Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 JjV viðtal DV. Líer í Buskerud: „Ja, fjöllin hérna eru eins og áður og trén og fjöröurinn líka. Ekkert gerðist og ekkert breytist en samt var þetta ákvörðun sem ég hugsaði mikið um,“ segir Óskar Óskarsson, sallarólegur yfir að hann er ekki lengur íslendingur heldur bæði þjónn og þegn Har- alds fimmta Noregskonungs og á að reka erindi konungs í Eþíópíu í nánustu framtið. Óskar lenti í þeirri undarlegu stöðu fyrir þremur árum að verða að velja milli starfs síns og ríkis- borgararéttar. Hann valdi starfið en er samt íslendingur í hjarta sínu og þegar lengra leið á samtal okkar kom æ betur í ljós að hann er ekki bara íslendingur heldur líka Norðfirðingur. í Neskaupstað ólst hann upp við sjó og fjöru og fisk. í 20 ár hefur Óskar hins vegar verið heimilisfastur í Lier, smábæ skammt vestar Óslóar, með útsýni yfir fjöll og skóg og fjörð. Þar býr hann ásamt Kirsti, konu sinni, og enn er yngsti unginn að flögra við hreiðrið. Kirsti er geðlæknir og hefur undanfarin ár unnið í Kam- bódíu við að byggja upp geðhjálp þar. Störf í þróunarlöndum hafa orðið viðfangsefni beggja. Ríkisfangið er formsatriði „Þetta val um ríkisborgararétt- inn var í raun og veru ekkert erfitt. Ég hafði mikinn áhuga á að halda áfram í starfi mínu en þetta með ríkisborgararéttinn er bara formsatriði," heldur Óskar áfram. Fyrir þremur árum tók hann að sér að veita sendiskrifstofu Noregs á Sri Lanka forstöðu og til að geta það varð hann að vera svarinn þegn Noregskonungs. Nú stendur hann frammi fyrir næsta stóra skreflnu á ferlinum. Innan fárra daga pakkar hann nið- ur í töskurnar og heldur til Addis Ababa sem sendiherra Noregs. Það er fátítt að útlendingum sé treyst fyrir slíkum verkum en Óskar hefur undirritað hollustu- eið sinn við konung og stjórnar- skrá og er kominn á efstu hilluna í utanríkisþjónustu Noregs. „Þjóðerni mitt hefur aldrei verið vandamál í vinnunni fyrir norsku utanríkisþjónustuna," segir Ósk- ar. „Það spáði enginn í að vega- bréfið mitt var lengst af íslenskt. Þetta er vegna þess að Norðmenn og Islendingar eru mjög nátengdar þjóðir og það er ekki litið á Islend- inga sem útlendinga í Noregi. Ef ég hefði komið frá einhverju öðru landi hefði þetta trúlega ekki gengið." Hollusta við konung „Ég reikna reyndar ekki með að hitta konung áður en ég fer en form- lega séð er ég sendimaður hans og hollustueiðurinn sem ég hef undir- ritað er gagnvart konunginum," segir Óskar sem þar með er kominn í hóp með nokkrum valinkunnum Forn-íslendingum, eins og Snorra Sturlusyni - sem reyndar sveikst um að sinna erindum konungs. „í guðanna bænum, ekki fara að rifja þessa sögu upp,“ segir Óskar og hlær, búinn að fá nóg af tilvitn- unum í fornbókmenntirnar eftir að hann gekkst Noregskonungi á hönd. Hann vill heldur vera í nútímanum og býður eþiópískt kaffi. Óskar hefur nefnilega þegar farið i „könnunarieiöangur" til Eþíópíu áður en hann gengur formlega á fund forseta landsins og afhendir honum meðmælabréf frá Haraldi fimmta Noregskonungi. Það er sjaldan hörgull á formsatriðum í ut- anr íkisþj ónustunni. Aljijóðlegur ferill Oskar þekkir þessi formsatriði því hann hefur í aldarfjórðung fengist við sendistörf í öðrum löndum. Lengst af hefur hann ver- ið viðriðinn þróunaraðstoð í Afr- íku og Asíu á vegum íslands, Dan- merkur og Noregs og er nú sem sagt kominn inn í norsku utanrík- isþjónustuna. Hvar byrjaði þetta allt? Óskar talar um útþrá og ævintýralöngun og nær í bækur með mörgum ártölum til að reyna að átta sig á ferlinum áður en Kirsti, konan hans, Kirsti og Óskar Óskarsson með yngsta soninn, Ara Ólaf, á milli sín. Hann er ekki floginn úr hreiðrinu en það styttist í það. Hann ætlar að læra tölvufræöi í Noregi á meöan foreldrarnir veröa í Afríku. kemur til hjálpar. Þótt hún sé norsk talar hún reiprennandi ís- lensku og íslenska er málið sem notað er á heimilinu í Lier. Lesstofurnar lágu saman Þetta byrjaði allt á því að lesstofur við- skipta- og lækna- nema voru hlið við hlið í aðalbyggingu Háskóla ís- lands. Svo einfalt er það,“ segir Kirsti og hlær. Óskar hreyfir eng- um mótmælum og leggur bara frá sér bókina með öllum ártölunum. Þetta er víst rétt. Kirsti segir að hún hafi ung vilj- að verða læknir, sem og varð. Þá, eins og nú, var erfitt að komast að við háskólann í Ósló þannig að fjölmargir læknanemar leituðu til útlanda, einkum Bretlands og Hollands. Kirsti vildi ekki gera eins og allir hinir og vegna þess að faðir hennar var prestur og hann gifti dóttur íslenska sendiherrans í Ósló þá datt henni í hug að sækja um við læknadeild Háskóla ís- lands. Þetta er allt mjög einfalt. Náðu allar í Islendinga „Við vorum þrjár útlendar stúd- ínur í læknadeildinni á þessum tíma og giftumst viðskipta- fræðinemum úr lesstofunni við hlið- ina,“ seg- ir Kirsti og Ósk- ar bæt- að þeir viðskiptafræðingarnir hafi verið svo séðir í peningamálum að þeir hafl bara viljað ná sér í lækna. Óskar lauk viðskiptafræðipróf- inu byltingarárið 1968 og Kirsti varð læknir tveimur árum síðar. Tvö börn komu í heiminn á þess- um tíma og fjölskyldan bjó á ís- landi til ársins 1974. Þá tók útþrá- in og ævintýralöngunin völdin. Kirsti man vel eftir viðbrigðun- um að koma til íslands. Erfiðast var tungumálið og að kennslan fór öll fram á íslensku. Og svo voru nemendurnir allt öðruvísi en hún átti að venjast heima í Noregi. Nælonsokkar í blindbyl „Allir voru svo vel klæddir. Við stelpurnar urðum að ganga í kjól- um og strákarnir fóru ekki út á gang án þess að setja upp bindi,“ segir Kirsti. „Hins vegar datt eng- um í hug að klæða sig í samræmi við veðrið og það þótti ekkert merkilegt að stelpurnar væru úti í blindbyl og frosti í nælonsokkum og á háhæluðum skóm.“ Kirsti fékk raunar athugasemd- ir frá einum prófessornum fyrir að mæta í tíma í buxum og peysu af því að það var kalt úti. Heima í Noregi var hún vön að láta veðrið ráða klæðnaðinum. „Og svo drukku strákarnir al- veg óskaplega," bætir hún við. Óskar reynir að malda í móinn en verður á endanum að viðurkenna að „sumir drukku mjög mikið“. Skildi ekkert í þrjá mánuði „Ég sat á fremsta bekk, ekki tvítug- ur unglingurinn, og skildi ekki rass- gat, fyrirgefðu orðbragðið," segir Kirsti, og það var ekki fyrr en eftir þrjá mán- uði að hún fór að geta Óskar Óskarsson sendiherra og Kirsti Óskarsson heima í Lier. í vetur verða þau við störf í tveimur heimsálfum. DV-myndir Gísli Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.