Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 313 V
(Hwgt fólk
,Um leið og komið er inn í leikhús fer maður í ákveðið hlutverk. Það á líka við um áhorfandann.
DV-myndir Pjetur
Leikhusrottur
Innan við hráan ganginn leyndist
stór salur með stólaröð vinstra megin
og eins konar sviði hægra megin;
ferðatöskur dreifðar á svörtum fjöl-
um; stólar og málverk; hvít glugga-
tjöld. Það er rússneskt sumar á Ægis-
götu 7.
Þegar augun hafa teygað í sig sal-
inn birtist maður sem er að bisa við
að koma upp ljósum. Maðurinn, sem
er ungur, tekur mig tali og dregur mig
um kima salarins og útskýrir með
styrkum ákafa og innlifun það sem
hefur gerst og mun gerast áður en
frumsýnt verður á svörtum fjölunum.
Þegar við höfum spjaOað smástund
fer fólkið að streyma inn.
Þetta er stórvirki. Hópur ungs
fólks, rétt rúmlega tuttugu ára, hefur
valið sig saman og er að setja upp
leiksýningu og leikhúsið utan um sýn-
inguna. Þau hafa verið að afla fjár-
magns undanfama mánuði og hafa
meðal annars fengið 800 þúsund
króna styrk frá Evrópuráðinu.
Síðustu daga hafa þau, jafnframt
því sem þau hafa verið að æfa, verið
að byggja leikhúsið því að þegar þau
komu að var húsnæðið samkomusal-
ur. Þau hafa því verið önnum kafm
við að innrétta, útrétta og blása leik-
húsanda í húsnæðið.
Leikskólinn
Hópurinn sem stendur að uppbygg-
ingunni kallar sig Leikskólann. í
fyrrasumar kviknaði hugmyndin að
fyrirbærinu. Þau hafa öll áhuga á
leiklist og stefna öll á það að þjóna
- Leikskólinn frumsýnir í fyrsta sinn
Þau taka sig ekki alvarlega því lífið er nógu alvarlegt þó að þau séu ekki að velta sér upp úr því í leikhúsinu.
leiklistargyðjunni þótt það verði á
mismunandi hátt. Sum ætla í nám en
hjá öðrum er þetta áhugamál, aðalá-
hugamál.
í vetur hafa þau haldið námskeið
með reyndu leikhúsfólki. í byrjun
vetrar hélt Ásdís Þórhallsdóttir leik-
stjóri eins konar leikhúsfræðinám-
skeið og upp úr því hófst vinnan við
þessa uppfærslu. Ásdís lærði leik-
stjóm í Rússlandi og hefur síðan verið
fastur aðstoðarleikstjóri í
Þjóðleikhúsinu auk þess sem hún
leikstýrði barnaleikritinu Litla Kláusi
og Stóra Kláusi þar árið 1997. Frum-
sýningin verður á laugardaginn en
sýningamar verða ekki margar því að
upp úr næstu mánaðamótum fer hóp-
urinn að tínast úr landi.
Tilbrigði við Sumargesti
Sýningin sem þau eru að setja upp
er leikgerð þeirra á Sumargestum eft-
ir Maxím Gorkí. Leikritið er talsvert
breytt - þau segja að 60% verksins
haldi sér. Ásdís hefur í samvinnu við
hópinn fært hluta leikritsins til og
leikið sér að ýmsum túlkunarmögu-
leikum. Hópurinn lítur líka á sig sem
skóla og vill læra sem mest. Þau
segjast samt ekki taka sig alvarlega
því líflð sé nógu alvarlegt þó að þau
séu ekki að velta sér upp úr því í
leikhúsinu.
Leikhúsrottur
„Við erum leikhúsrottur," segir
Birna Ósk Einarsdóttir, ein
þeirra sem leika i og standa að
sýningunni, þegar ég spyr hvað
það sé sem hafi dregið þennan
hóp saman í svo viðamikið verk-
efni - engin laun, bara vinna.
„Það er einhvern veginn þannig
að þessi uppsetning er svo
afslöppuð. Maður er ekki að rífa
úr sér hjartað. Ásdís er alltaf að
segja: „Ekki leika“, það er text-
inn sem skiptir máli og það verð-
ur að skila ákveðnu andrúmslofti
sem ekki má vera áreynslu-
kennt,“ segir Bima.
En hvað er það sem er svona
heillandi við leikhúsið?
„Ætli það sé ekki heildin, allt
sem að leikhúsinu snýr. Um leið
og komið er inn í leikhús er
maður laus við veruleikann um
stund og fer í ákveðið hlutverk.
Það á líka við um áhorfandann.
Hann kemur í ákveðnum búningi;
skilur jakkann sinn eftir í fata-
henginu; kaupir sælgæti sem
hann kaupir hvergi annars staðar
og situr í öðruvísi sætum,“ segir
Birna.
-sm
... í prófíl
Gunnar Ólason,
söngvari í
Skítamóral
Kennitala: 270576-5679.
Maki: Sigríður Þóra
Ásgeirsdóttir.
Börn: Engin.
Starf: Poppari.
Skemmtilegast: Að eiga
notalega kvöldstund
með kærustunni.
Leiðinlegast: Að taka
til.
Uppáhaldsmatur:
Lambakjöt
með öUu
tilheyr-
andi.
Uppáhaldsdrykkur:
Vatn.
Fallegasta konan (fyrir
utan maka): Demi
Moore.
Uppáhaldslíkamshlut-
inn: EyrnasnepiUinn.
Ertu hlynntur eða and-
vígur ríkisstjórninni?
Hef enga skoðun á því.
Með hvaða teiknimynda-
persónu vildirðu eyða
nótt? Beavis og Butthe-
ad.
Uppáhaldsleikari: Jack
Nicholson.
Uppáhaldstónlistarmað-
ur: Stevie Wonder.
Sætasti stjórnmálamað-
urinn: Þeir eru aUir
misfríðir.
Uppáhaldssjónvarpsþátt-
ur: Simpsons.
Leiðinlegasta
kvik-
in: The
Cover
Girl
Murders.
Fallegasta röddin: Einar
Ágúst Víðisson.
Sætasti sjónvarpsmaður-
inn: Elín Hirst.
Uppáhaldsskemmtistað-
ur: Enginn sérstakur.
Hvað ætlarðu að verða
þegar þú verður stór?
Það er svo langt þang-
að tU að ég er ekki bú-
inn að ákveða mig.