Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 8
8 sælherinn LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 T*>V Þorkell Freyr Sigurðsson barþjónn: Óáfengir eðaldrykkir Þorkell Freyr er sigursæll barþjónn og gefur okkur nokkrar girnilegar uppskriftir aö óáfengum eöaldrykkjum. DV-mynd Teitur kurlaöur með í smástund. Skreyting: Appelsínusneið og rautt kokk- teilber á skrautpinna. Drykkur #3 V41 ananassafi 'A-'A 1 greipaldinsafi eggjahvíta 2 msk. sykur Veðrið hefur verið mjög gott und- anfarið og því ástæða til að athuga með létta og svalandi drykki. Sum- ir hafa líka ætlað sér að liggja yflr knattspymu og hitnar mörgum í hamsi við það. Þorkell Freyr Sigurðsson, bar- þjónn í Leikhúskjallaranum, bjarg- ar okkur frá ósvöluðum þorsta því að hann lumar á mörgum góðum, óáfengum drykkum. Þorkell er þrátt fyrir ungan aldur vanur maður í faginu og var íslandsmeistari bar- Spaghettí í pestórjóma - með beikoni og kúrbít Hann Mummi í hljómsveit- inni Sóma var sælkeri hjá okk- ur í síðasta helgarblaði og lét okkur einnig í té þessa gómsætu uppskrift að spaghettí í pestórjóma með beikoni og kúr- bít. Uppskriftin miðast við tvo. y2 laukur 6 beikonsneiðar 1 lítill kúrbitur Z4 búnt söxuð steinselja 'A 1 rjómi 250 g spaghettí 2 tsk. pestósósa ferskur parmesan nýmulinn svartur pipar salt og pipar Pestósósa: 6 hvítlauksgeirar 50 g ferskt basil 40 g furuhnetur 130 g riflnn parmesan 1 % dl ólífuolía salt og pipar Steikið beikonstrimla á pönnu, bætið við lauk og kúrbit. Svartur pipar er mulinn yfir. Pestósósunni og rjómanum bætt út í og smakkað til með salti og pipar. Látið sjóða þar tU sósan er hæfilega þykk. Sjóðið spag- hettí og setjið út í sósuna í ca. 1 mínútu. Eftir það látið þið rétt- inn í djúpa skál og stráið stein- selju og ferskum parmesan yfir. Mummi mælir með því að eiga pestósósu alltaf tilbúna í pastarétti, fiskrétti, grænmetis- rétti, salöt og allt mögulegt. þjóna árið 1995 og lenti í sæti á heimsmeistara- móti barþjóna í Tokyo árið 1996 Þetta er allt saman sett Drykkur #1 3 appelsínur V2 sítróna V2súraldin 1,5 dl ananassafi eða V4 kurlaður ferskur ananas Þessu er öllu blandað blandara og hellt á klaka. saman i Drykkur #2 2 dl ananassafi 1 dl appelsínusafi 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. grenadine Þetta er aUt saman sett í bland- ara og miklum klaka bætt út í og blandara með miklum klaka. Gott er að blanda hráefnunum saman 2-3 tím- um áður en drykkurinn er borinn fram. Skreyting: Ananassneið á pinna og rör. -sm matgæðingur vikunnar w Asta Þórisdóttir brúðuleikhússtjóri: Krækiberjaleginn lundi Ásta Þórisdóttir er þessa dagana að æfa brúðuleikritið Ævintýri í Maraþaraborg en hún rekur Brúðu- leikhúsið Dúkkukerruna ásamt móður sinni, Lilju Sigrúnu Jóns- dóttur. Þar er nóg að gera og þær fara í leikferð út á landsbyggðina í júnUok. Ásta gaf sér þó tíma tU þess að gefa okkur óvenjulega og ljúf- fenga uppskrift. „Ég reyni að komast í smá af- stressun á sumrin norður á Strand- ir,“ segir Ásta. „í Grímsey í Stein- grímsfirði er mikil lundaveiði og eitt skiptið var ég þar ein í 4-5 daga og veiddi lunda, þá prófaði maður ýmsar útgáfur af matreiðslu, bæði úti í eynni á opnum eldi og svo seinna í eldhúsinu. Þessi uppskrift kom út úr þessari tilraunastarfsemi: Krækiberjaleginn lundi fyrir 4 4 lundabringur. Marinering: 1 krukka krækiberjasulta eða saft. Z2 dl kirsuberjasérrí. lófafyUi af blóðbergi. nýmalaður pipar og salt. 1 lítiU laukur. 3 gulrætur. 1 hvitlauksrif. Yt 1 rjómi. Best finnst mér að skera bringu- vöðvana úr heilfrystum fuglinum Krækiberjaleginn lundi er afrakstur tilraunastarfsemi Ástu Pórisdóttur. meðan hann er frosinn, mjög hrein- legt, annars sker maður þá bara af bringunni og lætur þá liggja í marin- eringunni í lokuðu íláti í 1-2 sólar- hringa í ísskáp. Þá eru bringumar skomar mjög þunnt, þvert á vöðvann, og snöggsteiktar á pönnu rétt tU að loka kjötinu. Síðan er kjötið tekið af pönnunni og um helmingurinn af marineringunni settur á hana. Gulrætumar em hreinsaðar og flysjaðar með ostaskera eftir endi- löngu og settar út í, smátt saxaður laukurinn og hvítlaukurinn. Síðast kemur ijóminn og gott er að setja matskeið af ijómaosti og sýrðum ijóma út í ef til er. Kryddað eftir smekk og kjötið sett út i rétt áður en þetta er borið fram. Kjötið á að vera rétt aðeins rautt inni í. Þetta fmnst mér best að bera fram með hrísgijónum og hrásalati með kínakáli og súrum ávöxtum og möndlum." Ásta skorar á Kolbrúnu Emu Pét- ursdóttur, vinkonu sina, að gefa les- endum ljúffenga uppskrift í næsta helgarblað DV. -sm Kryddlegnar svínalundir Sautjándi júní er á næsta leiti og þá er gott að snæða einhvern léttan og bragðgóðan rétt. Þessi réttur er fyrir fjóra. fi| Piparkryddlögur 1 tsk. grænn pipar 1 tsk. svartur pipar 1 tsk. hvítur pipar 1 tsk. rósapipar 2V2 dl valhnetuolía Paprikusósa 2-3 paprikur 1 msk. ólífuolía 3 dl rjómi 1 tsk. sojasósa 1 msk. sýrður rjómi finsaxaður graslaukur salt pipar I Aðferðin Myljið piparinn, blandið út í olí- una og hrærið saman. Hreinsið lundimar og leggið í kryddlöginn. Látið lundimar liggja í leginum í 2-3 tíma eða yfir nótt í kæliskáp. Hreinsið og saxið paprikuna og steikið í olíu. Bætið rjómanum út í og eldið þangað til úr verður þykk sósa. Áður en sósan er borin fram er sojasósu, sýrðum ijóma og gras- lauk bætt út í. Bætið salti og pipar út í eftir smekk. Á meðan sósan er að hitna em svínalundimar steiktar. Hitið ofn- inn í 200°. Brúnið lundirnar í olíu á pönnu í 2-^4 mínútur hvora hlið. Stráið salti yfir og setjið í ofninn og steikið þar í 5-6 mínútur. Látið kjötið svo biða í 8-10 mínútur áður en það er skorið. Skerið kartöflur í þunnar sneið- ar, penslið þær með olíu eða smjöri og steikið í ofni við 200° þangað til þær verða brúnar og stökkar (u.þ.b. 8 mín.). Kryddið með salti og pipar. Indverskur bananaís Sumarið er ljúft en hitinn hér á hjara veraldar getur stundum oröið óbærilegur. Þá er gott aö fá sér ís og fróðlegt að smakka ís frá Indlandi sem heitir Kulfi. 2 */« 1 nýmjólk 100 g sykur 100 g sneiddar möndlur 100 g muldar pistasíuhnetur 2 bananar, afhýddir og maukaðir eða 1 tsk. bananaessens 1 tsk. gróft mulin kardimommu- fræ Aðferðin Hellið mjólkinni í pott og látið suðuna koma upp. Bætið sykri, möndlum og pistasíuhnetum út í og látið krauma við iágan hita þangað til mjólkin hefur minnkað um helming að rúmmáli. Hrærið annað slagið og passið vandlega að ekki sjóði upp úr. Takið pottinn af hellunni, bætið banönunum og kardimommuduft- inu út í og látið mjólkina kólna. Setjið mjólkina síðan í gamlan ís- dall eða eitthvert annað plastílát með loki. Setjið i frysti og geymið í um það bil eina klukkustund eða þangað til mjólkin er frosin. Skerið ísinn niður og berið fram. -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.