Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 Fréttir Stuttar fréttir i>v Fyrirspurn Jóhönnu vandsvarað: Bankaráð og Ríkis- endurskoðun þegja - ráðherra segist ekkert vita um málið „Málið er í höndum ríkisendur- skoðunar og ég ræði þetta mál ekki við fjölmiðla fyrr en sú skýrsla liggur fyrir," sagði Pálmi Jónsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans, þegar DV spurði hann hvort bankaráöið hefði komið leiðréttingu áleiðis til viðskiptaráðherra vegna laxveiðiferða Sólons Sigurðssonar í Rangá. Viðskiptaráðherra hefur í annað sinn á skömmum tíma gefið rangt svar við fyrirspurn Jóhönnu Sigurð- ardóttur um laxveiðiferðir stjórnenda ríkisviðskiptabankanna. í fyrra skipt- ið var um að ræða upplýsingar sem alþingi voru gefnar um laxveiðiferðir á vegum Landsbankans. Þar reyndust ferðimar vera mun íleiri en upphaf- lega var sagt. Bankaráð Landsbank- ans kom leiðréttingu þessari á fram- færi við viðskiptaráðuneytið 2. apríl og þeirri leiðréttingu var komið á framfæri við alþingi 6. apríl. Síðara skipt- ið varöar 5 laxveiði- ferðir Sólons Sig- urðssonar, banka- stjóra Búnaðarbank- ans, í Rangá á árun- um 1993-1997. Ferða þessara var ekki get- ið í svarinu og Al- þingi hefur nú tví- vegis fengið rangar upplýsingar um laxveiðimál bankanna. Ríkisendurskoðandi þegir „Ég upplýsi ekkert um þetta mál meðan við erum að vinna skýrsluna," sagði Sigurður Þórðarson rikisendur- skoðandi þegar DV bar undir hann þá spumingu hvort ekki hefði verið eðli- legt að upplýsa ráðherra um að upp- lýsingar þær sem hann hefði veitt þinginu væra rang- ar. Eins og fram hef- ur komið lét Sólon Sigurðsson Rikis- endurskoðun vita af Rangárferðum sin- um þegar i mars. Að sögn Sigurðar er skýrslan væntanleg í byrjun júlí og mun hún, auk laxveiði- ferða, fjalla um risnu og ferðakostnað í Búnaðar- og Seðlabanka. Veit ekkert um málið Eins og fram kom í frétt DV í gær var Ríkisendurskoðun gert kunnugt um ferðimar í Rangá um leið og ljóst varð í bankanum að ráðuneytinu heföi ekki verið gert kunnugt um það. Síðan eru liðnir fimm mánuðir. Hins vegar hefur ekkert komið fram um Pálmi Jónsson. Finnur Ingólfsson. Sigurður Þórðarson. það hvort þessari leiðréttingu hafi ver- ið komiö á framfæri við Finn Ingólfsson viðskiptaráðherra - ráðherrann sem ber ábyrgð gagnvart þinginu á að slíkum fyrirspurnum sé svarað rétt. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra sagðist ekkert vita um málið þegar DV bar það undir hann í gær: „Þetta hef ég ekkert heyrt um og ég veit ekki betur en að málið sé í skoðun og hef ekki fengið neinar upplýsingar um þetta.“ - Hafa banka- stjórar bankans aldrei sagt þér frá þessu? „Nei.“ Aldrei? „Nei.“ - Að- spuröur um málið í heild sinni sagði Finnur: „Ég vil ekki tjá mig um það.“ -kjart Blaðamaður DV virðir fyrir sér teikningarnar. Þótt kofinn li'tl illa út eins og sést á innfelldu myndinni er útsýnið gott frá honum. Það hefur hugsanlega veitt hinum þekktu listamönnum innblástur. DV-mynd Teitur Jóhanna Sigurðardóttir: Þingræðinu alvarleg hætta búin - hef ekki enn fengið fullnægjandi svör Teikningar fundnar: „Gaman að sjá þetta" Fundist hafa á efri hæð gamallar hákarlageymslu í Garðabæ teikningar á veggjum eftir þekkta listamenn. Kof- inn stendur á landi Bala, skammt frá dvalarheimilinu Hrafnistu. Það var glöggur vegfarandi sem benti DV á þetta. Á efri hæð geymslunnar eru á veggjum teikningar sem sumar eru merktar. DV rakti eina undirskrift- ina: „Örlygur 17.10.69“, til Örlygs Sig- urðssonar listmálara. í samtali við DV staðfesti Sigurður Örlygsson, son- ur hans, að teikningamar væru eftir fóður sinn. Hann skoðaði staðinn eft- ir ábendingu blaðsins. Sigurður taldi að þarna væru einnig myndir eftir Veturliða Gunnarsson, Halldór Pét- ursson og hugsanlega ein eftir Dieter Roth. Á hæðinni er einnig að finna leifar innbús; borð, stólar, bekkur og dýna. Sigurður sagði að líklega hefði hæðin verið notuð sem listamannastúdíó. Þarna hefðu menn málað og spjallað og jafnvel „setið að sumbli“. Hæðin er teppalögð en í töluverðri niðurníðslu. Starri nokkur hefur gert sér hreiður í loftopi í einum veggnum. Hann er lík- lega sá eini sem notið hefur listarinn- ar um langa hríð. -JP Hótel Valhöll slapp fyrir horn Hótel Valhöll á Þingvöllum, sem undanfarið hefur sætt miklum ákúr- um og jafnvel hótunum um leyfis- sviptingu frá heilbrigðiseftirlitinu, m.a. vegna skólprennslis í Þingvalla- vatn, fékk í gær rekstrarleyfi til 2. október. Þingvallanefnd hafði hvað eftir annað gert athugasemdir við bágt ástand frárennslismála og Vinnu-, Heilbrigðis- og Brunaeftirlit hafa sömuleiðis séð ástæðu til þess að átelja hótelið fyrir vanrækslu á hin- um ýmsu sviöum. Hótelið var á lokafresti og leyfis- svipting yfirvofandi en að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, fulltrúa sýslu- mannsins á Selfossi, tókst stjórnend- um þess að bjarga sér fyrir hom: „Þetta mátti ekki tæpara standa hjá þeim. Leyfið er háð skilyrðum um að úrbætur yrðu gerðar, þ. á m. að frá- rennslismálum yröi komið í lag fyrir 18. júní og ýmsum öðram málum kippt í lag. Þeir framvísuðu yfirlýs- ingum um að veriö væri að vinna í þessum málum og því var leyflö veitt. En við fylgjumst grannt meö því að staðið verði við þessi skilyrði." -fin „Það er mjög alvarlegt ef það er að koma upp í þrígang á stuttum tíma að einn ráðherra veiti Alþingi rangar eða villandi upplýsingar," sagði Jó- hanna Sigurðardóttir þegar málið var borið undir hana í gær. „Þingræðinu er náttúrlega alvarleg hætta búin ef ekki er hægt að treysta upplýsingum frá framkvæmdavaldinu. Ég hef þegar leitað eftir því við forseta Alþingis að viðskiptaráðherra gefi þinginu tafar- lausa skýringu á þessu og mér sem fyrirspyrjanda." „Ef ráðherrann hefur haft vitneskju Eum að hann hafi gef- iö Alþingi villandi upplýsingar en ekki komið á framfæri þingið meðan það sat er það grafalvar- legt mál. Ég hef flutt frumvarp um breyt- Jóhanna Sigurð- jngu ^ lögum um ardóttir. ráðherraábyrgð sem felur í sér að það varði við lög ef ráðherra gefur Alþingi rangar eða villandi upplýsingar. Ég mun fylgja þessu mjög fast eftir á næsta þingi að gefnu tilefni," sagði Jó- hanna Sigurðardóttir. „Síðan er náttúrlega ljóst að ég hef ekki enn fengið svör eða fullnægjandi skýringu frá viðskiptaráðherra varð- andi rangar upplýsingar um laxveiði- kostnað Landsbankans. Það hafa ein- ungis verið leiðréttar tölur og skýrt frá því hvað var vantalið en það ligg- ur ekkert fyrir um hver bar ábyrgð á að gefa þessar röngu upplýsingar til viðskiptaráðherra og síðan til Alþing- is.“ -Hjart Gullæði Dagur segir að gullæði hafl gripiö um sig á Akureyri í tengslum við Landsmót hestamanna á Melgerð- ismelum eftir fjórar vikur. Dæmi séu um að íbúð hafi verið leigð á 150 þúsund krónur þann tíma sem mót- ið stendur. Hlutkesti um einn Eitt vafaatkvæði í Sveinsstaða- hreppi hefur verið úrskurðað ógilt. Varpað verður hlutkesti um atkvæö- ið og mun það skera úr um hvor tveggja frambjóðenda hlýtur sæti í hreppsnefndinni. Stöð 2 sagði frá. Leyfi fengið Tölvunefnd hefur veitt íslenskri erfðagreiningu timabundið leyfi til starfsemi í þjónustumiðstöö rann- sóknaverkefha að Nóatúni 17. Áfram á þó að leita varanlegrar lausnar sem tryggir að starfsemin uppfylli skilyrði Tölvimefridar. Karl endurráðinn Meirihluti nýja sveitarfélagsins Árborgar, sem sameinar Sel- foss, Eyrar- bakka, Stokks- eyri og Sandvík- urhrepp, hefur ráðið Karl Bjömsson bæj- arstjóra. Karl var áður bæjarstjóri Selfoss. Dag- skráin á Selfossi sagði frá. Inngjöf Framkvæmdastjórn Alþýðu- flokksins samþykkti í vikunni ályktun um að aldrei kæmi til greina af hálfu Alþýðuflokksins að víkja frá stefnunni í fisk- veiöimálum og afstöðu til kvóta- kerfisins. Ályktunin er að sögn eins stjórnarmanna hugsuð sem áminning til miðstjómarfundar Alþýðubandalagsins um helg- ina. Þar veröur fjallað um sam- einingarviðræöur vinstri manna. Lægri kostnaður Rekstrarkostnaður Húsnæð- isstofnunar lækkaði um nær 30 milljónir króna á síðasta reikn- ingsári miðað við árið áður. Alls nam kostnaðurinn 454,8 milljónum en var 483,5 milljón- ir árið á undan. Viðskiptavefur Vísis.is sagði frá. 2% Verðbólga Verðbólgan í maí var 2% á árs- grundvelli. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2% í mánuðinum samkvæmt frétt frá Hagstofunni. Djass í Valaskjálf Árleg djasshátíð á Egilsstöðum verður haldin dagana 15,- 17. júní. Fjöldi hljómsveita og tónlistarmanna kemur fram ásamt frum- kvöðli hátíðar- innar, Árna ís- leifssyni. Austurland sagði frá. Húsó áfram Sjálfseignarstofnun til að halda áfram rekstri Húsmæðraskólans á Hallormsstað hefur verið stofnuð. Búið er að auglýsa eftir skólastjóra og kennurum fyrir næsta skólaár. Austurland sagði frá. Endurfjármögnun Akranesbær hefur tekið 223 milljóna króna lán hjá Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins. Lánið er tekið til að endurfjármagna eldri og óhagstæðari lán og lækka vaxta- og greiðslubyröi bæjarins. Skessuhom sagði frá. Ekki viðstödd Sophia Hansen er ekki við- stödd réttar- höld í forræðis- deilu hennar við Halim A1 sem fram fara í Istanbul um þessar mundir. Sophia dvelur á íslandi og leitar sér lækninga við bak- meini sem hún á við aö stríða. Dagur sagði frá. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.