Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 5. JULI 1997 ílk 23 W w Latibær á Barnadögum á Akureyri: Krakkarnir þurfa fyrirmyndir „Það er engin spuming að það er hægt að breyta hreyfingarvenjum barna. Núna eru fáir í forvarnar- starfi fyrir börn en margir í meðferð- arúrræð- um,“ segir Magnús Scheving. Magnús hefur undan- farin ár barist við að fá börn til þess að hreyfa sig meira. Hann segir að krakk- ar þurfi oft fyrirmyndir til þess að vilja breyta. Um næstu helgi verða hcddnir Barnadagar á Akureyri. Áherslur verða lagð- ar á alls kjms hreyfingu fyrir börnin. Hápunktur daganna verða sýning- ar á leikritinu Áfram Latibær eftir Magnús Scheving. Um kvöldið verður haldinn dansleikur fyrir krakk- ana þar sem Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson syngja og leika. „íþróttaálfurinn mætir og við förum i hókí-pókí,“ segir Magnús. Dagskráin á laugardegin- um hefst kl. 9 um morgun- inn í sundlauginni. Börnin fá að gera allt sem annars er bann- að. Þau fá að hanga í köðlunum, vera á vindsængum og fleira. Einnig verður þeim boð- ið upp á morgunleik- fimi. Auk þess verður frjálsíþróttamót, flugvélar, svifflugur og fleira. Kl. 14 verður mikil dagskrá á Ráðhú- storginu Akureyri. verður kassahíl- arallí. Þar verða þekkt ir íþróttamenn látnir keppa á kassabílum, torfæru- bílar verða til sýnis. Krakk- amir mála 100 fermetra mál- verk í tengslum við Listasum- arið á Akureyri. Tígri kemur í heimsókn og Krakkaklúbbur DV verður kynntur. Bæklingum verður dreift um öryggi barna í bíl. íslandsbanki og íslandsflug gerðu í raun mögulegt að hægt væri að framkvæma þennan mikla menn- ingaratburð. „Það sem mér finnst mjög spenn- andi er kerruganga. Þá þarf foreldri og barn að fara út að versla. Þau fara í tíu versl- anir á sem stystum tíma og keppa um hver er duglegastur að versla," segir Maggi. Litlu krakkarnir sjá um tískusýn- ingu. Einnig verður söngvakeppni harnanna. Þekktir íþróttamenn í knattspyrnu, júdó, handbolta og fleiru keppa í spinning. „Með því ætlum við að sjá hvaða íþróttafólk er þolnast. Einnig verður bikarmeistara- keppni í þolfimi,“ segir Maggi. Það er mikið afrek að fara með svo stóra sýningu sem Latabæ út á land. Að sögn Magnús Schev- ing undirbýr ferðalag norður með Latabæ. DV- mynd JAK Magga er þetta í fyrsta skipti í tugi ára sem svona stórt leikverk fer i leikferðalag. 17 leikarar leika í verkinu en í kringum 20-25 manns í sýningunni allri. Leikritið Áfram Latibær hefur notið mikilla vinsælda hjá börnum og fullorðn- um á öllum aldri. Yfir 20.000 manns hafa séð verkið og sætanýting hefur verið í kringum 94%. Lati- bær tók sér fri í sumar því margir hafa horfið til annarra starfa. Fyrirhugað er að taka sýningar upp aftur í haust. Áhugi erlendis frá „Latibær er íslenskt verk í húð og hár. Þetta er samvinna sem hefur gengið upp. Margir erlendir aðilar hafa sýnt Lata- bæ mikinn áhuga. Við erum að búa til teiknimynd af Latabæ sem við ætlum að kynna fyrir Walt Disney, sjónvarpsstöðinni Fox og fleirum. Við höfum fengið styrk frá ríkinu til þess að markaðssetja leikritið. Það er stefhan að margir höfundar búi til sögur fyrir Latabæ úr fígúr- unum sem búa þar,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar er Latibær fyr- ir böm frá tveggja ára aldri. For- eldrarnir hafa yfirleitt jafn gaman af leikritinu og bömin. Að sögn Magnúsar væri auðvitað hugsanlegt og mjög gaman að hafa svona dag í Reykjavík. -em H O N D A Stökktu til Benidorm frá kr. 16. júlí í 14 daga 29.932 staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur aW milli hirni og stighcekkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar DV 550 5000 UTAN- BORÐS- MÓTÓRAR Gangvissir öruggir endingargóbir 2ja ára ábyrgb déimMis v Skútuvogi 12A, s. 581 2530 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð þann 16. júlí til Benidorm. Þú tryggir þér sæti í sólina og 5 dögum fyrir brottför hringj- um við í þig og látum þig vita á hvaða hóteh þú gistir. Benidorm er vinsælasti áfangastaður íslendinga í sólinni og þú nýtur rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verðkr. 23.332 M.v. hjón með 2 böm í íbúð. 16. júlí, 14 nætur, ilug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, skattar. Verð kr. 39.960 M.v. 2 í íbúð, 14 nætur,16. júlí BókaSu tneSan enn er laust HEíMSFERÐIR 1992 C 1997 Austurstræti 17-2. hæð - Sími 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.