Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 54
„ 0yndbönd LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 Sjakalinn: Launmorðingi (Bruce WiUis) er ráðinn af rússneskum glæpasamtök- um til að drepa háttsettan aðila í bandaríska stjórnkerfmu. Alríkis- lögreglufulltrúinn Carter Preston (Sidney Poitier) og rússneska lög- reglukonan Valentina Koslova (Di- ane Venora) reyna í sameiningu að hafa upp á launmorðingjanum og stöðva hann en það eina sem þau vita um hann er að hann gengur undir nafninu „Sjakalinn". Þau neyðast til að semja við írskan hryðjuverkamann (Richard Gere) sem situr i bandarísku fangelsi. Sá heitir Declan Mulqueen og er eini maðurinn sem vitað er til að hafi séð Sjakalann. Erfitt reynist að hafa upp á Sjakalanum, sem er meistari í dulargervum og fer létt með að breyta andlitsdráttum sínum, lík- amsbyggingu, rödd, aldri, háralit og öllu fasi. Hann hefur einnig yfir- gripsmikla þekkingu á alþjóðlegum ferðaleiðum, verslun, undirheima- samböndum og tölvutækni. Þetta gerir honum kleift að ferðast milli landa án þess að skilja eftir sig spor. The Jackal er endurgerð myndar- innar The Day of the Jackal í leik- stjórn Fred Zinnemann frá 1973 en handritið hennar var byggt á sam- nefndri skáldsögu eftir Frederick Forsyth. Skoski leikstjórinn Mich- ael Caton-Jones var fenginn til að leikstýra endurgerðinni en hann hóf leikstjórnarferil sinn á Scandal sem fjallaði um Profumo-kynlífs- hneykslið. Aðrar myndir hans eru Memphis Belle, Doc Hollywood, This Boy’s Life og Rob Roy. Frí frá heimsreddingum Bruce Willis tekur sér frí frá því að bjarga heiminum og leikur sitt fyrsta illmenni í The Jackal. Hann hefur leikið hverja hasarhetjuna á fætur annarri síðan hann sló í gegn í hlutverki lögreglumannsins Johns McClane í Die Hard. Áður hafði hann leikið fyrir Blake Edwards í Blind Date og Sunset en hann vakti Breathless, Beyond the Limit, The Cotton Club, Power, No Mercy og Miles from Home. Árið 1990 hlaut hann mikið lof fyrir túlkun sína á spilltum lögreglu- manni í Internal Af- fairs og lék á móti Julia Roberts í vinsælustu Richard Gere leikur fyrrum irskan hryojuverkamann sem fenginn er til að aðstoöa við að hafa uppi á Sjakalanum. aratuga fyrst athygli á sér í hlutverki einka- spæjarans Davids Addisons i sjón- varpsseríunni Moonlighting. Stærstu hasarmyndirnar hans eru Die Hard-myndirnar þrjár: Hudson Hawk, The Last Boy Scout, Striking Distance, Last Man Standing, Twel- ve Monkeys, The Fifth Element og sú nýjasta, Armageddon, sem verð- ur ein af sumarmyndunum í ár. Hann hefur einnig hlotið mikið lof fyrir leik sinn í myndum eins og In Country, Nobody’s Fool og Pulp Fiction. Hann er með afkastameiri leikurum og fyrir utan fyrrnefndar myndir hefur hann síðasta áratug- inn m.a. leikið í Color of Night, The Bonfire of the Vanities, Billy Bat- hgate, Mortal Thoughts, Death Becomes Her, North, The Player og Four Rooms, auk þess að ljá unga- barni rödd sína í Look Who’s Talking og Look Who’s Talking Too. Richard Gere hóf kvik- myndaferil sinn fyrir sléttum tveimur áratugum í kvikmynd- inni Days of Heaven og vakti strax mikla athygli. Hann lék síðan i myndum eins og Looking for Mr. Goodbarr, Blood- brothers, Yanks og American Gigolo. 1982 lék hann í An Officer and a Gentleman, sem gerði hann að stórstjömu, og í kjölfarið fylgdu Bruce Willis leikur Sjakalann, hættulegasta hryðjuverkamann heimsins. mynd ársins, Pretty Woman. Á líð- andi áratug hefur hann m.a. leikið í Final Analysis, Mr. Jones, Sommersby, Intersection, First Knight og Primal Fear. Fjögurra ferill Sidney Poitier hef- ur leikið í meira en 40 myndum á rúm- lega 40 ára ferli sin- um. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið í No Way out en vakti síðan fyrst verulega athygli fyrir myndina The Blackboard Jungle. Hann nældi sér í óskarsverð- launatilnefningu fyrir The Defiant Ones og varð síðan fyrsti svarti leik- arinn til að fá óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki en það var fyrir hlutverk hans í Lilies of the Field. Meðal mynda hans eru Something of Value, Pressure Points, A Patch of Blue, To Sir With Love, In the Heat of the Night, Guess Who’s Coming to Dinner og The Wilby Conspiracy. Þá hefur hann leikstýrt mörgum myndum, þ. á m. Buck and the Preacher, A Warm December, Uptown Saturday Night, Stir Crazy, Hanky Panky og Fast Forward. Þá er ógetið Diane Venora sem hefur leikið eftirminnileg hlutverk í myndum eins og Bird, Heat, Romeo and Juliet og Surviving Picasso. Meðal annarra mynda hennar eru Three Wishes, FX, The Substitute, The Cotton Club og Ironweed. -PJ UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Eiður Smári Guðjohnsen knattspymumadur: nm hlut- dinni. er „Það er enginn vafi á því að myndin „Com- ing to America" með Eddie Murphy í aðalhlutverki er min uppáhaldsmynd, þar er hann ótrúlega fyndinn. Murphy er einmitt í miklu uppáhaldi hjá mér og því ekki óeðlilegt að < mér líki þessi mynd þar ' sem hann leikur ein íjögur eða fimm hlut- verk í myndinni. Önnur frábær mynd með Murphy er „Trading places“. Undan- farin ár hefur hann hins vegar verið aðeins daprari en þegar þessar myndir voru gerðar snemma á hans ferli. Hann virðist hafa róast að ein- hverju leyti í hú- mornum, sem er ekki eins grófur og hann var. Sér- staklega ef mað- ur miðar við myndirnar sem gefnar hafa verið út með honum þar sem hann er einn á sviði að segja brandara. i Af öðrum myndum get ég , I nefnt að „One flew over the cuckoo’s nest“ með Jack jÉ. Nicholson er ótrúlega góð. Nicholson sýnir þar stór- kostlega takta og á sann- kallaðan stórleik. Ég horfi talsvert á myndbönd og hef hing- að til farið mikið í bíó, en það hef- ur dreg- ið úr bíó- ferð- unum eftir að viö eignuð- umst bam fyrir stuttu. Þegar ég fer á myndbandaleigur reyni ég að velja eitthvað nýtt eða þá taka einhverja eldri uppáhaldsmynd. Ég horfi á allar tegundir mynda og tek í raun enga tegund mynda fram yfir aðra.“ -KJA George of the Jungle í George of the Jungle er mikið grín gert að Tarsan-ímyndinni. Aðal- persónan er Ge- orge sem hefur alist upp frá unga aldri í skóginum með- al dýranna. Þangað kom hann þegar flugvél sem hann var í ásamt foreldr- um sínum hrapaði. Hann vingast við öll dýrin og er þegar myndin hefst orð- inn konungur frumskógarins þar sem hann eyðir deginum í að sveifla sér úr einu tré í annað. Dag einn verður breyting á högum George þegar hann bjargar af tilviljun ungri stúlku, Ursulu, frá því að lenda í ljónskjafti. Ursula er hefðardama sem kemur til skógarins í leit að æv- intýrum um leið og hún er í og með að flýja unnusta sinn. Þegar unnust- inn loks finnur þau ákveðm- Ursula að taka George með sér til San Francisco. Þar á George eftir að lenda í kostulegum ævintýrum því ef hann var klaufskur við að sveifla sér í skóginum þá er hann enn klaufsk- ari við að fóta sig í stórborginni. Brendan Fraser leikur hinn sein- heppna George og hefur fengið góða dóma fyrir. Sam-myndbönd gefa George of the Jungle út og er hún leyfð öllum ald- ursflokkum. Útgáfudagur er 15. júní. Gattaca Gattaca er framtíðarkvikmynd af stærri gerðinni. Var hún sýnd í kvikmyndahús- um í Bandaríkj- unum en kemur hér á landi út á myndbandi. Gattaca fékk ágætar viðtökur hjá gagnrýend- um, meðal annars var hún tilnefnd til óskarsverð- launa fyrir bestu listrænu stjórn- unina. Gattaca er framtíðarsýn í anda George Orwell þar sem stóri bróðir hefur líf þegnanna í hendi sér. Vin- cent Freeman er fæddur á náttúrleg- an hátt og er þvi úr takti við samfé- lagið þar sem „traustir" þegnar eru einræktaðir út frá kjarnsýrum á rannsóknarstofum. Af þessum sök- um hefur líf Vincents verið taka- markað við þrjátiu ár. En Vincent vill lifa lengur og kaupir sér nýjan líkama til að geta falist fyrir hinu alsjáandi yfirvaldi. í aðalhlutverkum eru Ethan Haw- ke og Uma Thurman, vinsælir leik- arar af yngri kynslóðinni. Auk þeirra leikur Alan Arkin stórt hlut- verk í myndinni. Leikstjóri er Andrew Niccol. Skífan gefur Gattaca út og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Út- gáfudagur er 16. júní. One Night Stand One Night Stand er nýjasta kvik- mynd leikstjórans Mike Figgis, en hann leikstýrði óskarsverð- launamyndinni Leaving Las Ve- gas. Fjöldi þekktra leikara leikur í mynd- inni, má þar nefna Wesley Snipes, Nastassja Kinski, Robert Downey, jr. og Kyle MacLaglan. I myndinni segir frá auglýsinga- stjóranum Max sem býr í Los Ange- les. Hann er kvæntur og á tvö böm. Dag einn þarf hann að bregða sér til New York og heimsækja í leiðinni vin sinn sem hefur greinst með eyðni. Þegar hann missir af flugi til baka þarf hann að fara á hótel. Þar hittir hann fyrir Karen og áður en hann veit af hafa þau komið sér fyr- ir á hótelherbergi og eiga saman ástríðufulla stund í rúminu. Ári síð- ar berast Max þau skilaboð að vin- ur hans sé lagstur banaleguna. Hann bregður sér til New York til að vera hjá vini sínum. Við bana- beðinn hittir hann bróður vinar sins og með honum er eiginkona hans sem reynist vera Karen. Myndform gefur One Night Stand út og er hún bönnuð börnum inn- an 12 ára. Útgáfudagur er 16. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.