Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1998, Blaðsíða 29
I>V LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 %éttaíjós» Dr. Gísli Guðjónsson hefur breytt hugmyndum manna um játningar: Saklaus játar sekt - vakti gríðarlega athygli í Noregi með gagnrýni sinni á aðferðir lögreglunnar Dr. Gísli Guöjónsson. DV-mynd Pjetur DV.Oslo:_________________________ Agatha Christie gæti hafa samið þessa morðgátu: Lík af ungri stúlku fmnst falið í runnagróðri og allir karlmennirnir í bænum geta verið sekir. Lögreglan kemur á staðinn, leitar að sönnunargögnum, yfirheyrir alla mögulega morðingja og hlerar eftir orðrómi. Enginn segir þó neitt og ekkert finnst nema eitt grunsamlegt hár í hendi stúlkunnar. Einhver í bænum veit samt sann- leikann og loks eftir bið, sem varir hálft annað ár, talar ungur maður af sér í hópi kunningja. Hann segir: „Það er gott að hún er dauð!“ Lögreglan hefur loksins fengið spor að fara eftir og setur unga manninn í gæsluvarðhald. Helsti yf- irheyrslusérfræðingur landins er kallaður til og fær það verkefni að komast að sannleikanum. Það tekur hann rúman mánuð að fá unga manninn til að játa. „Já, ég er sekur,“ segir ungi mað- urinn. „Ég drapa hana.“ Engin fjarvistarsönnun Málið eru upplýst. Lögreglan leggur gögn sín fyrir ákæruvaldið og ungi maðurinn er ákærður og dæmdur fyrir morð. Hárið, sem stúlkan hafði í hendi sér, er þó ekki úr höfði sakborningsins og hann dregur játningu sína til baka þegar fyrir réttinum. En hann skortir fjarvistarsönn- un. Faðir hans segir að hann hafi verið heima nóttina sem morðið var framið. Ung stúlka heldur að hún hafi séð hann á hjóli þá um nóttina. Vitnisburður föðurins er talinn ógildur og ungi maðurinn dæmdur á grundvelli játningar sinnar. 14 ár í fangelsi er dómurinn og líf tveggja ungmenna í bænum er að engu orð- ið. Annað hefur verið myrt og hitt er dæmdur morðingi. Samt eru margir sem efast og tveir lagaprófessorar lýsa því yfir að dómurinn sé ekki á nægilega sterkum rökum reistur. Mikilvæg- ast er að hárið í hendi stúlkunnar er ekki úr höfði hins dæmda og játningu sína hefur hann dregið til baka. Það þarf að kalla til sérfræð- inga að endurmeta bæði hárið og játninguna segja prófessoramir. Hárið reynist fljótafgreitt mál. Eigandi þess er ókunnur. Hann gæti verið morðinginn en enginn veit hver hann er. Dr. Gísli kallaður til Verra mál er með játninguna. Hvernig á að dæma gildi játninga? Verjandi unga mannsins krefst þess að færasti sérfræðingur heimsins í fölskum játningum verði kallaður til. Það er dr. Gísli Guðjónsson, réttasálfræðigur og prósessor i Lundúnum. Þetta er umgjörð erfiðasta saka- máls í Noregi á síðari timum. 1 þrjú ár hefur lögregla og dómskerfl feng- ist við gátuna um hver myrti Birgitte Tengs. Hún var 15 ára göm- ul þegar hún var myrt og lögreglan hefur setið undir ámæli fyrir getu- leysi og slóðahátt. Ung stúlka kemur ekki heim Föstudagskvöldið 5. maí árið 1995 hélt Birgitte heimleiðis á hjóli eftir að hafa verið með öðrum ungmenn- um í miðbæ Kopervik, 1700 manna bæ á Karmey, skammt norðan Stafangurs í Noregi. Hún bjó rétt utan við bæinn en kom aldrei heim. Líkið fannst inni i runnagróðri við vegkantinn skammt frá heimili hennar. Líkið bar merki um kyn- ferðislegt ofbeldi en samt engin spor önnur en hárið í hendinni. Rann- sókn málsins var umfangsmikil og nánast allir bæjarbúar yfirheyrðir. Þar á meðal var 18 ára gamall frændi og náinn vinur hinnar myrtu. Hann tók morðið mjög nærri sér. Sárfræðingur úr Palme-málinu En ekkert fannst og allt benti til að lögreglan yrði að setja mál Birgitte Tengs í skúffuna með óleystu málunum. Svo kom játning- in umdeilda 2. mars árið 1997 - nærri tveimur árum eftir morðið - og svo dómurinn yfir unga mannin- um. Dóminum var að sjálfsögðu áfrýj- að og dr. Gísli kallaður til sem sér- Erlentk fréttaljos -----—------- Gísli Kristjánsson fræðingur, réttinum til aðstoðar. Starfsbróðir hans, Ulf Asgard frá Svíþjóð, var einnig kallaður til. Hann hefur m.a. unnið við rann- sókn Palme- morðsins. Dr. Gísli tók játninguna og hlut- aði hana í sundur lið fyrir lið í Lög- mannsréttinum í Stafangri nú i vik- unni. Niðurstðan: „Þetta er sígilt dæmi um falska játningu," sagði dr. Gísli. Játning eftir pöntun Það vakti óskipta athygli þegar dr. Gísli rakti fyrir réttinum hvern- ig hægt er að fá fram falska játn- ingu, bara ef menn hafa tíma og vita hvernig á að bera sig að. Dr. Gísli sagði að Stina Elle, yfirheyrslusér- fræðingur norsku rannsóknarlög- reglunnar, hefði bæði haft tímann og kunnáttuna. Hvað gera menn þá til að láta sak- lausan mann játa sekt sína? Aðferð- imar eru tvær. Önnur er að beita ofbeldi þangað til sakborningurinn gefst upp og játar. Það er ekki gert í siðuðum löndum. Hin er að sann- færa sakbominginn um sekt sína. Það telur dr. Gísli að norska lögregl- an hafi gert í máli Birgitte Tengs. Svona gerum við 1. Einagmn: Sakborningurinn er einangraður frá umheiminum og hann fær ekki að sjá sína nánustu. Um leið er gefið í skyn að með sam- vinnu við lögregluna geti einangr- uninni lokið. 2. Ýkjur: Lögreglan lætur sem hún hafi fleiri sönnunargögn en samborningurinn veit um. 3. Skilningur: Lögreglan segist hafa skilning á því sem gerðist og segir að svona óhöpp geti komið fyr- ir bestu menn. 4. Ruglað minni: Lögreglan þrá- stagast á því að sakborningurinn muni ekki rétt það sem gerðist og hvenær það gerðist. 5. Óöryggi: Lögreglan gefur í skyn að rétturinn muni ekki trúa sak- bomingnum. Því sé best að halda sig við skýringu lögreglunnar og sleppa við að verða að athlægi allra. 6. Sektarkennd: Sakborningurinn hafði sagt að það væri gott að hin myrta væri dauð. Þetta var notað til að ala á sektarkennd. 7. Handleiðsla: Lögreglan notar leiðandi spurnignar og bendir sak- bomingnum á hvernig moröið gæti hafa verið framið. 8. Endurtekning: Sakborningur- inn er margoft látinn rifja upp kenningu lögreglunnar um það sem gerist og í Birgitte Tengs-málinu var hann látinn skrifa kvikmynda- handrit um það. 9. Alvara málsins: Lögreglan ít- rekar oft alvöru málsins og hve þung refsing bíði sakborningsins. Eina leiðin til að milda refsing- una sé að játa. Búinn að gleyma öllu Dr. Gísli sagði fyrir réttinum í Stafangri að öllum þessum brögð- um hefði verið beitt með þeim ár- angri að ungi maðurinn játaði fúslega að hafa orðið frænku sinni að bana. Eftir að hann slapp úr höndum lögreglunnar dró hann játning- una til baka og segist nú alls ekki muna neitt í líkingu við það sem hann hafi játað. Það sé heldur ekki von því hann hafi sofið heima þegar Birgitte var myrt. Sigurd Klomsæt, verjandi unga mannsins, segir við DV um rök- semdir dr. Gilsa að hann hafi aldrei orðið vitni að annarri eins „meðferð" á verkum lögreglunn- ar og í máli hans i Stafangri. Ekki steinn yfir steini „Að mínu viti stendur hér ekki steinn yfir steini og þetta mun verða til þess að lögreglan fer eft- irleiðis hægar í sakirnar viö yfir- heyrslu á sakborningum," sagði Sigurd. Hann stefnir auðvitað að því að fá sinn mann sýknaðan og aðrir eru ekki eins sannfærðir um ágæti kenninga Gísla. Meðal efasemdarmannanna er Svíinn Ulf Asgard. Hann segir að játningin virki trúverðug sem frásögn og geti því vart verið skáldskapur. Ulf mælti því með því við réttinn að játningin verði tekin gild. Játning haldlaus ein sár Enn eru til sérfræðingar sem segja að játningin segi alls ekkert um sekt eða sakleysi hins dæmda. Þar á meðal er norski sálfræðingur- inn Berthold Grunfeld. Hann segir að játning geti vel veriö knúin fram með sálfræðilegum brögðum en um leið sönn og rétt. Morðinginn hafi í mánuð reynt að verjast brögðum lögreglunnar og á endanum orðið að gefast upp. Það verður Lögmannsrétturinn í Stafangri sem á endanum sker úr í þessu máli. Enn er það svo að eng- um sönnunargögnum er til að dreifa. Dómurinn verður að dæma út frá umdeildri játningu og að sak- borningurinn hefur ekki nothæfa fjarvistarsönnun. Þrjár kenningar í öllum þeim ókjörum sem skrif- uð hafa verið í Noregi um morðið á Birgitte Tengs standa eftir þrjár kenningar um það sem gerðist.. * Að frændinn dæmdi sé í raun og veru hálfgeðsjúkt gerpi sem hafi myrt barnunga frænku sína, reynt að þræta fram í rauðan dauðann og ekki gefið sig fyrr en snjall lögreglu- maður lék á hann. * Að hinn dæmdi hafi drepið Birgitte í stundarbrjálæði og ómeð- vitað þurrkað allt um það sem gerð- ist út úr minni sínu. Slíkt gerist oft þegar fólk verður fyrir þungu áfalli. Dr Gísli fann engin merki þessa hjá sakborningnum. * Að morðingi Birgitte Tengs gangi enn laus og að frændinn dæmdi hafi í raun og veru sofið heimá þegar hún var myrt. Lögregl- an hafi hins vegar ákveðið að leiða málið til lykta með því að láta frændann játa. Með réttum brögð- um og þolinmæði sé hægt að fá hvern sem er til að játa hvað sem er. í næstu viku verður rétturinn í Stafangri að skera úr um hver af þessum kenningum sé rétt. Verði álit dr. Gísla ofan á þá passar það við þriðju kenninguna og ungi mað- urinn verður sýknaður. Fjölskylduharmleikur Heima í Kopervik hefur fólk nú beðið í meira en þrjú ár eftir að ólýsanlegri martröð linni. Fjölskyld- ur eru klofnar í afstöðu sinni til sektar eða sakleysis frændans. For- eldrar Birgitte Tengs trúa því að hann hafi myrt dóttur þeirra. Það eru engin friðsöm og málglöð jóla- boð haldin í þeirri fjölskyldu. Það hefur og vakið athygli að bæði voru þau frændsystkin virk í safnaðarstarfi bæjarins. Kopervik er á þeim slóðum í Noregi þar sem trúarhitinn er hvað mestur og Birgitte Tengs var á leið heim af samkomu í bænahúsi staðarins þeg- ar hún var myrt. Frændinn var þar líka. Þau frændsystkin voru fyrirmynd annarra ungmenna og alls engir krakkabjálfar á fylliríi á föstudags- kvöldi. Framganga dr. Gisla í réttin- um í Stafangri hefur því verið mik- il líkn með þraut fyrir trúaða Norð- menn. J| JJ Jj - ^íjGfj Sími og númerabirtir með nafnamöguleika 120 númera minni Þar af 50 með nafni og möguleika á tónmerki 23 skammvalsminni Hátalari íslenskar merkingar Valhnappur -J-'—“ Tímamæling samtals Stór skýr skjár yv Tækið féklí hd^?tu emkqiiti, 5 stjörnur f. blaðsins Te stgr. $ í'Ar4 Siðumúla 37-108 Reykjavík S. 588-2800 - Fax 568-7447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.