Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 UV fyrir 15 árum „Við vonumst til að sjá Láru sem fyrst á fjölunum aftur,“ voru lokaorð fréttar á baksíðu DV þann 15. júní 1983. Þar var rætt við Láru Stefáns- dóttur, 21 árs dansara, sem rúmum mánuði áður, eða 10. maí, lenti í al- varlegu bílslysi í Skerjafirði. Hún brotn- aði illa á læri og tók það hálfa klukku- stund að ná henni úr bílflak- inu. Mildi þótti að ekki skyldi hafa farið verr. Lára, sem allir unn- endur listdans á íslandi og víðar þekkja vel, var þá búin að vera á samningi í þrjú ár sem dansari hjá ís- lenska dansflokknum, sem þá var inn- an veggja Þjóðleikhússins. Það var að kvöldi 10. maí 1983 að Lára ók bíl eftir Suðurgötunni fyrir félaga sinn sem hafði verið að útskrif- ast fyrr um daginn. Er þau komu að beygjunni syöst í götunni var öðrum bíl ekið hratt í hliðina á bíl þeirra. Lára festist i bílflakinu og klemmdist en félagi hennar slapp með skrekkinn. Reka þurfti tein í vinstra lærið á Láru og á tímabili voru horfur slæm- ar á að hún næði að dansa á ný. En hún gafst ekki upp og hálfu ári síðar var hún farin að dansa á fjölum Þjóð- leikhússins, og það með teininn ennþá í lærinu! Blaðamanni DV varð því að ósk sinni í fyrmefndri frétt. fyrr en á sjúkrahúsinu. Áfallið var auðvitað mikið fyrir mig. í fyrstu gáfu læknar mér ekki miklar vonir en úr rættist. Leifur Jónsson, lækn- irinn sem setti teininn í mig, stapp- aði alltaf í mig stálinu. Ég var stað- ráðin í að ég skyldi dansa aftur,“ sagði Lára er við feng- um hana til að rifja þetta upp í samtali við helg- arblaðið í vik- unni. „í dag lít ég á það sem mín _______ ör- lög að hafa lent í slysinu. Ég lærði mikið af þessu,“ sagði Lára sem í kjölfar slyss- ins innritaði sig 1 Háskólann til að læra upp- eldisfræði. Hún hafa kynnst mörgu góðu fólki í því námi. „Ég fór að hugsa meira út frá þvi að semja dansa. Það ýtti mér inn á nýjar brautir. Þannig finnst mér mjög jákvætt í dag að hafa ekki hara lokað mig inn í dansheimin- um.“ í september 1983 fór Lára að æfa dans á ný - og með teininn í lærinu eins og áður sagði. Hún gerði eink- um gólfæfingar þar sem hún gat ekki beygt sig fram. Teinninn stakkst alltaf upp í mjöðmina! Mán- uði síðar var hann fjarlægður og ekki leið á löngu þar til Lára var farin að dansa á táskóm í Ösku- busku. „Ég ætlaði ekki að vera með en sá er setti sýninguna á svið vildi endi- lega fá mig,“ sagði Lára sem hélt áfram að dansa við góðan orðstír - fímm breytmgar Mikið áfall „Ég man eiginlega ekkert eftir slysinu sjálfu. Rankaði ekki við mér Lára Stefánsdóttir með syni sínum, Hróari Sigurðarsyni, úti í sólinni. Hún hefur verið með íslenska dansflokknum í 17 ár. Aðeins þurft að gera hlé vegna slyssins fyrir 15 árum og þegar Hróar kom í heiminn fyrir 6 árum. DV-mynd Hilmar Þór 'Uua StefAntrióttir, 20 fue beflettdenteH. Hun ver i ferO i bii i t>eyw unni syðsti Suóutgötunnluó keókfi 10. maíer BMW-tul viir okíó hrett i bitinn sem hún var i. Lére klemmdist Off Imrbrolneói illa Þeð tók un hiife kiukkuttund eó ná henni út úr bflnum off þykir meó ólikinrlun eó ekki skuli hefa ferló verr. OV-myntl: ClnerOleson. „Gengið mjög vel” — segir Lára Stefánsdóttir, er meiddist íirekstri í Skerjafirðinum fyrir rúmum mánuói j DV tók Láru tali mánuði eftir slysið í Skerjafirðinum þann 10. maí 1983. Viðtalið birtist á baksiðu blaðsins 15. júní. á fullu. Hún dansar með íslenska dansflokknum og síðustu ár hefur hún gert meira af því að semja. Dansverkin hennar eru að nálgast tuginn auk þess sem hún hefur unn- ið mikið í leikhúsi við að semja dansa fyrir leikrit og söngleiki. Pars pro toto Á sínum tíma stofnaði Lára ásamt öðrum dansleikhúsið Pars pro toto, og nú stendur til að endur- vekja það næsta haust. Ásamt Guðna Franzsyni og Þór Tulinius fékk hún styrk úr Leiklistarráði til að setja upp sýningu byggða á Tyrkjaráninu árið 1627. Lára semur dansana, Guðni tónlistina og Þór leikgerðina. Ekki hefur verið ákveð- ið hvar verkið fer á svið. Næsta verkefni hennar hjá Is- lenska dansflokknum er að fara á heimssýninguna á Portúgal undir lok mánaðarins. Eitt þriggja verka er eftir Láru og nefnist Hræringar. Hún sagðist ætla að dansa eins lengi og fætumir leyfðu. Lærbrotið segir þó enn til sín. Við mikið álag þarf hún sérstaka aðhlynningu. Henni er upp á lagt að hlífa vinstri fætinum en hún sagði það margs- innis gleymast í öllu amstrinu. „Vandamálið er að ég kann mér ekki hóf,“ sagði Lára Stefánsdóttir sem vonandi verður sem allra lengst á fjölunum - í eigin persónu eða með verk sín. -bjb Myndimar tvær viröast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðn- um birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsvekjari frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3-490- « 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verð- mæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Wit- hrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fiirnn breyting- ar? 467 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 467 hafi bilað í miðri heimsmeistarakeppni." Vinningshafar fyrir getraun númer 465 eru: Nafn: Heimili: l.verðlaun: Hera Karlsdóttir, Grenimel 22, 107 Reykjavík. 2. verðlaun: Alda Finnbogadóttir, Breiðvangi 4, 220 Hafnarfirði. METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KILJUR: 1. Arundhatl Roy: The God of Small Things. 2. Edward Rutherford: London: The Novel. 3. Helen Fleldlng: Bridget Jone's Diary. 4. Penny Vlncenzl: Windfall. 5. Carol Shlelds: Larry's Party. 6. Louis de Bernleres: Captain Corelli's Mandolin. 7. Charles Frazler: Cold Mountain. 8. Patrlcia D. Comwell: Unnatural Exposure. 9. Freya North: Chloe. 10. Cathy Kelly: Woman to Woman. RiT ALM. EÐLIS - KILJUR: 1. Paul Wilson: The Little Book of Calm. 2. Ruth Plcardie: Before I Say Goodbye. 3. Simon Slngh: Fermat’s Last Theorem. 4. Frank McCourt: Angela's Ashes. 5. Ýmslr: The Diving-Bell & The Butterfly Jean-Dominique Bauby. 6. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 7. Adellne Yen Mah: Falling Leaves. 8. Blll Bryson: Notes from a Small Isiand. 9. Paul Brltton: The Jigsaw. 10. Nlck Hornby: Fever Pitch. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Terry Pratchett: The Last Continent. 2. Jeffrey Archer: The Eleventh Commandment. 3. John Grisham: The Street Lawyer. 4. Nlck Hornby: About a Boy. 5. Bernard Cornwell: Sharpe’s Triumph. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Jon Palmer: Superstars of the World Cup. 2. Sean O'Callaghan: The Informer. 3. Graham Hancock o.fl.: The Mars Mistery. 4. Antony Beevor: Stalingrad. 5. Whoopl Goldberg: Book. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Nicholas Evans: The Horse Whisperer. 2. Edwidge Danticat: Breath, Eyes Memory. 3. Sandra Brown: Fat Tuesday. 4. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 5. Mary Higgins Clark: Pretend You Don’t See Her. 6. Brad Meltzer: The Tenth Justice. 7. John Sandford: The Night Crew. 8. Arundhati Roy: The God of Small Things. 9. Anne Rlvers Slddons: Up Island. 10. John Grisham: The Partner. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Rlchard Carlson: Don’t Sweat the Small Stuff. 2. Jon Krakauer: Into Thin air. 3. Katharine Graham: Personal History. 4. Robert Atkin: Dr. Atkins' New Diet Revolution. 5. Les & Sue Fox: The Beanie Baby Handbook. 6. Ýmslr: Chicken Soup for the Pet Lover's Soul. 7. Richard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff with Your Family. 8. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun. 9. Ýmslr: Chicken Soup for the Teenage Soul. 10. Dave Pelzer: A Child Called ,lt“. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. John Irvlng: A Widow for One Year. 2. Anna Quindlen: Black and Blue. 3. Sue Grafton: N Is For Noose. 4. Anne Tyler: A Patchwork Planet. 5. John Sandford: Secret Prey. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. lyanla Vanzant: In the Meantime. 2. Mitch Albom: Tuesday with Morrie. 3. Thomas Cahlll: The Gifts of the Jews. 4. Sarah Ban Breathnach: Simple Abundance. 5. Peter Knobler & Daniel M. Petrocelll: Triumph of Justice: Closing the Book on the Simpson Saga. (Rygfft á Washlngtnn Pnst)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.