Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 DV r Astríðufullur kveðskapur forfeðranna: „Þetta er hápunktur heillar menn- ingar, mörg hundruö ára kvæöa- hefðar og skipulegrar hugsunar um heiminn. Kraftur goöakvæöanna er fólginn í því að í þeim er kjarninn í lífsspeki og heimsmynd þjóðar, slíp- aöur af oröfœri og skáldskaparmáli sem hefur gengiö í munni kynslóöa. “ Fyrir skömmu gaf Mál og menning út eddukvæðin, einn af fjársjóðum ís- lenskrar menningar: Völuspá, Háva- mál, goða- og hetjukvæði. Gísli Sigurðsson, ís- lenskufræðingur á Stofnun Árna Magnússon- ar, sá um útgáfuna en eddukvæðin hafa ekki verið gefm út frá því 1968 og ekki verið fáan- leg í verslunum síðustu árin. Það var því tími til kominn að þessi glæsta arfleifð yrði gefin út að nýju. Lifandi hefð í umfjöllun fræðimanna um menningararf- inn hefur oft verið lögð megináhersla á ald- ursgreiningu kvæða og sagna, oft í leit að hugsanlegum höfundum þeirra. Á síðari árum hafa áherslur í fræðilegri umfjöllun breyst og hefur Gísli skrifað greinar um munnlega varðveislu og kvenlegt sjónarhorn í eddu- kvæðunum. Einnig hafa komið fram athyglis- verðar kenningar hjá Terry Gunnell um leik- rænan flutning nokkurra goða- og hetju- kvæða. Útgáfa Gísla er því í raun framhald og ákveðinn lokaáfangi í skrifum hans um eddu- kvæði frá því snemma á síðasta áratug. í meðferð textans gengur Gísli lengra í að fylgja aðalhandritinu, Konungsbók, og leið- rétta hann eins lítið og hægt er. Menn hafa yf- irleitt verið ófeimnir við að leiðrétta eftir kenningum um bragfræði og merkingu sem mönnum finnst stundum „betri“. „Það tengist líka annarri meginhugmynda- fræði sem liggur á bak við útgáfuna og grein- ir hana frá fyrri útgáfum: Ég hugsa meira um lifandi umhverfi kvæðanna, hvernig þau hafa verið flutt og hvernig þau hafa lifað,“ segir Gísli. r Ohrein nærföt Gísli hefur á síðustu árum varpað fram kenningum sínum um að í kvæðunum megi sjá karllegt og kvenlegt sjónarhorn. Sem dæmi um kvenlegt sjónarhom nefnir Gísli söguna af Guðrúnu Gjúkadóttur og Sigurði Fáfnisbana; hvernig Guðrún er, eftir dauða Sigurðar, látin giftast Atla Húnakonungi sem drepur bræður hennar og hvernig hún giftist í þriðja sinnið. „Með því að líta svo á að kvæðin endur- spegli karllegt og kvenlegt umhverfi þá er hægt að losna við þann vanda sem fræðimenn hafa glímt við þegar litið er á þau í ólíkri ald- ursröð og reynt að láta alla söguna passa sam- an. Með því að skoða kvæðin sem afsprengi heims karla og kvenna má sjá tvær leiðir í hetjusögum. Annars vegar er sagan túlkuð út frá sjónarmiðum kvennanna sem mega horfa á eftir eiginmönnum sínum og elskhugum í blóðug dráp. Atburðirnir era þá skýrðir út frá ástamálum, tilflnningabaráttu og togstreitu. Hins vegar er það sjónarhorn karlhetjanna þar sem áherslan er á heiður og sæmd og drif- krafturinn er valdabarátta. í þessum kvæðum er líka tekist á um grundvallaratriði í mannlegu lífi. Það er bara talað um aðalatriðin: ást og hatur og líf og dauða. Það er ekki staldrað við neitt sem minna máli skiptir. Það gerir þetta svo stórt. Það verður nánast spaugilegt í Atlamálum hinum grænlensku þegar allt í einu er smásena þar sem bent er á óhrein nærföt úti í homi. Þetta verður eins og grín í þessu hetjukvæðasamhengi því yfirleitt er ekki ver- ið að tala um slíka hluti.“ í beinu sambandi við fortíðina I formála bókarinnar lýsir Gísli því hvern- ig hann komst í samband við kvæðin á slétt- „Það er ekki fyrr en með ritun sem tii verða höfundar sem geta búið til texta sem enginn nennir mögulegt í munnlegri menningu. Sagnamaður sem talar út í tómið er óhugsandi." um Manitoba, þar sem hann sat við fótskör Haralds Bessasonar sem þá var prófessor í ís- lenskum fræðum við háskólann í Winnipeg. En hvað er það sem er svona heillandi við eddukvæðin? „Stór hluti af því sem mér þykir heillandi er hvað kvæðin veita í raun beint samband við ólíkan hugarheim og hvað tungumálið brúar bil langt aftur í tímann til fólks sem hef- ur lifað mjög kröftugu lífi og verið mjög snjallt í meðferð tungumálsins. Það má segja að kraftur tungumálsins og söguefnisins knýi mig áfram í þessum kvæðarannsóknum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þetta er ekki eins og við hugsum. Fólk í þessum sagnaheiini er með aðrar menningar- legar forsendur og hugsar eftir öðrum braut- um; heiðurinn, sæmdin og skyldur við fjöl- skyldu og ættingja eru með allt öðrum hætti en við eigum að venjast. Það er ekki rétt að stilla þvi þannig upp að maðurinn sé alltaf eins heldur að það sé merkilegt að við getum notað okkar móðurmál til þess að kynnast menningu fólks sem er allt öðruvísi en sem við getum samt skilið mjög vel. Það er kannski það sem er stór hluti af galdrinum." r Atakamiklar ástarsögur „Það er mjög margt í þessum kvæðum sem höfðar til ungs fólks og annað sem höfðar til þeirra sem eldri eru. Það er hægt að finna eitt- hvað fyrir alla aldursflokka. Þarna er speki sem ætluð hefur verið ungu fólki, jafnvel það sem við myndum kalla ástarsögur unglinga nú. Þær eru hins vegar átakameiri og blóð- ugri en við eigum að venjast enda þótt auðvelt sé að lifa sig inn í margt í tilfinningalífinu. Ég held að reynslan sýni að þessi kvæði höfði til fólks á öllum öldum. Þau eru alþjóðlegasti hluti menningararfs okkar vegna þess að þau tengjast goðsögum og hetjusögum frá öllu hinu germanska menningarsvæði. Þau eru auk þess kjarninn í því sem best hefur verið varðveitt hér og kveðið. Slík snilid úreldist ekki með einni kynslóð." aö lesa. Þaö er ekki DV-mynd ÞÖK Tær kveð- Ástar- játning Sigrúnar Einn af eftirlætisköfl- um Gísla í eddukvæð- unum er ræða Sigrúnar í Helgakviðu Hundings- bana. „Kaflinn þegar Sig- rún hellir sér yfir bróð- ur sinn eftir að hann hafði drepiö Helga, elskhuga hennar, er mikilfenglegur. Hún lýsir Helga í einhverri glæsilegustu mannlýs- ingu og ástarjátningu þessara kvæða. Hún lýsir því hvað Helgi hafi borið af öðrum mönnum með því að líkja honum við dýrkálf sem fer ofar öllum öðr- um og „horn glóa við himin sjálfan". Þessi mynd hefur orkað mjög sterkt á myndlistar- menn og lesendur þess- ara kvæða mjög lengi. Það má segja að sú út- rás tilfínninga sem þarna kemur fram sé beintenging aftur til fortíðar; sterkari en finnst annars staðar," segir Gísli. Ræöa Sigrúnar í Helgakviöu Hundingsbana „Sitk-a eg svo sœl aö Sefafjöllum ár né um nœtur aö eg una lifi, nerna aö liöi lofóungs Ijóma bregöi, renni und vísa Vígblœr þinig, gullbitli vanur, knega eg grami fagna. Svo hafói Helgi hrœdda görva fjándur sína alla og frœndur þeirra semfyr úlfi óöar rynni geitur affjalli geiskafullar. Svo bar Helgi af hildingum sem íturskapaöur askur af þyrni eöa sá dýrkálfur döggu slunginn er öfri fer öllum dýrum og horn gíóa vió himuj sjálfan." -sm Gísli segir að hluti af því hvers vegna kvæðin hafa lif- að svo lengi og svo vel sé að þau séu auðskiljan- leg og fljótgripin. Það skapist fyrst og fremst af því að þau eru ætluð til flutnings og þurftu að skiljast vel og halda athygli hlustenda. „Það er hluti af munnlegu menningarsamfé- lagi. Þess vegna slípast kvæði og verða hrein og tær. Það er bara vérið að segja það sem fólk fylgir flytjanda i. Það er ekki fyrr en með rit- un sem til verða höfundar sem geta búið til texta sem enginn nennir að lesa. Það er ekki mögulegt í munnlegri menningu. Sagnamaður sem talar út í tómið er óhugsandi." -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.