Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 13. JUNÍ 1998 11 Vi'v Pólitísk kerskni Davíð Oddsson hafði nýlega lagt Þorstein Pálsson í harðri glímu um formennsku Sjálfstæðisflokks- ins þegar ég var kjörinn á Alþingi vorið 1991. Nokkrum misserum áður hafði ég vonum seinna gengið úr Alþýðubandalaginu. Kjörtímabilið hófst með stuttu vorþingi rétt eftir kosningar. Meðan á því stóð varð mér eitt sinn gengið inn í herbergið til hliðar við þingsalinn. Þar stóðu þá saman í vandræðalegri dauðaþögn þeir félagar, Davíð og Þorsteinn. Hurð stóð í hálfa gátt og i ræðustól var einhver að halda dauflega ræðu. Til að eyða þögninni sló húmoristinn í dómsmálaráðuneyt- inu létt í öxl hins nýja þingmanns Alþýðuflokksins og sagöi kumpánlega við forsætisráð- herra: „Þessi hefur nú heldur betur skipt um flokka!" Davíð lét sér ekki bregða heldur horfði djúpt í augu Þorsteins og svaraði: „Já, Þorsteinn minn. Það vildi ég að fleiri hefðu gert!“ Kerskni, háð og móðganir hafa gegnum söguna verið hluti af hefðbundnu vopnabúri stjórn- málamanna flestra landa. íslenskir pólitíkusar eru í fáu eftirbátar hinna erlendu. Ytra hendir að þingmenn fljúgast á og dæmi eru um að stöku blóðheitur þingmaður dragi byssu úr pússi sínu. Á Alþingi Islendinga hafa skotvopn ekki sést en fyrir kemur að svo svíði undan dónalegum tilsvörum að hendur eru látnar skipta. Fyrir tveimur árum var hörð umræða um vestfírsk flugmál í þinginu að tilhlutan varaþing- mannsins Ólafs Hannibalssonar. Árni Johnsen situr í Flugráði fyrir flokk sinn og sýndi mjög takmarkaða hrifningu á stuttri ræðu sem ég taldi henta að flytja við það tækifæri. Þegar leið á ræðuna ókyrrðist þingmaðurinn í sæti sínu og sýndi vaxandi merki um vanþóknan á viðhorfum mínum til flugmála á Vestfjörðum. Ógleði hans ágerðist sem leið á ræðuna og birtist loks með því að hann hristi höfuðið án afláts og tók að kalla fram í. Ekkert jafnast á við vel tímasetta kúnstpásu til að ná athygli þingheims. Ég þagnaði því um stund en hóf mál mitt aftur með því að staðfæra gamla móðgun með svofelldum orðum: „Herra forseti, ég heyri að háttvirtur þingmaður hristir höfuðið." Viðbrögð kollega minna í salnum bentu til að þeim þætti þessi anatómíska lýsing á innviðum í höfði þingmannsins kórrétt. Skotspónn móðgunar- innar taldi hins vegar að með þessu væri ég að líkja greindarstigi hans við þorsk en sem kunnugt er hringla kvamimar í hertum þorskhaus. Sleppibúnaður Eftir þennan dónaskap af minni hálfu sauð eðlilega á hinum bliðlynda Sunnlendingi. Mér varð því næst á sú yfirsjón að ganga á undan honum niður stigann í þinginu. í stiganum miðjum blasti við honum augljóst færi til að ná hefndum, sem hann notfærði sér kröftuglega. Jón Baldvin Hannibalsson gekk þó á milli áðm- en hið háa Alþingi breyttist í blóðvöll. Atvikið varð tilefhi nokkurrar umfjöllunar hjá veiklyndum fréttamönnum sem ekki höfðu kynnst þingmönnum með sjálfvirkan sleppibúnað á höndum og fótum. Endanlegum hefndum náði Árni síðar. Þá lét hann vini sína færa mér risastórar nærbuxur sem ég á enn þá lítt brúkaðar. Á afturenda þeirra var prentað far eftir gríðarstóran íhaldsfót sem minnti helst á snjómanninn ógurlega. Undir því stóðu orðin: „Johnsen var hér!“ Laugardagspistill Össur Skarpháðinsson rítstjórí Undan Hannibal Meðal stjórnmálamanna hér á landi leynast jafnan góðir hagyrðingar. íslensk stjómmál hafa það fram yfir erlenda pólitík að ráða yfir mönnum sem geta sett kerskni sína og móðganir í bundið mál. Alþingi er raunar sérlega vel sett um slíka snillinga í dag. Með allra bestu hagyrðingum þess er Páll Pétursson félagsmálaráðherra, enda Húnvetningur. Um svipað leyti og við Árni Johnsen deildum gerðist það einmitt að Páll Pétursson gekk í sal Alþingis. Þá blasti við honum varaþingmaðurinn Ólafur Hanni- balsson og annars staðar sat á bekknum bróðir hans, Jón Baldvin. Við þessa tilkomumiklu sjón hraut Páli af munni eftirfarandi staka: „AHt vex það meir og meir, mannvitió í þessum sal. Eru þeir nú orönir tveir, undan gamla Hannibal. “ Glas þingmannsins Páll getur líka ort á erlendum tungum. Einu sinni lenti hann í þeirri raun að fara með mér á ráðstefnu í Linköping í Svíþjóð. Ráðstefnan var haldin í glampandi sólskini um borð í fljótaskipi á Gautelfi, og fjallaði um gleðigjafana ESB og EES. Okkur dauðleiddist því báðum. Um fimmleytið var opnaður bar um borð. Þrátt fyrir annálaða bindindissemi beggja afréðum við að notfæra okkur þessa nýju stöðu. Fyrir Alþýðuflokkinn er það kunnuglegt hlutskipti að bera ölið í Framsókn. Ég sótti því á barinn fyrir báða. Páli líkaði það stórvel enda sjaldan glaðari en þegar hann hefur smákrata á hverjum fingri í kringum sig. Þegar á leið lét Páll í ljós þá skoðun að hér væri augljóslega vanur maður á ferð. Það var þó áður en hann komst að raun um að ég og mitt fólk erum af Fremra- Háls-ættinni, sem söguleg reynsla hefur í munni sumra skírt upp á nýtt og nefnt Flösku-Háls-ættina. Undir lok kvöldsins óskaði ég eftir því við þingmann Fram- sóknarflokksins að hann launaði nýsveininum með því að yrkja um hann vísu að hætti Húnvetninga. Hún yrði þó að vera á skandinavísku. Páll svaraði að bragði: „Össur han er min ven, altid er han til stas. Nu er hann normal igen, nu har han fátt sit glas!“ Sú pólska Ekkert almennilegt sjávar- útvegsfyrirtæki nær máli nema það fái þingmenn einu sinni á ári í heimsókn, og helst ráðherra. Davíð Oddsson hefur sjálfur sagt söguna af því þegar hann var nýorðinn forsætisráðherra og sótti heim frystihús á Suðurlandi. I slíkum heimsóknum undirstrika forráðamennirnir jafnan hundrað prósent hreinlæti fyrirtækisins með því að pakka gestunum einsog rúllupylsum inn í hvíta sloppa og troða á þá alltof þröngum hárnetum. Fyrirtækið sem átti í hlut var meðal annars þekkt fyrir að þar unnu margar pólskar verkakonur. Heimsókn forsætisráðherra átti sér stað áður en ríkisstjómin lenti í megrunaræðinu sem skók hana um árið. Sloppurinn hvíti strengdist vel yfir fagurlega ávalan kvið hins paflaralega forsætisráðherra. Þegar hann gekk svo inn eftir frystihúsgólfinu með sloppinn strengdan og hámetið þanið yfir blakkan haddinn var hann því heldur torkennilegur yfirlitum. Tvær konur sem unnu við borð í salnum horfðu forviða á hann og loks benti önnur á forsætis- ráðherrann og spurði vinkonu sína: „Er hún ný, þessi pólska?" Guðni biskup Guðni Ágústsson, þingmaður Sunnlendinga frá Brúnastöðum, er með orðheppnustu þing- mönnum. Hann er einn af varaforsetum þingsins og hefur þann biblíulega eiginleika að geta hastað á hafið þegar róstur eru uppi meðal þingheims. í forsetastóli tónar hann stundum einsog helgur maður og kemur þingheimi gjarnan til að hlæja með því einu að breyta tónfalli raddarinnar. Stundum er hann lika fyndinn án þess að ætla sér. Á liðnu vori voru fluttar margar gríðarlangar ræður. Undir einni slíkri kom kerskinn þingmaður að máli við Guðna í forsetastóli og spurði hvort hann ætlaði að ekki að gera hlé svo ræðumaður gæti létt á sér. „Þess þarf ekki,“ svaraði Guðni með vandlætingarsvip. „Sérðu ekki að þetta kemur allt út um munninn?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.