Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 20
20 tlling stones LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 Isumar er komið að þvi sem marga hefur dreymt um í mörg mörg ár. Rolling Stones eru að koma til íslands. Konungar rokksins hafa engu gleymt en mikið lært og er talað um að uppákoma þeirra sé eitt af sjö undrum verald- ar. Það er komið vel á fjórða áratug síöan Rolling Stones gáfu út sína fyrstu plötu. Þá komu þessir bresku yngissveinar með hressilegt mót- vægi við hina ljúfu Bítla. Stones voru ekki góðu strákamir. Þeir voru villtir, trylltir og grófir, bæði í framkomu og útliti. Og þeir eru það enn í dag. Höfuðpaurar hljómsveitarinnar, og þá um leið rokksins alls, eru Mick Jagger og Keith Richards. Þeir hafa starfað saman alla lífdaga sveitarinnar og virðist lítið draga af þeim með árunum. Lifnaöarhættir félaganna eru um margt sérstakir þótt ekki hafi þeir fetað sömu braut- ir. Hér á eftir fer lítið brot af þeim sögum sem um þá hafa gengið. jillinn er hrekkjavaka - „Þessir hrekkjavökubúningar eru ekkert ógnvekjandi," sagði Keith Ric- hards á tónleikaferð í San Francisco á hrekkjavökunni. „Ég lít í spegil á hverju kvöldi og það er regluleg hrekkjavaka." Keith er ekki fegursti maöur heims og honum er það fyllilega ljóst. Það er eins og hann hafi farið nokkrum sinn- um til heljar en alltaf snúið aftur. Hann hefur verið á ystu nöf í lífemi sínu sem hefur ekki verið það sem kalla má heilbrigt. Heyrst hefur að hann fari einu sinni á ári til Sviss og láti skipta um allt blóð í sér. Sýningin sem Rolling Stones býður upp á er einstök upplifun enda er umbúnaöurinn fluttur á milli landa í tveimur stórum þotum. Þaö eru líka vanir menn á sviðinu. Aldnir hafa orðið - Rolling Stones loks á leið til Islands „Ég lít ekki á mig sem eitthvaö sérstakt," segir Keith Richards. „Ég er bara ósköp venjuleg rokkgoösögn." Keith er 55 ára gamall og er óvirkur heróínneytandi og þykir viskísopinn góður. Hann hefur líka keðjureykt allt frá því hann var unglingur. Eiturlyfjaneysla hans hefur í gegnum tíöina verið með þeim hætti að ótrúlegt má teljast að hann skuli enn lifa. Á tónleikaferð árið 1970 er sagt að hann hafi haft eigin lækni með í fór. í áratug hafði hann með sér á ferðalögum fýr sem kallaður var Spænski-Tony og var starf hans meðal annars að halda utan um drjúgar birgðir af gæðaeit- urlyfjum. Það er því ekki furða að maðurinn skuli ekki líta út eins og nýfermdur, fyrir utan það að hann hefur örugglega ekki litið þannig út þegar hann var nýfermdur. Á síðustu árum hafa margar rokkstjömur látist eftir ofneyslu eit- urlyfja og má þar nefna John Mel- voin í Smashing Pumpkins, Jerry Garcia í Grateful Dead og Kristen Pfaff i Hole. Hættan á því að smitast af alnæmi með sprautunotkun og að verða fyrir alvarlegum heilaskaða vegna of stórra skammta er einnig veruleg. En hvemig stendur þá á því að maður, sem talinn er ofstopa- maður í meðferð vímuefna, skuli vera enn á lífi og einn fremsti núlif- andi rokkarinn? Þessu er erfitt að svara en Daryl Inaba, læknir við Medical Rock i Bandaríkjunum, seg- ir að þessu megi líkja við fangabúð- ir. Sumir lifi af en aðrir ekki. Þetta fari aUt eftir styrk einstaklingsins. Elton John sagði fyrir skömmu að Keith væri eins og liðagigtar- sjúkur api á sviði. En málið er að þessi api getur enn rokkað eins og kóngur. Lifnaðarhættir Micks Jaggers em aðrir og betri. Hann er þekktur fyr- ir að vera duglegur skokkari og al- gjör heilsufæðisfrík. Á honum eru hins vegar aðrar hliðar aðeins furðulegri. Honum þykir gaman að daðra við kvenleikann. Þá er ekki verið að tala um samband hans við konur en hann hefur til dæmis lent í því að kona kom til hans og spurði: „Á ég að setja hettuna í mig núna eða viltu spjaila fyrst?“ Mick hefur klætt sig kvenlega og hreyft sig kvenlega. Það væri ekki rétt að segja að Mick væri „drottning" en hann hef- ur þó alltaf lagt mikið upp úr því að vera öðruvísi. Það birtist til dæmis í því að á tónleikum árið 1969 kom Mick fram í hvítum fötum af þáver- Mick er heilsufæöisfrík og hrifinn af kvenfatnaöi. andi kærustu sinni, Marianne Fait- hfull. Sögur um klæðskiptingseðli hafa einnig heyrst i sambandi við einka- líf goðsins. Silki og satín á að freista. í viðtali við Jerry HaU, konu Micks, kom fram að silkinærfót væru sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna. Hún gaf ekki út á það hvort honum þóttu nærfötin flott á henni eða sér. Mick á að hafa gaman af því að fara í nærfatabúðir með spúsu sinni. Eftir því sem vinir þeirra segja þá er þess krafist í veislum í franskri höll þeirra hjóna að klæð- ast fötum af fólki af gagnstæðu kyni. Mick er sagður hafa mest dá- læti á netsokkabuxum. Sviðsframkoma Micks er mjög sérstök og lífleg. Hann er sagður hafa lært mikið af Tinu nokkurri Tumer i þeim efnum. Hann hefur lýst tónleikaupplifuninni á þennan hátt. „Það sem ég geri er cif kynferð- islegum toga. Ég dansa og allur dans kemur í stað kynlífs. Þetta er mjög likt nektardansi. Það sem kemur fólki úr jafnvægi er að ég er maður en ekki kona. Ég finn adrenalínið streyma um líkamann og það er kynferðisleg upplifun.“ Það er kaldhæðnislegt að Mick reynist vera svo mikil kona i sér þvi að textar hans eru oftar en ekki karlrembulegir og andkvenlegir. Það er því merkilegt að hann skuli vera að ræna þær fötunum. Byggt á The Ottawa Citizen, Scotland on Sunday, The Mail on Sunday, The Economist, The Washington Post og The Independent -sm íí-jbilsáTS orLtnfcaftfin Til sölu Starlsmannalélög og einshjklingar, alhugið. Bjoönm npp á vandaöa heiisársbústaöi og sumarbúsiaöalönd i skogiföxnu landi u.þ.b. 100 km. í'rá Reykjavík. Stuti i .jlla þjónustu. n ollum þægindum, t.d. hitaveita, ít vatn, verönd, heitur pottur o.fl. uðmundsson byggingarmeistari 92 3742.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.