stöðva, og íslenskra reyndar líka, á beinar útsendingar
frá íþróttamótum gefur íslendingum eins og öðrum kost
á að fylgjast með ýmsum helstu afreksmönnum íþrót-
tanna heima í stofu. Það á við um alþjóðlegar hetjur
frjálsra íþrótta, knattspymu, körfubolta, golfs, tennis og
margra annarra íþróttagreina. Jafnvel hástig villi-
mennskunnar í gervi íþrótta, þar sem keppst er við að
berja og jafnvel bíta andstæðinginn þar til hann missir
ráð og rænu, sést hér reglulega á sjónvarpsskjám.
Keppni afreksfólks er hin besta skemmtun á að horfa,
enda fyrst og fremst hluti afþreyingariðnaðar. En meira
máli skiptir fyrir lífshamingju einstaklingsins að þjálfa
eigin líkama og vera þátttakandi en ekki bara áhorfandi.
Elías Snæland Jónsson
Erfiðar ákvarðanir um
stækkun NATO
Síðan Sovétríkin liðu undir lok
árið 1991 hefur Atlantshafsbanda-
lagið (NATO) tekið stakkaskipt-
um. Strax sumarið 1990 var efnt
til leiðtogafundar þess i London til
að rasða um viðbrögð við hruni
Berlínarmúrsins haustið 1989. Á
þeim fundi voru fulltrúar íslands,
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra og Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra, eink-
um með hugann við afvopnun á
höfunum og vöktu undrun sam-
fundarmanna sinna.
í nóvember 1991 hittust leiðtog-
ar NATO-ríkjanna að nýju en að
þessu sinni í Róm. Þar samþykktu
þeir nýja vamarstefnu bandalags-
ins, sem tók mið af því að Evrópu
var ekki lengur skipt með jám-
tjaldi. Síðast var haldinn leiðtoga-
fundur bandalagsins í janúar 1994
og þar voru meðal annars lögð á
ráðin um hlut bandalagsins við
friðargæslu í Júgóslavíu fyrrver-
andi. Þar var lýst yfir því að
bandalagið myndi grípa til loft-
árása til að koma í veg fyrir eyð-
ingu Sarajevo.
Þriðjudag og miðvikudag í
næstu viku hittast leiðtogar aðild-
arríkja NATO í fjórða sinn frá þvi
að valdakerfi kommúnista i Evr-
ópu hrundi. Verður fundurinn
haldinn í Madrid og þar á að
ákveða hvaða ríkjum úr fyrrver-
andi valdablokk Sovétríkjanna í
Mið- og Austur-Evrópu verður
boðin aðild að NATO.
Erfið ákvörðun
Ákvörðun um stækkun NATO
austur á bóginn er ekki auðveld.
Ýmsir telja að í raun sé hún óþörf
og beinlínis hættuleg fyrir framtíð
bandalagsins. Henry Kissinger,
fyrrverandi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, er í þeim hópi.
Telur hann að með því að fjölga
aðildarríkjunum muni bandalagið
tapa innri styrk sínum og vamar-
styrk.
Á fundinum í Madrid verður
deilt um hve mörgum ríkjum eigi
að bjóða til viðræðna um aðild.
Þeir sem eru stórtækastir nefna
fimm ríki: Pólland, Rúmeníu, Sló-
veníu, Tékkland og Ungverjaland.
Ríkisstjómir Bandarikjanna og ís-
lands nefna þrjú ríki: Pólland,
Tékkland og Ungverjaland.
Þá er jafnframt deilt um hvort í
ályktun fundarins eigi aðeins að
nefna þau ríki sem nú er boðið til
viðræðna eða einnig hin sem eru
næst í röðinni, því að allir eru þó
sammála um að stækkun nú sé að-
eins fyrsta skref.
Þremur verður boðið
Úr því að Bandaríkjastjórn vill
aðeins þrjú ný aðildarriki er al-
mennt gengið að því visu að nið-
urstaðan verði á þann veg. Hvert
einstakt aðildarríki hefur hins
vegar neitunarvald um niður-
Erlend tíðindi
Björn Bjarnason
stöðu leiðtogafundarins.
Davíö Oddsson forsætisráð-
herra, sem nú situr leiðtogafund
NATO í þriðja sinn, hefur sagt að
frekari stækkun bandalagsins síð-
ar sé liklegri, ef fá ríki séu i fyrstu
lotu. Þess vegna sé það skynsam-
leg niðurstaða fyrir þá sem bera
hag Eystrasaltsríkjanna fyrir
brjósti, en þau sækjast mjög eftir
því að komast í NATO og njóta
meðal annars stuðnings íslands.
Talsmenn Bandaríkjastjórnar
benda á að engin trygging sé fyrir
meiri hluta í öldungadeild Banda-
ríkjaþings við stækkun NATO al-
mennt. Líkur á andstöðu aukist
eftir því sem nýju ríkin séu fleiri,
þar sem Bandaríkjamenn þurfi að
bera meginþunga kostnaðar af
hinu nýja öryggiskerfi sem fylgir
stækkuninni. Jafnframt geri
bandarískir þingmenn ríka kröfu
um lýðræðislega stjórnarhætti í
nýju aðildarríkjunum.
Frakkar eru í forystu hinna
sem vilja fimm ný aðildarriki. Eft-
ir að sósíalistar settust í ríkis-
stjórn Frakklands hafa þeir snúið
við blaðinu að því er varðar end-
urnýjun á þátttöku franska hers-
ins í hinu sameiginlega varnar-
kerfi NATO. Er það ekki til að
auka líkur á að Bandaríkjastjórn
fallist á sjónarmið Frakka.
Mörgum ríkisstjórnum finnst
erfitt að standa frammi fyrir þess-
um tveimur kostum, sem í raun er
ekki unnt að sætta.
Nýtt ferli
Stig af stigi hefur NATO lagað
sig að breyttum aðstæðum í Evr-
ópu. Fáir stjórnmálaflokkar utan
Rússlands eru sama sinnis og Al-
þýðubandalagið, að aðild að
NATO sé óæskileg. Um hitt verð-
ur hins vegar rætt á næstu mán-
uðum í þjóðþingum aðildarland-
anna hvernig taka eigi á móti nýj-
um aðildarríkjum og hvenær
stækka eigi enn frekar.
Mest athygli mun beinast að
Bandaríkjaþingi. Þar kemur málið
liklega til afgreiðslu vorið eða
sumarið 1998. Löggjafarþingin í
öllum 16 aðildarríkjunum verða
að samþykkja að ganga til þess að
stækka NATO. Hið nýja ferli í
sögu NATO er rétt að hefjast.
Ákvör&un um stækkun NATO austur á bóginn er ekki auðveld. Ýmsir
telja aö í raun sé hún óþörf og beinlínis hættuleg fyrir framtíö bandalags-
ins. Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisrá&herra Bandaríkjanna, er í
þeim hópi.
skoðanir annarra
Árvekni þörf
„Wei Jingsheng, helsti andófsmaðurinn í Kína,
var nýlega barinn af samföngum sínum, sem aug-
ljóslega voru hvattir af yfirvöldum, að því er ætt-
ingjar hans fullyrða. Wei, sem er 47 ára og hefur
ekkert til saka unniö annað en friðsamlega lýðræð-
isbaráttu, þjáðist þegar af veikindum. Leiðtogar
Kína, sem hafa haldið Wei í fangelsi Qest fullorðins-
ár hans, hafa neitað honum um almennilega lækn-
ishjálp. Þegar yfirvöld í Peking sóttu um að fá að
halda ólympíuleikana árið 2000 var Wei sleppt úr
fangelsi. Þegar ljóst var að leikamir yrðu annars
staðar var Wei stungið inn aftur. Stjóm Clintons og
bandamenn hennar ættu að gera allt sem þeir geta
tE að sjá til þess að kinverskir ráðamenn komi ekki
fram við 6 milljónir Hong Kongbúa á sama hátt án
þess aö refsing hljótist af.“
Úr forystugrein Washington Post 30. júní.
Stríðsglæpamenn
„Það era bráðum tvö ár siðan fjöldamorðin í
Szrebrenica vora framin. Borgin varð tákn alls þess
blóðs sem hefur verið úthellt og aðgerðaleysis um-
heimsins. Tvö sumur og tveir vetur. Það er kannski
blóðþorsti að minna á það en í fyrrverandi
Júgóslavíu ganga enn 66 manns lausir sem stríðs-
dómstóllinn í Haag hefur ákveðið að höfða mál
gegn. Handtökuskipanir hafa verið gefnar út. Hand-
tökur hafa afgerandi þýðingu fyrir friðarferlið. En
það fara engar handtökur fram.“
Úr forystugrein Politiken 30. júní.
„Viðunandi" kosningar
„Óeirðir hafa lagt landið í rúst. Gripdeildamenn
ráða stórum svæðum. Stjórnleysi ríkir í stórum
hluta landsins. Samt tókst Albönum að kjósa nýja
stjórn á sunnudaginn í kosningum þar sem þátttaka
var mikil og lítið um oíbeldi. Alþjóðlegir eftirlits-
menn myndu ekki kalla kosningamar frjálsar eða
réttlátar en jafnvel „viðunandi" kosningar era af-
rek. Nú hefst uppbyggingin."
Úr forystugrein New York Times 3. júll.