Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 JUj’V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Úr Nifíungahringnum
Fyrir tveimur árum hótaöi Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra Sverri Hermannssyni bankastjóra bréflega að
nota ellefu milljarða tap Landsbankans og 900 miUjóna
tap Lindar til að láta reka bankastjórana, ef hann sæi
ekki um, að bankinn fylgdi vaxtastefnu stjórnvalda.
í framhjáhlaupi er athyglisvert, að forsætisráðherra
skuli fyrir meira en tveimur árum hafa vitað nákvæm-
lega um 900 milljóna sukkið, sem bankaráðherra sver
nú og sárt við leggur að hafa ekki vitað um, þegar hann
gaf Alþingi rangar upplýsingar um málið.
Sverrir gaf eftir og var ekki rekinn. Hann vissi, að
skilaboð formanns Flokksins voru þungvægari en form-
legt valdakerfí bankans, þar sem bankastjórar heyrðu
undir bankaráð, sem þá heyrði undir Alþingi. í bréfinu
talaði landseigandi við einn lénsherra sinna.
Bréfið hefur verið birt og gefur góða innsýn í hugar-
heim ráðamanna, sem minnir meira á þriðja heiminn
en nágrannalöndin. Lög og reglur og hefðir víkja fyrir
afrískum geðþótta, sem gengur þvert á allar leikreglur
og form, sem gilda í lýðræðisríkjum nútímans.
Forsætisráðherra var ekki að lækna sukkið í rekstri
bankans heldur nota það sem skiptimynt í ágreiningi
um vexti. Enda fór svo fyrir tveimur árum, að ekkert
var gert í málum bankans, sem hafði tapað ellefu millj-
örðum, þar af tæpum milljarði á einni Lind.
Forsætisráðherra fór ekki réttar boðleiðir samkvæmt
bókfærðu skipulagi. Hann leit svo á, að sem formaður
Flokksins gæti hann skákað þeim herrum, sem höfðu
fengið lén á vegum flokksins. Þetta reyndist vera alveg
rétt hjá honum, enda er ísland þriðja heims ríki.
Svipað hugarfar kom fram hjá Sverri Hermannssyni,
þegar hann var löngu síðar rekinn vegna allt annarra
mála, laxveiða sinna. Þá lagðist hann í herferð gegn
spillingu annarra, ekki til að bæta heiminn, heldur til
að hefna sín á þeim, sem höfðu stjakað við honum.
Sverrir ljóstraði upp um bankaráðherra og utanríkis-
ráðherra vegna óráðsíustráks á framfæri þeirra, þing-
mann af Vestfjörðum fyrir ósiðlega yfirtöku einokunar-
fyrirtækis og ríkisendurskoðanda fyrir fjárhagslega
misnotkun embættisins. Aðra sukkara lét hann í friði.
Bankastjórinn fyrrverandi og forsætisráðherrann nú-
verandi eru aftan úr grárri forneskju, þar sem hefnd og
hroki, lén og níðsla réðu ferð, áður en farið var að búa
til formlegar umgengnisreglur til að byggja upp flókin
nútímariki. Þeir koma úr Niflungahringnum.
Á ytra borði ríkir hér svipað þjóðskipulag og í ná-
grannalöndunum, þar sem forfeður manna urðu að
fórna lífinu til að losna undan kúgurum fortíðarinnar.
Undir niðri ríkir fortíðin samt áfram hér á landi, enda
var forfeðrum okkar gefið lýðræði á silfurfati.
Stjórnunarstíll fyrrverandi borgarstjóra og núverandi
forsætisráðherra væri ekki framkvæmanlegur í ná-
grannalöndnum. Hann virkar hér á landi, af því að
millistjórnendur þjóðfélagsins líta á sig sem lénsherra,
sem hafi þegið lén sín úr hendi Davíðs konungs.
Venjulega fer stjórnunarstíll að hætti Niflungahrings-
ins fram í síma og er því ekki skjalfestur. Bréfið til
bankastjórans er einstakt í sinni röð, af því að það gef-
ur svart á hvítu innsýn í svörtustu forneskju, sem menn
grunaði, að væri til, en gátu ekki sannað.
Og þjóðin er því miður bara feitur þræll, sem lætur
bjóða sér lénsskipulag í lok tuttugustu aldar, af því að
frelsið hefur aldrei fest rætur í brjósti hennar
Jónas Kristjánsson
Staða Rússa
í deilunni
Bandaríkjastjórn og Evr-
ópusambandið vilja koma í
veg fyrir að það sama gerist í
Kosovo og Bosníu. Rússar eru
þó sem fyrr andvígir beinni
íhlutun, enda vinaþjóð Serbíu
frá fornu fari. En ef ástandið
versnar frekar i Kosovo má
búast við því að þeir láti und-
an, eins og í Bosníumálinu.
Nú bendir margt til þess að NATO beiti hervaldi til að stöðva átökin í Kosovo.
NATO og Kosovo
Erlend tíðindi
Valur Ingimundarson
Nú stefnir allt i beina hernað-
aríhlutun NATO í Kosovo.
Spurningin snýst frekar um
hvenær og með hvaða hætti það
verði gert. Stefna vestrænna
ríkja hefur harðnað eftir
sprengjuárásir serhneskra her-
sveita á svæðinu milli Djakovica
og Decani við landamæri
Júgóslavneska sambandsríkisins
og Albaníu að undanfórnu, enda
óttast margir að nýjar þjóðemis-
hreinsanir séu í uppsiglingu. Um
40.000 hafa misst heimili sín af
þeim 65,000 sem búa í Decani-
héraði og flöldi manns hefur hef-
ur flúið til Albaníu. Sú ákvörðun
vamarmálaráðherra NATO á
fimmtudag að fyrirskipa undir-
búning hernaðaraðgerða í
Kosovo kemur ekki á óvart. All-
ir vissu að líkja mátti ástandinu
við Kosovo við suðupott. En það
var greinilegt að NATO vanmat ástandið, enda hafði
bandalagið ekki gert ráð fyrir því að hefja heræfing-
ar í Albaníu fyrr en í ágúst. Nú er jafnvel búist við
því að þær hefjist í næstu viku. Eftir reynsluna í
Bosníu er tengslahópurinn í málefnum Júgóslavíu
sammála um að hóta Slobodan Milosevic Serbíufor-
seta hervaldi. Ef það gengur ekki upp ætlar NATO
hefja loftárásir á serbnesk skotmörk og jafnvel að
senda landher til Kosovo.
Stuðningur við hernaðaríhlutun
Fyrr í vikunni gripu Bandaríkjastjórn og Evr-
ópusambandið til efnahagsrefsiaðgerða gegn stjórn-
inni í Belgrad: Annars vegar með því að banna evr-
ópskar fjárfestingar í Serbíu og hins vegar með því
að frysta júgóslavneskar eignir í Bandaríkjunum.
Þetta em þó aðeins táknrænar aögerðir sem hafa
lítil áhrif. Hverjum dettur I hug að fjárfesta í
Serbíu eins og ástandið er á Balkanskaga? Stjórn-
völd í Washington höfðu fram að þessu dregið úr
fréttum þess efnis að Bandaríkjamenn kynnu að
senda hersveitir til Kosovo eða Albaníu á vegum
NATO. En þrýstingurinn á Bill Clinton Bandaríkja-
forseta hefur aukist stöðugt síðustu daga, ekki síst
á Bandarikjaþingi, þar sem
andstæðingar hans úr röðum
repúblikana ráða lögum og
lofum. Andstaða margra þing-
manna við hernaðaríhlutun í
Bosníu er enn í fersku minni,
en vegna reynslunnar af því
stríði er mun meiri stuðning-
ur á Bandaríkjaþingi nú við
beitingu vopnavalds. Það er
mikið í húfi: Ef blóðug borg-
arastyrjöld brýst út í Kosovo
gæti hún breiðst út til ann-
arra landa, eins og Albaníu,
Makedóníu og jafnvel Tyrk-
lands og Grikklands.
Jeltsín Rússlandsforseti, sem var í
heimsókn í Bonn í vikunni, hefur deilt
á þá ráðstöfun Bandaríkjastjórnar og
Evrópusambandsins að beita Serba
efnahagsþvingunum og ætlar að hitta
Slobodan Milosevic að máli á næst-
unni til að fá hann til að stöðva hern-
aðaraðgerðir serbneskra öryggissveita
í Kosovo. Ekkert bendir þó til þess að
það eigi eftir að bera árangur, enda
höfðu Rússar takmörkuð áhrif á
stjórnina í Belgrad í Bosníudeilunni.
Bretar hafa lagt fram tillögu í Örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna, sem veit-
ir stórveldunum umboð til að beita
„öllum ráðum“ í þeim tilgangi að
hindra þjóðemishreinsanir og mann-
fall. Rússar eru mótfallnir henni en
draga má sterklega í efa að þeir geti
komið i veg fyrir hernaðaraðgerðir
NATO, jafnvel þótt þeir beittu neitun-
arvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna. Talið er að um 250 manns hafi
beðið bana í átökum í Kosovo síðan í mars.
Þær aðferðir, sem serbneskar öryggissveitir hafa
beitt í Kosovo síðustu tvær vikur, eru kunnuglegar
frá því í Bosníu: „Fyrst eru gerðar árásir á þorp og
síðan kveikt í íbúðarhúsum til að koma í veg fyrir
að íbúarnir snúi aftur til sins heima. Þótt bera megi
saman Kosovo og Bosníu er einnig vert að huga að
því sem skilur þessi tvö svæði að. Ekki yrði um að
ræða „þjóðernishreinsanir" i þeim skilningi að
Kosovo-Serbar kæmu í staðinn fyrir albanska
meirihlutann sem er um 90% íbúanna. Ef borgara-
styrjöld brýst út í Kosovo er unnt rétttlæta hernað-
aríhlutun NATO með því að benda á hættuna á
mannfalli og að átökin kunni að breiðast út til ann-
ara landa á Balkanskaga. En andstætt Bonsíu eru
líkur á því að júgóslavneski sambandsherinn veiti
mótspymu ef hervaldi yrði beitt. Og það er ekki
unnt að réttlæta hernaðarafskipti erlendra ríkja af
deilunni ef þau styrktu Frelsisher Kosovo-Albana
(KLA) sem staðið hefur að hryðjuverkum gegn serb-
nesku lögreglunni. Það yrði aðeins ávisun á lang-
vinna borgarastyrjöld í stað varanlegrar pólitískrar
lausnar.
skoðanir annarra
Skriðdrekar Milosevics
„Slobodan Milosevic, leiðtogi Serba, hefur sent
skriðdreka og önnur þungavopn gegn varnarlaus-
um þorpum í hinu sjálfstæöissinnaða Kosovohér-
aöi. Þetta eru einmitt þjóðernishreinsanir af þvi
taginu sem stjórn Clintons hafði hvað eftir annað
sagt að ekki yrðu látnar viðgangast. Viðbrögðin til
þessa hafa þó verið veikburða. Kosovo er hérað i
Serbiu þar sem 10 prósent íbúanna eru Serbar en 90
prósent Albanir. Með því að kúga meirihlutann hef-
ur Milosevic tekist betur en öðrum að laða fólk til
fylgis við sjálfstæðishreyfinguna. Núna ætlar hann
sér að brjóta þessa hreyfíngu á bak aftur með her-
valdi.“
Úr forystugrein Washington Post 10. júní.
Efinn á rétt á sér
„Jafnvel þótt þeir sem þekkja Abubakar hers-
höfðingja segi að í hópi æðstu hershöfðingja Niger-
iu sé hann sá minnst spillti og sá sem minnst
hungrar í völd er rétt hjá Nígeríumönnum að vera
fullir efasemda. Fyrsta verk hans ætti að vera að
leysa úr haldi alla pólitíska fanga og binda enda á
ofsóknir á hendur þeim sem gagnrýna stjórnvöld.
Utanaðkomandi geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar
með þvi að krefjast þess að komið verði á borgara-
legu lýðræöi."
Úr forystugrein New York Times 11. júní.
Afleit byrjun
„Sjálfsánægðir Frakkar með fótboltahetjuna og
framkvæmdastjórann Michel Platini í fararbroddi
ganga með þær grillur í höfðinu að gestgjafinn eigi
að fá hæstu einkunn áður en fyrsta sparkiö fer fram
á Stade de France í St. Denis í París. Það eiga
hvorki Frakkar né FIFA skilið eftir byrjun þar sem
svo að segja allt, sem getur farið úrskeiðis, fór úr-
skeiðis. Nú er það leikmannanna að bjarga HM sem
næstum allir aðrir hafa reynt að eyöileggja."
Úr forystugrein Jyllands-Posten 10. júní