Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 15
DV LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998
Kórinn
Arið 1989 tóku Kristinn
og Tuula að sér kórstjóm-
endstarfið hjá íslenska
kómum í Gautaborg við
stofnun hans. Raunar
höfðu nokkrir félagar hist
vorið áður og reynt að koma
á skipulegum kórsöng. En
það var fyrst um haustið sem
verulegur skriður komst
málið. Haft var samband við
Kristin og Tuulu, sem
tóku að sér að
reyna að hafa
stjórn á
hópnum
Fyrstu
við-
fangs-
efnin
vom
ein-
hverjir séu nefndir. Kórinn gaf út
einn geisladisk árið
1996 og heitir hann
einfaldlega
„Fyrsti".
Aleiðtil
íslands
Nú eru
Kristinn og
Tuula á leið með
kórinn í
söng-
Kristinn Johannesson og Tuuia Jóhannesson.
DV-myndir EH
DV, Gautaborg:_________________
í tuttugu og sex ár hefur Kristinn
Jóhannesson verið lektor við Gauta-
borgarháskóla og kennt bæði Svíum
og öðrum Norðurlandabúum ís-
lensku. Kristinn er stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri enda
fæddur í Svarfaðardal Þar á eftir
lauk hann kandidatsnámi í íslensk-
um fræðum við Háskóla íslands og
fjallaöi lokaritgerð hans um þýðing-
ar Magnúsar Ásgeirssonar á kvæð-
um sænska ijóðskáldsins Gustaf
Frödings.
Jafnframt háskólanámi í Reykja-
vík stundaði Kristinn söngnám í
Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá
Einari Kristjánssyni ópemsöngv-
ara. Á þessum árum starfaði hann
líka með kórum í Reykjavík. Sjálfur
segist hann varla vita hvort eigi
sterkari ítök í honum, söngurinn
eða bókin. Bókin hefur orðiö hans
aðalstarf, tónlistin hins vegar auka-
starf, en eins og títt er hjá íslending-
p um er oft erfitt að skilja á milli
hinna ýmsu starfa.
Fann konuna í Finnlandi
Strax að loknu prófi við Háskól-
ann fór Kristinn til Finnlands þar
sem hann varð lektor við háskólann
í Helsingfors. Þar kynntist Kristinn
konu sinni, Tuulu Jóhannesson.
Tuula stundaði samhliöa mennta-
skólanámi nám i píanóleik og tón-
fræði við Síbelíusarakademíuna í
Helsingfors. Hún stjómaöi líka á
þessum ámm skólakórum. Eftir eitt
ár í Finnlandi fluttist Kristinn með
konu sinni til Svíþjóðar og varð
lektor í islensku við háskólana í
Gautaborg og Lundi. Hann hefur þó
áfram hcddið sambandi við Finn-
land, meðal annars kennt árum
saman tímakennslu við háskólann í
Uleáborg. En hann gat auðvitað
ekki verið heilt ár í Finnlandi án
þess að syngja svo hann gekk í Aka-
demiska sángfóreningen í Helsing-
fors og söng líka með stúdentakóm-
um Brahe Djáknar í Ábo, en Krist-
inn kenndi einnig um skeið við
finnska háskólann þar í bæ. Strax
við komuna til Svíþjóðar gekk
Kristinn til liðs við kóra í Gauta-
borg og Lundi og Tuula hóf starf i
nótnasöludeild tónlistarverslunar i
Gautaborg og hefúr i því starfi sinu
Kristinn stjórnar af mikilli innlifun.
gert ýmislegt til þess að kynna bæði
finnska og íslenska tónlist í Svíþjóð.
Þaö má því segja að þau hjón séu
boðberar íslensks tals og tóna á
vesturströnd Svíþjóðar.
Kristinn hætti eftir nokkur ár
kennslu í Lundi og einskorðaði
starf sitt við Gautaborgarháskóla
þar sem hann varð meðal annars
stofnunarstjóri norrænu deildarinn-
ar um sjö ára skeið og einnig um-
sjónarmaður með byggingum heim-
spekideildarinnar um árabii. Hann
hefur einnig gegnt ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum fyrir Gautaborgar-
háskóla. Kristinn er einnig eftirsótt-
ur fyrirlesari og hefur líka skrifað
greinar um íslensk málefni, t.d. í
sænskar alfræðibækur.
Næsta kynslóð heldur
merkinu uppi
Kristinn og Tuula eiga tvo drengi
sem einnig hafa áhuga á tónlist.
Hinn yngri, Kristján Örn, leikur á
rafmagnsgítar en hinn eldri, Jó-
hannes Geir, spflar á klarínett í sin-
fóníuhljómsveit æskunnar í Gauta-
borg. En Jóhannes stundar líka
söngnám og hefur í allmörg ár sung-
ið i Drengjakór Gautaborgar, áður
Drengjakór Dómkirkjunnar. Sá kór
er þekktur fyrir vönduð vinnubrögð
og hefur meðal aimars á síöastliðn-
um tveim árum sungið inn á þrjá
geisladiska sem hafa orðið meö
söluhæstu diskum í Svíþjóð.
Drengjakórinn hefur líka flutt ís-
lenska tónlist, t.d. söng kórinn
Requiem eftir Jón Leifs í söngferða-
lagi suður á meginlandi Evrópu fyr-
ir nokkrum árum. Þannig má segja
að næsta kynslóð haldi merkinu
uppi við landkynninguna, segir
Kristinn.
Sóknarnefndarformaður-
inn og organistinn
Árið 1994 var stofnaður íslenskur
söfnuður í Gautaborg og þá fengu
þau Kristinn og Tuula nýtt hlut-
verk. Kristinn var kjörinn formaður
sóknamefndar en auk þess tóku þau
hjón að sér að sjá um kirkjutónlist-
ina; Kristinn sem söngstjóri Is-
lenska kórsins og Tuula var ráðin
organisti. Þannig hafa þau haldið
áfram að starfa fyrir ísland í tali og
tónum. íslenski söfnuðurinn var
stofnaður í september 1994 þegar
séra Jón Dalbú Hróbjartsson var
ráðinn sjúkrahússprestur til Gauta-
borgar, því á þessum tima var mik-
il og góð samvinna á milii íslenskra
og sænskra heilbrigðisvalda.
Síðan 1997 hefur ekki verið fastur
prestur í Gautaborg, því að líffæra-
flutningar sem áður voru gerðir í
Gautaborg voru fluttir til Kaup-
mannarhafnar. Þó hefir séra Birgir
Ásgeirsson, sem er prestur Trygg-
ingastofnunar í Kaupmannahöfn,
sinnt þessu í hlutastarfi. Kristinn
segir að það sé einróma álit ailra
þeirra sem til þekkja að það fyrir-
komulag geti ekki verið til frambúð-
ar og að þörf sé á presti í fuflt starf
sem þjónað geti íslendingum í Sví-
þjóð.
fóld í sniðum en kórnum óx
snemma fiskur um hrygg og fór að
koma frarn á samkomum íslend-
ingasamtaka í Gautaborg. Félagar í
kórnum hafa nær eingöngu verið ís-
lendingar en þó hefur einn og einn
Svíi slæðst með í hópinn en skilyrði
fyrir þátttöku þeirra má segja að sé
góö kunnátta í íslensku og veruleg-
ur áhugi á landi og þjóð. Kórinn hef-
ur haldið marga sjálfstæða tónleika
bæði í Gautaborg og víða á Norður-
löndunum. Árið 1994 gerði kórinn
svo samning við íslenska söfnuðinn
í Gautaborg, eins og sagt var hér að
framan, um að sjá um tónlistarþátt-
inn í guðsþjónustunum. Sá samn-
ingur varð til mikils góðs bæði fyr-
ir kór og kirkju.
Kórasamstarf á
Norðurlöndum
Fyrir nokkrum árum hófst sam-
starf íslenska kórsins í Gautaborg og
Lundi. Kóramir hafa haft það fyrir
sið að koma saman einu sinni á ári
til æfa saman og halda síðan sameig-
inlega tónleika aö kvöldi.
Aðrir kórar hafa síðan dregist inn
í þetta starf, sem segja má að sé ár-
angurinn af samvinnu þeirra Krist-
ins og Jóns Ólafs Sigurðarsonar,
fyrrum söngstjóra í Lundi. (Jón Ólaf-
ur starfar nú sem organisti í Sel-
jakirkju í Reykjavík.) Hápunktur
þessa samstarfs var íslenskt kóramót
í Kaupmanarhöfn vorið 1997 með
þátttöku kóra frá Gautaborg, Lundi,
Ósló, Kaupmannahöfn, Lundúnum
og Lúxemborg.
Kórnum í Gautaborg hefur lika í
nokkur ár verið boðið að taka þátt í
Julsang i City. Þar syngja ýmsir kór-
ar í dómkirkjunni í Gautaborg síð-
ustu vikuna fyrir jól. Hin 1100 manna
kirkja troðfyllist hvað eftir annað og
þama hefur íslenski kórinn kynnt
lög eftir t.d. Sigvalda Kaldalóns, Atla
Heimi Sveinsson, Þorkel Sigur-
bjömsson og Jón Ásgeirsson, svo ein-
ferðalag til íslands 13.-21. júní þar
sem farið verður víða um land. Það
er gaman til þess að vita að enginn
islenskur kór hefur komið til íslands
erlendis frá til að halda tónleika og á
þetta vonandi eftir að vekja eftirtekt
hjá mörgum íslendingum. Kórinn
hlakkar til þess að koma til íslands
og fá að syngja fyrir landann.
Á dagskránni verða flutt lög frá
Skandinaviu og einnig nokkur is-
lensk lög. En eins og þau Kristinn og
Tuula segja; „Við förum ekki til ís-
lands til þess að keppa við íslenska
kóra um að syngja íslenska tónlist.
Þegar við föram í svona ferðalag á
það að vera hlutverk okkar að kynna
eitthvað nýtt, t.d. að syngja erlenda
tónlist fyrir íslendinga. Það er þann-
ig sem við vinnum. Jafnhliða
skemmtiminni verður að vera upp-
byggilegur þráður, þroskandi mark-
mið. Öll vinna okkar á að vera menn-
ingarstarf."
Eyjólfur Harðarson
SI/MÞC HEIMAISVELIIM
Uppáhaldsísinn ÞINN
tilbúinn á 30 mín.
Rjómaís
Mjóikurís
Jógúrtís
Súkkulaðiís
Jarðarberjaís
Bananaís
Krapís
Fjöidi uppskrifta fylgir
Alþjóða verslunarfélagið ehf.
Skipholt 5, 105 Reykjavík • Sími: 5114100 • Fax: 511 4101
íslenski kórinn f Gautaborg á æfingu. Hann er nú á leiðinni til íslands f tón-
leikaferð.