Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 22
ir.is LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 JL>V 22 VIS Metaðsókn að Vísir.is - vikulegar nýjungar hafa hlotið mjög góðar viðtökur hjá gestum www.visir.is Vinsældir Vísir.is aukast hratt. Heimsóknum hefur fjölgað ört á síðustu vikum og þessi vika var langsmesta heimsóknarvikan frá upphafi: ný aðsóknarmet voru slegin þrjá daga í röð. Fjöldi gesta sem heimsækir Visir.is er breyti- legur dag frá degi. Um þessar mundir hafa heimsóknir verið frá níu og upp í fjórtán þúsund á sól- arhring en urðu nærri sautján þús- und þegar mest lét nú í vikunni. Almenna fréttaþjónusta Vísis er langvinsælasti efnisþátturinn, auk íþrótta- og viðskiptafrétta. Ljóst er að þær nýjungar sem í boði eru, eins og Spjallið og HM-vefurinn, hafa hlotið mjög góðar undirtektir og einsýnt er að mikill áhugi er hjá þeim sem aðgang hafa að Netinu að nýta þá nýju möguleika sem Vísir.is býður. Um 400.000 uppflettingar Á miðvikudag voru yfir 396 þús- und uppflettingar á Vísis-vefnum. Á mánudaginn voru flettingar í fyrsta sinn yfir 300 þúsund frá opnun Vís- is 1. apríl sl. og fram í þessa viku voru uppflettingar á bilinu 230-260 þúsund á sólarhring (sjá línurit). Heimsóknir á Vísir.is hafa verið mestar þegar athyglisverð mál hafa sprottið upp í samfélaginu. Heim- sóknir voru fjölmargar við opnun Vísis og þegar Landsbankamálið komst í hámæli fjölgaði gestum til muna. Umferð var síðan mikil dag- ana fyrir kosningar en sem kunn- ugt er bauö Vísir þá upp á sérstak- an kosningavef. Allt frá kosningum hefur umferðin á Vísi aukist stöðugt. Vísir.is í forystu íslenskra netmiðla Vísir.is hefúr leiðandi stöðu á meðal íslenskra netmiðla og eru reglulegir notendur hans um 22.500 talsins. Þetta kemur fram í skoð- anakönnun sem framkvæmd var á vegum markaðsdeildar Frjálsrar fjölmiðlunar 4. júní sl. Aðrir ís- lenskir netmiðlar sem voru mældir voru mbl. is, sem er með 17.700 reglulega notendur, fjolnet.is, með 12.500 reglulega notendur, og texta- varp.is sem er með 8.200 reglulega notendur (sjá stöplarit). Reglulegir notendur teljast þeir sem fara inn á miðlana einu sinni í viku eða oftar. Könnunin var unnin eftir síma- skrárúrtaki og voru svarendur 600 talsins og hlutfall kynja jafnt. Skv. skoðankönnum sem Hagvangur gerði í maí sl. nota 34% fólks á aldr- inum 15-75 ára Netið reglulega, þ.e. vikulega eða oftar. Nýjungar f viku hverri Frá því um miðjan maí hafa nýj- ungar birst á Vísi í viku hverri. Gestir Vísir.is virðast kunna vel að meta nýjungar og fylgjast mjög vel með öllum breytingum. í fyrsta lagi var útlitið einfaldaö og leiðarkerfi vefsins þar með gert aögengilegra. Farið hefúr verið af staö með nýja leiki, eins og Vísisævintýrið og íþróttagetraunir. Mikil þátttaka er í öllum leikjum og getraunum á Vísi en að jafnaði skrá yfir fimm þúsund manns sig til þátttöku í einhverjum leik í viku hverri. HM 98-vefúr var opnaður á Vísi í samvinnu við íslenskar getraunir rúmum hálfum mánuði áður en keppnin hófst í Frakklandi. Þar hef- ur verið hægt að fylgjast með undir- búningi þátttökuliðanna og nú, eftir Ui Nctscape • (http //visit.ts/J tSKK S8, & <i> .JíJ NrlWf iiliöl 98 í VldÍktpU Laxvelölferölr óupplýstar 8m*4ugl,ftV | Ff«t(ðg@tréun PtP ■ f Vlf' BÚúáðáftiiinWi U’áútlí'. /K iff mmmmSEmmmmmm -U' t'ltú'U Ivitttt 1. Í0i(¥6l$títM$UW SðHih (apiftliiáí) S'igufðssóh,báh)-óftjúíi,(ái i».* Ú.M * kéÉtfiá^ báflUlt* mm m?*.. /i V / y Hét> www.dutyfree.is Jl Fi*m »«■.»» Reglulegir notendur Vísir.is eru um 22.500 talsins samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. www.visir.isi FVRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Visir.is í forystu islenskra netmiöla legar upplýs- ingar varðandi liö og leik- menn uppfærð- ar að leik lokn- wwwvis irJs FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Meðaltal uppflettinga á vlsir.is á sólarhring frá opnuri þann 1. apríi sl. - reglulegir notendur íslenskra netmiöla - 25.000 400.000 20.000 15.000 10.000 5.000 17.700 12.500 8.200 mbl.is fjolnet.is textavarp.ls að keppnin hófst, er fylgst með öllum leikjum keppninnar og þeim lýst á HM-vefnum. Eins eru allar tölfræði- Beinar lýsingar eru á leikjum HM á Vísir.is. Þar má einnig finna margvislegar upplýsingar um þátttökuliðin og leikmenn. um. Fariö var af stað með HM-Draumal- iðið en það er leikur þar sem fólk getur valið sitt eigið úr- valslið úr öll- um leikmönn- um HM. Leik- urinn nýtur mikilla vin- sælda en þátt- takendur geta fylgst grannt með gengi liða sinna á Vísis-vefnum. í byrjun júní hófst Spjallið á Vís- ir.is Óhætt er að segja að það hafi slegið í gegn. Þjóðkunnir ein- staklingar hafa verið kaliaðir í spjall og fólki hefur gefist kostur á að spyrja þá spjör- unum úr. Ný- kjörin fegurð- ardrottning ís- lands, Guð- björg Her- mannsdóttir, reið á vaðið en á eftir henni kom Dianna Dúa í spjaU en henni var vísað 360 þ. 100.000 50.000 Vlkur 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 PV-eraf II frá keppni um fegurðardrottningu íslands vegna mynda sem teknar höfðu verið og eiga eftir að birtast í Playboy-tímaritinu heimsfræga. Áhugi netverja á Díönnu Dúu var ótvíræður og var eftir því var tek- ið að þegar Sverrir Hermannsson gaf almenningi, í fyrsta sinn eftir afsögn sína sem bankastjóri, færi á að spyrja sig spuminga, þá var hann vart hálfdrættingur á við Díönnu í vinsældum. Það var hins vegar landsliðsþjálfarinn umdeildi, Guðjón Þórðarson, sem kvöldið fyrir opnunarhátíð HM dró að fleiri þátttakendur í Vísis-spjallinu en áður hafði sést en áætlað er að um 1200 manns hafi tekið þátt eða fylgst með því spjalli. Meðlimir hljómsveitarinnar vinsælu, Qu- arashi, voru síðan í Vísis-spjalli í gær. Nýjungamar á Vísi, sem em við- bót við öfluga fréttaþjónustu mið- ilsins, undirstrika það fjölbreytta efni sem er að finna á Vísi. Fjölbreytni í fyrirrúmi Áform eru uppi um enn fjöl- breyttari og betri þjónustu Vísis. Á þriðjudaginn verður tekinn í notk- un nýr og mjög öflugur veðurvefur. Gestum Vísis gefst kostur á að sjá með nýjum og einstökum hætti veð- urspá. Þar er stuðst við fullkominn framsetningarhugbúnað sem þróað- ur hefur verið af hérlendum sam- starfsaðilum Vísis. Því má búast við „góðri" veðurspá fyrir 17. júní á Vísi. Margt annað er í bígerð og eru fram undan vefir sem verða vett- vangur margvíslegrar þjónustu og viðskipta. Vísir er að finna á slóðinni www.visir.is Vísir.is kynntur á Expo 98 Forstööumanni nýmiðlunar Frjálsrar fjölmiðlunar, Ásgeiri Frið- geirssyni, var á dögunum boöið að kynna Vísi á alþjóðlegri ráðstefnu í Lissabon sem Portugal Telecom bauð til í tengslum við heimssýninguna Expo 98. Þar vakti athygli hið fjöl- breytta hlutverk Vísis en hann miðl- ar ekki einvörðungu upplýsingum heldur einnig þjónustu og fyrir dyr- um stendur að hann verði vettvangur viðskipta og smásölu. Ljóst er að Netið er í mikilli sókn um allan heim og framþróun er ör í margvíslegri þjónustu á veraldar- vefnum. Notkun Netsins er hvergi eins mikil og á íslandi og annars staðar á Noröurlöndum og því eru fá Asgeir Friðgeirsson, forstöðumaður nýmiðlunar FF. dæmi þess að fjölmiðill á Netinu fái eins mikla og snögga útbreiðslu og Vísir. Ásgeir segir það nokkuð ljóst að í Evrópu hafi fjölmiðlar fram til þessa einskorðað umsvif sín á Netinu við upplýsingamiðlun sem þýðir að út- gáfufyrirtækin veita í grundvallarat- riðum sömu þjónustu og áður en nota þá nýju dreifileið sem Netið er. Sú hugmynd að fjölmiðlafyrirtæki stefndi að miðlun á vörum og þjón- ustu til viðbótar við upplýsingar þótti ráðstefnugestum í Lissabon mjög nýstárleg og var það hald ráð- stefnugesta að Vísir væri framarlega í þróun vefmiöla og ætti fáa sína líka í Evrópu. 4) ^pSBSOTBfSSSSra' visir,,,, yíSv 1911. »100*1 op 19 kg, araelgKtl i mami 9 trl fawvwQiiHÍÍtltt^tmteidiMwm«ll*rt«wa»«mwHi|Mi* q ðiiMniitgv kjM «(Bvifw-.ii i lii ir wí m »*ntf 8»W' * Na«M«*wK»m!n Kam« mhwi EBBB :IMWWÍ*»léi Mw l*!*wi»9W 131 8l«l »1 flVI MO Í414 {II* Ui | Siií «(HilyMH «HiM»m» Byiftiuiv't i dtf wmtVn mun m*ui i> qw w Mnfimtin i iáí'«9m»«*w' hmm h*in*A íiftMHM jý lnn m (jh* j>«mn ifm* mu l*w»*kiHi«wBf nwn U»**i — ‘-i A~‘— ji MMwvíií *« H|i í*Muú‘ úM-kw-M-.*. (u »*• m mi T»p Mnrel • (VMfftlÍftMÍftftH biMtWt Tvi w «(i*k«w MawI «lýfity»«» minuQi Attm* «| ||«t.i wf*i «wt»i(i (wrt uff t»pi, f íývíimtt (jm f*k«fiH*MtK.«*W‘i fyflrtWkttln* IMIH» ViW ÍMAi )Wt BUJur kom upp i v^aráml Brekð tftinHM fii*k»iii ktuKitM tö i roMjutt Uwki w* ««t*« Itó iítaww M krjhjí* VtKvfU ‘I Wllirt p/p *•»»«« hum *ltll»i«u Vn,ui»t»* ÍKf*tti«*tf«w* tiol ttlli* lltuitienw »l|ilnol»in»m» lil Kónni Qi»k ftit>‘w*Hi«aw wtnatftíi AtMu ».in« K««« tvhdi i k 6n*f**fttt ftit.tMHWií* miinftlftKi rítltrtu ».in« K*»k> hftfttt i«Mk MMfwrtfekt I M«rt» vftflM MOkfNH *MtW *«»« ’ fcm" »*»***« Alhtgt* b*»» *«» tKfti»t tu4i 0«U i h*ii< ímnt» *Mku -IOI* wtmW •(!»«> Fréttavefur Vísir.is hefur notið mikilli vinsælda og er hann fjólsóttasti einstaki vefurinn á Vísir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.