Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 T>V
fréttir
Verðstríð stórmarkaðanna á höf-
uðborgarsvæöinu harðnar með
hverjum degi og stöðugar iækkanir
fylgja í kjölfarið.
Sveinn Sigurbergsson, verslunar-
stjóri hjá Fjarðarkaupum, segir að
Fjarðarkaupsmenn séu ákveðnir að
halda sinu sæti áfram sem lægsti
hefðbundni stórmarkaðurinn. „Við
ætlum að svara yfírlýsingum Hag-
kaupsmanna um að alltaf séu betri
kaup hjá þeim.
Stööugar njósnir
Þaö eru menn í vinnu hjá öllum
stórmörkuðunum sem fylgjast með
verðinu hjá keppinautunum. Við
erum með menn í vinnu sem kanna
verðið hjá samkeppnisaðilunum
með skanna sem er beintengdur til
okkar og hinir gera eins. Það er því
komin hefð fyrir svona njósnurum,"
sagði Sveinn.
Mikil taugaveiklun
Að sögn forsvarsmanna stór-
markaðanna stendur stríðið helst
um mjólkurvörur, grænmeti, kjöt
og pakkavörur.
Júlíus Jónsson, einn eiganda
Nóatúns, telur að um tímabundnar
lækkanir sé að ræða: „Við hjá Nóa-
túni fylgjum auövitað straumnum
en við erum ekkert að fara á taug-
um eins og sumir. Matvörumarkað-
urinn er eilífur slagur en ég tel að
þessar lækkanir nú séu komnar frá
mönnum sem vilja slá sig til riddara
með einhverjum auglýsingabrell-
um. Þetta er bara bóla sem springur
því það heldur það enginn lengi út
að borga með stórum hluta af þeim
vörum sem hann kaupir inn.“
Bónusmenn ósáttir
„Við erum afar óhressir með
hvemig fjallað hefur verið um þetta
Útsendarar stórmarkaðanna eru óhræddir viö aó arka inn í verslanir samkeppnisaóilanna og kanna verö þar.
verðstríð. Fjarðarkaup og 10-11 hafa
verið að upphefja sig sem ódýrustu
stórmarkaðina á höfúðborgarsvæð-
inu. Það er hins vegar alger fjar-
stæöa. Við erum enn langódýrastir
eða um 20% ódýrari en Fjarðarkaup
sem kemur næst á eftir.“
Markaöurinn róast
„Það era allir aö fylgjast með öll-
um á þessum markaði en ég tel að
það séu helst við hjá 10-11 og Fjarð-
arkaup sem getum veitt Hagkaupi
aðhald," sagði Herta Þorsteinsdótt-
ir, innkaupastjóri hjá 10-11.
Herta taldi einnig augljóst að all-
ir stórmarkaðimir seldu nú ein-
hverjar vörur sínar undir innkaups-
verði og það gengi auðvitað ekki til
lengdar. Afleiðingarnar hlytu því að
verða þær að markaðurinn róaðist
aftur og verð á einhverjum vörum
hækkaði.
Ekki auglýsingabrella
Þórður Þórisson, innkaupastjóri
hjá Hagkaupi, vísar því alfarið á
bug að verðstríðið sé einfaldlega
auglýsingabrella hjá Hagkaupi.
„Fyrirtækinu var einfaldlega skipt
upp í Hagkaup og Nýkaup til þess
að einfalda línumar fyrir neytend-
ur.“
Að sögn Þórðar sér ekki fyrir
endann á þessari samkeppni og era
Hagkaupsmenn enn að lækka vörur
sínar og jafnvel að selja þær undir
innkaupsverði eins og samkeppnis-
aðilarnir. -glm
Veröstríö stórmarkaöanna:
Borgað með vörunum
Bændur í Landbroti búnir að fá nóg:
„Munum krefj-
ast skaðabóta"
- segir Erlendur Björnsson
„Við viljum fá vatnið sem af okk-
ur var tekið," segir Erlendur
Bjömsson, bóndi á Seglbúðum í
Skaftárhreppi. „Það eru nokkrir
bæir sem byggja afkomu sína á sölu
sjóbirtingsveiðileyfa. Þessar tekjur
skipta milijónum. Ef svo fer fram
sem horfir og Grenlækur og Tungu-
lækur þurrkast upp blasir við hrun
í byggðinni héma. Við höfum snúið
okkur til lögfræðings. Við ætlum
okkur að höfða mál og krefjast þess
að ástandinu hér verði komið I
fyrra horf. Þá viijum við skaðabæt-
ur fyrir það tjón sem þegar er orðið
og verður hugsanlega síðar.“
Bændur í Landbroti segja að
varnargarður sem Vegagerðin
byggði árið 1992 viö Skaftá valdi því
að lækimir séu nú að þurrkast upp.
Þurrkurinn hefur þau áhrif að
a.m.k. tveir árgangur seiða munu
eyðileggjast og það stefnir jafnvel í
að sjóbirtingur og bleikja komist
ekki að hrygningarstöðum í sumar.
Erlendur leggur líka áherslu á að
ekki sé bara um fjárhagslegt tjón
fyrir bænduma að ræða. „Lífríkið
héma almennt hefur beðið mikinn
skaða.“ Vegagerðin og bændur hafa
lengi tekist á um vatnið á svæðinu.
Vegagerðin heldur því fram að
framkvæmdir hennar séu ekki or-
sök þurrka heldur sé snjóleysi og af-
brigðilegu veðurfari um að kenna.
-JP
Formaður félags hjúkrunarfræöinga:
Stjórnvöld bera
ábyrgð á ástandinu
- ef neyðarástand skapast
„Það er ekkert nýtt í stöðunni.
Við höfum veruiegar áhyggjur af
þessu máli. Við í félaginu teljum að
stjómvöld bera ábyrgö á því neyð-
arástandi sem hugsanlega skapast 1.
júlí ef deilan leysist ekki,“ segir Ásta
Möller, formaður félags hjúkrunar-
fræðinga.
Tæplega 700 hjúkrunarfræðingar
hafa sagt upp störfum. Uppsagnimar
taka gildi um næstu mánaðarmót.
„ Ef stjórnvöld telja sig þurfa
meira svigrúm til að leysa þessa
deilu þá hefðu þau lagalega heimild
til þess. Þau nýttu sér það þó ekki.
Um leið taka þau á sig þá ábyrgð að
leysa þessa deilu fyrir 1. júlí. Stjóm-
völd hafa áram saman beitt hjúkrun-
arfræðinga misrétti í launamálum.
Hjúkrunarfræðingar era með tugum
prósenta lakari laun heldur en fólk
með sambæriiega menntun og
ábyrgð. Ég met það þannig að þolin-
mæði hjúkranarfræðinga er á þrot-
um,“ segir Ásta.
-RR
Vörur úr Vikartindi:
Eitt stærsta uppboð sem
haldið hefur verið
í dag klukkan, 13.30, fer fram
lausafjáruppboð á vörum úr Vik-
artindi. Uppboðið fer fram í Toll-
húsinu við Tryggvagötu.
Að sögn Úlfars Lúðvíkssonar,
deildarstjóra í nauðungarsölu, er
þetta með stærstu lausafjárupp-
boðum sem haldin hafa verið á
vegum embættisins. Meðal þess
sem boðið verður upp eru bílar,
fatnaður, gler- og skrautvörur,
stólar, myndbandsspólur og loft-
verkfæri.
Starfsmenn tollstjóraembættis-
ins voru í gær að gera klárt fyrir
uppboðið á vörum úr Vikartindi.
DV-mynd ÞÖK
890 ökumenn kærðir
á tæpum mánuði
890 ökumenn hafa veriö kærðir fyr-
ir of hraðan akstur í Reykjavík frá 14.
maí sL Þá voru aðgerðir lögreglunnar
hertar til muna í umferðareftirliti.
Nokkrir tugir þessara ökumanna
hafa verið sviptir ökuréttindum. Þess
má geta að á sama tíma í fyrra voru
tæplega 270 ökumenn kærðir fyrir of
hraðan akstur í borginni.
45 ökumenn voru kærðir fyrir of
hraðan akstur eftir hádegi í gær til
klukkan 6 í morgun. Á sama tíma
urðu tuttugu árekstrar í borginni.
Ekki er vitað til þess að slys hafi orð-
ið á fólki.
-RR
Þjóðskáld slær lán
Skáld eitt íslenskt á hægri væng
stjómmálanna, sem gaf út verk sín
sjálft og seldi, hugðist fyrir nokkrum
árum færa út kvíamar og gefa út eftir
íleiri en sjálfan sig. Til
þess skorti hann skot-
silfur og gekk því á
fund þáverandi banka-
stjóra bankans og
flokksbróður, Sverris
Hermannssonar. Eft-
ir að hafa kynnt sig
fyrir bankastjóranum
og rétt honum nafnspjald sem
á stóö að viökomandi væri Poet/Publ-
isher, eða skáld og útgefandi, ræddu
þeir lánamálið og þar kom að Sverrir
þurfti að bregða sér út af kontómum
tii þess, að því skáldið hélt, að koma
málinu í réttan farveg hjá starfsmönn-
um lánadeildar. Sverrir kom síðan inn
aftur og sagöi skáldinu að málið yrði
nú athugað í bankanum og þeir skyldu
ræða saman aftur síðar í vikunni, stóð
svo upp, kvaddi gest sinn meö handa-
bandi og opnaði dyrnar. Þá sá skáldið
að nokkur fjöldi bankastarfsmanna
hafði skipaö sér í tvöfalda röð framan
við dymar. Sverrir ávarpaði „heiö-
ursvörðinn“ og sagði: Heilsiði nú þjóð-
skáldinu! Skáldiö gekk út fram hjá
heiðursverðinum og kom aldrei aftur í
bankann til að vitja um lániö.
Mirabelle
Kvótakóngarnir af Austfjörðum
hafa undanfarin misseri fjárfest í
steinsteypu og fataverslunum í
Reykjavík. Innreið þeirra í höfúðborg-
ina heldur áfram. Ný-
lega festi ungur dreng-
ur kaup á veitinga-
staðnum Mirabelle í
miöbæ Reykjavíkur.
Ekki væri þaö í frá-
sögur færandi nema
fyrir það leyti að hér
er á ferðinni fúiltrúi
fjölskyldu sem hefúr hingað til látið
sér nægja aö skipta með kvóta og báta.
Eigandinn nýi er nefnilega bamabam
Aila ríka, Aðalsteins Jónssonar á
Eskifiröi, og ber víst sama nafn ...
Óþekkt Ellerts
í innsta hring Sjálfstæöisflokksins
bera menn sig ekki vel undan meintri
óþekkt Ellerts B. Schram og hve
hann hafi alltaf rekist illa í flokknum.
Þeir segja að það væri
eftir öðra að hann taki
að leggja lag sitt við
væntanlegt framboð
Sverris Hermanns-
sonar. Hann hafi
alltaf stokkiö til og
hlaupið á eftir
sprengiframboðum í
von um að verða alþingismaður
á ný, borgarfulitrúi eða borgarstjóri.
Þeir Ellert og Sverrir ættu áreiðanlega
eftir aö ná vel saman á ný, en þegar
þeir sátu saman á Alþingi forðum
uröu hæfileikar Ellerts Sverri svo
hugstæðir að hann orti þessa vísu:
Ellert gefrn- engin grið
og er það miður.
Naumar mun hann vaxinn upp
en niður.
Farfuglar hverfa
Verslunarrekendur á Akranesi eru
farnir aö kvíöa því aö Hvaifjarðargöng-
in verði tekin í notkun því að þá óttast
þeir aö missa mikilvæga viðskiptavini,
sumargesti, sem hverfi
algerlega úr bænum.
Þetta eru erlendir
ferðamenn sem feröast
gangandi, á puttanum
eða á reiöhjólum um
landið. Þessi hópur
ferðamanna hefur í
áranna rás verið
flölmennur meöal farþega Akraborgar-
innar á sumrin. Þeir taka skipið upp á
Skaga, dveija þar dagstund eða hluta
úr degi, kaupa sér í svanginn í mat-
vöruverslunum bæjarins og halda síð-
an leið sinni áfram. Nú hættir Akra-
borgin senn siglingum og hjólreiðar
um göngin verða ekki leyfðar.
Umsjón: Stefán Ásgrímsson
Netfang: sandkorn @ff. is