Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 39 Ferðast um Majorka: Sól, sól skín á mig Majorka heldur alltaf vinsældum sínum sem sumarleyfisstaður. Á síðasta ári komu alls 7 milljón ferðamenn til eyjunnar fogru. Búist er við að enn fleiri sólþyrstir ferða- menn flykkist í ár á strendur Maj- orka til að drekka í sig sólina og njóta þeirra lystisemda sem eyjan hefur upp á að bjóða. Á fögru Arenal-ströndinni Undanfarin ár hefúr blaðamaður DV ferðast víða um Majorka. í ár lá leiðin til Playa de Palma sem er á hinni stóru og fogru Arenal- strönd. Plúsferðir eru með ferðir til Playa de Palma og er þetta annað árið sem ferðaskrifstofan skipuleggur ferðir þangað. Auðvelt er að mæla með Playa de Palma fyrir ferðamenn. Bærinn er raunar byggður fyrir ferðamenn og þar er allt sem þeir þarfnast. Bær- inn liggur með fram langri strand- lengjunni. Ströndin er snyrtileg og góð. Örstutt er í alla þjónustu og dægradvöl og skiptir þá litlu máli á hvaða hóteli fólk gistir. íþróttaá- hugamenn, sem og aðrir, geta farið í tennis, mini- golf, fótbolta, strandablak og margt fleira. Matur og næturlíf Flóra veitingastaða er fiölbreytt á Playa de Palma og kennir þar ým- issa grasa frá flestum heimshorn- Arenal-ströndin er stór og fögur. í baksýn sést Palma og fjöllin á noröur- hluta eyjunnar. Islandi. Upp úr miðnætti fækkar fólki á börunum. Margir, sérstaklega yngra fólkið, halda á næturklúbba og diskótek sem eru í austurenda bæjarins. Þar er víðast opið til klukkan 7 á morgnana. Einnig er stutt að fara yfir til Magaluf þar sem BCM, stærsta diskótek Evr- ópu, er að finna. í hótelkjarnanum í vesturhluta bæjarins, þar sem far- þegar Plúsferða gista, er skrúfað fyrir alla tónlist og hávaða um mið- Þær leggja í vana sinn að bjóða fólki, og þá sérstaklega ferðamönn- um, blóm til sölu. Meðan kúnninn er að skoða blómadýrðina hverfur oft veski viðkomandi. Betra er að sleppa blómarómantík í Palma ef maður ætlar að halda peningunum. Góð umferðarmenning Það er ódýrt og mjög sniðugt að fá sér bílaleigubíl á Majorka. Allar vegalengdir eru stuttar þar. Það tekur t.d. aðeins tæpa klukkustund að aka frá Playa de Palma, sem er á suðvesturhomi eyjunnar, og til Alcudia, sem er nyrst á norðausturhorninu. Vegir eru ágætir á eyjunni og vega- merkingar með eindæmum góðar. Það er því lítið mál fyrir ókunnugan ferðalang að ferðast á eigin vegum um eyjuna og gefa sér tíma til að staldra við á áhugaverðum stöðum sem em margir. Um- ferðarmenningin er góð. Einn Majorkabúi sagði við blaðamann DV að það væru helst útlendu ferðamennim- ir sem væru glannalegir og óforskammaðir í umferðinni. Fjölmargar hótelbyggingar eru meö fram strandveginum á Playa de Patma. Staö- setningin er góö og örstutt á ströndina og í alla þjónustu. um. Má þar nefna majorska, skand- inavíska, kínverska og indverska veitingastaði. Matseðlamir eru á mörgum tungumálum og sums staðar var meira að segja hægt að fá þá á íslensku. Fæstir þjónanna eru þó eins færir í tungumálum og matseðlarnir gefa til kynna en ein- hvem veginn kemst þó allt til skila, í versta falli með svipbrigðum og handapati. Einn þjónninn var reyndar óvenju mikill tungumála- maður og gat grínast á bjagaðri is- lensku: „Ef þú ekki geta borga þá þú vaska.“ Ekki þarf að orðlengja það að þessi þjónn var orðinn góð- vinur íslenskra ferðalanga og varð þekktur undir nafninu Sigurður Saltfisksson. Verðið á veitingastöðum Playa de Palma er auðvitað snöggtum lægra en við íslendingar eigum að venjast, bæði á mat og víni. Sem dæmi má nefha að verð á góðri nautasteik er um 700 krónur ís- lenskar og ágæt rauðvínsflaska kostar um 400-500 krónur. Ef menn vilja stunda næturlífið á Playa de Palma er það lítið mál. Barir era á hverju götuhomi, flest- ir með lifandi tónlist. „Una cervesa, por favor,“ og þjónninn kemur að vörmu spori með bjór sem er afar ódýr á Majorka. Maður spyr sig margoft á svona stað af hveiju bjór- inn sé svona hrikalega dýr heima á nætti í síðasta lagi. Þeir sem vilja fara upp á hótelherbergi með fyrra fallinu og hvíla sig í friði geta því gert það. Fyrirtaks staðsetning Playa de Palma er á mjög góðum stað. Aðeins um 10 mínútna bílferð er til Palma sem er langstærsta borg Majorka. Þar búa um 320 þús- und manns eða ríflega helmingur allra íbúa eyjunnar. Palma samein- ar allt það sem prýtt getur góða borg. Þar er faileg höfn og arkitektúr, urmull af alls kyns veitingahúsum, versl- unum og söfnum. Hluti af miðborg Palma samanstendur af byggingum sem reistar vora á miðöldum. Þar ber hæst hina voldugu og glæsilegu dómkirkju borgar- innar sem hafist var handa við að byggja snemma á 14. öld. Það er mikil upplifun að keyra um þröngar götur gamla borgarhlutans. Þá er vissara að fara varlega og sérstaklega á götuhornum þar sem blindbeygjumar era margar. Þá er gott að flauta á undan og láta vita af sér. Varað er sérstaklega við blómasölukonum í Palma. Rómantík í Valde- mosa Gaman er að keyra upp í fiöllin á norðurhluta eyjunnar. Aðeins um 20 mínútur tekur að aka frá Playa de Palma til Valdemosa sem er afar fallegur bær. Þar er hægt að finna skemmtilega majorska veitinga- staði og auðvelt að eiga þar róm- antíska kvöldstund. Skemmtilegt er að sigla frá Puerto de Soller, sem er í næsta ná- grenni Valdemosa, og yfir til San Calobra. Siglt er með klettaströnd- inni og þar er að finna hæsta tind eyjunnar, Puig Major, sem er 1445 metra hár. Ef ekið er um innsveitir eyjunn- ar, fram hjá vindmyllum og sveita- bæjum, er tilvalið að sefia stefnuna á iðnaðarborgina Manacor. Þangað er um 40 mínútna akstur frá Playa de Palma. Þar eru framleiddar hin- ar þekktu Majorica-perlur. Hægt er að skoða verksmiðjuna og fylgjast með framleiðslunni. Þá er hægt að kaupa perlur þar á hagstæðu verði. Frá Manacor er aðeins um 10 mínútna keyrsla til hafnarbæjarins Porto Cristo sem er einn fallegasti bærinn á eyjunni. Þar liggja jafnan glæsilegar snekkjur í fallegri höfn- inni. Bærinn dregur til sín marga ferðamenn. Verðlag þar er með því hæsta sem þekkist á eyjunni. Drekahellar heimsóttir í úfiaðri Porto Cristo era hinir þekktu drekahellar. „Það getur eng- inn komið til Majorka án þess að skoða drekahellana,“ sagði einn eyjaskeggja við blaðamann. Hægt er að taka undir þessi orð heima- mannsins. HeUarnir era afar falleg- ir og litríkir. Mjög áhrifaríkt er að sigla á Martel-vatninu sem er inni í hellunum. Sagan segir að gamall dreki búi í hellunum. Nafnið fengu hellamir eftir drekanum. Rólegir og afslappaðir Það er ekki síður skemmtilegt að skoða eyjuna og kynnast lífi og menningu heimamanna en að liggja í sólbaði. Majorkabúar era á margan hátt sérstakir. Þeir geta verið með eindæmum rólegir og af- slappaðir. Þeim er illa við óvænta atburði sem riðla skipulagi þeirra, sem og að taka skyndiákvarðanir og „redda málunum" í flýti. Blaðamaður DV varð oftar en einu sinni var við að heimamenn taka tímann ekkert of hátíðlega, t.d. hvað varðar verslanir og þjón- ustu hvers konar, að hvíldartíma loknum (siesta). Undirritaður ætlaði einu sinni að sækja þvottinn sinn í þvottahús sem átti að opna klukkan 17. Hann var mættur stundvíslega ásamt nokkrum Þjóðverjum sem voru þar í sömu erindagjörðum. Erlendu gestimir máttu bíða til rúmlega hálfsex eftir starfskonum sem mættu þá loks með bros á vör. Er- lendu gestunum fannst hins vegar ekkert broslegt að þurfa að bíða þarna í rúman hálftíma og voru orðnir ansi pirraðir. Starfskonurn- ar kipptu sér ekkert upp við stress- ið í útlendingunum enda ekki von því svona er einfaldlega lífið þarna og það verður að virða. -RR Dómkirkjan í Palma er voldug og glæsilega bygging. Hafist var handa viö aö reisa dómkirkjuna snemma á 14. öld. Vinstra megin viö dómkirkjuna er gamalt virki. Stærsta Baleareyjan Majorka er stærsta Baleareyjan, | 3.640 ferkílómetrar að stærð. Ibúar era um 580 þúsund talsins. Helstu atvinnuvegir era auk ferðaþjón- ustu landbúnaður og marmar- anám. Eyjan er vogskorin og fiöll- ótt, einkum norðvesturhlutinn. Hæsti tindur eyjunnar er Puig Mayor, 1445 metra hár. Palma er helsta borg Majorka meö um 320 þúsund íbúa. Athyglisverðir staðir Margir athyglisverðir staðir eru á Majorka. Drekahellamir (Cuaves del Drach) eru mjög þekktir og vin- sælir hjá ferðamönnum. Hægt að sigla inni í stórfenglegum og litrík- um heUunum. Porto Cristo er fal- iegur hafnarbær. Perlur og leður Manacor er aðaliðnaðarbærinn. Þar era Majorica-perlumar fram- leiddar. í bænum Inca er mikiU leðuriðnaður og gott aö gera góö ' kaup á leðurfatnaði. Felanitx er lít- iU og skemmtUegur bær. Þar er | framleitt mikið af keramikvöram. Þar er einnig hin sérstæða kirkja San Miguels sem vert er að skoða. Valdemosa er faUegur og róman- tískur bær í fiöUunum norður af Palma. Vatnagarðamir Tveir stórskemmtUegir vatna- garðar era á Majorka, Aqua City og Aqua Park. Þar era vatnarenni- brautir af öUum stærðum og gerð- um. Vatnagarðamir era mjög vin- sælir staðir fyrir böm og fullorðna. Rómverjar á Majorka Árið 123 fyrir Krist náðu Róm- verjar yfirráðum á Majorka. Her- ferð Rómverja beindist einkum aö sjóræningjum sem höfðu lengi haft aðsetur á eyjunni. Um 3 þúsund Rómverjar fluttu tU Palma á 2. öld fyrir Krist. Kristnir menn og múslímar Á 4. öld eftir Krist barst kristin trú tU Majorka. Þá vora fyrstu kirkjurnar reistar. Árið 465 voru Rómverjar hraktir frá eyjunni. Tæpum 5 öldum síðar náðu múslímar yfirráðum þar. Kirkjur kristinna manna voru eyðilagðar en moskur byggðar í staðinn. Majorka féU undir veldi emirsins af Cordoba. Krossfararnir 1229 sátu krossfarar, undir stjóm Jaime I. frá Katalóníu, um Palma í 3 mánuði. Eftir langa og harða orrastu sigraðu krossfararn- ir heri múslíma. Jaime I. lét völdin í hendur kristnum meirhluta eyj- unnar. Stofnað var konungsrikið Majorka árið 1276, undir stjórn Jaimes II. Frakkar hertaka eyjuna Tæpum 5 öldum síðar, 1715, hertóku Frakkar eyjuna og kon- ungsríkið leið undir lok. 1808 gerðu Palmabúar mikla uppreisn og Napóleon Bonaparte varð að senda öflugt herlið til eyjunnar. 1833 varð Majorka spænsk á ný og mikil fagnaðarlæti uröu á eyjunni í kjöl- farið. Sigurhátíð var haldin í 3 daga. ísabefla II. varð drottning Spánar sama ár. Ferðamenn og frjáls- ræði Árið 1960, eftir fyrri hluta valda- j tíma Frankós, byrjar ferðamanna- þjónusta að blómstra á Majorka, sem og víðar á Spáni. Fagrar strendur laða til sin fiölmarga ferðamenn víða aö úr heiminum. 1979 fóra fram fyrstu fijálsu kosn- ingarnar á Majorka. Borgarráð var myndað í Palma sama ár. -RR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.