Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 13. JUNI 1998
21
Á morgun verður sýnd í Sjón-
varpinu ný heimildarmynd um
ferðamennsku á íslandi. Myndin
nefnist í fótspor ferðamanns og er
unnin upp úr verkefni sem unnið
var árið 1996 í tengslum við Nýsköp-
unarsjóð námsmanna. Verkefnið
fólst í þvi að farið var á helstu ferða-
mannastaði landsins og ferðamenn
spurðir spurninga um island;
hverju þeir sæktust eftir og hverju
þeir vildu breyta. Úrtakið var 1200
manns frá 24 löndum. Verkefnið
fékk Nýsköpunarverðlaun forseta
íslands í fyrra.
Athyglisvert andrúmsloft
Þau sem að verkefninu stóðu
voru Davíð Bjarnason, Einar Skúla-
son og Erla Hlín Hjálmarsdóttir.
Eftir að þau fengu verðlaunin fóru
þau að velta því fyrir sér hvað þau
gætu gert í framhaldinu. Þeim datt
þá í hug að gera heimildarmynd
sem sýndi ferðamenn á hinu raun-
verulega íslandi þar sem er ekki
alltaf sól.
„Á þessum ferðamannastöðum er
oft athyglisvert alþjóðlegt andrúms-
loft með séríslenskum blæ. íslend-
ingar sem kynnast þessu andrúms-
lofti eru yfirleitt að vinna við ferða-
þjónustu en það er sjaldgæft að ís-
lenskir ferðamenn kynnist því.
Okkur langaði til að færa heim er-
lendu ferðamannanna til íslendinga
og sýna hvernig þeir ferðast um ís-
land,“ segir Einar Skúlason.
Þau fengu til liðs við sig norskan
kvikmyndatökumann, Kim Terje-
Holm, sem kom frá Noregi með
tæki, tól og tæknikunnáttu. Einnig
fengu þau sér til fulltingis Lee Ann
SaintAndrea sem var aðstoðartöku-
maður, auk þess sem hún kom að
hljóðvinnslu. Jakob Halldórsson sá
um klippingu og lokafrágang.
Myndin er byggð á ferðamönnun-
um sjálfum. Þeir segja frá og fylgst
er með þeim. íslenskri umræðu um
ferðamál er blandað inn í. Tekið var
efni úr fréttum þar sem verið var að
fjalla um ferðamál og stefnumótun.
„Við reynum að velta upp nokkrum
sjónarmiðum sem hafa verið í um-
ræöunni."
Þau töluðu við ferðamennina í
náttúrulegu umhverfí og á þeirra
eigin tungumáli. „Flestar kannanir
hafa verið gerðar í þéttbýli, á flug-
völlum, rútum eða hótelum. Við
vildum fá viðbrögð fólks í umhverf-
inu sem verið var að spyrja um.“
Aðalþema myndarinnar er nátt-
úruferðamennska. Allar kannanir,
sem gerðar hafa verið, sýna að lang-
flestir ferðamenn koma til íslands
vegna náttúrunnar. í myndinni er
verið að skoða tengsl fólks við nátt-
úruna. „í myndinni koma fram ein-
staklingar sem koma til landsins á
ólíkum forsendum en samt allir til
að skoða náttúruna. Sumir byggja
meira á tilfinningum en aðrir eru
að skoða náttúruna út frá fræðileg-
um forsendum. Enn aðrir eru í æv-
intýramennskunni. En allir eiga
það sameiginlegt að þeir eru að leita
að ósnortinni náttúru."
Einar segir að ferðamenn fái
sterka tilfinningu fyrir því hvernig
land verður til þegar þeir heim-
sækja hið hráa ísland. „Ferðafólk
sér hvernig þetta byrjar allt saman.
Hvernig landið verður til, hvernig
það mótast. Því finnst það vera að
fara til upphafsins og að það sé
frumlegt að fara til íslands."
í könnuninni voru ferðamenn
spurðir hvort bæta ætti aðgengi að
hálendinu. Meirihlutinn svaraði
þeirri spurningu neitandi og yfir-
gnæfandi meirihluti vildi að ekki
yrði hróflað við neinu. „Fólk virtist
hrætt við að það væri verið að eyði-
leggja hið ósnortna."
Enginn gróði
Eincir segir að þessi mynd sé ekki
nein gróðalind. Þau nái að greiða
Einar Skulason og Jakob Halldórsson unnu höröum höndum síöustu dagana viö lokafrágang myndarinnar.
DV-mynd Hilmar Þór
allan kostnað en séu sjálf launalaus
þetta tímabil. „Þetta er rándýrt. Við
gerðum ekki ráð fyrir því að fá út-
hlutað úr Menningarsjóði útvarps-
stöðva og það gekk eftir. Maður lær-
ir af reynslunni. Þetta er bara skóli.
Peningar eru ekki aðalatriðið," seg-
ir Einar.
-sm
beltagrafa, 22 tonn,
yfirfarin og í góðu
ástandi.
Skútuvogi 12A, s. 568 1044
■2 D>
T
Þú þarft ekki að missa af ? ° |
leik í HM '98 því ef þú |
pantar pízzu og kók I
hjá Pizza G7 fylgir |
ókeypis hágæða
myndbandsspólal
Taktu pátt í
HM-leik Pizza 67!
100 pizzuveislur i verðlaun!
Skemmtilegur og léttur leikur þar sem 100 heppnir þátttak-
endur geta unnið sér inn pizzuveislu fyrir fjóra með þvl einu
að skrá nafn sitt, heimilisfang og símanúmer hér að neðan.
Þú skilar miðanum þegar þú kaupir næstu pizzu hjá Pizza 67
eða í síðasta lagi fyrir 1. júlí Hinir heppnu fá pizzu-veisluna
siðan senda heim sunnudaginn 12. júli þegar úrslitaleikurinn
í HM98 fer fram!
nafn
ég vil taka þátt í léttum HM-leik Pizza 67.
Hringt veróur i 100 þátttakendur
og ef þeir geta svarað léttri HM-spurningu hafa þeir unnið sér inn pizzuveislu.
heimili
póststöð
simi