Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 15
DV LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 Kórinn Arið 1989 tóku Kristinn og Tuula að sér kórstjóm- endstarfið hjá íslenska kómum í Gautaborg við stofnun hans. Raunar höfðu nokkrir félagar hist vorið áður og reynt að koma á skipulegum kórsöng. En það var fyrst um haustið sem verulegur skriður komst málið. Haft var samband við Kristin og Tuulu, sem tóku að sér að reyna að hafa stjórn á hópnum Fyrstu við- fangs- efnin vom ein- hverjir séu nefndir. Kórinn gaf út einn geisladisk árið 1996 og heitir hann einfaldlega „Fyrsti". Aleiðtil íslands Nú eru Kristinn og Tuula á leið með kórinn í söng- Kristinn Johannesson og Tuuia Jóhannesson. DV-myndir EH DV, Gautaborg:_________________ í tuttugu og sex ár hefur Kristinn Jóhannesson verið lektor við Gauta- borgarháskóla og kennt bæði Svíum og öðrum Norðurlandabúum ís- lensku. Kristinn er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri enda fæddur í Svarfaðardal Þar á eftir lauk hann kandidatsnámi í íslensk- um fræðum við Háskóla íslands og fjallaöi lokaritgerð hans um þýðing- ar Magnúsar Ásgeirssonar á kvæð- um sænska ijóðskáldsins Gustaf Frödings. Jafnframt háskólanámi í Reykja- vík stundaði Kristinn söngnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Einari Kristjánssyni ópemsöngv- ara. Á þessum árum starfaði hann líka með kórum í Reykjavík. Sjálfur segist hann varla vita hvort eigi sterkari ítök í honum, söngurinn eða bókin. Bókin hefur orðiö hans aðalstarf, tónlistin hins vegar auka- starf, en eins og títt er hjá íslending- p um er oft erfitt að skilja á milli hinna ýmsu starfa. Fann konuna í Finnlandi Strax að loknu prófi við Háskól- ann fór Kristinn til Finnlands þar sem hann varð lektor við háskólann í Helsingfors. Þar kynntist Kristinn konu sinni, Tuulu Jóhannesson. Tuula stundaði samhliöa mennta- skólanámi nám i píanóleik og tón- fræði við Síbelíusarakademíuna í Helsingfors. Hún stjómaöi líka á þessum ámm skólakórum. Eftir eitt ár í Finnlandi fluttist Kristinn með konu sinni til Svíþjóðar og varð lektor í islensku við háskólana í Gautaborg og Lundi. Hann hefur þó áfram hcddið sambandi við Finn- land, meðal annars kennt árum saman tímakennslu við háskólann í Uleáborg. En hann gat auðvitað ekki verið heilt ár í Finnlandi án þess að syngja svo hann gekk í Aka- demiska sángfóreningen í Helsing- fors og söng líka með stúdentakóm- um Brahe Djáknar í Ábo, en Krist- inn kenndi einnig um skeið við finnska háskólann þar í bæ. Strax við komuna til Svíþjóðar gekk Kristinn til liðs við kóra í Gauta- borg og Lundi og Tuula hóf starf i nótnasöludeild tónlistarverslunar i Gautaborg og hefúr i því starfi sinu Kristinn stjórnar af mikilli innlifun. gert ýmislegt til þess að kynna bæði finnska og íslenska tónlist í Svíþjóð. Þaö má því segja að þau hjón séu boðberar íslensks tals og tóna á vesturströnd Svíþjóðar. Kristinn hætti eftir nokkur ár kennslu í Lundi og einskorðaði starf sitt við Gautaborgarháskóla þar sem hann varð meðal annars stofnunarstjóri norrænu deildarinn- ar um sjö ára skeið og einnig um- sjónarmaður með byggingum heim- spekideildarinnar um árabii. Hann hefur einnig gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Gautaborgar- háskóla. Kristinn er einnig eftirsótt- ur fyrirlesari og hefur líka skrifað greinar um íslensk málefni, t.d. í sænskar alfræðibækur. Næsta kynslóð heldur merkinu uppi Kristinn og Tuula eiga tvo drengi sem einnig hafa áhuga á tónlist. Hinn yngri, Kristján Örn, leikur á rafmagnsgítar en hinn eldri, Jó- hannes Geir, spflar á klarínett í sin- fóníuhljómsveit æskunnar í Gauta- borg. En Jóhannes stundar líka söngnám og hefur í allmörg ár sung- ið i Drengjakór Gautaborgar, áður Drengjakór Dómkirkjunnar. Sá kór er þekktur fyrir vönduð vinnubrögð og hefur meðal aimars á síöastliðn- um tveim árum sungið inn á þrjá geisladiska sem hafa orðið meö söluhæstu diskum í Svíþjóð. Drengjakórinn hefur líka flutt ís- lenska tónlist, t.d. söng kórinn Requiem eftir Jón Leifs í söngferða- lagi suður á meginlandi Evrópu fyr- ir nokkrum árum. Þannig má segja að næsta kynslóð haldi merkinu uppi við landkynninguna, segir Kristinn. Sóknarnefndarformaður- inn og organistinn Árið 1994 var stofnaður íslenskur söfnuður í Gautaborg og þá fengu þau Kristinn og Tuula nýtt hlut- verk. Kristinn var kjörinn formaður sóknamefndar en auk þess tóku þau hjón að sér að sjá um kirkjutónlist- ina; Kristinn sem söngstjóri Is- lenska kórsins og Tuula var ráðin organisti. Þannig hafa þau haldið áfram að starfa fyrir ísland í tali og tónum. íslenski söfnuðurinn var stofnaður í september 1994 þegar séra Jón Dalbú Hróbjartsson var ráðinn sjúkrahússprestur til Gauta- borgar, því á þessum tima var mik- il og góð samvinna á milii íslenskra og sænskra heilbrigðisvalda. Síðan 1997 hefur ekki verið fastur prestur í Gautaborg, því að líffæra- flutningar sem áður voru gerðir í Gautaborg voru fluttir til Kaup- mannarhafnar. Þó hefir séra Birgir Ásgeirsson, sem er prestur Trygg- ingastofnunar í Kaupmannahöfn, sinnt þessu í hlutastarfi. Kristinn segir að það sé einróma álit ailra þeirra sem til þekkja að það fyrir- komulag geti ekki verið til frambúð- ar og að þörf sé á presti í fuflt starf sem þjónað geti íslendingum í Sví- þjóð. fóld í sniðum en kórnum óx snemma fiskur um hrygg og fór að koma frarn á samkomum íslend- ingasamtaka í Gautaborg. Félagar í kórnum hafa nær eingöngu verið ís- lendingar en þó hefur einn og einn Svíi slæðst með í hópinn en skilyrði fyrir þátttöku þeirra má segja að sé góö kunnátta í íslensku og veruleg- ur áhugi á landi og þjóð. Kórinn hef- ur haldið marga sjálfstæða tónleika bæði í Gautaborg og víða á Norður- löndunum. Árið 1994 gerði kórinn svo samning við íslenska söfnuðinn í Gautaborg, eins og sagt var hér að framan, um að sjá um tónlistarþátt- inn í guðsþjónustunum. Sá samn- ingur varð til mikils góðs bæði fyr- ir kór og kirkju. Kórasamstarf á Norðurlöndum Fyrir nokkrum árum hófst sam- starf íslenska kórsins í Gautaborg og Lundi. Kóramir hafa haft það fyrir sið að koma saman einu sinni á ári til æfa saman og halda síðan sameig- inlega tónleika aö kvöldi. Aðrir kórar hafa síðan dregist inn í þetta starf, sem segja má að sé ár- angurinn af samvinnu þeirra Krist- ins og Jóns Ólafs Sigurðarsonar, fyrrum söngstjóra í Lundi. (Jón Ólaf- ur starfar nú sem organisti í Sel- jakirkju í Reykjavík.) Hápunktur þessa samstarfs var íslenskt kóramót í Kaupmanarhöfn vorið 1997 með þátttöku kóra frá Gautaborg, Lundi, Ósló, Kaupmannahöfn, Lundúnum og Lúxemborg. Kórnum í Gautaborg hefur lika í nokkur ár verið boðið að taka þátt í Julsang i City. Þar syngja ýmsir kór- ar í dómkirkjunni í Gautaborg síð- ustu vikuna fyrir jól. Hin 1100 manna kirkja troðfyllist hvað eftir annað og þama hefur íslenski kórinn kynnt lög eftir t.d. Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigur- bjömsson og Jón Ásgeirsson, svo ein- ferðalag til íslands 13.-21. júní þar sem farið verður víða um land. Það er gaman til þess að vita að enginn islenskur kór hefur komið til íslands erlendis frá til að halda tónleika og á þetta vonandi eftir að vekja eftirtekt hjá mörgum íslendingum. Kórinn hlakkar til þess að koma til íslands og fá að syngja fyrir landann. Á dagskránni verða flutt lög frá Skandinaviu og einnig nokkur is- lensk lög. En eins og þau Kristinn og Tuula segja; „Við förum ekki til ís- lands til þess að keppa við íslenska kóra um að syngja íslenska tónlist. Þegar við föram í svona ferðalag á það að vera hlutverk okkar að kynna eitthvað nýtt, t.d. að syngja erlenda tónlist fyrir íslendinga. Það er þann- ig sem við vinnum. Jafnhliða skemmtiminni verður að vera upp- byggilegur þráður, þroskandi mark- mið. Öll vinna okkar á að vera menn- ingarstarf." Eyjólfur Harðarson SI/MÞC HEIMAISVELIIM Uppáhaldsísinn ÞINN tilbúinn á 30 mín. Rjómaís Mjóikurís Jógúrtís Súkkulaðiís Jarðarberjaís Bananaís Krapís Fjöidi uppskrifta fylgir Alþjóða verslunarfélagið ehf. Skipholt 5, 105 Reykjavík • Sími: 5114100 • Fax: 511 4101 íslenski kórinn f Gautaborg á æfingu. Hann er nú á leiðinni til íslands f tón- leikaferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.